Alþýðublaðið - 24.05.1967, Page 16

Alþýðublaðið - 24.05.1967, Page 16
 mmm SVO ER NO ÞAÐ Nú verður fluítur einþáttung- urinn „Svo er nú það“, sem er hlífðarlaus ádeila á andlaust líf- erni valdamanna í þjóðfélagi nú- tímans. Einþáttungurinn er nöp ur lýsing á því, hvernig þessir valdamenn eru orðnir gersamlega andlausir og hugsjónadaufir vegna peningahyggjunnar, þeir eru orðn ir svo andlega sljóir, að allt tal þeirra er ekkert annað en innan- tómt raus um ekki neitt. Leikurinn grist á kaffihúsi hér í borg. Tveir forstjórar hafa tekið sér sæti við eitt borðið — komast þó naumlega fyrir í stólunum fyr- ir offitu. FORSTJÓRI I: Jæja, er nokkuð að frétta? FORSTJÓRI II: O-nei, það er ósköp lítið. FORSTJÓRI I: Það er nefnilega það. (Þeir taka kaffibollana upp, drekka úr þeim, setja þá síðan niður). FORSTJÓRI II: Jæja, það er fína veðrið. FORSTJÓRI I: Já. (Þögn í 30 sek.). FORSTJÓRI II: Jamm, það er svo. FORSTJÖRI I: Já, ég held nú það. (Þögn í 2 mínútur). FORSTJÓRI II: Það hefur ekk- ert verið að gerast hjá þér nýlega? FORSTJÓRI I: Nei, nei. - Ja, ég fékk mér þarna bíl um daginn. FORSTJÓRI II: (í kæruleysis- tón) Nú, já', svoleiðis. FORSTJÓRI I: Svo er nú það. (Þögn í 1 mínútu). (Inn gengur ung, lagleg stúlka, klædd stuttu pilsi). FORSTJÓRI I: Hvernig lízt þér á þessi stuttu pils? FORSTJÓRI II: Svona. FORSTJÓRI I: Já. .FORSTJÓRI II: Jamm, það held ég. (Þögn í 17,5 sekúndur). FORSTJÓRI II: Konan mín var að fá sér nýjan pels um daginn. FORSTJÓRI I: (í uppgerðar- tón) Já, akkúrat. FORSTJÓRI II: Það held ég. FORSTJÓRI I: Já, já, þetta er að verða ágætis sumarveður. FORSTJÓRI II: O jú. FORSTJÓRI I: Horfðirðu á smyglaramjmdina í tiviinu í gær? FORSTJÓRI II: Já, mjög spenn- andi mynd. (Þeir eru búnir að drekka kaff- ið. FORSTJÓRI II: Hvert ætlið þið hjónin í sumarfrí, FORSTJÓRI I: Við vorum að spekúlera í Havana. FORSTJÓRI II: Jaaaá. (Þögn í hálfa mínútu). FORSTJÓRI I: Það er nefni- lega bað. FORSTJÓRI II: Jamm og já. FORSTJÓRI I: O já, það geng- ur svo. FORSTJÓRI II: Svo er nú það. | UTHLUTUNIN Úthlutun listalauna er lokið og verður ei breytt. Sumir fengu sextíu þúsund, en sumir ekki neitt Ekki er þó um að sakast eða ástæða að berja neinn lóm. Þeir heiðruðu þá sem höfðu þess þörf. Ég hugga mig við þann dóm. Gerií sv» yel að stíga af vigtin ni. Fjaðrirnar eru farnar að grefa sis. ■ 3 pau y, L w Eru þér karl eða kona. .*J/» Jú, en sjáið þér, maður, ég gley mdi tjakknum heima. Væri ekki ágætt að stimjtla í nafnskírteinin, Hvort menn eru giftir eða ekki, og hleypa þeim ekki inn á skemmti- staði, eins og þennan, nema með eiginkonu sinni. Bréf í Mogga, Sá hlær bezt sem síðast hlær, •egir máltækið. En mía reynsla er sú, að þetfa sé hreinasta vitleysa. Sá sem hlær síðast hlær yfirleitt yandræðalega, því að hann hefur ekki skilið brandar- ann. QcWv^gu/t^m^ Það finnst mér skrýtið að her málaráðherramir skuli alls ntaðar vera kaUaðir varnar- málaráðherrar. Oft ætti bet- ur við að kalla þá árásarráí- herra. Ég er uú svo friðsöm, að mér finnst ekki viðeigandi að ís- raelsmenn berjist við FUiste ana nema á síðum Biblíunnar. \

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.