Alþýðublaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 9
Sunnudags ALÞÝÐUBLAOIÐ 21. maí 1967 $ i| Áuknar almannatryggingar - árangur Alþýðuflokksins Bætt kjör örykja og aldraðra ÞEGAR dómur er lagð'ur á störf Alþýðuflokksins í núver- andi ríkisstjórn, hlýtur hann að byggjast á því, hvernig fram kvæmd þeirra mála hefur tek- izt, sem hann hefur fariff meff. Er núverandi stjórnarílokkar gengu til samstarfs áriff 1959 lagði Alþýffuflokkurinn á þaff megináherzlu, aff bætur al- mannatrygginga yrffu stóraukn ar. Það' kom í hlut Alþýffu- flokksins aff fara meff málefni trygginganna. Hvernig hefur til tekizt? Stærsti bótaflokkur almanna- trygginganna eru bætur til aldraðra og öryrkja — elli- og örorkulífeyrir. Þessar bætur hafa verið stórhækkaðar, þann ig að kjör gamalmenna og ör- yrkja eru vart sambærileg við það, sem áður var. Skerðingar- ákvæðin hafa verið afnumin, en þau fólu í sér, ef fólk vann sér inn einhverjar tekjur, lækk aði lífeyririnn eða féll niður. 1. verðlagssvæffi: 1958 1967 Einstaklingur kr. 9.211.00 kr. 33.442.00 Hjón — 14.738.00 — 60.195.00 2. verðlagssvæði: Einstaklingur kr. 6.908.00 kr. 33.442.00 Hjón — 11.053.00 — 60.195.00 Skipting landsins í tvö verð- lagssvæði hefur verið afnumin, þannig að sömu bætur eru nú greiddar hvar sem er á land- inu, en áður voru bæturnar 25 % lægri í sveitum oig kauptún- um en í kaupstöðum. Svo að bætur almannatrygginga hafa hækkað mun meira í dreyfibýl inu en þéttbýlinu. Eftirfarandi tölur sýna greinilega hvað elli- og örorku lífeyrir hjá einstakling og hjón um hefur hækkað mikið í tíð núverandi ríkistjórnar. Ekki hefur verið látið sitja við þetta eitt. Nú er hafinn undirbúningur að stofnun líf- eyrissjóðs fyrir alla lands- menn. Ríkisstjórnin fól Har- aldi Guðmundssyni, fyrrver- andi formanni Alþýðuflokks- ins, að gera undirbúningsat- hugun að slíkum sjóði, og taldi Haraldur tímabært að .setja hann á stofn. Eggert G. Þor- steinsson, félagsmálaráðherra lagði skýrslu hans fyrir Al- Hækkun 263 % 308 % 384 % 445 % þingi, og síðan var skipuð und- irbúningsnefnd sérfróðr3 manna, sem vinnur að málinu. Takmarkið með þessu nýja tryggingarkerfi er, að allir geti á þennan hátt tryggt sér 60-70 % af þeim tekjum, sem þeir höfðu í blóma lífsins. Þetta er mikið mál, sem mundi enn ger- breyta hlutskipti aldraðra og þetta er eitt mesta réttlætis- mál, sem Alþýðuflokkurinn lief ur barizt fyrir. Þýzkt íhalds- blaö bannað? VESTUR-ÞÝZKA ríkisstjórn in hefur nú til athugunar að taka í taumana gagnvart aft- urhaldsblaðinu National Zeit- ung, sem gert hefur margar grófar árásir á meðlimi ríkis- stjórnarinnar, að því er Gust- av Heinemann, dómsmálaráð- herra, skýrði frá fyrir skemmstu. National Zeitunig, sem gefið er út i Miinchen, sakaði nýlega Willy Brandt, utanríkisráð- Framhald á bl. 14. Fercíatöskur og hartdtöskur alls konar stórar og smáar. NÝKOMNAR í miklu úrvali. Vesturgötu 2. Stjarnan er dauðhrædd BÆJARBÍÓ í Hafnarfirði sýnir ennþá kvikmyndina Darling og ekkert lát virðist á aðsókninni. Sumir segja, að myndin sé sér- staklega vel tekin, aðrir ségja, að hún sé sérstaklega vel leikin, enn aðrir segja kannski, að hún sé ekkert sérstök á neinn hátt. Hvað, sem um það er, þá fékk Julie Christie, sem leikur aðalkvenhlut verkið í myndinni, Óscarsverðlaun fyrir leik sinn þarna. Nú þótt, það út af fyrir sig kunni að segja held ur lítið um gildi leiksins hvað þá myndarinnar, var það mjög góð augiýsing fyrir stúlkuna, sem nú er orðin þekkt um allan þann heim, sem les vikublöð og fer í bíó. Julie er fædd í Indlandi fyrir 26 árum. Þar dvaldist 'hún til átta ára aldurs, en faðir hennar stund aði terækt við rætur Himalaya. Þá talaði hún hindustani betur en ensku, en móðir hennar, sem var ensk vildi að stúlkan lærði góða siði og tungutak feðranna í Eng- landi og því var hún send heim til Sussex á klausturskóla. Hún var þar þó ekki len'gi, því að hún var svo dónaleg í tali við nunnurn ar, að þær vildu ekki hafa hana. Svo fór hún til London og þar fór hún á leikskóla. Hún segist sjálf alls ekki muna, hvers vegna hún fór á leikskóla, reyndar sé hún mjög gleymin. Hún muni til dæmis alls ekki eftir móður sinni, en faðirinn er dáinn. Þessi unga leikkona getur ek’ki slegið sér upp á ömurlegum upp- vaxtarárum, því að hún segist al- gjörlega vera búin að gleyma allri bernskunni. Það eina, sem hún man frá Indlandi, voru hermenn- irnir, sem börðust gegn Japönum o*g gáfu henni tyggigúmmí. Hún segist ómögulega geta ein- beitt sér að nokkrum ihlut. Hún Framhald á bl. 14. SUMARTÍZKÁN 1967 Nýjar sendingar. Sumarkápur. Sumardragtir. Terylenekápur, allar stærðir. Glæsilegir sumarkjólar úr crimplene, spinlene, j polyster og alsilki. ; ~1 ■ 1 TÍZKUVERZLUNIN Guðrún Rauðarárstíg 1. 1 " 1 Sími 15077. r

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.