Alþýðublaðið - 11.05.1967, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 11.05.1967, Blaðsíða 5
Gylfi Þ. Gíslason: Kennaramennturiin jg Kennaraskólinn 1963 var sett ný löggjöf um Kennaraskóla íslands. Var sú löggjöf ekki aðeins miklu full- komnari en hin eldri lög, heldur var skólan- um jafnframt breytt í stúdentaskóla, þannig að þeir, sem hefja nám í kennaraskóla, eiga þess nú kost að stunda nám í Háskóla íslands, ekki aðeins í þeim greinum, sem þar eru kenndar og aetlaðar til þess að sérmennta fram haldsskólakennara, heldur í almennum há- skólagreinum. Sömuleiðis geta stúdentar úr menntaskólanum tekið kennarapróf í kennara- skólanum, ef þeir kjósa það lífsstarf freltar, þegar að loknu stúdentsprófi en að hefja nám í háskóla. Við' kennaraskólann á einnig a‘ð itarfa framhaldsdcild, sérstaklega ætluð kenn urum, og mun hún hefja starf sitt á næsta hausti. Reist hcfur verið mikil bygging fyrir Kenn araskólann, og er þó þar aðeins um að ræða fyrsta áfanga enn stærri byggingar. Hefur Kenn- araskólinn hingað til kost að 46 milljónir króna. Nú hefur ennfremur verið ákveðið að ríkið reisi í samvinnu við Reykjavíkur borg Æfingaskóla í nám- unda við Kennaraskólann, enda getur kennarafræðsla ekki náð fyllsta árangri við sérstakan æfingaskóla. Munu byggingaframkvæmdir við æfingaskól- ann hefjast nú í sumar. nema í tengslum sem hærra, ekki sízt kosningarnar, svo að þéssi vandamál hafa horf- ið í skuggann. Nú er nýkjörið BREYTTAR aðstæður, krefjast endurskipulagningar í efnahagsmálum, eru vandamál í Frakklandi eins og í öðrum V,- Evrópulöndum. Komið hefur til alvarlegra verkfalla á undanförn- um mánuðum af þessum sökum. Námuverkamenn í Austur- Frakklandi mótmæla því, að námum hefur verið lokað, þar sem rekstur þeirra borgar sig ekki, og krefjast þess að stjórnin sjái um að teknar verði upp breyttar vinnuaðferðir. Verka- menn í Saint-Nazaire, Limoges og Bordeaux krefjast sömu launa og verkamenn í París fá. Verkamenn í vefnaðariðnaðinum hafa gert verkföll til að mótmæla því, að nokkrum verksmiðjum hefur verið lokað vegna erlendr- ar samkeppni. Verkamenn í hin- um frægu vörubílaverksmiðjum Berliet krefjast þess, að stjórnin geri ráðstafanir og geri mönnum kleift að mæta hihni erlendu samkeppni. Hvarvettia er þannig við skipu- lagsvandamál að stríða. Hin al- menna krafa franska verkalýðs- sambandsins er sú, að trýggt verði að ekkert atvinnuleysi eigi sér stað vegna hinnar auknu samkeppni erlendis frá og stjórn- in geri raunhæfar áætlanir sem leiði til þess að gerðar verði nauðsynlogar skipulagsbreyting- ar. Ólgan og óánægjan meðal verkamanna eiga sér alllanga sögu, en önnur mál hafa borið þing tekið til starfa, og de Gaul le forseti og Pompidou forsætis- i OMPIDOU: ■Me< ihluíi naumur ráðht'i .a .verða að taka þessi mál föslum tökum. Hinir vinstri Sinnuðu andstæðingar stjórnar- innar, sem efldust í þingkosn- ingunum, knýja á, og nokkurs taugaóstyrks gætir meðal gaul- lista, sem tala um að gera verði issst’- ’ rs-enwi: i.''..•wp.uMBnwi einhverjar „félagslegar” ráðstaf- anir, eins og þeir orða það. EN STJÓRN Pompidous, sem hefur nauman þingmeirihluta að baki, á erfitt um vik. í fyrstu- ræðu sinni á hinu nýkjörna þingi var hann hikandi, enda er það de Gaulle sem völdin hefur og hann einn getur tekið ákvarð- anir. Forsetinn hyggst heldur ekki skýra frá fyrirætlunum sín- um fyrr en á blaðamannafundi eftir nokkra daga. Forsetinn er það hygginn stjórnmálamaður, að hann gerir sér grein fyrir, að ólgan meðal verkamanna fer að verða alvar- leg. En hann hefur lítinn áhuga á efnahagsmálum og enn minna vit á þeim. Þá gerir þjóðernis- stefna hans í utanríkis- og varn- armálum það að verkum, að möguleikarnir á því að bæta kjör fóiksins eru takmarkaðir og auk þess er stefna hans þröskuldur í vegi samræmingar í efnahags málum Efnaliagsbandalagsins, sem er orðin nauðsynleg vegna þeirra gífurlegu breytinga, sem átt hafa sér stað. Róttækra að- gerða er þörf, en de Gaulle kemur í veg fyrir þær, því að hann vill fyrir hvern mun spyrna gegn því að Efnahagsbandalagið og aðrar „yfirþjóðlegar” stofn- anir fái aukin völd á kostnað ríkisstjórna aðildarlandanna. George Pompidou forsætisráð- herra og fjármálaráðherrann, Michel Debré, gera allt sem í þeirra valdi stendur og benda á að afstýrt hafi verið neyðará- standi, sem óttast var að hin aukna samkeppni erlendis frá mundi hafa í för með sér. Og þeir hafa á réttu að standa. En fransk ir launþegar vilja njóta meira af gæðum lífsins. Landamærin hafa verið opnuð og þeir ferðast tölu vert til annarra landa, og geta gert samanburð við aðrar þjóðir. Þeir geta ekki gert sig ánægða með þá skýringu, að ástandið geti verið langtum verra. . VINSTRIFLOKKABANDA- LAGIÐ og kommúnistar, sem höfðu með sér samvinnu í kosn ingunum, telja að þeir hafi loks ins fengið byr í seglin í fyrsta skipti siðan de Gaulle komst til valda 1958. Francois Mitterand, Ieiðtogi Vinstriflokkabandalags- ROCHET Steinrunnir kommúnistar. ins gerði harða hríð að Pompidou á fyrsta fundi hins nýkjörna þings á dögunum og lagði höfuð áherzlu á þau þjóðfélagslegu vándamál, sem breyttir atvinnu hættir hafa í för með sér. Gagn rýni hans, svar forsætisráðherr ans og hinar fjörugu umræður, sem fylgdu í kjölfarið sýna, að stjórnmál í Frakklandi eru að færast í eðlilegt horf á nýjan leik . En því fer fjarri, að stjórnar andstaðan sé nógu öflug og ein huga til að hún hafi nokkur raun veruleg áhrif á de Gaulle. Þann ig var því veitt eftirtekt, að Mitt erand lét hjá líða að gagnrýna þjóðernisstefnu de Gaulles í.mál efnum Evrópu, sem bæði hann og flestir stuðningsmenn Vinstri- flokkabandalagsins eru andvígir. Þetta stafaði af því, að Mitter and varð að taka tillit til komm únista, sem enn eru andvígir Efnahagsbandalaginu, að minnsta kosti á pappírnum. Nú er unnið að eflingu stjórn arandstöðunnar, og í svipinn er það éfling Vinstriflokkabanda- lagsins sem er á dagskrá. Að bandalaginu standa flokkur jafn áðarmanna, nokkrir hópar úr rót tæka flokknum og nokkur stjórn málafélög eða klúbbar, sem stofn aðir voru á fyrstu valdaárum de Gaulles. Ætlunin er að stofna sósíal- demókratískan stjórnmólaflokk, og verður hann samsettur af þcim flokkum og flokksbrotum, sem standa að Vinstriflokka- DE GAULLE; Aðgerða þörf. bandalaginu. Nýlega var ákveðið að skipulagningu þessarar sam einingar skyldi ljúka fyrir lok þessa árs. Sameiningin er að sjálf sögðu erfiðleikum bundin, sum part vegna þess að erfitt er að fá gamla persónulega fjandmenn til að vinna saman og sumpart er afar erfitt að koma í veg fyrir að Jafnaðarmannaflokkurinn fái öll mikilsverðustu embættin í hinum nýja flokkí, þar sem hann verð ur stærsti aðilinn. Reynt verður að fá ungum mönnum mikilvæg embætti og koma á laggirnar glæ nýjum stjórnmálaflokki. GREINILEGT ER að kosninga sigurinn hefur aukið bjartsýnina í röðum vinstri manna og hvgtt þá til nýrra dáða. Af ummælum um kosningaúrslitin og atburð um sem gerzt' hafa síðan kosning arnar fóru fram má ráða að leið togar Vinstriflokkabandalagsins telji sig hafa mikla ábyrgð gagn vart þeim milljónum kjósenda, sem studdu þá . Þá eru einnig talsvert mikjar líkur á því, að sameiningin verði að veruleika í haust og stofnaður verði nýtízku, lýðræðissinnaður vinstri flokkur. Einnig bendir allt til þess, að flokkur Pierre Mendes-France, PSU, gangi í bandalagið og að sá flokkur leggi niður einkenni sértrúar- flokks, sem hafa loðað við hann. Ef það gerist þá hefur Mendes- France haft gæfusamleg áhrif á PSU. Að svo búnu geta hafizt samn ingaumleitanir við kommúnista um sameiginlega stefnuskrá, er Framhald á 15. síðu. Fjármál í ólestri. 11. maí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ §

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.