Alþýðublaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 6
21. maí 1967 Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐIÐ 6 U IV! S J Á : Stgur'ður Jén Ólafsson Við höfum ákveðið að kynna öðru hverju hér í þættinum ung íslenzk ljóðskáld. Verða þá birt nokkur ljóð úr bókum þeirra; einnig sem gefnar rerða almennar upplýsingar um viðkomandi höfund. Fyrsta ljóð skáldið sem við kynnum, er Þor steinn frá Hamri. „Höfundur þessarar bókar, Þorsteinn .Tónsson frá Hamri í Borgarfirði, er aðeins 19 ára gam- all og er þetta fyrsta bók, sem út kemur frá hans hendi, en ljóð eftir hann hafa birzt í blöðum og tímaritum og vakið athygli ljóðavina og annarra er meta góðan skáldskap. Þorsteinn fór mjög snemma að yrkja og er það meðal annars skýringin á' því, hve góðum tökum hann nær á yrklsefnum sinum og hve hand- bragð hans er fágað.” Bókin, sem hér um ræðir lieit- ir í svörtum kufli og kom út 1958. Ung Ijóðskáld: ÞORSTEINN FRELSI Svalir eru jöklar, sölt eru höf. Nóttin á næstu grösum. Dimmt er í garði og djúp min gröf, samt er ég kominn með sumargjöf í vösum. Hjúpi þig svanahamur nýr, heima er kóngur í ríki —, hátt skal flug yfir hallarsíki, hólpin sú yfir sundið flýr; — enginn vindur yfir gnýr mínu líki. Vona ég að þú veljir hnoss í villtra skóga angan, og greiðist þér gangan; sankti Máría sé með oss og ég, sem gaf þér júdasarkoss á vangann. VALTÝR Á GRÆNNI TREYJU Þeir hylja aldrei þinn himin þó snaran herpist að kverk þér og tíðin götvi þig þar sem grýttust er fjaran — — — Þorsteinn frá Hamri er fæddur 15. marz 1938. Eftir að hafa tekið landspróf í Reykholts- skóla fluttist hann til Reykjavíkur og hóf nám í Kennaraskólanum, en hætti eftir tvo vetur. Þor- steinn vinnur nú sem aðstoðar- bókavörður í Bókasafni Kópa- vogskaupstaðar. Þorsteinn hefur gefið út 5 ljóðabækur. Þær heita: í svört- um kufli (1958), Tannfé handa nýjum heimi (1960), Lifandi manna land (1962), Láhgnætti á Kaldadal (1964) og Jórvík (1967). Auk þess kom út eftir hann 1963 Skuldaskil, þar sem í er fróðleik- ur; og sagnir um þjóðfrægar per- sónur frá fyrri tímum. Nokkur Ijóð hans hafa verið þýdd á sænsku og; nýnorsku, einnegin hefur Baldur Ragnarsson þýtt Tannfé handa nýjum heimi og Lifandi manna land á esperanto. Þor- steinn hefur jafnan hlotið mjög góða dóma fyrir bækur sínar, en um fyrstu ljóðabók hans segir Framhald á 14. síðu. UNDIR KALSTJÖRNU Ég sé þú ert með bók og kem þegar skyggir; í niðlýsinu greini ég slóð mína í fölinu einsog liðsinni — ég er aðeins barnshöfuð í forvitnisferð um glæpi stundanna; grettið og kramparautt kem ég á ný veitandi utanaf ísi með undrun mína þrútna af kynlegum saungvum undir kalstjörnu — vötn eru lögð og aðrar slóðir fenntar HEIÐNI Ég og faðir minn ókum viðum af skógi !j eftir þúsund ára troðníngum í haustkuli og hrími i, það var þá sem ég sá goðheim í haustrauðu kjarrinu r um þær mundir vígðist ég til heiðinnar trúar um þær mundir var ég barn. Sumarið kom f í túnfætinum spruttu baldursbráin og hamíngjan ég stálpaðist og tróð á báðum. [ TIL ÞÍN ÞEGAR HVESSIR Yfir beinin í mosanum flögra ég fremur en geing til þín þegar hvessir ég kann að eiga brýnna erindi en margur til þin þegar hvessir Því fleiri en ég eru á' ferð um auðnina til þín þegar hvessir og kannski fer einginn erindisleysu nema ég til þín þegar hvessir i SAMKVÆMT LÖGMÁLINU Samkvæmt lögmálinu bregö ég höndum mínum blóðugum í tært vatnið: senn verð ég undirrót allrar spillíngar í bænum samkvæmt lögmálinu. Illgresi þarsem áður spruttu lífgrös; húngur og eymd þarsem áður ríkti velsæld; illræðismenn og hórur þarsem áður sátu hinir heiðvirðu borgarar samkvæmt lögmálinu. Hendur mínar hef ég þá þvegið hvítar og hreinar samkvæmt lögmálinu. Þá set' ég upp virðulegar stofnanir, þá rækta ég minn eigin urtagarð samkvæmt lögmálinu — eini heiðvirði borgarinn í bænum. Samkvæmt lögmálinu er þá' svo komið að ég fæ miðlað af getu minni og gæzku: réttlátir og ránglátir munu hljóta sinn verðskuldaða skerf samkvæmt lögmálinu. r i Tf} T.T.- r i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.