Alþýðublaðið - 24.05.1967, Side 4

Alþýðublaðið - 24.05.1967, Side 4
ŒQSSflD Eítstjóri: Benedikt Gröndal. Símar 14900—14903. — Auglýsingasími: 14906. — A'ðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu-, Rvik. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Simi 14905. — Áskriftargjald kr. 105.00. — í lausa- sölu kr. 7.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Kaj Munk og Svetlana DANSKI rithöfundurinn Kaj Munk var framan af árum mjög hrifinn af stórmennum mannkynssögunn- ar og taldi þau valda aldahvörfum með skoðunum sínum og störfum. Þess vegna batt hann um sinn vonir við Hitler og Mussolini og þótti vinsamlegur fasimanum. Þau viðhorf gerbreyttust hins vegar á svipstundu eftir að Þjóðverjar hernámu Danmörku. Kaj Munk sannfærðist um, að hann gat ekki per- sónulega lifað undir einræðisstjórn. Þess vegna gerð ist hann baráttumaður gegn hernámsliðinu, en sú afstaða kostaði hann lífið. Þetta er sagan ,af .fleirum en Kaj Munk. Svetiana, dóttir Stalíns, hefur sagt skilið við ættjörð sína, sem faðir hennar drottnaði yfir á sínum tíma, og sezt að vestur í Bandaríkjunum. Eru skýringar hennar á þeirri ráðstöfun harla athyglisverðar og ættu að verða umhugsunarefni þeim mönnum á Vesturlönd- um, sem ímynda sér að kommúnisminn leysi vanda heimsins og veraldarinnar. Svetlana er að sjálfsögðu fæddur kommúnisti. Henni hefur vafalaust liðið vel í skjóli föður síns, meðan hann réði lögum og lofum í Sovétríkjunum, þrátt fyrir persónulega harma, sem hafa orðið henni örlagaríkir. Þeir komu einkum til sögunnar eftir lát Stalíns. Þá verður þessi gáfaða og geðríka kona þess brátt vör, að felldur er fjötur á frelsi hennar. Því getur hún loks ekki unað og notar þess vegna fyrsta tækifæri að flýja land sitt og þjóð. Vissulega er staðreynd, að stjórnarfarið í Sovétríkj nnum telst miklum mun mannúðlegra nú en á dög- um Stalíns. Valdhafarnir austur þar reyna að gæta hófs heima fyrir og út á við saman borið við ósköpin, sem þá tíðkuðust. Samt getur Svetlana ekki unað stjórn þeirra af því að hún bitnar á henni persónu- lega, frelsi hennar, skoðunum og samvizku. Henni fer í þessu efni líkt og Kaj Munk. Og þessi afstaða er einmitt harðasti dómurinn um kommúnismann. Hann er einstaklingnum sams konar fyrirbæri og naz isminn var, ef hlutaðeigandi nýtur ekki forréttirida umfram samborgarana. Kommúnistar svara því til, að gildi kommúnismans varði heildina og að bana beri að meta meira en ein- stakl’nginn. Við þá málsvörn er það að athuga, að einstakringarnir mynda heildina, svo að þetta eru hæmn rök. Kommúnisminn hafnar trúnni á manninn. Gallar hans eru sömu og Kaj Munk sannfærðist um í fan þvzka nazismans, þó að hægt sé að finna mun í Qinstökum djemum. Hvernig myndi Einari Olgeirssyni, Lúðvíki Jósefs syni og Magnúsi Kjartanssyni líða persónulega í ríki kommúnismans ef þeir væru þar óbreyttir þegnar. Kommúnistar fást aldrei til að svara slíkum spurn- ingum. 4 24. maí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Viödvöi í Luxemborg Allar götur eru greiðar til og fró Luxemborg, en þar er einnig gaman að eiga við- dvöl í upphafi utanlandsferðar eða ó heimleið fró meginlandi Evrópu. Luxem- borg er fagurt land, og þjóðin, sem það byggir, ó þar að baki sér langa og við- burðaríka sögu.------Til þess að auðvelda farþegum fróðlega viðdvöl í Luxem- borg bjóða Loftleiðir nú sólarhrings dvöl þar við hóflegu verði. Er þó reiknað með gistingu í góðu hóteli, morgunverði, hódegisverði og kvöldverði og kynnisför um höfuðborgina.------Skrifstofur Loftleiða í Reykjavík, ferðaskrifstofur og umboðs- menn félagsins úti á landi veita allar nánari upplýsingar og selja ávísanamiða. MANCHtSTEt KAl/PMANNAHÖuV HAMBÖBG AMSTEROAU BRUSSEl OGSSElDOtF EiANVruRr IIISI STUTTCART mUnChin ZUtlCH VlNAIIOIO TtllSTE TOUIOUSE NISSA Auk flug- og járnbrautar.ferða til og frá Luxemborg eru áœtlunarbifreiðir. í förum milli Luxemborgar, Parísar, Frank- furf og Kölnar, sem eru í tengslum við flugferðir Loftleiða. Áskriftaslmi Alþýðublaðsins er 14900

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.