Alþýðublaðið - 11.05.1967, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 11.05.1967, Blaðsíða 10
Grein Ragnars Frh. úr opnu. kvæmislíf, heimsóknir vina og vandamanna, gestrisni, skemmti- legar viðræður, jafnvel slegið í fjörugt bridge. Steingrímur Thorsteinsson, spekingurinn mildi, skildi gildi hins innra menningarlífg heimil- isins flestum betur: „Nei, sönglíf, blómlíf finnst nú * aðeins inni, , þar andinn góður býr sér sumar til, r • með söng og sögu, kærleik, k vinakynni ■i á kuldutíð við arinblossans yl.” i I Og: — f i „Vér eigum sumar innra fyrir $ andann, | þó ytra herðir frost og kyngir j snjó.” f 5 ★ Lista- og menningarlíf tf í vetur. | Ef litið er á hið opinbera | menningarlíf nú á þessum líðandi |vetri, þá verður ekki annað sagt ten að það hafi staðið með mikl- | um blómá; og. ég tel vafasamt, að f nokkur borg af svipaðri stærð og i mannfjölda, geti stært sig af * blómlegra og ríkulegra menning- ar og listalífi en ReykjaVík. Litum lauslega á staðreyndir, tónlistina fyrst. Hér starfar góð ., symfóníuhljómsveit undir stjórn þekktra, erlendra hljómsveitar- stjóra, hún heldur hljómleika hálfsmánaðarlega fyrir fullu Há- skólabíói, stærsta samkomusal borgarinnar; hér starfa nokkrir kórar, sumir ágætir. Hver mál- verkasýningin rekur aðra, stund- um tvær eða þrjár samtímis. Inn- lendir og erlendir menntafrömuð- ir ög fræðimenn halda opinbera fyrfrlestra. Og svo eru það leik- húsin, sem sýna jafnan nokkur leikrit í einu, bæði íslenzk og útlend bókmenntaverk, undir stjórn snjallra leikstjóra, sumra aðfenginna. Það er því sannarlega úr nógu að moða fyrir þá, sem yndi og hug hafa á mennt og list, og þeir eru margir og njóta þessara and- legu gæða með lífi og sál. í þeim hópi tel ég ekki þá hvimleiðu manntegund, sem listsnobbar kall- ast,» öllum mönnum leiðinlegri og ómerkilegri, þykjast hafa vit á öllu, dæma listaverk eftir stein- runnum formúlum, sem þeir ■ hafa lært einhvers staðar eins og páfagaukar, lóta speki sína eink- um í ljós með því að níða lista- verk niður á smásmugulegan hátt. - Því miður eru sumir listdómarar blaðanna í þessum slæma félags- , skap, vinna stundum mikið ógagn því fólki, sem tekur eitthvert márk á skrifum þeirra og sér ekki gegnum snobbið og blekk- ingarnar. Steingrímur lýsti þess- ari manntegund hnyttilega: „Lastaranum líkar ei neitt, lætur hann ganga róginn, finni hann laufblað fölnað eitt, fordæmir hann skóginn.” Nei, þeir, sem koma á vett- vang með einfeldni hjartans og Þ*nn eina ósjjfllía ti(gang að njóta góðrar listar af lífi og sál, hleypidómalaust, þeir eru hinir góðu andar á hverjum tón- leikum, ljst- og leiksýningum, þeir eru ekki „blaseraðir”, ekki svo lífsþreyttir og ofsaddir af gæðum lífsins, að þeir geti ekki notið listarinnar eftir sínum eig- in smekk. Já, höfuðstaðarbúar hafa um margt að velja í menningarlíf- inu og þurfa sízt að kvarta yfir fábreytni í þeirri starfsemi. Eri enginn getur komizt yfir að sjá og heyra þetta allt, enda leyfir fjárhagur margra ekki slíkt. Og þá er að velja og hafna eftir beztu vitund, rétt eins og vandlátur út- varpshlustandi velur fyrirfram þá dagskrárliði, sem hann telur sér gagn og gaman að hlusta á, en skrúfar fyrir þá, sem hann telur sér hvorki gagn né yndi að. Alþjóðlegt' listalíf á sér ekki langan aldur að baki hér á landi. Það er fyrst á þessari öld, sem eitthvað fer að kveða að því og það er ekki fyrr en á síðustu áratugum að það rís i fullri hæð og þrótti. Sönglist forfeðra okkar voru dansar, rímur og þjóðlög. Kórar voru engir til, fyrri en á seinni hluta aldarinnar, sem leið, en þá gerðust þeir bræðurnir Jónas járnsmiður Helgason og Helgi tré- smiður Helgason miklir og merk- ir brautryðjendur um söngmál með dæmalausri fórnfýsi og ósér- plægni. Málaralist var hins vegar varla teljandi á þeirri öld, því að Sigurði málara Guðmundssyni varð, þótt lært hefði erlendis, sorglega lítið úr list sinni sökum sárrar fátæktar, skilningsleysis og skammlífis. Nútíma málaralist kemur ekki fram á sjónarsviðið fyrri en nokkuð kemur fram á þessa öld, og má Þórarinn B. Þor- lóksson teljast brautryðjandi á því sviði, en ágætri sýningu á verkum hans er nú nýlokið hér í borg. Leiklistin á sér kannski lengsta söguna hér, og löngum í ein- hverjum tengslum við Latínuskól- ann. Einhver ófullkominn vísir að henni mun hafa orðið til í Skál- holtsskóla, en heimildir um það eru óljósar og ónógar. Sigurður Pétursson sýslumaður, dáinn 18- 27, setti saman nokkur leikrit lítt merk, og það er í rauninni ekki fyrri en með Útilegumönn- um Matthíasar Joehumssonar, sem síðar nefndist Skugga- Sveinn, að telja má, að nútíma leikritun hefjist á íslandi, og fór hún þó hægfara af stað og leik- listin bjó við næsta frumstæð skilyrði. Nú sýna tvö leikhús höf- uðborgarinnar mörg leikrit sam- tímis, og tónlistarunnendur fylla stærsta samkomustað borgarinn- ar tvisvar í mánuði hverjum. Engum blandast hugur um það, að afstaða aimennings til lista hefur mest breytzt síðustu 30—40 árin, og enginn vafi getur leikið á því, að þar á útvarpið drýgstan þáttinn, hefur verið áhrifamesti skólinn, án þess að lítið sé gert úr einstökum forystumönnum list anna og óeigingjörnu starfi þeirra. Með tilkomu útvarpsins barst allt í einu góð og göfug tónlist út til afskekktustu bæja og byggða og tala útvarpsleikrita er 10 H. maí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ orðiri legíó. Smám saman vaknaði skilningur fólksins á listum, sjón- deildarhringur þess víkkað í þá ótt, það vandist ýmsum þeim þáttum, sem það fordæmdi í upphafi, sökum vanþekkingar og óvana. Minningarorð: Guðrún Guðlðugsdóttir, ★ Unga fólkið og listirnar. fyrrv. bæjarfuHtrúi Og nú hefur heil kynslóð vax- ið úr grasi, sem greiðan aðgang hefur haft að tærustu lindum lilsiíannri- Stundum hneykslast eldra fólk yfir því, að unga fólkið hafi ekki smekk fyrir annað en „hot” músik, jazz, twist og shake, eða hvað þetta heitir nú allt saman. En sú ásökun nær ekki til allra ungmenna. Sum þeirra eru al-, ætur á músik, ef svo mætti að i orði komast, hlusta jöfnum! höndum á nýtízku dansmúsik og sígilda tónlist. Það eru hinar æðri listir, sem setja kórónuna á hið sanna menn- ingarþjóðfélag. Það eru þær, sem greina oss frá frumstæðum villi- mönnum-og dýrunum. Þess vegna er það brýn nauðsyn að efla þær og útbreiða, því að þær göfga ein- stakling og samfélag. Og þess vegna er oss það nauð- syn að leggja áherzlu á að kynna yrigstu kynslóðinni göfugar listir. Nokkuð hefur verið til þess gert, sjálfsagt með nokkrum árangri síundum, en sumt hefur miður farið. Symfóniuhljómsveitin hélt um skeið uppi æskulýðstónleikum. Skólanemendum var boðinn að- gangur gegn afar vægu gjaldi. En það fór, því miður, misjafnlega úr hendi, og svo fór að hljóm- sveitin neyddist til að leggja þessa þörfu starfsemi niður. Ég held nú samt, að til þess hefði ekki þurft' að koma, ef tilhögun hefði verið nokkuð betur undir- búin, í skólum og á heimilum og af hljómsveitinni sjálfri. Ég fór nokkrum sinnum á slíka skólatón- léika með nemendum mínum og nemendum fleiri skóla. Fóru þeir yfirleitt' sæmilega fram, enda þótt síðar sigi á ógæfuhlið, vegna þess að hinir ungu nemendur kunnu ekki rétta hegðun við slik tækifæri. En það nálgast líka nærri því ofdirfsku að ætla sér að fylla þúsund manna samkomu- hús eingöngu með unglingum á gelgjuskeiði. Og ekki er ég fjarri því, að stundum hafi val við- I fangsefna ekki verið sem hent- j ugast fyrir litt þroskaða ungl- inga. Leikhúsin hafa haft sama sið: að gefa nemendum framhalds- skólanna í borginni kost á að sjá eitt eða tvö leikrit á vetri hverj- tím, og þá helzt þau, sem ætla iftátti að félli að smekk þeirra og skilningi. Mér vitanlega hefur þetta gengið sæmilega, þótt nokkur misbrestur hafi stundum orðið á framkomu hinna ungu léikhússgesta, sem ég geri ráð fyrir, að miklu leyti, af því að unglingarnir gera sér ekki Ijósan muninn á leikhúsi og kvikmynda- húsi. Segja má með nokkrum rétti, að obbinn af kaupstaða- börnum sé að nokkru leyti upp alinn í kvikmyndahúsunum. Flest sækja þau bíó frá blautu barns beini. Og bæjarbragurinn á þeim FRÚ Guðrún Guðlaugsdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi Freyjugötu 37, andaðist á Borgar sjúkrahúsinu 2. þ.m. eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. Frú Guðrún var fædd að Mel um á Skarðsströnd árið 1893 dótt' ir séra Guðlaugs Guðmundsson ar, skálds, sem lengi var prest ur á Stað í Steingrímsfirði, og konu hans Margrétar Jónasdóttur prests að Staðarhrauni. Hún gift ist 1919 Einari B. Kristjánssyni húsasmíðameistara. Þeim varð 7 barna auðið. Einar andaðist sl. sumar. Frú Guðrún var frábær atorku kona, fríð sýnum og vel gefin, eins og hún átti kyn til. Lengst af hafði hún á sinni hendi stórt og umfangsmikið heimili, sem hún annaðist af myndarskap og fyr irhyggju. Þó gat hún jafnframt sinnt' af mikilli kostgæfni marg þættu félagsmálastarfi. Hún var borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðis flokkinn í þrjú kjörtímabil og átti sæti í ýmsum nefndum svo sem framfærslunefnd, fræðslu- ráði, barnaverndarnefnd, skóla nefnd Austurbæjarbarnaskóla o. fl. Frú Guðrún var einlæg trú kona og Iét sig miklu varða þau mál. Húri starfaði bæði £ Dóm kirkjusöfnuðinum og síðar meir Guðrún Guðlaugsdóttir. í kvenfélagi Hallgrímskirkju. Frú Guðrún Guðlaugsdóttir var gædd ýmsum þeim eðliskostum sem gerðu þægilegt að blanda geði við hana og það þótt stjórn mála stefnur féllu ekki saman. Hún var hreinlynd og fór hvergi dult með skoðanir sínar, sýndi hjartahlýju þeim er í erfiðleik um áttu og síðast en ekki sízt var frú Guðrún bæði kát og Framhald á 15. síðu. stöðum er ekki alltaf til fyrir- myndar, fremur en efnið sem þar er flutt. En unglingunum þarf að lærast það, að leikhússferð er há- tíðarstund, sém krefst prúðmann- legrar framkomu. En hér gætu heimili og skól- ar bætt stórlega um með því að undirbúa krakkana, rétt eins og um altarisgöngu væri að ræða. Benda þeim á að þar er allt sam- tal og sælgætisát óhæfa meðan á sýningu stendur. Eins að þar er goðgá að koma of seint og ryðj- ast til sæta, eftir að sýning er byrjuð. Ennfremur að í gott leik- hús kemur fólk vel búið, í sín- um beztu fötum. Ég hefi séð pilta koma á skólasýningu í leikhúsi í peysu, enda þótt mér væri það fullkunnugt, að þeir áttu góð spariföt. Einhverjum kann ef til vill að þykja það hégóminn einber, sem ég hef drepið hér á. En vér verð- um að innræta þeim ungu prúða og hófsamlega framkomu, eigi hvað sízt gagnvart því, sem orðið getur þeim til andlegs þroska og siðbótar. Á því veltur siðmenn- ing þjóðarinnar og göfgi. í þessu, eins og svo mörgu öðru þurfa heimili og skólar að rækja hlutverk sitt og skyldur betur en þau gera: að móta hug- arfar barna sinna til fagurra lista, sem göfga líf þeirra, kenna þeim háttpfúða framkomu, hvort sem um er að ræða tónleika, leik- sýningar eða myndlistarsýningar. Og ég kem þá að því, sem ég hefi áður drepið á í þætti um dag og veg: Það er nauðsyn, og hún brýn, að einhverjir hæfir og reyndir menn, sem kunnugir eru æskulýðnum í dag, semdu handbók handa skólum og heim- ilum, leiðbeiningar um fram- komu og hegðun, leiðsögn í mannasiðum og umgengnis- venjum. Á þessu er brýnni þörf en margir kunna að ætla; það þekkjum við kennararnir líklega manna bezt. Það er skylda þeirra eldri að veita þeim ungu þessa fræðslu, og hvílir sú skylda fyrst og fremst' á heimilum og skólum, heimilunum auðvitað aðallega, en séu einhver þeirra ekki til þess fær, þá kemur fyrst alvarlega til ; kasta skóla og kirkju. Og því má aldrei gleyma, að börnin þurfa sem yngst að kynnast því, sem æðst' er og göfugast í menningu. Góðir hlustendur! Nú er ungt vor og nýtt sumar fyrir höndum, og við vonum öll, að þau verði hlý og góð og bæti fyrir misfell- ur mislynds vetrar. Og vér ís- lendingar fögnum nýju sumri, ef til vill með meiri fögnuði en aðr- ar þjóðir. Hvað sagði ekki Davíð: „Svo snauð er engin íslenzk sál að elska ei Ijósið bjarta, að finna ei sérhver sumarmál til sólargleði í hjarta, að finna ekki þunga þrá til þess að vaxa og gróa, við slíka yndissjón að sjá allt sefgrænt, tún og móa.” Ragnar Jóhannesson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.