Alþýðublaðið - 11.05.1967, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 11.05.1967, Blaðsíða 7
Nú er sumarið á næstu grös um og þá er ekki úr vegi að reyna að láta aukakílóin hverfa, hvo að hægt sé að komast í sundfötin og sumarkjólana. En er ekki ánægjulegt að geta grennt sig án þess að vera nokkuð að kvelja sig með svengd. Það er nefnilega hægt að grennast með því að borða mikið, það er að segja af þeim ihat, sem inniheldur eins kon ar mínushitaeiningar, þá er hægt að borða allt að 6 þús. hitaeiningar á dag og grenn- ast um 9 kg. á 4 vikum. Mín- us-hitaeiningafæða, eru harð- soðin egg (ekki linsoðin) mag- urt kjöt og fiskur' (ekki grillað) gl-ajnmeti (ekki baunir, maís og kartöfiur), nýir ávextir (ekki bananar). Það er hægt að borða nóg af þessu án þess að vera svangur. Allir vita, að ef menn svelta sig, grennast Iþeir — en eiga einnig á hættu að veikjast af vítamínskorti og líða heilsu- tjón. En vissuð þið, að hægt er að grennast með að borða mik ið — og með því jafnvel bæta heilsuna? Læknir nokkur í Vín, Heinz Humplik hefur rannsakað þetta í 14 ár og í vor birtu helztu læknablöð Þýzkalands niðurstöður hans af rannsókn unum. í stuttu máli sagt getið þér grennzt án þess að vera svöng án þess að vera alltaf að telja hitaeiningarnar í fæðunni og vera súr á svipinn yfir að mega ekki borðn. Vísindalega skýringin á þessu er svo einföld að undarlegt virð ist að ekki hafi verið hugsað um hana fyrr. Það er sem sagt ekki fjöldi hitaeininganna seln hefur að segja, heldur hvernig þær eru. Tíu hitaeiningar eru tíu hitaeiningar? Það hefur alltaf verið álit ið að tíu hitaeiningar væru tíu hitaeiningar, livort sem um væri að ræða sykur eða kjöt. Það er lika reyndar satt. En það virðist sem fæstir hafi athug að hvernig líkaminn sjálfur vinnur fæðuna. í því er ne%ii lega ýroislegt fólgið. Dr. Hump lik segir að samkvæmt rann- sóknum eyðum við aðeins fáum hitaeiningum við erfiða leik- fimi. Snretthlaupari eyðir mnna en 50 auka hitaeiningum í 100 metra hlaupi. Miklu fleiri hitaeiningar eyðast við þau flóknu efnaskipti, sem eiga sér stað í mellingarfærum manns- líkamans. Sum næringarefni þarfnast svo mikilla efnaskipta við melt inguna, að þau nota fleiri hita- einingar en þau bæta við. Harð soðið egg t.d. inniheldur 80 hitaeiningar. En það þarf 92 hitaeiningar til að melta það. 12 auka einingarnar verður lík aminn að taka af sínum forða. Þess vegna er hægt að segja, að eftir að harðsoðið egg hef- ur verið borðað, þá hafa 12 aukaeiningar verið notaðar og ef þið borðið 4 harðsoðin egg, notast 48 aukaeiningar — um það bil jafnmikið og ef xið hlyp uð 100 metra. Linsoðið egg aftur á móti er auðvelt að melta og er því með plús-hitaeiningum. Einnig á- vaxtasatar. En heilar appelsínur og grape óskræld epli og perur er allt með mínus-hitaeiningum. Því meira sem þið borðið af þeim mat, því meiri fita eyðist við meltinguna og þar af leiðandi grennist þið. Það er bókstaf- lega hægt að borða kílóin í burtu. Allur þessi matur er líka lystugur og hægt er að borða með alls konar krydd og agúrk ur. Og þar sem hægt er að borða eins mikið af , þessari fæðu og hver vill á tveggja tíma fresti, er ekki þörf á að finna til svengdar. Ekki má grennast of Iiratt, ekki meira en þrjú og hálft kíló á mánuði og eftir því sem fitan minnkar verður matarlyst ln meiri. Og strax og þyngdin er orðin eðlileg, getið þið aft- ur farið að borða eins og venju Framhald á 15. síðu. Nú er góða veðrið kom ið og tími til kominn að fara að stunda sund og sólböð og þá er betra að komast með góðu móti í sundbolinn. Það er því ekki svo fráleitt að grenna sig með því hæga móti að borða mikið. . . en það er að segja, mikið af eplum og mögru kjöti, einnig alls, kon appelsínum, harðsoðnum ekkjum ar grænmeti. ÞYNGDARTAFLA FYRIR KONUR: Hæð í cm. 150 155 160 165 170 175 180 smábeinótt 47 1 50,1 53,2 56,2 59,2 62,2 65,2 meðal 52,4 55,7 59,1 62,4 65,8 69,1 72,5 stórbeinótt Sýningarstúlku,- 57,6 61,3 65,0 68,1 72,4 76,0 79,7 Þyngd 41,5 44,0 47,5 52,0 53,8 587 61,0 11. maí 1967 - ALþÝÐUBLAÐIÐ J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.