Alþýðublaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 7
Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 21. maí 1967 Listamannalaun l^istamannalaunum hefur nú verið úthlutað með hinni nýju skipan sem samþykkt var á Al- þingi fyrir skemmstu. Þau lög voru sett að fenginni langri reynslu af úthlutun listamanna- launa með svipuðum hætti og nú er lögboðinn til frambúðar, ög virðist þeim einkum ætla'ð að ein- falda hið fyrra kerfi og koma meiri reglu ó vinnubrögð úthlut- unarnefndarinnar. Iiún vérður eftirleiðis kosin til fjögurra ára í senn, og eru henni settar í lög- unum ákveðnar reglur um launa- hlutföll innbyrðis og kosning launþega; launaflokkar eru nú aðeins tveir, að frótöldum heið- urslaunaflokknum sem Alþingi kýs sjólft eftir sem á'ður, og skulu laun eftir efri flokknum nema helmingi hærri upphæð en hinum neðri. Hin nýju lög eru sett með samróði og samþykki listamannasamtakanna í land- inu sem sjáif fá nokkra aðild að starfi út'hlutunarnefndar; má því ef til vill ætla að eftirleiðis verði betri friður um úthlutun lista- mannalauna en stundum áður. En eftir sem áður er úthlutunar- nefndin kjörin af Alþingi og skipuð fulltrúum stjórnmála- flokkanna í hlutfalli við þingstyrk þeirra; þá nefnd, sem nú lauk störfum, skipuðu þeir Helgi Sæ- mundsson, formaður, Andrés Kristjánsson, Halklór Kristjáns- son, Einar Laxness, Andrés Björnsson, Hjörtur Kristmunds- son, Magnús Þórðarson. Notaði Sjálfstæðisflokkurinn tækifærið til að skipta um sína menn í nefndinni, en að öðru leyti er hún óbreytt frá fyrri árum. Á þingi í haust' verður úthlutunar- nefndin kosin að nýju og þá til næstu 4ra ára. En þótt einhver mannaskipti kunni að verða í nefndinni, eftir úrslitum kosn- inganna í vor, er varla ætiandi að mannval hennar breytist til muna né starfshættir nefndar- innar taki neinum umskiptum; ó- hætt mun að hafa hina nýju út- hlutun listamannalauna til marks um þau viðhorf, sem ráða munu eftirleiðis. | ár nema listamannalaun sam- anlagt 4.1 milljón króna, en 102 listamenn njóta þeirra, 5 í heiðurslaunaflokk Alþingis, 100 þúsund krónur, 23 í efri flokk nefndarinnar, 60 þúsund krónur, og 74 í neðri flokknum, 30 þús- und krónur. Eftir listgreinum virðast mér þessir 102 listamenn skiptast sem hér segir: rithöf- undar eru 49, þar af 23 Ijóðskáld en 26 sem einkum rita í lausu máli; 33 myndlistarmemi, 27 mál- arar og 6 myndhöggvarar; 11 tón- skáld; 5 leikarar; 2 hljóðfæraleik- arar; 2 söngvarar. Ekki liggur í augum uppi hvort einhver regla iiggur til grundvallar þessari skiptingu, nema ef vera kynni að laun tónlistarmanna og leikara, séu einkum ætluð sem heiðurs- eða eftirlaun; þó eru meðal þeirra 9 sem njóta þeirra a.m.k. 2 lista- menn í fullu starfi. Raunar liggur alls ekki í aug- um uppi heldur hvaða sjónarmið ráði vali launþega almennt; eða réttar sagt virðast ýms og ólík sjónarmið ráða því. Eitt er að heiðra aldraða listamenn sem eiga mestallt ævistarf sitt að baki; annað að viðurkenna maklega miðaldra menn, sem þegar hafa unnið góð og gegn ver.k; þriðja að styrkja þá sem ungir eru og upprennandi. Þarna kann að reynast mjótt á mununum og ein- att blandast þessi sjónarmið sain- an. En niðurröðun manna í launaflokkana virðist í senn mót- ast af mati nefndarmanna (og Alþingis) á listrænum verðleik- um þeirra og tilliti til aldurs manna og afkasta. Þannig er eng- inn i heiðurslaunaflokk Alþingis undir sextugu; yngstu menn í efri flokki nefndarinnar um fimmtugt; fáir undir þrítugu í neðsta flokknum. í efri flokknum eru þeir listamenn, 15 talsins, sem nutu hæstu listamannalauna samkvæmt fyrri skipan þeirra, og 8 manns að auki sem nýkjörn- ir eru til hans; má ætla að eftir- leiðis gildi sama regla og áður I að menn verði ekki felldir úr l þessum flokki séu þeir eitt sinn i komnir þar. Þaðan verður engin útgönguleið nema þá leiðin okk- ar allra — og svo heiðurslauna- flokkur Alþingis, þegar rýmkast í honum. Með þessum hætti er nær helmingi allrar launa-upphæðar- innar ráðstafað fyrirfram; og þótt neðri flokkurinn verði sjálf- sagt eitthvað hreyfanlegri en hinn efri verður þar alla tið fjöldi manns sem ekki verður haggað nema til hækkunar, sízt af öllu þegar úthlutunarnefndin er ó- breytt frá ári til árs; þar verður því ekki allténd mikið svigrúm til að styrkja nýja menn sem vel Borgir eru óeðlilegt umhverfi Ég vona að ég móðgi engan þó að ég komist svo að orði að borgir séu graftrarkýli á ásjónu jarðarinnar. Pó að í borgum finnist mörg falieg hús og margir fallegir blettir eru þær í heild ljótar, lireinn óskapnaðui', sóðalegar, óhollar og óeðlilegar. Enski sálfræðingurinn H. J. Eysenck getur þess nýlega x tímaritsgrein að borgir séu gervi-umhverfi þar sem menn séu knúnir til að haga sér á þann hátt sem þeim er öldung is óeðlilegt. Og grískur arki- tekt sem telst víst vera heims þekktur C. A. Doxiadis, segir að maðurinn sé kominn í þá hættu að aðlagast borgaralífi, en það væru hrapaleg mistök, því að í borgum sé liann fangi, ekki einu sinni öruggur um sína hagi, heldur stefni hann þar í hreinan voða. Borgir eru þó til orðnar fyr- ir menn, menn ekki fyrir borg- ir. Við skulum ekki miða dóma okkar um borgir við smábæi eins og Reykjavík og aðra hreina og loftgóða bæi á strjálbýlum svæðum á hnett- inum. Taka verður líka tillit til þess að' sveitin er heldur ekki eins aðlaðandi í miklu strjálbýli og í eðlilegu þéttbýli, og gerir það stöðu borganna þar miklu betri en hún er yf- irleitt. Einmanaleiki þekkist varla í þéttbýlli sveitum, en það er víst hann sem fólk flýr mest af öllu í sveitinni, þó að svo sé í rauninni að í vondum stórborgum er hann mestur. í stórborgum sem alltaf eru að verða fleiri er loft svo slæmt að það stofnar heilsu Þá er það óhuguanleg stað- reynd að villimennska frum- skógarins hefur numið land i borgmium. Hinn siðmenntaði maður hefur tekið sér fyrir hendur að siðmennta villimenn- ina í skógunum og flytja þeim háleitan boðskap um siðgæði og manngöfgi, en á meðan hefur Sigvaldi Hjálmarsson: VAN6AVELTUR manna í bráðan háska. Og há- vaðinn og erillinn er líka stór Iega eyðileggjandi fyrir heilsu manna og vellíðan. Og jafnvel þó að loftið sé ekki beinlínis eitrað og menn ekki ærðir af hávaða er lífið í borgunum óeðlilegt manninum sem lifandi veru, lítil hreyfing, lítil snerting við náttúruna og önnur lifandi fyrirbæri eins og dýr og gróður sem maðurinn hefur þroskazt með um milljón ir ára. Við megum ekki tapa sambandinu við villt dýr. Hús- dýr eru skemmtileg, hundar og kettir o.s.frv., en þau kom- ast ekki í hálfkvisti við fugla í trjám, ikorna, froska og eðlur sem lifa og deyja á frjálsan og þokkafullan hátt í eðlilegu um hverfi. , villimennskan fest rætur í hans eigin híbýlum i enn háska legra formi. Þó er það sennilega verst við borgirnar að maður má þar aldrei um frjálst höfuð strjiika. Við erum alltaf að reyna að sameina frelsi og ör- yggi, en það gengur mi&jafn- lega. Það er kannski nokkurn veginn öruggt í borgum. Við þurfum ekki svo mjög að ótt- ast að við verðum þar úti í hríðum eða rifin á hol af villi- dýrum. En það er komið ann- að í staðinn. Frelsi cr þar sannarlega ekki upp á marga fiska. Fólk flýr fásinnið í sveit- inni og sækir í dægradvalir og ævintýri borgaralífsins, en læt ur þar með frelsið. Við skulum viðurkenna að við höfum ekki fundið upp þá hætti fyrir mannabyggðir sem henta manninum á því stigi sem hann er. Sveitin er nefnilega ekki heldur hæfilegt byggðaform lengur, því að um leið og maðurinn breytti um- hverfi sínu, breytti umhverfið honum. Hvað ætti þá að Iíkindum að taka við? Doxiades talar um eins kon- ar „heimsborg“ sem dreifð sé um beztu staði plánetunnar. En fleiri hafa látið sig dreyma um framtíðar byggðir mannanna. Til er rússneskur rithöfund- ur sá er Asimov nefnist. Hann ritar bækur um framtíðina og hversu lifi manna verði liáttaö á ókomnum öldum. Hann hefur spáð því að sá tími muni koma að allt miðbik jarðar verði ein samfelld garðborg þar sem mannabústöðum og vinnustöð- um sé blandað innan um rækt- aðan gróður með tilheyrandi lífi. En hann gerir líka ráð fyr- ir að ungir menn verðl sendir út í svæðin fyrir norðan og sunnan sjálfa byggðina til þess að þeir herðist þar í raun um og áhættum hinna óblíðu Ianda, því að þótt öryggið sé gott megum við ekki alveg missa tilfinninguna fyrir á- hættunni. gera nema auknar fjárveitingar komi til. Veltur mikið á því, að nefndarmönnum takist starf sitt vel svo að það njóti samþykkis sem flestra, ekki síður vegna þeirrar opinberu viðurkenningar sem listamannalaun fela í sér en fjárstyrksins sjálfs. gfngin óstæða er til að ætla annað en síðasta úthlutunar- nefnd hafi unnið starf sitt eftir | bcztu samvizku, samkvæmt anda og bókstaf laganna; almennt og víðtækt kerfi listlauna virðist einnig sá háttur sem listamenn kjósi sjálfir helzt. Hitt leiðir af sjálfu sér að jafnan má' deila um | smekk nefndarmanna, einkum i þegar honum er ætlað að lýsa opinberu listmati í landinu. Eftir síðustu úthlutun er Páll ísólfs- son tónskáld metinn á 100 þús- und krónur, en Jón Leifs á 60 þúsund; Haraldur Björnsson leik- ari á 60 þúsund, en Brynjólfur Jóhannesson' á 30 þúsund; Jakob Jóh. Smári skáld á 60 þúsund en Jón Helgason á 30 þúsund; (|uð- rún frá Lundi hlýtur listamaána- laun en Jakobína Sigurðardóttir ekki. Þetta eru dæmi af handa- hófi, en hver getur rakið dftir sínum smekk annað sem tvímtólis orkar í ráðsá'lyktun nefndarinnar; og svo hlýtur jafnan að vérða með því að aldrei verður gert svo öllum líki. Á hinn bógimi er þetta kerfi prýðilega demólírat- ískt og verður varla misbrúkaé að neinu gagni; það er sem sé svo l rúmgott að velflestir listamenn þjóðarinnar munu hljóta nokkra umbun verka sinna fyrr eða síð- ar og allir þeir helztu að stað- aldri. Launin eru að vísu lág í krónum talið, en þar á móti kem- ur að margir njóta þeirra; og með nógri fjárveiting kann að koma að því að allir verðugir liljóti nokkurn skerf; sú hugsjón ,,full- kominnar úthlutunar” felst í sjálfu kerfinu. Væri hins vegar sú stefna tekin að styrkja, heiðra, viður- kenna fáa listamenn einungis af opinberu fé, en gera það þeim mun myndarlegar, væri þeirri hættu boð ið heim að nefndinni mistækist með öllu að velja launþegana; og áreiðanlega þætti mörgum ómak- lega framhjá sér gengið við slíka úthlutun hvernig sem hún tækist'. Það e’r vísast rétt að enginn eigin smekkur sé betri en alveg rangur smekkur í stofnun eins og úthlut- unarnefnd listamannalauna. |Tn launin eru lág. Hjá því verð- ur ekki komizt með þeirri stefnu að umbuna sem flestum sem við listir fást hvert einasta ár. Því er nú farið að tala ium sérstaka starfstyrki til listamalnna auk liinna eiginlegu listamanna- launa, og hafa listamannasamtök- in mælzt til að slíkir styrkir verði teknir upp; sú málaleitun er nú „í athugun” hvað sem af henni leiðir. Á það hefur raunar verið bent' svo oft að það er varla neinn nenni að endurtaka iþað lengur, að óeðlilegt er að blanda saman heiðurs- og ellilaunum lista- manna annars vegar, starfsstyrkj- um hins vegar til ungra manna og miðaldra; og það annað að.nú- verandi listamannalaun eru enn- þá mikilg til of lág til að verða Framhald á 14. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.