Alþýðublaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 2
2 21 n>ot 1967 Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐIÐ U Thant gagrýndur fyrir brottflutning TEL AVIV, 20. maí (NTB-Reut- er). ísraelskir og arabískir hermenn tóku sér stöðu í dag rétt andspæn Is hverjir öðrum á Iandamærum tsraels og Egyptalands í fyrsta ekipti í tíu ár. Ástandið er ó- tryggt, þótt enn hafi ekki komið til ótaka þrátt fyrir brottflutning gæzlusveita Sameinuðu þjóðanna. Mörg egypzk (herfylki, þar á atieðal eitt skriðdrekaherfylki, hafa tekið sér stöðu á norðan- verðum Sinaiskaga. Hér er um að ræða mesta liðsafnað sem átt hef ur sér stað lá þessum slóðum og virðist hann benda til þess að árás sé í aðsigi, samkvæmt ísra- elskum heimildum. Heimildirnar segja að ísraels- inenn ihafi ekki hervæðzt, en menn úr varahernum hafa verið kvaddir til herþjónustu vegna at- burða síðustu daga. Martgs konar varúðarráðstafanir 'hafa einnig verið gerðar. □ Thant gagnrýndur. í New York átti U Thant, fram kvæmdastjóri SÞ, að gefa meðlim- um Öryggisráðsins skýrslu um á- kvörðun sína um að kalla gæzlu- liðið burtu. Ákvörðunin hefur sætt harðri gagnrýni, einkum Kanadamanna, og vakið ugg og kvíða margra fulltrúa hjá SÞ vegna þess tómarúms, sem skap- azt hefur á landamærunum veigna brottflutningsins. Öryggisráðið hefur enn ekki verið kallað til fundar vegna hins hættulega ástands fyrir botni Mið jarðarhafs. Fundur verður vænt- anlega haldinn í ráðinu næstu daga, hvað svo sem kann að ger- ast áður en fundurinn verður hald inn. Kanadíski utanríkisráðherrann, Paul Martin, sem hefur gagnrýnt U Thant fyrir að hafa rasað um ráð fram þegar hann varð tafar- laust við ’kröfu Egypta um brott- flutning gæzlusveitaiina, er vænt anlegur til New York í dag og mun ræða við U Thant. Kanada- menn voru fjölmennastir í gæzlu- liðinu á Gazasvæðinu. □ Beðið átekta. Yfirmaður liðsafla Egypta á landamærum ísraels, Abdel Mos- hen Kamel Mortagi hershöfðingi, Framhald á bls. 11. t»W*M ' ÁVARP TIL STIMNGSMANNA A-LISTANS Á rúmlega 50 ára starfsferli sínum hefur Alþýðuflokkurlnn ávallt átt í fjárhagserfiðleikum vegna nauðsynlegrar starfs- semi sinnar. — Flokkurinn hefur stuðzt við fylgi fólks, sem lítið hefur verið aflögufært um fjármuni. — Þetta hefur þó bjargazt með almennri þátttöku stuðningsmanna hans þótt hver hafi þar ekki látið stóra skammta. Nauðsynlegur kosningaundirbúningur hefur á síðari ár- tugum vaxið mjög og krafizt síaukins fjármagns. — Það er á þessu undirbúningsstarfi, sem úrslit kosninganna geta oltið. Þetta gera f jársterkari flokkarnir sér Ijóst og spara þess vegna í engu allan tilkostnað. Þessum þætti kosningabaráttunnar verður ekki mætt á annan veg, en með almennri f jársöfnun. Alþýðuflokkurinn fer þess vegna enn einu sinni bónarveg til allra stuðningsmanna sinna og velunnara og biður þá, hvern eftir sinni getu, að láta af hendi rakna fé I kosningasjóð flokks ins. Fyrir hönd fjáröflunarnefndar munu eftirtaldir aðilar veita fé móttöku: Emelía Samúelsdóttir, simi 13989, og skrifstofa A1 þýðuflokksins í Reykjavík, símar 15020 — 13374. Fjáröflunarnefnd Alþýðuflokksins í Reykjavík: Emelía Samúelsdóttir Gylfi Þ. Gíslason. Eggert G. Þorsteinsson, Kristilegar æskulýðsferðir verða skipulagðar í sumar FYRIR nokkrum árum stofnaði æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar til þeirrar nýbreytni að efna til ódýrra æskulýðsferða til útlanda, eins og lengi hefur tíðkazt með nágrannaþjóðunum. Verða famar þríjár slíkar ferðir í sumar. Þessar ferðir eru eiregöngu miðaðar við að gefa heilbrigðu æskufólki tæki færi tn að kynnast öðrum þjóðum og löndum, menningu þeirra og sögu. Fyrsta ferðin hefst 29. júní og er flogið til Danmerkur og farið þaðan yfir til Englands með skipi. Dvalizt verður í tvær vikur í Skot landi í Carberry Tower. Síðan far ið sömu leið til Danmerkur. Ferð in stendur yfir í tæpan mánuð og fararstjóri verður Björn Jónsson, sóknarprestur í Keflavík. Önnur ferðin er tveggja vikna ferð um Noreg, Svíþjóð og Dan- mörku, en hún hefst 4. júlí. Flog- ið verður til Kaupmannahafnar og síðan farið til Norcigs og vatna héraða Svíþjóðar. Fararstjóri verður séra Sigurður Haukur Guð jónsson. Þriðja ferðin er einnig tveggja vikna ferð og hefst 18. júlí. Flog- ið verður til Kaupmannahafnar og ekið þaðan til Þýzkalands og dvalið um kyrrt í Rínarlöndum. Síðan ekið til Hollands, Norður- Þýzkalands og aftur til Danmerk- ur. Fararstjóri í þessari ferð verð ur séra Ólafur Skúlason. Vörusýningin opnuð í gær Fyrstu síldarinnar varð vart 8. maí I gær var opnuð vörusýning fimm Austur-Evrópuþjóða í í- þróttahöllinni í Laugardal. Þar sýna Pólverjar, Tékkar, Rússar Ungverjar og Austur-Þjóðverj ar urval af framleiðsluvörum suiúm, þar á meðal ýmsar vör ur» sem íslendingar hljóta sér stáklega að hafa áhuga á. Bæði Pýlverjar og Austur-Þjóðverj ar sýna t.d. líkön af fiskiskip uih, þar á meðal skuttogurum afjþeim gerðum, sem ef til vill mýndu henta íslendingum. — V^gna þess hve blaðið fer snpnma í prentun á laugardög um verður öll nánari frásögn af sýningunni og opnun hennar aá bíða þar til eftir helgi. Hinar árlegu vorrannsóknir v/s Ægis hófust hinn 29. maí, en mark mið þeirra er að kanna síldar- magn og síldargöngur ásamt ýtar- legum athugunum á' ástandi sjáv- ar á hafsvæðunum norðanlands og austan. Fyrri hluta rannsóknanna lauk hinn 18. þ.m. og leiddu þær eftirfarandi í Ijós: Mikill ís er nú fyrír norður- landi og varð lengst komist u.þ.b. 50 sjm. norður frá Kögri. Lágu þaðan ísspangir suðvestur á bóg- inn á móts við Reykjafjarðarál. Lá síðan ísröndin til austurs u.þ.b. 15—20 sjm. norðan Grímseyjar og Melrakkasléttu og teygði sig að austan alit suður fyrir Langanes. Svo sem við var að búast var sjávarhiti mjög lágur norðanlands. Hiýjast var út af Kögri eða 2—3 gráður, enda gætir þar áhrifa hins hlýja AtlantshafssjáVar. Annars staðar fyrir Norðurlandi var sjáv arhiti um og sums staðar talsvert undir 0 gráðu á' svæðinu austur og norð-austur af landinu allt aust ur að 9. lengdarbaug. Er austar dregur hlýnar síðan smám saman, en það er ekki fyrr en komið er á núll lengdarbauginn, að sjávar- hiti er orðinn 6 gráður á 20 m. Austurjaðar kalda sjávarins er þannig nokkru austar en verið hef ur á undanförnum árum. Átulaust var að kalla fyrir Norð urlandi svo og austanlands allt að 80—100 sjm. út frá landinu, Á djúpmiðum norðaustur frá' Langa- nesi var gott átusvæði, en þar var um fullvaxta pólsjávarátu að ræða. Talsvert magn af rauðátu var á' stóru svæði beggja megin við núllbauginn, og einnig var góð áta á svæði um 120—160 sjm. austur af Austfjörðum. Var áta þar að ná fullum þroska, en aust- ast var hún orðin fulþroska og hrakar henni þá’ venjulega mjög fljótt. Fyrstu síldarinnar varð vart 8. maí, en þá fann leitarskipið Haf- þór síld frá 66 gráðu að 67 gráðu milli 2 gráðu og 3 gráðu v.l. Haf- þór hafði áður leitað Um svæðið norðan Færeyja allt' suður á 64 gráðu og austur á 2 gráðu. Ægir hafði fram að þessu kannað svæð ið austur og norðaustur af Langa- nesi allt norður fyrir 67. gráðu og austur að 6. Iengdarbaug, en ekki orðið síldar vart. Var síðan haldið austur norðan 68 gráðu allt austur að 2° austlægrar lengdar og kannað svæðið milli 2” austur og 2° 30’ vestur allt' suður á' 65°. Varð fljótlega vart vlð sild og reyndist vera um allmikið magn að ræða á um 20—30 sjm. brei0u belti um núll lengdarbauginn milli 65°30’ og 67<’30’. Síldin virt ist að mestu staðbundin þarna og hélt sig á um 150—180 faðma dýpi á daginn, en kom upp á 10— 20 faðma í 2—3 klst. um lágnætt- ið. Hélt hún sig að mestu á hita- skiium, sem þarna eru og liggja frá norðri til suðurs. YfirborCs- hiti um 5.5° vestan þeirra, en 7—« 7.5° að austan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.