Alþýðublaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 5
Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 21. maí 1967 5 ŒDKlSaD Ritstjóri: Benedikt Gröndal. — Eitstjóri Sunnudagsíblaðs: Kristján Bersi Ólafsson. — Símar: 14900-14903. — AuglýsingasÍTni 14906. Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Roylyavik. — Rrentsmiðja Alþýðublaðsins, Simi 14905. —' Áskriftargjald: kr. 105,00. — í lausa- sölu: kr. 7,00 einiakið. — Úígefandi: Alþýðuflokkurinn. Verið á verði Alþýðuflokksmenn eru bjartsýnir varð- andi kosningar þær, sem nú fara í hönd. Alþýðuflokkurinn er eini flokkurinn, sem gengur heill og samstilltur til þess ara kosninga. Síðasta flokksþing bar vott um sérstakan einhug og baráttu- vilja. Flokkurinn minntist þá fimmtíu ára starfs síns. Það, sem setti svip sinn á störf þingsins, voru samt ekki minn ingar um liðinn tíma, það, sem þingfull trúum var efst í huga, var ekki að rifja upp allt það, sem Alþýðuflokkurinn hef ur áorkað, heldur verkefnin, sem fram undan eru. Það, sem sameinaði flokks- þingið, var fyrst og fremst einlægur og eindreginn vilji til þess að halda áfram baráttunni fyrir betra þjóðfélagi á ís- landi. Svo virðist, sem það sé viðurkennt langt út fyrir raðir Alþýðuflokksins, að störf flokksins hafi verið farsæl og hann hafi komið mörgu góðu til leiðar. Þess vegna heyrist það nú úr mörgum áttum að gengi hans muni verða gott í kosning unum. Þetta gæti orðið til þess, að ein hverjir, sem hafa kosið flokkinn án þess að ver’á jafnaðarmenn að stjórnmála skoðun, segðu nú sem svo: Allir viður- kenna góð störf Alþýðuflokksins. Hann mun hljóta-aukið fylgi. Ég þarf ekki að kjósa hann núna. Hann heldur velli án míns atkvæðis. En hér gæti orðið um örlagaríkan mis skilning að ræða. Alþýðuflokkurinn fékk tvo kjördæmakosna þingmenn í Reykjavík í síðustu kosningum. Eggert G. Þorsteinsson félagsmálaráðherra náði kosningu sem annar maður á lista Alþýðuflokksins, og varð þannig tólfti þingmaður Reykvíkinga. En nauðsyn- legt er, að kjósendur geri sér grein fyrir að Eggert náði kosningu með mjög litl um meirihluta. Alþýðuflokkurinn hlaut 5730 atkvæði. Ef flokkurinn hefði hlot ið 265 atkvæðum færra, hefði Eggert ekki náð kosningu. Það voru aðeins 265 atkvæði, sem tryggðu Alþýðuflokknum tvö þingsæti í Reýkjavík og Eggerti 12. þingsæti Reykvíkinga. Það er því augljóst, að Alþýðuflokkur inn þarf á öllu sínu að halda í Reykja vík. Alþýðuflokksmenn þurfa að vera sérstaklega vel á verði. Og þeir, sem metið hafa störf Alþýðuflokksins á und anförnum árum og telja æskilegt, að áhrif hans haldist, en minnki ekki, mega minnást þess, að eitt atkvæði getur ráð ið úrslitum um það, hvort Eggert G. Þorsteinsson verður tólfti þingmaður Reykvíkinga áfram eða ekki. Auglýsið í Alþýðublaðinu FRÁ ÞJÓÐHÁIÍÐARNEFND Þeir, vsem áhuga hafa fyrir að starfrækja veitingatjöld í Reykjavík í sambandi við há- tíðarhöld Þjóðhátíðardagsins 17. júní n.k. mega vitja umsóknareyðublaða í skrifstofu Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, Von arstræti 8, frá og með mánudeginum 22. maí n.k. Umsóknum skal skilað aftur til skrifstofu Innkaupastofnunarinnar í síðasta l'agi mánu- daginn 5. júní n.k. Þjóðhátíðarnefnd Reykjavíkur. AÐALFUNDUR Reykjavíkurdeildar RauÖa Kross íslands verður haldinn í Domus Medica Egilsgötu 3 sunnudaginn 28. maí 1967 kl. 15. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál. STJÓRNIN. GARÐAR G ISLASON H F. 1 15 00 BYGGINGAVÖRUR Garðanet Galv. vír HVERFISGATA 4-6 Ingvar Ásmundsson, menntaskólakennari, skrif ^r kjallaragreinina í dag »g ræðir um menntun og námslaun. stað þess að hann væri í skól- anum. Á þremur árum nemur þetta þrisvar sinnum 116 þús- und krónur eða 348 þúsund krónum samtals. Þá hefur hið opinbera fengið megnið af fé sínu til bakn. Að vísu vantar vexti í riokkur ór en Verðtrygg- ing er í'yrir hendi. Þó að þetta einfalda daemi líti nokkuð vel út í fljótu bi'agði, vantar þó í það margt það, sem miklu máli skiptir í þessu sambandi og flest stuðlar að liagstæðri útkomu á dæminu. Með fækkun namsáranna lengist starfsævin og líkurnar á því, að menn ijúki námi, auk- ast. Þetta stuðlar hvort tveggja að því að bæta úr skorti á menntamönnum. Þar eð nem- endur verða nú færri í skólun- um sparast skólahúsnæði um þriðjung og nýting á búnaði og starfskröftum verður hagfelld- ari. Með lengingu skólaársins verður námið samfelldara, en í löngu sumarleyfi fara nemend- ur úr þjálfun og gleyma miklu. Það tekur talsverð- an tíma á hverju hausti að vinna upp afturförina. Það má teíja víst, að verði nemendum greidd laun að einhverju leyti eftir aflcöstum og aldri, vaxi skilningur þeirra og aimennings á því, að nám er vinna, sem skiptir ekki minna má'li en ann- að starf. Að sjálfsögðu yrði fólk að uppfylla lágmarkskröfur um af- köst til að öðlast námslaun. Auk þess eru námslaunin trygging gegn því að fátækt harnli náminu og kæmi til með að jafna kjör nemenda mjög frá því, sem nú er, og stuðla að því að fleira fólk, einkum stúlkur leggðu stund á langskóla nám. Allt virðist þetta stuðla að því að fjölga menntafólki, auka og bæta menntunina, en auk þess er ljóst að þeir menntamenn, sem ljúká námi ungir, eru lík- legri til að ná athyglisverðum árangri í starfi en þeir sem sitja lengur við að læra undir- stöðuatriði og aukagreinar. Ég tel, að starf nemendanna eigi að vera í skólunum og þeir nemendur, sem ég hef rætt við vilja heldur vera í skólanum í IO—IOV2 mánuð á’ ári, ef þeir fá 50 þúsund kr. í. laun, held- ur en að stunda óvissa sumar- atvinnu, sem í mörgum t'ilfell- um liggur langt fyrir utan á- hugasvið þeirra. Skólarnir gætu skipulagt kynningu á' atvinnulíf- inu og hugsanlega þátttöku í því í stuttu sumarleyfi en auk þess væri sumarið mjög vel fall- ið til starfrænnar kennslu í nátt- úrufræðum, því þá má heita, að náttúran öll sé ein tilrauna- stofa. Mönnum kann að þykja það goðgá a'ð ætla að stytta sumar- leyfi kennaranna, því margir á- líta að það sé höfuðkostur kenn- arastoúfbins og kjör kennara séu nógu léleg fyrir. En einmitt vegna þess, hve kjör kennara eru léleg ætti að vera auðvelt að bæta þeim upp styttingu sum-. arleyfisins. Það mætti hækka launin, stytta vinnuvikuna og veita kennurum orlof með vissu millibili til að endurnýja og auka þe.kkingu sína. Það er betri meðferð á kennslukröftum að leggja á þá' liæfilegt starf allt árið, heldur en allt of rnikið starf meiri hluta árs og ekk- ert starf hluta úr árinu — og hygg ég, að breytingin yrði til þess að bæta kennsluna í skól- unum. Af því sem liefur verið drep- ið á hér að framan í fáum orð- um um mikið og flókið mál, þykir mér sýnt, að ástæða væri til að láta fara fram athugun á þessu máli. Margt það, sem hér hefur verið bent á þyrfti að rannsaka nánar og eflaust er enn margt sem máli skiptir í þessu sambandi og mér hefur ekld komið í hug.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.