Alþýðublaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 11
Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐIÐ 21. maí 1967 11 Vélritun Tvær stúlkur vantar sem fyrst til vélritun ar í skrifstofu borgarstjóra. Umsóknir ásamt meðmælum sendist skrif stofunni, Austurstræti 16, 3. hæð, eigi síðar en 31. þ.m. Reykjavík, 19. maí 1967. Skrifstofa borgarstjórans í Reykjavík. íhaldsblað Frh. úr opnu. hewa, um að hafa flúið til Noregs á nazistatímanunx og fyrir að hafa komið aftur til Þýzkalands eftir stríðið í norsk um majórs-einkennisbúningi. Heinemann hefur sagt er- lendum fréttamönnum í Bonn, að hann hafi látið innanríkis- ráðuneytinu í té ýmisleg sönn- unargögn til nota við rannsókn á blaðinu. Telur ráðherrann, að blaðið hafi gerzt sekt um misnotkun á málfrelsinu. Viðtal vs$ Emal Frh. af 1. síðu. er við ramman reip að draga, tekur langan tíma að koma því í gegn. Að lokum er sambandið við efnahagsbandalögin. Svo er nú komið, að íslendingar verða að greiða allt upp í 17—20% toll af útfluttum sjávarafurðum til ýmissa ná'grannalanda, þar sem keppinautar okkar geta selt sína vöru án tolla. Það er greinilegt að við getum ekki staðizt sam- keppnina nema með einhvers kon- ar tengslum við bandalögin sem við þó verðum að fá, án þess að stofna mikilsverðum þjóðarverð- mætum í voða. Þetta tel ég þrjú helztu málin sem glíma þarf við í náínni fram- tíð. En auk þeirra er auðvitað stöðug efling undirstöðu atvinnu- veganna sem alltaf verður hið mikilsverðasta mál. Sameinaða Frh. af 3. síðu. dad, Bridgetown á Barbados, Port de France á Martinique, Pointe a Pitre á Guadaloupe, Frederiksted á' St. Croix og í Charlotte Amalie á St. Thomas. Þaðan er haldið til San Juan á Puerto Rico, Kingston á Jamaica, Cap Haitien á Haiti og Ponta Delgada á Azoreyjum. Síðan er svo seinni Mi'ðjarðar- hafsferðin þann 30. marz — 27. apríl og er hún því páskaferð og er farið á sömu staði og í fyrri Mið j arðarhaf sf erðinni. Meðalverð í Miðjarðarhafsferð- ina er ca. 4 þús. til 4.200 danskar krónur, sem íslendingar myndu borga í ísl. kr. og er verðið ca. 25 þús. í ferðina til Vestur-Indía er verð aðeins hærra eða 27 þús. kr. Hér er um að ræða meðalverð en hægt er að fá bæði mun dýrari og ódýrari fargjöld. Lægsta gjald í Miðjarðarhafsferðirnar er ca. 12 þús. kr. og í hinar ca. 14 þús. en hæsta gjald er um 50 þús. kr. Loftleiðir Framhald af bls. 3. ar að ræða. Kristján sagði, að hótelbyggingin sjálf hefði kost- að 140 millj. Sagði hann ennfrem- ur, að borgaryfirvöldin hafi nú ákveðið að hefja byggingu hrað- brautar frá Sóleyjargötu og Miklubraut, inn Fossvog að Reykjanessbraut. Þakkaði hann að lokum meðstjórnendum og starfsmönnum félagsins ánægju- legt' samstarf. iiiimmiimim Tilkynningfráyfirkjörstjórn Norðurlandskjördæmiseystra Við lok framboðsfrests 10. maí 1967 höfðu komið fram eftirtaldir framboðslistar til Alþingiskosninga 11 júní 1967 og skipaðir þessum mönnum: A-LISTI. Listi Aíþýöyflokksins: 1. Bragi Sigurjónsson, bankaútibússtjóri. Akureyri 2. Guðmundur Hákonarson, bæjarfulltrúi, Húsavík. 3. Hreggviður Hermannsson héraðslæknir, Ólafsfirði. 4. DTjáll Þórðarson, vélgæzlumaður, formaður Verkalýðsfélags Þórshafnar, Þórshöfn N-Þing. 5. Tryggvi Sigtryggsson, bóndi Laugabóli Reykjadal N-Þing. 6. Gunnar Jónsson, bifreiðastjóri, Dalvík. 7. Yrausti Gestsson, skipstjóri Akureyri. 8. Bjarni Kristjánsson, kennaraskólanemi, Sigtúni, Öngulstaða hreppi Eyjafirði. 9. Sigurjón Jóhannsson, ritstjóri, Akureyri. 10. Ingimundur Árnason, útgerðarmaður, Raufarhöfn N-Þing. 11. Valgarður Haraldsson, námsstjóri, Akureyri 12. Friðjón Skarphéðinsson, bæjarfógeti, Akureyri. B-LISTI. Listi Framsóknarflokksíns: 1. Gísli Guðmundsson, alþingismaður, Hóli, N-Þing. 2. Ingvar Gíslason, alþingismaður, Akureyri. 3 Stefán Valgeirsson, bóndi, Auðbrekku, Eyjafirði. 4. Jónas Jónsson, ráðunautur, Reykjavík. 9. Bjöm Teitsson, stud. mag. Brún, S-þing. 6. Sigurður Jóhannesson, skrifstofumaður, Akureyri. 7. Guðríður Eiríksdóttir, kennari Laugalandi, Eyjafirði. 8. Þórhallur Bjömsson, fyrrverandi kaupfélagsstjóri, Kópavogl 9. Björn Stefánsson, skólastjóri, Ólafsfirði. 10. Ingi Tryggvason, bóndi og kennari, Kárhóli, S-Þing. 11. Arnþór Þorsteinsson, forstjóri, Akureyri. 12. Eggert Ólafsson, bóndi Laxárdal, N-Þing. D-LISTI. Listi Sjálfstæöisflokksins: 1. Jónas G. Rafnar, alþingismaður Reykjavík. 2. Magnús Jónsson, fjármálaráðherra, Reykjavík 3 Bjartmar Guðmundsson, alþingismaður, Sandi N-Þing. 4. Gísli Jónsson, menntaskólakennari, Akureyri. 5. Láms Jónsson, bæjargjaldkeri, Ólafsfirði. 6. Sigurður Jónsson, bóndi Sandfellshaga, S-Þing. 7. Þorgils Gunnlaugsson, bóndi, Sökku, Svarfaðardal Eyjafirði. 8. Páll Þór Kristinsson, framkvæmdastjóri, Húsavík. 9. Friðgeir Steingrímsson, fulltrúi, Raufarhöfn. N-Þing. 10. Aðalsteina Magnúsdóttir, frú Grund, Eyjafirði. 11. Vésteinn Guðmundsson, framkvæmdastjóri, Hjalteyri, Eyjaf. 12. Jón G. Sólnes, bankastjóri, Akureyri G-LISTI. Listi Alþýðubandalagsins: 1. Björn Jónsson verkamaður, Akureyri. 2. Hjalti Haraldsson, oddvjti, Ytra Garðshorni, Svarfaðardal Ef. 3. Benóný Arnórsson, bóndi Hömrum, Reykjadal, S-Þing. 4. Sveinn Júlíusson, hafnarvörður, Húsavík. 5. Gunnar Eydal, stud. jur. Reykjavík. 6. Hallmar Freyr Bjarnason, múrari, Húsavík. 7. Angantýr Einarsson, kennari, Þórshöfn, N-Þing. 8. Páll Árnason, verkamaður, Raufarhöfn, N-Þing. 9. Hörður Adólfsson, viðskiptafræðingur Skálpagerði Öngul- staðahreppi, Eyjafirði. 10. Sveian Jóhannesson, verzlunarmaður, Ólafsfirði. 11. Þór Jóhannesson, bóndi, Þórsmörk, Svalbarðsstrandarhreppi Eyjafirði. 12. Tryggvi Helgason, forseti, Alþýðusambands Norðurlands, Ak. í yfirkjörstjórn Norðurlandskjördæmis eystra Ragnar Steinbergsson, hæstaréttarlögmaður. Jóhann Skaptason, sýslumaður, Sigurður M. Helgason, bæjarfógetafulltrúi. Einar Jónsson, hreppsstjóri Brynjólfur Sveinsson, menntaskólakennarL lilililililiiiiiiliiiilillllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllll, Flugvélar Loftleiðá fóru sam- tals 1397 ferðir fram og til baka á sl. ári, þar af 800 til Evrópu og 597 til Bandaríkjanna. Loft- leiðir fluttu 165.645 farþega á sl. ári, þeir eru því orðnir 900 þús. frá upphafi og verður sá millj- ónasti fluttur í sumar. Flognir voru 8.750.587 km. árið 1966, en. það er 1.6% aukning frá fyrra ári. Að lokinni samþykkt reikninga var stjórnin endurkjörin, en, hana skipa: Kristján Guðlaugs- son, Alfreð Elíasson, Einar Árna- son, Kristinn Olsen og Sigurður Helgason. U Thant ~~ Frh. af 2. síðu. hefur sagt í blaðaviðtali, að ekki muni koma til landamæraátaka nema því aðeins að israelsmenn geri alvarlega árás. Hann segir að bardagar verði ekki hafnir e£ aðeins nokkrum skotum verði hleypt af, aðeins ef meiriháttar árás verði gerð. í Damaskus sagði Hafez al- Ass ad landvamarráðherra að tími væri til kominn að frelsa Pale- stínu. Hann mun hafa sagt, að herafli Sýrlendinga væri þess al- búinn að hrinda árásartilraunuro ísraelsmanna og eiga frumkvæðið að frelsun Palestínu til þess aði binda endi á dvöl zíonista í ætt- landi Araba. Assad hershöfðingi, yfirmaður sýrlenzka flughersins, sagði að sýrlenzkar könnunarflugvélar hefðu oft flogið yfir landamæri ísraels að undanförnu, en flug- mennirnir hefðu allir komizt heilu og höldnu til stöðva sinna aftur þrátt fyrir skothríð fjandmann- anna. Auglýsið í Álþýðublaðinu lesið Aiþýðublaðið IVVÖRUSÝNING KAUPSTEFNAN REYKJAVIK1967 PÓLLAND TfcKKÓSLÓVAKIA SOVETRÍKINUNGVERJALAND ÞÝZKA ALÞÝÐULÝÐVELDIÐ I dag opið klukkan 14-22 Stórt vöruúrval frá fimm löndum. V'innuvélar sýndar í gangi. Bílasýning. Fimm kvikmyndasýningar kl. 15-16-17-19-20. Þrjár tízkusýningar kl. 15-17 og 18.30 Veitingasalur opinn. Aðgang ur kr. 40. — börn kr. 20. OPIÐ FRÁ KL. 14-22 ALLA DAGA 20. MAÍ-4.JÚNÍ ÍÞRÓTTA-OGl SÝNINGARHÖLLIN LAUGARDALl BllllllllllllUMUUIIIIIIIIUIIUUUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIllUIIIUUIUIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIillllllllllllllllllllllllllllllllllHlllllllllllllllllllllllllllllllllillllllll

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.