Alþýðublaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 8
8 21. maí 1967 - Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÁR EFTIR ÁR dreymdi hann um aS fá aö leika ástarhlutverk. Og þegar draumurinn rættist loksins, var það ekki minni stjarna en sjálf Sophia Loren sem hann fékk að elska í myndinni Happily Ever After þar sem hann leikur róman- tískan prins og hún betlarastúlku sem endar í hásætinu við íhlið hans. En jafnvel þetta nægir hon- um ekki. Nú á hann sér annan draum — að fá að leika hlutverk í venjulegum jakkafötum með hvít an flibba um hálsinn! Omar Sharif er einn af eftirsótt ustu leikurum heimsins í dag. Hann hlaut Oscar-verðlaunin fyr- ir leik sinn í Lawrence of Arabia sem mótieikari Peter’s O’Too'le, og hann var úinefndur sem einn af beztu leikurum ársins. fyrir Dokt- or Zhivago, þó að Oscarinn hlotn- aðist öðrum í það skiptið. Og nú er hann svo umsetinn af áköfum kvikmyndaframleiðendum að hann fær ekki stundlegan frið. Hann er fús til að leika suðræna elskhuga og ekki-elskíhuga af öllu tagi, en hann neitar afdráttarlaust að leika fleiri eyðimerkurhöfð- ingja í bili. Omar er þrjátíu og fimm ára gamall, egypzkur- að þjóðerni, glæsilegur maður með mikla per- sónutöfra, talar reiprennandi fjög- ur tungumál og hefur langa reynslu að baki sem leikari, fyrst á sviði í Kairó, þar sem hann lék í frönskum nútímaleikritum, og síð- an í tuttugu og fimm egypzkum kvikmyndum þar sem hann varð fljótlega eins konar Rock Hudson Egyptalands. Svo kom Lawrence of Arabia, og nú stendur Omar á hátindi velgengninnar. Frægðin hefur líka 'haft sín nei- kvæðu áhrif. Hjónabandið er bú- ið að vera, hann er kominn með magasár, taugarnar eru í rúst, og hann reykir tvo pakka af sígarett- um á dag, þó að læknarnir banni honum algjörlega að snerta á slíku. ,,Ég er búinn að missa alla mína öryggiskennd“, segir hann sjálfur. „Aldrei verið eins tauga- spenntur á ævi minni. En óg er af- skaplega ánægður, þegar ég 'hef tíma til að hugsa um það.“ Hann fæddist í Kairó, og hið rétta nafn hans er Michel Chal- houb. Flann gekk í enskan skóla, talaði frönsku heima hjá sér og varð að æfa sig duglega til að tala ekki arabískuna með erlendum hreim þegar hann byrjaði að leika í egypzkum kvikmyndum. Þótt svo virtist í Lawrence of Arabia sem hann hefði ekki gert annað um ævina en þeysa á úlföldum fram og aftur um sandana, var það að- eins 'góður leikur — áður en hann tók að sér það hlutverk hafði 'hann aldrei stigið á bak úlfalda og meira að segja aldrei komið út í eyðimörkina. Faðir hans var timburkaupmað- ur og vildi láta soninn taka við af sér. Omar var verzlunarstjóri í þrjú ár og seldi allt með tapi; og á endanum varð honum að ósk sinni þegar faðir hans rak hann úr vinnunni. Þá byrjaði hann að leika á sviði og fékk góða þjálfun í frönskum leikritum. Bráðlega bauðst honum hlutverk í egypzkri kvikmynd á móti Faten Hamama sem þá var helzta stjarna Egypta- lands. Þau giftu sig árið 1955 og eignuðust son sem lék smáhlut- ir Tarek og er núna tíu ára gam- all og gengur í skóla í Sviss. ' ,,Ég vildi, að Tarek yrði leik- ari,“ segir Omar. ,,Hann segist ætla að verða flugmaður eða skip- stjóri. En ef hann yrði leikari gæti ég hjálpað 'honum svo mikið, gefið honum góð ráð og átt margt sameiginlegt með honum — þetta er ákaflega eigingjörn ósk, ég veit það vel, en svona eru feður . . . pabbi vildi alls ekki, að ég yrði leikari. Kannski endar Tarek sem timburkaupmaður!“ Þau búa ekki lengur saman, Fa- ten og hann, en hafa 'ákveðið að hirða ekki um lögskilnað fyrr en annað hvort þeirra vill gifta sig aftur. Það er enginn vandi fyrir Múhameðstrúarmenn að fá skilnað að lögum, svo að þetta er ekkert airiði. ;,Jú, auðvitað langar mig til að gifta mig aftur.“, játar Omar hrein skiln-islega. ,,En ég hef hvorki haft tíma né tækifæri til þess síðustu árin —'ég hef ekki einu sinni feng ið sumarfrí síðan 1961. Lífið hef- ur verið tóm vinna og ferðalög; ég hef ekki getað kynnzt neinni konu vel. En ég veit líka, að það þýðir ekki að leita sér að konu til að elska — hún verður bara að birtast þegar hinn rétti tími er kominn. Ég bíð átekta og læt ör- lögin ráða.“ Hann sást oft í fylgd með Bett- inu síðastliðið ár, hinni frægu, frönsku fyrirsætu og vinkonu Ali Khan. En það var ekkert alvarlegt; þau fóru saman á veðreiðar öðru hverju og urðu góðir kunningjar. Bettina hafði elcki farið á veðreið- ar síðan Ali Khan dó, en hún hafði vit á hestum og hjálpaði Omari að velja úrvalshesta til kaups. Hann á fjóra, og þeir hafa staðið sig prýðilega til þessa. Litir hans eru bleikt og svart. „Uppáhaldslitirnir mínir. Bleikt er kvenlegt, séart er karlmannlegt. Ég er hrifinn af kon um sem fer vel bleikt. Og svart er minn litur — ég var svartklæddur í Lawrence of Arabia og vil 'helzt alltaf vera það síðan. Ég er ógur- lega hjátrúarfullur og trúi á svart og bleikt sem gæfuliti." Enda þótt Omar hefði leikið fjöldamörg elskhugahlutverk í egypzkum- myndum fékk hann eng in rómantísk hlutverk þegar Siann byrjaði í vestrænum myndum. í Lawrence of Arabia hafði hann ekki annað on úlfaldann sinn til að hugga sig við, í Fall Róma- veldis var hann að vísu kvæntur Sofiu Loren, en hún var bara ekk- ert ástfangin af eiginmanni sínum, í Behoid a Pale Horse lék hann kaþólskan prest, í The Night of the Generals léku bæði hann og Peter O’Toole nazistaforingja, og þar vatr engin ást í spilinu. Það lagaðist með Doktor Zhivago þeg- ar hann fékk Geraldine Chaplin og Julie Christie sem mótstjörn- ur, og loks fékk hann raunveru- legt ástarhlutverk á móti Sofiu Loren í Happily Ever After. Og nú streynaa tilboðin inn. Honum hefur verið boðið aðalhlutverk í öllum helztu kvikmyndum sem á að framleiða £ ár, meðal annars Wuthering- Heights sem Laurence Olivier lék snilldarlega í á sínum tíma. Omar var fljótur að neita því tilboöi; hann kærði sig ekki um samanburð við Olivier. Aftur á móti hefur hann ákafa löngun til að leika a.m.k. einu sinni í venju- legum nútímaklæðnaði. ,,Það bezta sem Zhivago gerði fyrir mig„“ segir hann, ,,var að sýna mig sem Evrópumann án nokkurrar falskrar rómantíkur.“ En Omar er kænn. Hann gerir sér mætavel ljóst, að aðdráttar- afl hans er meðal annars í því fólgið, að hann er ekki Evrópu- maður. „Það er framandlegi blærinn, sem þykir töfrandi," viðurkennir hann brosandi. ,,Ég er spennandi, ólíkur öðrum, einstæður . . . þang að til næsti Ali, Ahmed eða Mu- stafa kemur fram á sjónarsviðið Egypzka leikarann OMAR SHARIF dreymir um hlutverk í venjulegum nútímaklæðnaði

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.