Alþýðublaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 16
á rauðu Ijósi Sól skein í heiði í síðustu viku og það var glatt á hjalla í Sundlaug Vesturbæjar, ef dæma má' eftir striplingamyndun um, sem blöðin birtu þaðan. En ' margur varð renn- sveittur af að elta blessaða sólina, því að í skugganum var nöt- urkalt eins og um hávetur, enda hafís fyrir öllu Norðurlandi. Veðr ið og almanakið ætla heldur bet- ur að vera upp á kant í ár engu Frétta- yfirlit vikunnar ÉG SÉ EKKI BETUR EN að segja megi líkt um manninn og þorskinn: Hann mundi aldrei lenda I neinmn vandræðum, ef hann hefði vit á að liafa munninn aftur. síður en kommarnir og Alþýðu- bandalagið. En við skulum vona að eftir kosningar verði ekki ein- asta heiðríkja í hugum allra lands manna, heldur einnig heiður him- inn og steikjandi hiti jafnt í for- sælu sem sólskini. En fleiri hafa verið sveittir en sóldýrkendurnir. Svitinn hefur perlað af æskulýð landsins við prófborðið, á meðan sprenglærðir lögspekingar hafa glímt við staf- rófið eins og litlu börnin. Þeir strönduðu á' G-inu, og það þætti slæm frammistaða í sjö ára bekk í barnaskóla, Það hefur aldrei komið berlegar í ljós en nú, að æskan á ekki einungis að erfa landið, heldur verður hún að taka við stjórnartaumunum hið snar- asta, ef vel á að fara. Hún kann nefnilega góð skil á tölum og mengi, sem enginn fullorðinn mað ur botnar nokkurn skapaðan hlut í. Nei, stafrófið mundi ekki vefj- ast fyrir unga fólkinu eins og yf- irmönnunum í yfirkjörstjórninni. Svo að við höldum okkur við svitann, þá ber það líka við að maður svitnar yfir óskabarni þjóð ; arinnar, blessuðu sjónvarpinu okk 1 ar. Þar sitja menn á öndverðum — Allt í lagi. Ég fellst á að greiða 5000 krónur, ef ég fæ heimilisfang fyrirsætunnar í kaupbæti. . . Sá spaki segir... Auðvitað á maður að skila aftur dýrum gripum, sem maður finnur úti á götu. Þó komst ég í vanda um dacjinn, þegar lítill vinur minn fann gift- ingarhring. Ég skip- aði honum að skila lionum til lögregl- unnar, en hann harð- neitaði því á þeirri forsendu, að innan í hringnum stæði: Þinn að eilífu. . . meiði og gerast æ herskáari, höggva svo hraustlega í allar átt- ir, að meira að segja Mánudags- blaðið leggur niður rófuna, fer í fýlu og hótar að klaga fyrir dóm- stólamömmunni. Þrátt fyrir all- an æsinginn hafa hlustendur nátt- úrlega lúmskt gaman af öllu sam- an, að minnsta kosti eru þessir „alvarlegu“ þættir sjónvarpsins miklu skemmtilegri en þeir sem eiga að vera skemmtilegir. Ósköp er það dapurlegt að sjá það nú svart á hvítu á sjónvarpsskerm- inum hvað íslendingar eru litlir húmoristar. Meira að segja bráð- skemmtilegar og snilldar vel samd ar baksíður, sem þeir sjónvarps- menn fá að láni í leyfisleysi, verða drepleiðinlegar. í útþynntri skemmtiútgáfu þeirri. Nei, húmor- inn er enn á rauðu ljósi hjá’ sjón- varpinu. Að öðru leyti á sú stofn- un flest hóllýsingarorð tunlgunn- ar skilin og hefur reyndar þegar fengið þau í búntum. Nei, það væri áreianlega ekki vanþörf á því að setja ekki eit'í gramm heldur ttieilt kíló af gam- ansemi í þá, sem semja skcp- þætti til flutnings á almannafæri. Þó að húmor landans verði kannski aldrei ýkja kúltiveraður og smekklegur, þá leynist hann þó víða meðal fólks. Við bittum til að mynda mann í strætisvagni í gærmorgun og hann fór að tala um sumarleyfið sem væri nú á næstu grösum. Hnnn sagði: — Eins og þú veizt ræJf ;r maður nú ekki mikið yfir sumarleyfinu sínu nú til dags. Atvinnurekandinn ræður því hvenær maður fer, eig inkonan ræður hvert farið er og bankarnir hve langt er farið. . . Áreiðanlega talca margir undir þessi ummæli. Og það þarf meira en eitt gramm af gamansemi til þess að koma auga á’ þetta mitt í allri alvöru kosningabarátt- unnar. í KJÖRKLEFANUM Kynlegar flækjnr stjórnmálalífið lama, löggjafinn tæpast marga varnagla sló, og þó, mikil er sumra sókn í völd og frama. En gamanið kárnar. Á kosningadaginn sjálfan kátlegast jafnan hugsjónaloginn brann. Og það getur komið sér afar illa að stama, ef maður varla að merkja scðilinn kann: Eldlieitur kommi ávarpar blítt sinn aðstoðarmann: — Ég ætla að kjósa G-G-listann. DANÍEL DJÁKNI. Skopmynd Konungshjónin í Grikklandi senda líklega afboð á brúðlcaup Margrét ar enda hefur boði þeirra verið harðlega mótmælt í Danmörku. Mog- ens Juhl skopast að þessu og texti hans er þessi: — Vegna ókyrrðar í Danmörku und- anfarnar vikur, sjáum við okkur þvi miður ekki fært að þiggfa boðið. . .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.