Alþýðublaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 3
Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐIÐ 21. maí 1967 3 Frá aðalfundi Loftleiða. Sigurður Helgason, varafor maður félagsins flytur skýrslu sína, Heildarvelta Loftleiða 949 milljónir: Milljónasti farþeginn í sumar Norræn ráöstefna í ameriskum fræöum AÐALFUNDUR Loftleiða vegna reikningsársins 1966 var haldinn 19. maí og kom har m. a. fram, að rekstur félagsins hafi gengið vonum framar og lieildarveltan væri nú 949 millj. Brýn þörf væri á því, að festa kaup á þotu. Einn- ig var rætt um baráttu félagsins fyrir lendingarréttindum erlend- is, einkum í Skandinavíu. Formaður félagsstjórnar, Kristj- án Guðlaugsson, setti fundinn og hóf liann máls á því, að rekstur félagsins á sl. ári hafi gengið vonum framar, þrátt fyrir marg- víslega erfiðleika. Rekstrarhagn- aður hefði orðið ca. 16 milljónir króna, afskriftir 211 millj., en heildarveltan losar 949 milljónir. Gat hann þess, að brýn þörf væri á því að kaupa vél af þotugerð, sem mundi kosta mikið fé á okkar mælikvarða og æskilegt, að félagið gæti keypt slíka vél, án Niðurstööur gæða- mats birtar í I. tbl. Neytendablaðsins 1967 sem er nýkomið út eru birtar nið urstöður gæðamatsrannsókna, sem systursamtök þeirra í Danmörku off Englandi hafa látið gera á sjálfvirkum þvottav. Er hér um að ræða nýjan áfanga í upplýs ingastarfi Neytendasamtakanna. Verður slíkur fróðlcikur framvcg is birtur í þessu blaði. Einnig er í blaðinu skýrt frá ábyrgðarmerk ingu húsgagna. . Ncytendablaðið er póstsent fé lagsmönnum en aðeins til sölu á skrifstofu Neytendasamtakanna. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Svcinn Ásgeirsson, opinbers stuðnings. Þá ræddi formaður baráttu félagsins fyrir lendingarréttindum erlendis, einkum í Skandinavíu, þar sem SAS virðist segja ríkisstjórnum fyrir verkum. Hann rifjaði upp FULLTRÚI Sameinaða Gufu- skipafélagsins, Jan Hedegárd, sem staddur er hér á landi, skýrði blaðamönnum og forsvarsmönnum ferðaskrifstofa frá því í gær í há- degisverðarboði, að félagið myndi á' vetri komandi efna til glæsi- legri skemmtisiglinga en nokkurt danskt s.kipafélag hefði hingað til efnt til, og verður skip félags- ins m.s. „England” notað í ferð- irnar, sem verða um Miðjarðar- haf og Vestur-Indíur. Fyrir færeyska og íslenzka þátltakendur hefst ferðin strax í Færeyjum eða á íslandi, þannig að þeir sigli utan með Krónprins Frederik og fara þar um borð í m.s. England. Gjaldið fyrir sigl- inguna til Kaupmannahafnar verð- ur aðeins helmingur hins venju- lega fargjalds. Tvær ferðir verða til Miðjarðarhafsins og fjórar til Vestur-Indía. Fyrsta ferðin til Miðjarðarhafsins er laugardaginn 7. október og stendur til 4. nóv. lands og Danmerkur).- Komið er til Lissabon, Palermo, Alexandr- íu, Aþenu, Malaga, Casablanca og La Coruna. ' . gamlar og góðar röksemdir Loft- leiða fyrir réttmæti hinna hag- stæðu fargjalda og sagði,- að þar væri um sameiginleg hagsmuna- og metnaðarmál þjóðarinnar allr- Framhald á bls. 11. Ferðirnar til Vestur-Indía eru 30 daga ferðir og í þær er farið frá Kaupmannahöfn laugardaginn 11. nóvember, 16. desember, 20. The Nordic Association for Am eriean Síudies gengst fyrir 3. samnorræau ráðstefnunni í amer ískum frseðnm við háskólann í Helsinki 26.—30. júní n.k. Fyrstu tvær ráðstefnurnar voru í Sigtuna (1961) og Osló (1964). Ráðstefn urnar eru liður í starfsemi félags ins, en tilgangur þess er að efla cmerísk fræði á Norðurlöndum og stuðla að gagnkvæmuin kynnum þeirra, sem að þeim efnum vinna, bæði einstaklinga og stofnana. Hef ur félagið i þessu skyni haft ýmis verkefni með höndum auk ofan greindra ráðstefna. t.d. unnið að útgáfu bókaskrár yfir amerísk tímarit í öllum bókasöfnum á Norðurlöndum. I stjórn félagsins eiga háskólakeni-arar frá öllum Norðurlöndum sæti, en af íslands hálfu á sæti í stjórninni próf. Hreinn Benediktsson. Ráðstefnan í Helsinki verður með líku sniði og hinar fyrri. Verða fyrirlestrar og umræðu- fundir um ameríska sögu, þjóð félagsmál og bókmenntir, en með al fyrirlesara verða Daniel Aaron, Marcus Cunliffe, Cleanth Brooks og Arthur Schlesinger jr. Þátt- takendur í ráðstefnunni verða að allega háskóla- og menntaskóla kennarar í ensku sagnfræðum og janúar og 24. febrúar. í þessum ferðum er komið til Funchal á' Madeira, Port of Spain á Trini- Framhald á bls. 11. félagsvísindum, svo og háskóla- kandídatar í sömu greinum. Af íslands hálfu er þess vænzt að nokkrir þátttakendur geti sótt ráðstefnuna. í því skyni verða fyr ir hendi nokkrir ferða- og dval arslyrkir. Þeir sem hafa hug á að taka þátt í þessari ráðstefnu snúi sér til próf. Hreins Benediktsson ar fyrir 1. júní n.k. Fimm þotum USA grandðð SAIGON, 20. maí (NTB-AFP) — Bandaríkjamenn segja, að fimm bandarískar flugvélar og fjórar norður-vietnamskar hafi verið skotnar niður yfir Norður-Viet- nam í gær þegar ráðizt var á stórt raforkuver, aðeins 1,5 km frá mið borg Hanoi. Norður-Vietnam- menn segjast hafa skotið niður 10 bandarískar flugvélar og tekið 5 flugmenn til fanga. Andstæðingar stefnu Johnsons forseta í Vietnammálinu hafa harðlega gagnrýnt sókn banda- rískra hersveita inn á vopnlausa svæðið á landamærum Norður- og Suður-Vietnam. Fulbright öldunga deildarmaður sagði, að alvarlegt skref hefði verið stigið með þess- ari sókn, sem væri liður í stig- hækkun á stríðinu sem mundi sí- fellt ná lengra og lengra með hverjum deginum sem liði, ef ekki yrðu gerðar rótlækar ráðstafanir til að stöðva þessa þróun. Skemmtisiglingar til sólarlanda á vetraráætlun Sameinaða

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.