Alþýðublaðið - 11.05.1967, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 11.05.1967, Blaðsíða 8
Bragi Níelsson læknir: Eitt af stóru fram- faraskrefunum Undanfarna áratugi hefur ís- lenzka þjóðin gengið hröðum skrefum í áttina til velferðarrík is, frá fátækt og skorti, frá vosbúð, kulda og þrældómi, til þeirra bjargálna, sem flest ölf landsins börn eiga nú við að búa. Miðað við fjölda annarra þjóða mætti nú segja, að við hefðum náð því marki að skapa hér velferðarríki, þar sem öll um þegnum þjóðfélagsins eru tryggð félagsleg réttindi frjáls- borins manns, þar sem enginn þarf að örvænta um fjárhagsaf komu sína eða sinna þótt að steðji veikindi eða slys, eða önnur utanaðkomandi óáran, og þar sem föt og fæði, húsnæði og læknishjálp sé öllum tryggð frá vöggu til hæstu elli. En svona einfalt er málið ekki, því að velferðarríki er ekkert ákveðið mark, sem við getum náð einn góðan veðurdag, held ur er það markmið, sem við stefnum að og nálgumst alltaf Bragi Nielsson. meir og meir en náum aldrei Bragi Níelsson Iæknir flutti ávarp á útifundi 1. maí á Akranesi í vor, og birtist það hér. að eilífu, því að eftir hvern fremst sem forstig almanria- áfanga, sem við vinnum, eygjum tryggingalaganna, sem sett við annan á næsta leiti, og þró voru árið 1946, en við þau lög unin til betra þjóðlífs og feg- búum við að mestu leyti enn urra mannlífs mun aldrei stöðv þann dag í dag, þó að vissu- ast. lega hafi verið gerðar á þeim Ég hef alltaf álitið, að öðrum marSar góðar endurbætur síð- fremur væri baráttu ís- lenzkrar alþýðu að þakka sú heillaþróun, sem orðið hefur hér á landi á þessari öld, þótt vissulega hafi margt fleira komið þar til hjálpar. Það var alþýðan, sem fann sárast fyrir því, hvar skórinn kreppti, og enginn gjörþekkir þrengingarn- ar nema sá, sem sjálfur reynir. Þessir tveir megin þættir munu sennilega hafa orðið afdrifarík ir fyrir sigursæla baráttu al- þýðunnar. Það er aukinn fé- lagslegur þroski hennar sjálfrar og rýmkun kosningaréttarins, og fyrstu skref baráttunnar voru að sjálfsögðu að fá laun hækkuð og vinnuþrælkunina minnkaða en þessu næst hófst baráttan fyrir lýðtryggingum og sennilega er það farsæl þróun þeirra mála, sem við getum ver ið ánægðastir með í þjóðfélagi okkar nú í dag þó að þar sé ennþá mikið starf óunnið. Siúkrasamlög voru einna fyrst á ferðinni af þáttum trygging armála, en þau voru fyrst fram an af langt frá því að ýera al- menn, en annar mesti áfangi trygginga á íslandi til þessa, var setning alþýðutryggingalag anna árið 1935, en þau lög voru sfórmerkur áfangi, þó að við skoðum þau núna fyrst og an. í samræmi við þessi lög nýt ur þjóðin nú fjölþætts trygg- ingakerfis, sem veitir þeim, er höllum fæti standa í lífsbarátt unni, stórum betri lífskjör en áður var. Og í heild er þarna um að ræða kjarajöfnun í þjóð félaginu, sem nemur á hverju ári töluvert á annað þúsund milljónum króna, sem er að mestu tekið frá hinum ríkari og veitt þeim fátækari. í þessu stutta ávarpi sé ég ekki ástæðu til að ræða ein- staka þætti trj ggingamála, né þá baráttu, sem það kostaði, bæði á Alþingi og utan þess að koma tryggingunum á, því að nú þykir flestum þær sjálf- sagðar og stjórnmálaflokkar keppast um að eigna sér heiður inn. Fæðingastyrkur er nú ekki talinn settur til að verðlauna Jauslæti, eins og sagt var 1946, fjölskyldubætur, barnalíf- eyrir, mæðralaun og ekknalíf- eyrir, þykja nú allt sjálfsagðir hlutir, sjúkra- og slysatrygging ar réttlætismál, örorkubætur nauðsynlegar, og atvinnuleysis- tryggingar þorir enginn að tala illa um, a. m. k. ekki 1. maí. Ellilífeyririnn hefur reynzt mörgu öldruðu alþýðufólki mik ill styrkur en þarna held ég að vanti þó langmest á, að trygg ingarnar valdi hlutverki sínu, því að ég veit, að miðað við venjulegar aðstæður, er engin leið að framfleyta lífi sínu af honum, svo lágur er hann. Af þessum ástæðum hafa ýms félagasamtök launafólks komið sér upp lífeyris- og eftirlauna- sjóðum, sem hafa það hlutverk að veita sjóðsfélögum elli- og örorkulífeyri, og eftirlátnum mökum þeirra og börnum maka- og bamalífeyri. í þessa sjóði greiða sjóðsfélagar 4% af laun um sínum, en atvinnurekandinn greiðir jafnframt 6% af sömu iaunum til sjóðsins. Þetta virð ist því vera nokkuð góð upp- hæð, sem kæmi þá sem uppbót á áðurnefndar alltof lágar elli lífeyrisgreiðslur. Tvennir erii megingallar þessara sjóða, sá fyrri, að þeir ná til alltof fárra manna og sá síðari, að hin stöðuga, öra verðbólga, sem ríkt hefur hér á landi undan farna áratugi, gerir alla sjóði sífellt verðminni. Nokkur bót er það, í þessu síðara atriði, að sjóðirnir hafa ávaxtað fé sitt þannig, að lána það til sjóðsfélaga, og hefur því tap sjóðsins af verðbólgunni orðið hagnaður þess félaga, sem lánsins naut. Eftirlaunasjóður Akraneskaup staðar er bæði ungur og smár, en þó voru tekjur hans á sl. ári um 660 þús. ,kr. og mest af því fé fer beint til sjóðsfélag anna, sem lán, venjulega til liúsabygginga, og hafa slík lán reynzt mörgum félaganum veru leg hagsbót. Svo almennur er skilningur manna hér á landi orðinn á gildi lífeyrissjóða, að þegar til- laga kom fram á Alþingi um athugun á því, hvort ekki væri tímabært að stofna lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn, þá voru allir stjórnmálaflokkarnir því samþykkir, að sú athugun skyldi fara fram. Haraldur Guðmunds- son, fyrrv. sendiherra, var ráð inn til þessa starfs og kynnti hann sér málin m.a. á Norður- löndunum, en bæði í Noregi og Svíþjóð eru nú þegar komnir á stofn slíkir sjóðir, þó ekki sé með sama sniði í báðum lönd unum. í Danmörku er slík löggjöf í undirbúningi, og er búizt við almennum lífeyrissjóði þar inn- an tveggja ára. Niðurstaðan af rannsókn Har alds Guðmundssonar varð sú, Framhald á 15. síðu. RAGNAR JÓHANNESSON „VÉR EIGU FYRIR ★ Hret og harðindi og varasjóðir. Ég ætla mér ekki þá dul að fara að tala hér að ráði um veðr- áttuna í vetur. Til þess verða sjálfsagt nógu margir aðrir, enda eru þau tíðindi, að vonum, flest- um hugstætl umtalsefni, einkum þeim, sem eiga allt sitt undir sól og regni, einkum sjómönnum vorum og bændum. Hinir miklu umhleypingar í vetur, frost, hríð- ar og hret, ættu að minna okkur rækilega á, hvers við megum allt af vænta í voru harðbýla og mis- lynda landi. Vér þurfum alltaf og ævinlega að vera við harðrétti og óáran búnir af hálfu náttúr- unnar. Góðæri undanfarandi ára- tuga mega ekki villa oss svo sýn, að vér fljótum sofandi að feigð- arósi, og gleymum að afla vara- forða nauðsynja og varasjóða, rétt eins og henti Hrafna-Flóka í allri sumarsælunni í Vatnsfirðinum, svo að fé hans féll um veturinn. Við verðum ætíð að hafa hug- fast hið spaklega máltæki: Vertu viðbúinn því illa, því að hið góða skaðar ekki. Núna í páskahretinu mikla varð mér tíðhugsað til gamals bónda vestur í Dölum, þegar ég var að alast þar upp. Hann var góður maður og gegn, gestrisinn og ræð- inn vel við gest og gangandi. Og langoftast kom tal hans þar nið- ur, að hann fór að tala um harð- indi og fjárfelli og hins vegar andvaraleysi samtíðarmanna, sem margir hverjir virtust trúa á æ- varandi góðæri, birgðu heimilin illa upp á haustin og settu of djarflega á heyin. Þessi gamli bóndi hafði ekki aðeins lifað frostaveturinn mikla 1918, heldur líka harðindaárin kringum 1880, sem voru honum afar minnisstæð. Síðan ég hlýddi á þetta harð- indatal gamla bóndans, sem ýms- ir skopuðust að og kölluðu bar- lóm og kerlingaraus, hefur mik- ið vatn til sjávar runnið og margt breytzt. Samgöngum á sjó, landi og í lofti hefur flevgt svo fram, að kraftaverkum er líkast. Auð- æfi þjóðarinnar hafa margfaldazt, stórvirkar vinnuvélar eru á hverju strái; svo að kalla hver árspræna er brúuð, rafmagn víðast hvar sjálfsagður hlutur, hiti i híbýlum manna yfirfljótanlegur, nema þá helzt á hitaveitusvæði Reykja- víkur. En hefur ekki sú spurning hvarflað að einhverjum fleirum en mér í vetur, einkum í páska- hretinu skæða, hvað gerast mundi ef yfir landið d.vndu nokkrir harðvindavetur og hafísa í röð, eins og svo oft hefur orðið í sögu þessara marghrjáðu þjóðar, köld sumur og grasleysi, afla- brestur við sjávarsíðuna. Nú í vetur hefur það sýnt sig, að heil bj'ggðarlög hafa einangrazt, vegna snjóalaga, flest þó skamma stund, sem oftast má þakka snjó- bílum og öflugum ýtum. En nú eru þeir tímar véltækninnar komnir, að ef slík einangrun væri langvarandi, og til dæmis af- skekktustu sveitabæir lengi ein- angraðir vegna fannfergis og stór- hríða, svo að bjargir þrytu, gætu ef til vill flugvélar sætt færis, og kastað niður nauðsynjum og lyfjum, ef þeirra þyrfti við. Svo langt hefur framförunum á véla- öld miðað, en nógu bölvað gæti ástandið orðið fyrir því. Og úr grasleysi á harðindasumri fær enginn mannlegur máttur bætt. ( ★ Þorradægur þykja löng. Já, mikill er munurinn á því, hversu veturinn leggst á fólkið nú éða fyrir aðeins fáeinum ára- tugum. Þuhga og kvíðá vetrarins er óvíða betur íýst en í stökunni alkunnu: „Þegar vantar varmaföng, vist og heyjaforðann, þorradægur þykja löng, þegar hann blæs á norðan” Þessi vísa er dásamlega ein- föld í sniðum og raunar fáskrúð- ug á yfirborði eins og flest snilldarverk af þessu tagi. Hér er miklu efni þjappað í fáorðan og látlausan búning. En lygnu vötnin búa oft yfir mesta dýpinu. Hinn óþekkti höfundur lýsir á- standinu á bágstöddu koti: Elds- neyti er þrotið og bærinn hel- kaldur, skortur er á matvælum. Hver dagur er leiður og langur, hlaðinn kvíða og kvöl og ísköld norðanáttin lætur sig ekki. En þungbærasta þrautin er bóndan- um ef fil vill það, að heyin eru þrotin. Hann sér fram á hungur- dauða og tortímingu hinna fáu sauðkinda, sem öll velferð heim- ilisfólksins veltur á. En hann hefur samt ekki upp neitt mærðarfullt harmakvein. Höfundur þessarar litlu vTsu er karlmenni. Ekki er hægt að lýsa ömurleik og þunga sálar- lífsins á þessu snauða koti á lát- lausari liátt en í síðari vísupai’t- inum: „Þorradægur þykja löng, þegar hann blæs á norðan.” . Og börnin — á þau fékk vetr- arríkið líka, myrkrið, kuldinn og sulturinn. Tvö stórskáld ís- lenzk hafa með snilld lýst við- £ 11. maí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.