Alþýðublaðið - 11.05.1967, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 11.05.1967, Blaðsíða 13
flSMyi&CiSBÍÖ Síin -m«' Djöfláveiran ÍSLENZKUR TEXTI. (The Satan Bug) Hörkuspennandi og mjög vel gerð amex-ísk mynd í litum. og Panavision. Ricliard Basehart. Endursýnd kl. 5 og 9. Bönnuð börnum. Þögnin Ignmar Bergmans, sýnd vegna fjölda áskorana kl. 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. HAFNAR- FJÖRÐUR, NÁGRENNI Höfum opnað aftur eftir gagngerðar breytingar. ★ Höfum meðal anriars Grillsteikta kjúklinga Grísakótilettur Hamborgara Samlokur heitar og kaldar Smurt brauð. ★ Komið og reynið viðskiptin. ★ Takið með heim. ★ MATSTOFAN Reykjavíkurvegi 16. Hafnarfirði Sími 51810. Tökum að okkur alls kon- ar matarveizlur. Pantið í síma 51810 og 52173. BÍLAMALUM - RÉTTINGAR BREMSUVEDGERÐIR O. FL. BIFREIÐAVERKSTÆÐEÐ VESTURÁS HF. Súðavogi 30 — Sími 35740. /1 /inn inqpLrónjölc/ ‘ s. Ms. Framhaldssaga eftir Nicholas Johns FANGI ÓTTANS Vitanlega var það rétt að erf- iðleikar gætu orðið. Jafnvel Chris hafði viður.kennt að hann óttast nýtt kast. Ef til vili hefði hún átt að krefjast þe'ss að þær mæðgurnar byggju í borginni. Hún hefði átt að reyna meira til að telja móður sína á sitt mál. Svo minntist hún þess hvern- ig Chris hafði litið út um morg- uninn, þegar hann fór út á ak- urinn til að vinna með verka- mönnunum. Hann hafði verið svo áhuga- samur, svo einmana, þráð svo mjög að hefja nýtt líf. Hún fékk tárin í augun af meðaumkun, þegar henni kom það til hugar. Hervey hugsaði svo mikið um hann allan morguninn, að það kom henni á óvart að sjá hann bíða i jeppanum fyrir utan dyrnar, þegar hún kom út til að fara í hádegismat. Hann brosti til hennar. — Ég þurfti að sækja útsæði til borgarinnar, sagði hann. — Komdu heim með mér. Þú þarft ekki að hjóla alla lefðina. Af því að frú Galton þurfti hvort eð er að elda mat á þess- um tíma dags fyrir Chris og verkamennina haíði Hervey lagt það í vana sinn að fara heim í mat. Það var mikil umferð um há- degið því þá voru verksmiðjurn- ar lokaðar í klukkutíma og á götunum voru bæði bílar og hjól. Chris rétti fram höndina og aðstoðaði Hervey við að setjast inn í jeppann. Sér til mikillar gremju fór heitur straumúr um hana, þegar hann snart handlegg hennar. Svo var tekið um hina hönd hennar. Red Stok- es stóð við jeppann. — Bíddu, sagði hann reiði- lega. — Ég hef ekki tíma til að tala við þig núna, Ned. — Ég ráðlegg þér að gefa þér tíma til þess samt. Hervey settist í jeppann. Hún sá að mennirnir tveir störðu hvor á annan. Annars augu voru þrungin hatri, hins fyrirlitningu. — Engin læti hér, Stokesi sagði Chris aðvarandi. Hervey fer ekki í bíl með yður. — Því ræður hún sjálf. Ned Stokes leit á stúlkuna. — Mér er sagt, að þú búir á búgarðinum. Þú lilýtur að vera vitskert Hvernig fékk hann þig til þess? Bauð hann mömmu þinni rosakaup? — Hann hækk- aði röddina. — Hlustaðu á mig, Hervey. Geturðu ekki séð; hvernig þetta fer? Hann myrðir þig, eins og hann myrti hina stúlkuna. Chris gerði sig líklegan til þess að stökkva út úr jeppan- um — en hún kom í veg fyrir það. — Við skulum fara, Chris, sagði hún biðjandi. Vertu ekki að leggja þig niður við að slást við hann. — Hann neyðist til þess ein- hvern veginn — og það fljót- lega, urraði Ned. — Heyrið þér það, Manning? Ef þér svo mikið sem snertið Hervey, skuluð þér fá að eiga við mig Munið þér is fór hún út að hliðinu til að leita að honum. Loks varð móð- ir hennar óþolinmóð. — Vertu ekki að æsa þig upp út af engu. telpa. Hann hefur lykla. Komdu að hátta. En Hervey lá og bylti sér i rúminu meðan hún beið eftir fótataki hans. Hún leit út um gluggann. Það var dimmt, ekk 9 það! Hervey er stúlkan mín — það væri heimskulegt af yður að gleyma því! Chris sett'i vélina í gang og jeppinn ók af stað. Hvorki Chris né Hervey sögðu orð fyrr en þau komu út á þjóðbrautina. Þá leit Chris út undari sér á hana. — Svo þú ert stúlkan hans Ned Stoker? Hervey roðnaði. — Það er ekki satt'! Ég hef aldrei verið stúlkan hans! Hún undraðist heift sína og hve það var mikilvægt fyrir hana, að Chris tryði því ekki að neitt væri milli þeirra Neds. — Mér hefur alltaf fundizt hann afar leiðin- legur og erfiður, sagði hún lág- værari. Chris brosti. — Ég hugsa að hann verði meira .en rétt erfiður. Það þarf mikla áreynslu til að gera honum skiljanlegt að þú ert ekki einka- eign hans. Hann yppti öxlum. Ef til vill sláumst við fyrr eða síðar. Hún velti því fyrir sér hvort hann ætti við, að hann ætti eftir að berjast við Ned um hana eða hvort hann ætlaði sér að berjast við Ned vegna þess að hann fékk alla til að vera á móti honum. Hún leit út undan sér á mann- inn við hlið sér, en úr svip hans varð ekkert lesið. SJÖUNDI KAFLI. Hervey var vakandi, því hún gat ekki sofið. Hún var áhyggju- fulL. Chris hafði ekki farið að hátta strax eftir matinn um kvöldið. Hann hafði farið út um dyrnar án þess að segja hvert ferðinni væri heitið. Hann var þréytulegri og spenntari en nokkru sinni fyrr. Kvöldið leið hægt og stöðugt óx skelfing Herveyjar. Margsinn- Svik Framhald af bls. 3. hið rétta verð vörunnar sam- kvæmt hærri reikningnum. Athugaðar hafa verið 79 vöru- sendingar frá Elmo Nielsen. Starfsmenn tollstj óraskrifstofunn- ar og ríkisendurskoðunarinnar telja, að af þessum 79 vörusend- ingum hafi reikningar verið rang ir í 33 tilvikum. Innkaupsverð samkvæmt reikningum, sem vísað var fram við tollafgreiðslu þess- ara 33 vörusendinga er talið nema rúmlega 254 þúsundum danskra króna og greiddur tollur af þeim numið rúmlega 743 þús- undum íslenzkra króna. En sam- kvæmt hærri reikningum telja þessir aðilar, að innkaupsverðið hafi verið rúmlega 588 þúsund danskra króna og hefðu því toll- gjöld átt að nema rúmlega 1.788, 000,00 íslenzkra króna. Vangreidd ir tollar af þessum 33 vörusend- ingum næmu því rúmlega 1,037 000,00 íslenzkra króna. Jafnframt telur endurskoðandi, Ragnar Ólafsson, hrl., að gjaldeyrisyfir- færslur Páls samkvæmt hinum lægri reikningum hafi numið 237. 000,00 dönskum krónum, en að auki virðist endurskoðanda, að Páll hafi ennfremur fengið gjald- eyrisyfirfærslur í bönkum með því að framvísa hærri reikningum og nemi sú yfirfærsla 269 þúsund íslenzkra króna. Þá telja endur- Skoðendur, að Þorbjöm Péturs- son, starfsmaður Páls, sé í 16 vörusendingum skráður innflytj- andi og varan þá flutt inn í hans nafni. í bókhaldi Elmo Nielsep er Páll hins vegar skráður kaup- andi vörunnar. Vöruverð þessara 16 vörusend- inga er talið samkvæmt' tollaf- greiðslureikningum nema 26 þús- und dönskum 'krónum og 17 þús- und íslenzkra króna. Talið er, að við framvísun þeirra hjá tollyfir- völdum hafi aðflutningsgjöld ver- ið greidd með 169 þúsundum ís- lenzkra króna, en innkaupsverðið samkvæmt hærri reikningum hafi verið 339 þúsund danskar krónur. Samkvæmt því hefði átt að greiða aðflutningsgjöld, sem nema 1.521. 000,00 íslenzkra króna. Vangreidd aðflutnings- og tollgjöld af þess- um 16 vörusendingum nema því 1.352,000,00 íslenzkra ’króna. Páll Jónasson hefur ekki að svo komnu máli véfengt framan- greindar niðurstöður endurskoð- enda og tollyfirvalda, en hins vegar hefur hann áskilið sér rétt til að gera athugasemdir við þær síðar. Varðandi sendingar þær, sem Þorbjörn er talinn ihafa flutt inn, segir Þorbjörn, að hann hafi ekki verið kaupandi heldur Páll. Þó ber þeim báðum saman uiq það, að Þorbjörn hafi verið eina innflytjandi fjögurra vöruseridi inga, en vangreidd aðflutningsx gjöld af þeim sendingum nemn 275 þúsund íslenzkra króna. Falsanirnar, sem Páll hefur gert sig sekan um, eru að því er virðist fólgnar í því, að hann hef- ur notað tvenns konar reikninga! yfir sömu vöru. Stundum hefur komið fyrir, að þrenns konar reikningar hafi verið notaðir varðandi sömu vöruna. Sömulei8 is er ekki alltaf samræmi með texta reikninganna. í einu tilviki var til dæmis texti hærri reikn-< ings plastvörur, en inn voru flútt ir nylonsokkar. Þá er þess að geta, að þau tilvik komu fyrir, að þtír vörureikningar voru á ferðinhi, þ.e.a.s. þrenns konar verð á sömu vöru. Lægsti reikningurinn var fyrir toll og aðflutningsgjöld, hæsti reikningurinn er talinn sýna rétta verðið, en miðreikning urinn var til þess að fá gjaldeyfis leyfi í bönkum samkvæmt honum og svo lægsta reikningnum. Sem dæmi um þetta má nefna, að í einu tilviki var lægsti reikningur 8.000,00 kr. miðreikningurinn 13.000,00 kr., en rétta verðið 49. 000,00 krónur. 'Rannsókn faktúrumálsins er ekki lokið. Rannsókn hefur að« eins farið fram á grundvelli þeirra endurskoðunarskýrslna sem liggja fyrir. Ekki er upplýst, livort aðrir menn hafi í sambandi við við- skipti við Elmo Nielsen gerzt sek ir um refsivert athæfi. Rannsókn hefur náð til annarra manna efr- ir því sem endurskoðunarskýrslaJ* hefur gefið tilefni til. Þessi rannsókn verður send Saksóknara ríkisins svo og 550 dómsskjöl málsins til frekari meðferðar. Þess skal getið, að viðskipti Páls Jónassonar og Elmo Nielsen munu hafa hafizt um árið 1959. Rannsókn málsins nær þó ekki lengra aftur en til nóvenmber- mánaðar. 1961. Páll Jónasson og Þorbjörn Pét- ursson voru lausir úr gæzluvarð- haldi þann 3. maí, en þeim var þá tilkynnt, að þeim væri óheim- ilt að fara af landi brott, fyrr en dómari ákveður annað. AUTTILSAUMA ASJ6LYSIÐ í Alþýðnblaðinu 11. maí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐK) 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.