Alþýðublaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 13
Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 21. maí 1967 13 KÓMmj&síÍÓ SíioI 4I98C FransmaSur i London. (Allea France). Sprenghlaegileg og snilldar vel gerð, ný, frönsk-ensk gatnan- mynd í Ii*:im. Robert Dhéry Diana Dors. Sýnd kL 5, 7 og 9 Venjulegur fasismi Afburðagóð heimildarmynd um þýzka nazismann. Enskt tal. Sýnd kl. 9. The Psychopath Atburðarík amerísk litmynd með íslenxkum texta. Sýnd kl. 5 og 7. STJÁNI BLÁI Úrvals teiknimynd. Sýnd kl. 3. HAFNAR- • t FJORÐUR, NÁGRENNI Höfum opnað aftur eftir gagngerðar breytingar. ★ Höfum meðal annars GrlUsteikta kjdklinga Grisakótilettur Hamborgara Samlokur heitar og kaldar Smurt brauð. ★ Komið og reynið viðskiptin. ★ Takið með beim. MATSTOFAN R«ykjavíkurvegi 16. Hafnai-firði Sími 51810. Tökum að okkur alls kon- •ar matarveizlur. Pantið í síma 51810 og 52173. jinn íiujur y ijiild S.J.KS. UNGA FÓLKID OG FRAMTÍDIN Að undanförnu hefur verið mikið um tónleikahald ungs fólks. Barnamúsíkskól- anum var að Ijúka með hljómleikum, próf hafa staðið yfir hjá nemendum Tónlistar- skólans í Reykjavík. Brautskráðir nem- endur hafa leikið með skólasystkinum og kennurum og einir sér. Þessir tónleikar eru orðnir fastur liður árlega í tónlistarlífi bæjarins. Margir bíða hans með eftirvænt- irjgu, ekki aðeins hið uhga tónlistarfólk, lieldur einnig þeir, sem fá tækifæri til að hlusta á' það og fylgjast með framförum þess. Það er alltaf einhvér ferskleikablær yfir þessum tónleikum, einhver þokki ó- þvingaðs æskufjörs og hispursleysis ung- menna, sem þó gleyma sér við sameigin- legt viðfangsefni með félögum sínum og ráðsettum kennurum. Það er einkum tvennt, sem vekur at- hygli gestsins á þessum tónleikum. Annars vegar það, að alltaf koma fram einstakir mjög efnilegir nemendur, svo og það, hve góður andi virðist ríkja milli nemenda og kennara í skólanum. Hann kemur fram í samstarfi þeirra í skólahljómsveitinni og því trausti sem nemendurnir bera greini- Iega til stjórnanda hennar, Björns Ólafs- sonar, enda ber sá maður ljúfmennskuna með sér, hvar sem hann fer. Aðséð er, að þeir eiga í honum hollráðan vin. Ánægju- legt er og að sjá’ kennarana og gamla nem- endur hlaupa í skörð í fámennum hljóð- færaflokkum, en ekkert skapar meiri sam- hug og einingu en sameiginleg tónlistar- iðkun, né er eins þroskandi og hefur eins mikið uppeldislegt gildi. Þá reynir jafnt á, að sérhver elnstakling- ur bregðist ekki og geri eins og hann get- ur og ennfremur, að hann taki tillit til fé- laga sinna. Það leyndi sér heldur ekki á andlitum unga fólksins, að það var stað- ráðið að liggja ekki á liði sínu, en jafn- framt fylgdist það með einleikurunum, fé- lögum sínum af samúö og spenningi, hrifn- ingu og stolti, slíkt er félagsþroski, en allt of lítið er gert af því að rækta hann með unglingum þessa lands, þar sem hver þykir klókastur, sem kemur ár sinni bezt fyrir borð, venjulega á kostnað náungans. Hvað viðvíkur tónlistaruppeldi og tón- listariðkun væri ekki úr vegi að rifja upp nokkur heilræði, sem Schumann gaf ungu tónlistarfólki. Hann segir m. a.: „Sittu þig aldrei úr færi að spila með öðrum, þegar þú getur, í tvlleik, þríleik o.s.frv. Það gerir leik þinn léttan og leikandi. Leiktu líka oft undir með söngvurum. Ef allir spiluðu fyrstu fiðlu, væri eng- in hljómsveit. Þess vegna er sérhver hljóð- færaleikari virður vel. Láttu þér annt um hljóðfærið þitt, en vertu ekki svo hégómlegur, að álíta það hið eina og ágætast allra hljóðfæra. Mundu, að önnur jafngöfug eru til. Mundu, að til eru söngvarar og að tónlistin nær há- marki sínu í kór og hljómsveit. Verið iðin við að spila fúgur góðra tón- skálda, einkum og sér í lagi eftir Joh. Seb. Bach. Das wohltemperierte Clavier ætti að vera ykkar daglega brauð. Þá’ megið þið vera viss um, að þið verðið duglegt tón- listarfólk.” I En hann segir ennfremur: „Það gerir meiri skaða en gagn að spila mikið á mannafundum .... leiktu aldrei neitt', sem þú hefur skömm á innra með þér.” Svo mörg voru þau orð. Hvað tekur svo við hjá þessu unga fólki? Jú, verkefnin blasa við. Þótt ekki verði allir einleikarar er starfið margt, í hljómsveitum, undirleik og kennslu, en lítum aftur á kennarana. Skelfing virtust þeir margir þreytulegir. Ég er ekki að segja, að þeir spili allir á' dansleikjum, en hitt veit ég, að þeir vinna mikið, allt of mikið. Flestir eru þeir í Symfóníuhljómsveitinni, það er þeirra að- alstarf, sem ætti að vera yfrið nóg, auk þess kenna þeir mikið. Þar að auki leika margir í Þjóðleikhúsinu við óperusýningar, sumir leika í útvarpið svo og leika þeir fyrir félaga Kammermúsikklúbbsins og Mus- ica nova. Tvennt hið siðastnefnda ættl að vera þeim kærkomin tilbreyting, en lang- flest af þessum störfum trúi ég að þeir taki að sér af fjárhagsástæðum, geta ein- faldlega ekki framfleytt sér og sínum af launum eins starfs. Af þessu mega þó allir sjá, að þeim er slitið út á vinnu, ofboðið. Einhverjir kunna að segja, að þessi gagn- rýni sé aðeins dæmi um helmtufrekju og kröfuhörku vorra tíma, en lítum aftur á, hvað Schumann segir fyrir meira en hundr- að árum, hvað hann telur hverjum tón- listarmanni nauðsynlegt, ef hann á ekla að daga uppi og steinrenna: „Ef þú hefur lokið dagsverki þínu og finnur, að þú ert þreyttur, þvingaðu þig þá ekki til frekari vinnu. Betra er að hvíla sig en að strita tilneyddur og þvældur. Hvíldu þig frá tóniðkunum og hlustaðu oft á fyrirlestra skálda. (Sem myndi hér á landi jafngilda því að lesa ritgerðir eftir þau og um þau). Farðu oft í frí.” Ennfremur hvetur hann þá til að hlusta mikið á góða, vel flutta tónlist og er ólík aðstaðan nú, þar sem við höfum grammó- fón og útvarp. Einnig segir hann, að tón- listarfólk verði að lesa mikið bæði skáld- ver.k og ekki sízt tónlistarsögu, ekki aðeins skólabækur, sem oftast eru beinagrind efnisins, heldur þroskandi hækur, sem auka menntun og menningu lesandans. „Ein fegursta bók, sem til er um tón- list, er „Uber Reinheit der Tonkunst" eftir Thibaut. Lesið hana oft, þegar þið eldist.” Ég ætla ekki að segja til um hvort ís- lenzkir tónlistarmenn hlusti mikið eða lítið á músik eða hvort þeir lesi mikið eða lítið af góðum bókum, en það hljóta allir að sjá af vinnutíma þeirra, að hlusti þeir og lesi að marki, sem þeir þurfa, hlýtur það að koma niður á svefntíma þeirra, en svefn- tapið aftur niður á vinnu þeirra og vinnu- gæðum. Þetta er alls ekki sagt tónlistarmönnum vorum til lasts, síður en svo, þeir eiga þakkir skildar fyrir alla sína vinnu, en þeir eiga meira skilið: kaup, sem þeir geta lifað af, svo að þeir verði ennþá betri listamem*. Þessum hugleiðingum er varpað fram í til- efni af þeim liðsauka, sem tónlistinni leggst til á hverju vori. Hver er framtfð þessa unga fólks, sem leggur svo vonglatt á lista- brautina? Á það fyrir höndum að verða stritfólk og púlshestar ofvinnunnar, eða verða því sköpuð skilyrði til að snillings- efnið verði snillingur, en ekki „hafi verið efni í snilling” og hinir geti gengið til verks óþreyttir og fagnandi. — G. P. ÚRVALSRÉTTIR á virkutn dögum oghátiöum Á matseðli vikunnar: STEIKT LIFUR BÆJARABJÚGU KINDAKJÖT NAUTASMÁSTEIK LIFRARKÆFA A hverri dós er tillaga iim framreiðslu . KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ > iilAUID VANTAR FÖLK i EFTIRTALIN BLAÐBURÐAR- HVERFI: MIBBÆ I oi n HVEHFISGÖTlí EFRI BAUÐABÁRHOLT LAUGARAS FRAMNESVEG Áskriftasími Alþýðublaðsins er 14900

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.