Alþýðublaðið - 30.05.1967, Page 4

Alþýðublaðið - 30.05.1967, Page 4
EQSííGI) - Rltstjóri: Benodikt Gröndal. Símar 14900—14903. — Auglýsingasiml: 14906. — Aðsetur: Aiþýðuhúsið við Hverfisgötu, Rvík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Simi 14905. — Áskriftargjald kr. 105.00. — í lausa- sölu kr. 7.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýöuflokkurlnn. Stuðningsmenn í sfrætisvagni Úr ýmsum kjördæmum berast nú þær fregnir, að Framsóknarmenn hyggi ekki gott til kosninganna 11. júní. Annars vegar munu áróðursmenn þeirra hafa fundið fyrir því, að fóiki geðjast ekki að einstak- ieg-S -ábyrgðarlausri stjórnarandstöðu flokksins. For- ystumenn hans láta sig engu skipta, hvað þeir hafa 'sagt og gert áður, er þeir voru í stjórn. Þeir tala eins og þeir halda, að áheyrendur vilji heyra hverju sinni, og hafa þannig ekki aðeins ólíkar skoðanir þeim, sem þeir höfðu áður, heldur hafa forystumenn þeirra margar skoðanir samtímis, eftir því til hverra þeir eru að tala, Hins vegar gera áróðursmennirnir sér ljóst, að eigi það fyrir' Framsóknarflokknum að liggja, að vera enn eitt stjórnartímabil utan garðs, þá muni stór hópur núverandi fylgismanna snúa baki við flokknum í algeru vonleysi og ekki eiga aftur- kvaemt í þann hóp. Það er auðvitað af þessari ástæðu, sem Tíminn hamrar í sífellu á, fað flokkurinn geti fengið uppbót- arsæti, þótt slíkt sé fullkomin fjarstæða. Þótt upp- bótarsætin hefðu í síðustu kosningum verið 16, en ekki 11, hefði Framsóknarflokkurinn ekki fengið neitt af þeim. Hins vegar forðast Tíminn að minnast á, að í síðustu kosningum voru tveir þingmenn hans kosnir með svo naumum meirihluta, að næstum einsdæmi er. Ef Framsóknarflokkurinn 'hefði feng- ið 46 atkvæðum færra í Suðurlandskjördæmi en hann fékk, 'hefði Helgi Bergs ekki náð kosningu. Ef Fram- sóknarflokkurinn hefði fengið 50 atkvæðum færra í Norðurlandskjördæmi vestra, hefði Bjöm Pálsson fall ið. Þessir tveir þingmenn Framsóknarflokksins sátu því á Alþingi fyrir tilstyrk kjósenda, sem hefðu kom- izt fyrir í einum strætisvagni. Kommúnistar áttu einu sinni þingmann, sem kosinn var með ekki fleiri 'atkvæðum en svo, að allir kjósendur hans hefðu líka rúmazt í einum strætisvagni. Það var þegar Jónas Árnason var kosinn á Seyðisfirði. En nú eiga tveir þingmenn Framsóknarflokksins þingsæti sitt að þakka kiósendahópi, sem er svipaður. Það er von, áð Tíminn tali ekki mikið um þetta. En það fer samt ekki fram hjá almenningi. radiCHnltte tækin eru byggð fyiir hin erfiðustu siiííyrði ÁRS ÁBYRGÐ Radionette-verzlunin Aðalsti æti'i 8 sími 16995 Aðalunriboð: Einar Farestveit & Co. hf. Vesturgötu 2. Bátabylgjur BARNALEIKTÆKI fyrir alltkonar /eikivtrð/ barna, betði rið lamb/lithiri, sumarbúitaði, leikvelli o.fl. ÍÞRÓTTATÆKI f/rir íþrúltasali og íþrúltavelli. Lcilib upplýsinga Vélaverkslœði BERNHARDS HANNESSONAK st. Suðurlandsbraul 12, Reykjavík Sími 35810 Bl mm i m VANTAR BLAÐBURÐAR- FÚLK f EFTIRTALIN HVERFI: MIÐBÆ I Og n HVERFISGÖTU EFRl RAUÐARÁRHOLT LAUGARAS FRAMNESVEG 0 á krossgötum ★ FARIÐ FRAM Á VEGA- BÆTUR. „Nú fer fólk að aka upp um allar sveitir í bílum sínum, til þess að njóta sumarsins, stm fer í hönd. Undanfarnar vikur hef ég tekið eftir því, að mikið af fólki ekur frá Geithálsi Hafravatnsleiðina og upp gamla Þingvallaveginn frá Dallandi í Mosfellssveit. Ekkert virðist vera gert við þennan veg og finnst mér að ríkið og Mos- íellshreppur eigi að sýna sóma sinn í því að gera við þennan veg í sumar, þótt ekki væri lengra en að Krókatjörn, sem er þarna á heiðinni; það þyrfti ekki mörg.bílhlöss af möl til að gera þennan veg akfæran fyrir litlar bifreiðir. veghefil þarna skammt frá og gætu þeir jafnað jarðveginn. Þarna eru 50—60 sumarbústaðir og hafa eigendur þeirra haldið veginum við, en nú þegar bílamergðin er orðin svona mikil, finndist mér þa'ð réttlætismál, að lagaður yrði vegurinn svo að fólk geti farið um helgar til að sóla sig þarna og tína ber.” — Ómar. ★ KVARTANIR UM STRÆTIS- VAGNFERÐIR. Fjölda margir hafa komið að máli við okkur hérna ,,Á krossgötunum” og kvartað yfir strætisvögnunum síðustu dagana. Undanfarið liefur sta’ðið yfir viðgerð á' malbikinu í Lækjargötu, þar sem er brottfararstaður margra strætisvagn- anna í bænum, og virðist allt strætisvagnakerfið hafa ruglazt' og gengið úr skorðum af þessum á- stæðum. Fólki er ókunnugt um þetta og á í vand- ræðum með að hafa upp á vögnunum, enda erfitt að henda reiður á, hvaðan þeir leggja upp, það er kannski einn daginn á þessum stað, annan daginn á hinum. Þelta kann alit að vera eðlilegt og nauð- synlegt, en því í ósköpunum er þetta ekki aug- lýst rækilega í blöðum og útvarpi, svo að fólk komist hjá þessum eltingaleik. Svo virðist ekki hafa verið gert, a.m.k. hefur það þá farið fram hjá æði mörgum. Þátturinn vill þess vegna koma fram- angreindum kvörtunum á framfæri í þeirri von, að allar slíkar breytingar á brot'tfararstöðum vagn- anna verði framvegis auglýstar vel og rækilega, enda ætti það að vera sjálfsögð þjónusta við við- skiptavinina. — S t e i n n . 4 30. maí 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.