Alþýðublaðið - 09.06.1967, Blaðsíða 15
III!!!
■ ■
lllillli
::í
;íi:Í
i' 'ii-.
.
;:;í:í;x«
ÍÍÍ'ÍSi-HWÍÍÍ
fBftl
I:-,.: :
Illll
»x<vgl:<5
rufíxmt & DOMEshv
n < \r}t
í‘t(: ARE'n'ES
g8g§j$jg
Húsnæðismál
Frh. af. 7. síðu.
Ég bincl miklar vonir við
fjöldaframleiðslu íbúða í Breið
iholti í Reykjavík. Hér er um
að ræða stórkostlegt verkefni,
sem allir þeir aðilar mega vera
stoltir af, er þar koma við sögu.
Þar á ég einkum við Alþýðu-
flokkinn og verkalýðshreyfing-
una. Enginn vafi er á þvi, að sú
samningagerð, sem er grundvöll-
ur fyrir þessari framkvæmd, á
fyrir margra ihluta sakir, eftir
að verða talin einhver merkasta
samningsgerð í sögu verkalýðs-
hreyfingarinnar. En ég vek at-
liygli á, að hér er ekki um upp-
haf og endi að ræða i sömu fram
ikvæmd, heldur aðeins upphaf.
Alþýðuflokkurinn og verkalýðs-
lireyfingin verða að sjá til þess,
að ihaldið verði áfram á sömu
braut á komandi árum. Húsnæð
isvandræðin í landinu eru, þrátt
fyrir allt, meiri en menn grun-
ar og þessar merkilegu fram-
kvæmdir, fjöldaframleiðsla íbúð
anna, leysir úr talsverðri þörf.
Því vildi ég segja að þessi fram
kvæmd á ekki aðeins fullan rétt
á sér heldur var hennar brýn
þörf og hún á framtíð fyrir sér.
Við jafnaðarmenn verðum að
beita okkur fyrir áframhaldi
þessara framkvæmda af öllum
krafti.
— Hvað viltu svo segja í lok-
in?
í lokin vil ég segja það, að
húsnæðismálin eiga að vera og
eru hjartans mál Alþýðuflokks-
ins. Þau eru hin mikilvægustu
félagsmál fyrir almenning í
landinu og því á hann að vinna
að þeim af öllum þeim krqfti,
sem í toonum toýr. Menn hafa
reynsluna fyrir sér hvernig
flokkurinn hefur dugað í þess-
um efnum. Það væri rangt ef
þeir í kosningunum næsta sunnu
dag settu fjöregg sitt í -hendur
þeirra manna, sem reynslan
sýnir að hafa dugað verst. Hið
éina rétta og skynsamlega er
því að sýna þeim flokki traust
í þeim kosningum, sem dugað
hefur bezt í þessum efnum sem
öðrum.
Stúdentsefni
Frh. af 5. síðu.
Á undanfömum áratugum hef
ur Reykjavík margfaldazt að um
máli og íbúatölu. Gamlí miðbær
inn gegnir þó enn veigamiklu
hlutverki sem tengiliður fjar-
lægra borgarhluta og miðpunkt-
ur alls bæjarlífs. Miðbærinn hef
ur því verið sjálfkjörinn vett-
vangur allra meiri háttar hátíða-
halda borgaranna. Sérstaklega á
þetta við um þjóðhátíðardaginn,
17. júní. Miðbærinn hefur þá
skartað sínu fegurstá og ungir
jafnt sem gamlir fjölmennt „nið
ur í bæ“, þar sem ýmislegt hefur
farið fram — til fróðleiks og
skemmtunar. Yngri borgararnir
hafa gjarnan hafið hátíðahöld-
in með skrúðgöngum, sem sam-
einazt ihafa í miðbænum. Hyggst
þjóðhátíðarnefnd ef til vill láta
blessuð börnin þramma nokkra
hringi kringum íþróttaleikvöll-
inn í Laugardal að þessu sinni?
Það eru þó ekki einungis
ræðuhöld og skemmtiatriði, sem
-gefa þesum degi hátíðablæ. —
Sparibúningur miðborgarinnar
kemur fólki í hátíðaskap. Um-
hverfið allt og hið sérstaka and-
rúmsloft þess veldur því, að fólk
kýs hvergi fremur að ganga um,
sýna sig og sjá aðra. Slíkar að-
-stæður eru ekki fyrir hendi í
Laugardal og raunar hvergi ann
ars staðar ihér í borg. Flutningur
hátíðahalda dagsins úr miðborg-
inni hefur því óhjákvæmilega í
för með sér mun lakari þátttöku <
almennin-gs, auk þess, sem menn |
skyldu gera sér það ljóst, að
fjöldi fólks mun -engu að síður
lettir lund!“
Hver stund með Camel
Kveikið í einni Camel og njótið ánægjunnar
af mildu og hreinræktuðu tóbaksbragði.
BEZTA TÓBAKIÐ GEFUR BEZTA REYKINN
Ein mest seida sígarettan í heiminuni.
MADE IN U.S.A.
ráfa um miðbæinn án þess að
þar skapist hátíðablær, sem ríkt
hefur til þessa.
Annar meginþáttur hátíða-
halda þessa dags hefur verið
skemmtun á Arnarhóli að lokn-
um kvöldverði og dans á götum
úti að þeirri skemmtun lokinni.
Þennan hluta hátíðahaldanna
mun nú eiga að leggja niður.
Fer nú að verða fátt um fína
drætti. Virðist mönnum ætlað að
skemmta sér hver í sínu horni,
á veitingastað eða í heimahús-
um. Á sjálfan þjóðhátíðardaginn
sameiginlegum hátíðisdegi þjóð-
arinnar allrar virðist einstakl-
ingshyggjunni gért hæst undir
höfði.
Þótt flutningur fyrri hluta há-
tíðahaldanna inn í Laugardal
verði að teljast vanhugsaður, er
hitt þó sýnu alvarlegra að ráð-
gera algert afnám útiskemmtan»
um kvöldið. Þúsundir manna eru
þannig sviptir kærkominni til-
breytingu og eftirminnilegri
kvöldstund með samborgurum
sínum.
Hverjar eru líklegastar af-
leiðingar þessa frumhlaups? —
Það má ljóst vera, að toorgarbú-
ar gera sér ekki að góðu að láta
kvöldið liða í tilbreylingarleysi.
Hverra kosta er þá völ? Við skul
um líta á málið raunsæum aug-
um. Skemmtistaðir borgarinnar
verða vissulega yfirfuliir, enda
þarf ekki nema vénjulegt laug-
ardagskvöld til þess. Þeir munu
þó aðeins rúma lítinn hluta
þeirra, sem hyggja á önnur af-
rek og meiri en setu í heima-
húsum.
Við verðum að horfast í augu
við þá staðreynd, að þrátt fyr-
ir helgi dagsins, hefur áfengi
alltaf fylgt með í gleðskapnum.
Vegna hinnar almennu þátttöku
í útidansleiknum hefur þó
minna borið á áfengisnotkun en
ætla mætti. Ölvaðir menn og
unglingar hafa horfið í fjöld-
ann.
Afnám dansleiksins býður
hættunni heim. — Mikill hluti
þeirra, er vísað verður frá
skemmtistöðunum , einkum þó
unglingar, mun safnast saman
aðgerðarlausir. Slíkt aðgerðar-
leysi hlýtur að hafa í för með
sér aukna neyzlu áfengis og ó-
spektir. Er þess skemmst að
minnast, er svo bar til í vetur
sem leið, að nokkur samkomu-
hús borgarinnar voru lokuð á
laugardagskvöldi. „Miðbærinn
logaði í óeirðum", svo við höfð
séu orð eins dagblaðanna. —
Drykkjuskapur og óeirðir í enn
ríkari mæli munu lán efa setja
svip sinn á þjóðhátíðina að þessu
sinni, okkur öllum til vansæmd-
ar, verði ekki horfið frá ákvörð-
uninni um afnám útidansleiks-
ins að ikvöldi 17. júní.
Af þessari ástæðu og öðrum,
sem að framan greinir, skorum
við á yður, hr. borgarstjóri, að
beita áhrifavaldi yðar til þess
að ákvörðunum þjóðhátíðar-
nefndar verði breytt. Hátíða-
höld þjóöhátíöardagsins hafa
verið ríkur og ómissandi þátt-
ur í lífi borgarbúa. Helgi þessa
dags viljum við ekki gíata. Við
teljum stefnt af leið.
9. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ |,5