Alþýðublaðið - 11.05.1967, Page 9

Alþýðublaðið - 11.05.1967, Page 9
M SUMAR ANDANN. brögðum barnanna í skammdeg- inu á blásnauðum kotbæjum. Jón Trausti segir frá systkinunum í Heiðarhvammi, sem dunda sér ein í bóli sínu, en í rúminu á móti liggur faðir þeirra liðið lík, en móðir þeirra er að brjótast alein til byggða í stórhríðinni til að sækja hjálp. Og Halldór .Kiljan segir frá drengnum í Sumarhús- um og liugrenningum hans á dimmum skammdegismorgni: — „Hægan, hægan upplýkur vetrar- dagurinn sínu norræna auga.” Nei, vér, núlifandi kynslóðir gerum oss engan veginn ljóst, hversu vel okkur líður, miðað við kynslóðirnar horfnu. Ragnar Jóhannesson. Fyrsta mánudag í sumri talaði Ragnar Jóhannesson cand. mag. um daginn og veginn í Ríkisútvarpinu. — Ýmsir hafa óskað þess að fá að sjá erindi þetta á prenti, og birtist þátturinn því hér, nokkuð styttur. ★ Sumarfögnuður íslendinga. En hið oft svo stranga sam- býli við Vetur konung hefur vald- ið því, að fáar þjóðir liafa fagn- að sumri og sól með meiri inni- leik en íslendingar. Enn í dag er það fastur siður í byggðarlögum, sem lengi hafa verið sólskinslaus um miðjan veturinn, að drekka svokallað sólarkaffi, þegar aftur sér til sólar. Vér einir þjóða höldum sumardaginn fyrsta há- tíðlegan, og þó meira áður. Þenna gamla sið eigum við að halda í heiðri. Vel fer á því, að þessi þjóðlegi hátiðisdagur er helgað- ur yngstu kynslóðinni. Börnin og vorið eiga vel saman. Áður fyrr var það siður, að heimilisfólkið gaf hvert öðru sumargjafir, þótt oftast væru smávægilegar, og væri vel þess vert, að þessi fal- legi siður væri tekinn upp aftur, kannski með kaffi og lummum eins og forðum. Það er líka gaman að athuga, hvernig skáldin okkar bregðast við komu árstíða. Bjarni Thorar- ensen var t. d. skáld vetrarins, því að honum var ætið mikið í mun að sýnast karlmenni, þrátt fyrir viðkvæma listamannslund undir niðri. En við þurfum ekki að leita iengra en til tveggja þjóðskálda okkar, samtímamanna okkar, til að sjá hvernig þeir fagna komu vors og sólar eftir dimman vetur og kaldan. Tómas Guðmundsson hefur skálda feg- urst lýst vorinu í sjálfri höfuð- borginni, þar sem steinn og mal- bik eru þó mestu ráðandi; og oft tengir hann vorið ástinni: ,,Og vorið kom í maí, eins og vorin komu forðum, með vængjaþyt pg sólskin og næturkyrrð og angan. Og kvöld eitt niðri á bryggju hún kyssti mig á vangann. Það kvöld gekk lítið hjarta í fyrsta sinni úr skorðum.” Og Davíð frá Fagraskógi var mikið vorskáld, hann var sann- kallað vorsins barn, svo sem vænta mátti af slíkum náttúru- unnanda: „Nú lifnar yfir lundunum, nú leysir fönn og klaka. Seglin blika á sundunum, sóleyjar á grundunum, og villtir vængir blaka. Glampa slær á glugga og þil, gaman er að vera til, — vera t.il og vaka.” Hér lýsir af hinni frjóvu lífs- nautn — að finna unað lífsins í einfaldri fegurð í umhverfi, sem öðrum tilfinningasljórri finnst aðeins hversdagslegt og jafnvel innantómt. — Guðmundur Kamb- an lýsir einnig þessari einföldu innilegu lífsnautn yfir litlu: „Dýr var sú gjöf, sem gaf mér drottinn að gleðjast, vorlangan dag við litla týsfjólu, túnin sprottin og tístað sólskríkjulag.” ★ Hinar björtu hliöar. vetrarins. En vetúrinn hefur líka sínar björtu hliðar. Honurn fylgir'aukið menningarlíf með ýmsum hætti, menntastarfsemi, sem liggur að mestu niðri að sumrinu. Þegar rætt er um menningar- líf, má greina það í tvo megin- þætti: Hið ytra menningarlíf og það innra, ef svo mætti að orði komast. Ytri menningarstarfsemi er augljós öllum almenningi, í tónlist, leiklist, myndlist, opin- berum fyrirlestrum og fundum, að ógleymdum blessuðum skólun- um, sem ég býst við að teljast verði til menningarstofnana. Auð- vitað er þetta allt fjölþættara og stærra í sniðum í kaupstöðum en í fámennum sveitum, og að sjálf- sögðu fjölskrúðugast í höfuðborg landsins. Hið innra menningarlíf er ekki eins augljóst fyrir almenn- ings sjónum. Það lifir og þróast innan veggja heimilisins, innan fjölskyldunnar. Ærið mun það bera misjafnan svip eftir eigin- leikum, lunderni og siðferði heimilisfólksins, en ekki fer það á milli mála, að fagurt mannlíf á heimilunum er ein af máttarstoð- um hvers þjóðfélags. En heimil- islífið hefur breytzt hér á landi, ekki síður en annað. Nú vinna t. d. langflestir heimilisfeður ut- an heimilis mestan hluta dagsins og húsfreyjan stundum líka, börn- in eru í skólum og vinnu, þegar þau hafa aldur og þroska til —- eða svona er þessu háttað i bæ og borg, þótt öðru vísi sé háttað í sveitum. Nú er t. d. miklu minni áherzla lögð á tónlist og sönglist á heimilunum en áður var. Þá var líka mjög mörg- um fjölskyldum kappsmál að eignast eitthvert hljóðfæri, þau. efnaminni orgel, — þau betur stæðu píanó. Nú er þessi áhugi víðast horfinn, enda þótt tónlist- aráhuginn almennt sé miklu meiri. Útvarp, vandaðir grammó- fónar og opinberir tónleikar full- nægja tónlistarþörf fólksins. — Kvöldvökurnar gömlu heyra til löngu horfinni tíð, en útvarpið hefur komið í þeirra stað um nær fjörutíu ára skeið og útvarpið er voldugt menningartæki, ef það er ekki ofnotað og látið glymja lát- laust allan daginn, án þess að nokkur ljái því eyra. Enn verður ekki séð hver áhrif sjónvarpið hefur á heimilislífið. En sem betur fer er lifað fögru og menntandi lífi á fjölda mörg- um heimilum og fer slíkt ekki eft.ir stéttum né efnahag. Þar er t. d. lesið mikið af góðum bókum, en bækur eru aðall hvers heim- j ilis, hóflegt og örvandi sam- TYámhSld'á lCTsíðú. ' RÝMINGARSALA á barnaúlpum í dag og á morgun. Gerið góð kaup. BLÁFELDUR HF. Síðumúla 21. — Sími 30757. NÝ SENDING vor og sumarkápur. KÁPU- og DÖMUBÚÐIN 1 Laugavegi 46. " úl; HEILSUHÆLI N. L. F. í. vantar yfirsjúkraþjálfara 1. júlí eða síðar. ^ Umsóknir sendist skrifstofu hælisins í Hvera gerði sem veitir nánari upplýsingar. j: SUMARDVÖL Tekið er á móti umsóknum um sumardvöl j fatlaðra barna á aldrinum 5-12 ára að Reykja dal í Mosfellssveit í símum 12523 og 19904. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Sjafnargötu 14. Reykvíkingafélagið Afmælisfundur í Tjarnarbúð í kvöld kl. 8.30. 1 Góð skemmtiatriði. j STJÓRNIN. AÐALFUNDUR H.f. Eimskipafélags íslands verður haldinn í ' fundarsalnum í húsi félagsins föstudaginn 12. 1 maí kl. 1,30 eftir hádegi. f*( Dagskrá samkvæmt saniþykktum félagsins, j H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. 11 11. maí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ $

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.