Alþýðublaðið - 16.06.1967, Blaðsíða 2
Hátíððhöld
í Kópavogi
17. ]úní hátí'ðarhöldin í Kópavogi
liefjast með skrúðgöngu frá
Félagsheimilinu kl. 1.30. Lúðra-
sveit Kópavogs leikur fyrir göng-
unni. Gengið verður í Hlíðargarð,
en þar hefjast Ih'átíðahöldin kl.
1.50 með ávarpi frú Ragnheiðar
Tryggvadóttur. Ræðu flytur Jón
Gauti Jónsson, nýstúdent. Með
hlutverk fjallkonunnar fer Gyða
Thorsteinson. Samkór Kópavogs
syhgur. Einnig syngur kvartett,
þá skemmta Guðrún Guðmunds-
dóttir og Ingibjörg Þorbergs, Ket-
ill Larsen og Davíð Oddsson. Sýnd
ur verður steppdans og Leikfélag
Kópavogs sér um nýjan skemmti-
þátt. Kynnir verður Guðni Jóhs-
son.
Kl. 4.00 hefst knattspyrnukeppni
á íþróttaveliinum í Smárahvammi
og unglingadansleikur verður við
Félagsheimilið frá kl. 4 - 6.30.
Kl. 8.00 um kvöldið verða svo
dansleikir í Félagsheimilinu fyrir
16 áfa og eldri og í Æskulýðsheim
ilinu fyrir 13 - 16 ára unglinga.
Veitingar verða í Félagsheimil
inu allan daginn fyrir þá sem þess
óska. Formaður þjóðhátíðarnefnd-
ar Kópavogs er Sigurður Ingi
Hilaríusson.
Frá siitum Menntaskólans í Reykjavík í gær.
239 stúdentar braut-
skráöir frá M.R. í gær
Prestskosning
Prestskosning fór fram í Mos-
fellsprestakalli í Ámesprófastsd.
11. þ. m. Umsækjandi var 1, sr.
Ingólfur Ástmarsson, biskupsrit.
Atkvæði voru talin á skrifstofu
hiskups í gær. Á kjörskrá í presta-
kallinu voru 295, atkv. greiddu
23S. Umsækjandi hlaut 185 atkv.
47 seðlar voru auðir, ógildir 3.
Kosningin var lögmæt.
(Frá skrifstofu biskups).
MENNTASKÓLANUM í Reykja-
vík var slitið við hátíðlega athöfn
í Háskólabíói í gær og útskrifaði
rektor, Einar Magnússon, að þessu
sinni 239 stúdenta. Dúx skólans
varð að þessu sinni nýstúdentinn
Þórarinn Hjaltason og hlaut hann
einkunnina 9,48. í skýrslu rektors
um skólastarfið á s. 1. vetri kom
fram, að némendur hefðu verið
við upphaf skólaársins 987 að
tölu í 42 bekkjardeildum. — Var
þetta 73 nemendum færra en lárið
áður, enda tók nýr menntaskóli,
Menntaskólinn við Hamrahlíð, til
starfa á s. 1. hausti. Alls voru
kennarar 69 talsins við Mennta-
skólann í Reykjavík s. 1. vetur,
35 fastakennarar og 34 stunda-
kennarar.
Undir árspróf eða millibekkja-
próf gengu nú 696 nemendur og
stóðust 616 prófin. Nokkrir flutt-
ust af ýmsum ástæðum próflaust
milli bekkja, og örfáir fengu að
fresta prófum til hausts.
Hæstu einkunnir við árspróf
hlutu eftirtaldir nemendur, allir
með ágætiseinkunn:
Helgi Skúli Kjartansson, 5. S,
VEGAÞJONUSTA F.I.B. HEFSI
UM ÞBSA HELGI
Veg-aþjónusta Félags ísl. bif-
reiðacigenda hefst um næstu
lielgi; og' hefur hún verið skipu-
dentahópur, sem útskrifazt hefur
Verðijr aðstoðarbifreiðum fjölgað
eftir (því sem umferðin eykst, en
að sjáifsögðu nær aðstoðin há-
marki um verzlunarmannahelgina
þegar: um tuttugu bifreiðar verða
vegfarendum til aðstoðar. F. í. B.
hefur nú vegaþjónustubifreiðir
auk þriggja kranabifreða, sen enn
fremur verða félagsmönnum og
öðrum vegfarendum tl aðstoðar og
leiðbeiningar í umferðinni.
Á sunnudaginn fara út á þjóð-
vegna níu vegaþjónustubifreiðir
og verða þær á öllum fjölförn
d'íiíí. ÍHlKf-d
ustu leiðunum á Suð-vesturlandi.
Vegaþjónustan fyrir norðan, aust
an og vestan hefst um leið og
umferð eykst í þessum landsfjórð
ungum. Til þess að geta þjónað
allri landsbyggðinni sem bezt, hef
ur F. 1. B. gert samning við all
mörg bifreiðaverkstæði úti á
landi um að veita félagsmönnum
aðstoð um helgar og verða þessi
verkstæði auglýst sérstaklega
F. 1 B. vill vekja athygli félags
manna sinna og annarra bifreiða
eigenda á því, að þer sem verða
fyrir því óhappi að þurfa að láta
draga bifreiðir sínar, verða að
greða fullt gjald fyrir þá aðstoð
sem kranabifreiðarnar veita, en
hins vegar fá félagsmenn afslátt.
Þeir félagsmenn sem leita aðstoð
ar vegaþjónustubifreiða fá hana
endurgjaldslaust í eina klukku-
stund og ef draga þarf bifreið, er
hún dregin endurgjaldslaust af
vegaþjónustujeppa 30 km. vega-
lengd.
Bezta leiðin til þess að ná sam
bandi við vegaþjónustu F.Í.B. er
að stöðva einhverja af lújium fjöl
mörgu talstöðvabifreiðum sem
fara um þjóðvegina, eða hafa sam
band við Gufunesradio í síma
22384. í samvinnu við Rauða kross
íslands verður starfrækt slysa-
hjálp út á þjóðvegum um um-
Framhald á bls. 14.
9.39; Þorvaldur Gylfason, 3. J,
9,35; Jakob Smári, 3. B, 9,26;
Helga Ógmundsdóttir, 5. Z, 9,17;
Emilia Marteinsdóttir, 4.X, 9,12;
Mjöll Snæsdóttir, 3. A, 9,09.
Má geta þess, að þeir Helgi
Skúli og Þorvaldur eru báðir ári
yngri en bekkjarfélagar þeirra,
enda hafa þeir báðir hlaupið yfir
bekk á námsferlinum.
Stúdentspróf var haldið dagana
25. maí til 12. júní og gengu und-
ir það 242 nemendur, 230 innan
skóla og 12 utanskóla. Þrír munu
ljúka prófi í haust, Þessi 239
manna hópur er því stærsti stú-
dentahópur, sem útskrifast hefur
frá skólanum frá upphafi.
Alls (hlutu átta nýstúdentar á-
gætiseinkunn að þessu sinni: —
Hæstu einkunn á stúdentsprófi
hlaut Þórarinn Hjaltason, 6. T,
ágætiseinkunn 9,48.
Aðrir, sem hlucu ágætiseinkunn
eru: Kolbrún Haraldsdóttir, 6. A,
9,43; Jón Grétar Hálfd'anarson, 6.
R, 9,24; Snorri Kjaran, 6. T, 9,26;
Páll Ammendrup, 6. T, 9,17; Páll
Einarsson 6. S, 9,11; Ólöf Eldjárn,
6. A, 9,06; Laufey Steingrímsdótt-
ir, 6. A, 9,03.
Því næst hófst verðlaunaafhend
ing til ,,remanenta“, þ. e. þeirra
nemenda, sem sitja áfram í skól-
anum. Hlutu átta nemendur verð-
laun fyrir ágætiseinkunn sína,
þrír þriðjubekkingar hlutu verð-
iaun úr íslenzkusjóði fyrir beztu
ritgerðir við árspróf þriðja bekkj
ar. Heigi Skúii Kjartansson hlaut
verðlaun úr Minningar- og verð-
launasjóði dr. phil. Jóns Ofeigs-
sonar fyrir hæstu einkunn viö árs
próf. Bókaverðlaun fyrir iðni, sið
prýði og framfarir hlutu sex nem-
endur úr remanenta-békkjum.
Þrír erlendir nemendur stund-
uðu nám í skólanum í vetur, og
voru þeir á vegum American
Field Service og Æskulýðsráðs
þjóðkirkjunnar. Þau voru Almut
Schutz frá Þýzkal. og Kathleen
Loomis og Tom Roney bæði frá
Bandaríkjunum. Rektor afhenti
þeim öllum bókargjöf til minja
um veruna hér og fyrir vel unnin
störf í þágu skólans. — Tom
afhenti rektor blcmvönd frá þeim
og mælti nokkur orð á góðri ís-
lenzku.
Séra Sigurjón Ástvaldur Gísla-
son, sem á 70 ára stúdentsafmæli,
mælti nokkur orð, og af 'hiálfu
50 ára stúdenta mælti Vilhjálmur
Þ. Gíslason, útvarpsstjóri. Því
næst talaði Viggó Maack, skipa-
verkfræðingur og flutti skólanum
kveðjur og árnaðaróskir síns ár-
gangs, 25 ára stúdenta, og allra
annarra afmælisárganga og af-
henti skólanum frá þeim veglega
fjárhæð. Gat hann þess, að ætl-
unin væri að verja því fé til
bókasafnsins íþöku, sem á 100
lára afmæli á þessu ári.
Nýstúdentar hiutu að venju
mikinn fjölda verðlauna og verð-
ur þeirra helztu getið hér á eftir:
Framhald á 15. síðu.
77. JÚNÍ
RÍKISSTJÓRNIN niælist til þess
eins og að imdanförnu, að 17-
júní verði almennur fridagur um
land allt.
Ríkisstjórnin tekur á móti gest
um í ráðherrabústaðnum, Tjarn-
argötu 32, Þióöhátíðardagtnn 17.
júní kl. 3.30—5.
2 16. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ