Alþýðublaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 14
14 21. maí 1967 - Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐIÐ Listamannalaun Frh. af. 7. síðu. verulegt starfsfé, einungis nota- leg uppbót á aðrar tekjur; starf- styrkir, ef til kæmu, þyrftu að nema til muna hærri uppliæðum. Eðlilegast væri vitaskuld að að- greina þetta tvennt' með öllu; nýtt starfstyrkjakerfi, ef til þess væri stofnað, kynni að reynast upphaf þess. En að vísu væri óþarfi að stofna nýtt kerfi, nýja nefnd, nýja útlilutun til að koma þessari hug- mynd í kring; til þess dygði ein- föld breyting á' núgildandi launa- kerfi sem hér segir: í stað þess að veita hæstu launaupphæð, t. d. 100 þúsund krónur, í heiðursskyni skulu heiðurslaun hér eftir ein- skorðuð við lægstu upphæðina, t'. d. 30 þúsund krónur. Miðflokk- inn skipa listamenn sem talið er vert að viðurkenna, styðja og upp- örva í starfi sfnu að staðaldri þótt enn verðskuldi þeir ekki hinn hæsta heiður. En hæstu uppliæð- ina skyldu einungis hljóta ungir listamenn, þeir sem á hverjum tíma eru taldir álitlegastir, þess- legir að geta með tíð og tíma skip- að heiðursflokkinn. Þessi tilhögun hefði þá kosti með sér að beina fénu þangað sem það kæmi maklegast niður: ungir menn eru aö jafnaði í meiri fjár- þröng en rosknir og reyndir menn, sem vísast eiga einhverjar álnir f.vrir; laun þessi yrðu launþegun- um að því skapi meiri styrkur og uppörvun til dáða. En bróðuhpart- ur launanna í heild gæti eftir sem áður farið til að styrkja þann þorra listamanna sem dómnefnd teidi hvorki verðskulda að sinni sérstakan heiður né aulcalega upp- örvun; þaðan mætti að vísu eng- um manni hagga nema niður í heið ursflokkinn. Þessi breyting hefði sem sé einnig þann siðferðilega tilgang að undirstrika opinberlega að andleg verðmæti verði ekki métin til fjár né viðurkenning af opinberri háifu mæld krónutölu; eftii sem áður væri hinn fámenni heiðursflokkur kjörinn sér á parti aí hinu háa Alþingi, hæstur að virðingu og að því leyti eftir- sóknarverðastur; en í launa- hæsta flokknum væru einungis menn sem vert þætti að styðja á- leiðis í ’ina virðingameiri flokkana. Til að koma á þessari fjárhags- legu og siðferðilegu framför list- launa þyrfti enga athugun, enga nýja rannsókn né álitsgerð heldur gaeti tilkomandi úthlutunarnefnd og Alþingi tekið hana upp af sjálfsdáðum. Nýja kerfið yrði að vísu ekki fullkomið frekar en hið fyrra, en það þyrfti heldur ekki annars við en hið fyrra til að koma að fullu gagni: meiri pen- inga. — ó. J. Ungt fólk Frh. af 6. síðu. Einar Bragi í Þjóðviljanum 22. 3.’58 : „í svörtum kufli er býsna sundurleit bók, en vekur miklar vonir. Höfundurinn er skáldlega vaxinn: á allríka náttúrugáfu, hef- ur gott vald á máli, og það eru í lionum umbrot sem spá góðu, þó að þau komi sér kannski illa í skólum sem hafa útþurrkun ein- staklingseðlisins að æðsta marki. Margur sem síðar reyndist lið- tækur Ijóðamaður hafði ekki um tvítugt komizt með tærnar þang- að sem Þorsteinn hefur hælana.” Og Þorsteinn Þorsteinsson seg- ir í Tímariti Máls og menningar um aðra Ijóðabók Þorsteins frá Hamri: „Tannfé lianda nýjum heimi er meira en athyglisverð bók: hún hefur að mínum dómi að geyma kvæði sem telja verður meðal þeirra allrabeztu sem ort hafa verið á íslenzku á síðustu árum.” Dauðadæmd Frh. úr opnu. getur ekki einu sinni náð bílprófi, þótt hún liafi farið í fjöldann all- an af bíltímum. Hún segist ekkert kunna og ekk ert muna, og er ástæðulaust að efast um sannleiksgildi þessa. Hún les aldrei blöð, nennir því ekki, því síður bækur. Þessi unga, fallega stúlka seg- ist vera lirædd. Hrædd við frægð- ina, hrædd við að glata frægðinni. Hrædd við ellina, hrædd við dauð ann. Hún segist Ihafa verið hamingju samari, þegar hún leitaði um London að næturstað undir ber- um himni, en nú, þegar hún baðar í milljónum og liggur á gulli, sem hún veit, að einhvern tíma verður frá henni tekið. Það er eins víst eins og ellin kemur og dauðinn að lokum, þótt hún sé hrædd. AUGLÝSIÐ í Alþýðublaðinu VALVIÐUR SF. AUGLYSIR Verzlunin er flutt. Höfum opnað í nýjum húsakynnum að Suðurlandsbraut 12. Símanúmer breytist og verður 82218. Mikið af nýjum vörum til innréttinga. VALVIÐUR SF. Suðurlandsbraut 12, — Sími 82218. SkógræktarferB til Noregs Á vegum Skógræktarfélags íslands verður efnt til skógræktarferðar til Noregs í sumair. Farið verður með flugvél 7. ágúst og dvalíð í Noregi við skógræktarstörf til 21. ágúst. Þátt- tökugjald verður kr. 5.800.00 á mann. Skógræktarfélag Reykj^ivíkur á kost á því að senda 7 þátttakendur. Félagsmenn sem á- huga hafa á þátttöku, sendi umsóknir til Skógræktarfélags Reykjavíkur, Fossvogs- bletti 1, fyrir 1. júní n.k. Skógræktarfélag Reykjavíkur. H0SNÆÐISMALAST0FNUN ríkisins Mmmrn í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 28. júll 1965, er hafin í Reykjavík bygging 312 íbúða í fjölbýlis- húsum í Breiðholti. Gert er ráð fyrir að íbúðir þessar verði afhentar fullbúnar á tímabilinu 15. desember 1967 til 15. júli 1968. Ennfremur verða byggð 23 einbýlishús (innflutt timburhús) sem gert er ráð fyrir að verði til afhendingar í desember-mánuði og janúar-mánuði 1968. Samkvæmt 15. gr. reglugerðar sem Félagsmálaráðuneytið hefur hinn 28. apríl 1967 sett um ofangreindar íbúðabygg ingar skulu þær 260 íbúðir, sem Húsnæðismálastofnun rík- isins ráðstafar, seldar láglaunafólki sem er í verkalýðs- félögunum í Reykjavík auk 23 einbýlishúsa. Ennfremur er heimilt að gefa kvæntum iðnncmum kost á íbúum þess um. Þeir sem telja sig eiga rétt til kaupa á íbúðum þcim, sem að framan greinir, geta sótt umsóknareyðublöð í skrif- stofu Húsnæðismálastofnunar ríkisins, Laugaveg 77, ásamt teikningu og lýsingu á íbúðunum, upplýsingum um sölu- og grciðsluskilmála. Verða gögn þessi til afhcndingar eftir þriðjudaginn 23. n.k. Umsóknir skulu berast Húsnæðismálastofnun rikisins eigi síðar en fyrir kl. 17.00 hinn 15. júní n.k. Reykjavík, 20. maí 1967. HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN RÍKISINS. HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN RlKISINS LAUGAVEGI77, SÍMI22453

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.