Alþýðublaðið - 16.06.1967, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 16.06.1967, Blaðsíða 13
KÖBAmGSSÍDi Háðfuglar í hernum Sprenghlægileg og spennandi ný dönsk gamanmynd í litum. Ebbe Langeberg. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Casanova 70 Heimsfræg og bráðfyndin, ný ítölsk gamanmynd. Marcello Mastroianni — íslenzkur texti — Sýnd kl. 9. BÆNDUR Nú er rétti tíminn til að skrá vélar og tæki sem á að selja. TRAKTORA MÚGAVÉLAR BLÁSARA SLÁTTUVÉLAR ÁMOKSTURSTÆKI Við seljum tækin. Bíla- og Búvélasalan v/Miklatorg, sími 23136. ÖKUMENN! Látið stilla í tíma. Hjólastillingar Mótorstillingar Ljósastillingar Fljót og örugg þjón- usta. J BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 Sími 13-100. \ flT ! bPÁ iuzanne EbeL 1 8 | Ul OG kKA ÁSl hrifin og dáðist að sínum eigin blómum. — Peter er með eitt- hvað handa þér líka. Peter setti koníaksflösku í hönd mér. — Svona á maður að vera, þegar maður fer í lestarferða- lag, sagði Midge. — Sæll, Har- ry. Ekki sá ég þig. Komdu heim með okkur Peter og borðaðu matinn, sem Julie átti að fá’. .. Hún var rétt að byrja á áætlun- um sínum, þegar flautan blés til brottfarar. Hún rétti fram granna hand- leggi og faðmaði mig og liljurn- ar og kyssti mig. — Gáðu að þér, yndið mitt'. Ég mun sakna þín. Ég kem til eyjunnar til að hitta þig. Skemmtu þér vel. Blessuð! Hún Peter og Harry í eftirdragi gengu á brott meðan lestin lagði af stað. Það síðasta sem ég sá’ af brautarpallinum var andlit' Mid- ge hlæjandi og hlaupandi með Peter og Harry á hælunum í vand ræðum með að hafa við henni á ferðinni. ÞRIÐJI KAFLI. Á hótelinu sem Alexander hafði pantað herbergi fyrir mig í Róm sökk maður í teppi upp að ökla og forstofan ihefði sómt sér í dómkirkju. Ég hafði sér- baðherbergi og skeyti lá á borð- inu undirritað „James og Trix.” Liljurnar hennar Midge skildi ég eftir í baðinu. í hvert skipti sem ég sá þær,- brosti ég. Fyrir utan hótelgluggana sá ég óhrein, rauð þök undir himni sem líktist dökkum ópal. Það var krökkt' af fólki á gangstétt- unum og Róm iðaði af lífi. En ég fór að hátta. Næsta morgún fékk ég morg- unmatinn í rúmið og lá og hug- leiddi framtíðina. Manchester, pabbi og Harry voru að hverfa mér sjónum. Fólk hafði oft kall- að mig barnalega. Pabbi hló og sagði: — „Julie, þú ert þó ekki svona bamaleg!“ — Og Harry sagði: „Ertu nú viss um að þetta sé rétt?” Nú velt'i ég því fyrir mér, hvort það væri ekki barnalegt að vera hrifin yfir að ferðast til Napolí. Ég hallaði mér aftur á bak á koddann og naut hita Ítalíu í stað rakans í London og braut heilann um það versta, sem gæti komið fyr- ir mig. Kannski Alexandershjónin gætu ekki þolað mig! Þá rækju þau mig afar kurteislega. Hræði- legt! Ég yrði að fara aftur til Midge. Alexandershjónin væru kölluð skyndilega á brott t'il kvikmyndatöku og væru alls ekki á eyjunni. Og að lokum, ég var einstaklega dugleg við að finna upp hörmungar þennan morgun — yrði ég fárveik. Mid- ge hafði lýst magaveiki fyrir mér með miklum tiibrigðum. —• Hún sagði, að Englendingar væru sérstaklega næmir fyrir henni. Ég kæmi til Englands í einum keng þegar sótthreins- andi töflurnar væru búnar. Ekkert virtist byggjast á stað reyndum. James Alexander virt- ist bæði frægur og út undir sig, hann hefði aldrei pantað hótel eða sent mér peninga, ef ég fengi ekki vinnuna. Og hvers vegna ætti ég að fá í magann? Ef Midge gat lifað á Ítalíu gat ég það. Ég kom til Napólí um miðjan dag og þar sem báturinn til eyj- unnar fór ekki fyrr en um kvöld- ið notaði ég tímann til að sjá mig um. Borgin, hvít úr marm- ara glitraði eins og demantur. Mig yerkjaði í augun af birt- unni. Reiður betlari klæddur í nunnubúning elti mig um borg- ina og niður að sjónum taut- andi ógnanir og bænir til skipt- is. Þegar ég gaf henni peninga var hún fljót að hverfa. Til að losna við fleiri betlara, en um þá var nóg við höfnina — fór ég um borð í bátinn löngu áð- ur en hann átti að fara. Ég settist á þilfarið og horfði á dimmblátt hafið, fjarlægar hæð- irnar og vatnið undir bátnum iðandi af fiskum. Hópur af ít- ölskum konum settist við hlið mér talandi og hlæjandi. Nokkr- ir Ameríkanar í þunnum dýr- um og hvítum fötum komu og settust við borðstokkinn, stukku svo á fætur og tóku myndir í á'kafa. Ég horfði á þá meðan þeir tóku myndir af landgöngu- brúm og björgunarbátum. Brátt sigldi báturinn út' á haf- ið. Ameríkanarnir fóru af við Kaprí. Það var klukkutíma ferð til ísóla. Ég sat og horfði á Kap- rí hverfa í mistrið eins og hæð í ballet, leyndardómsfull og dimm. Himinn og haf blönduð- ust saman og það var orðið svalt. Það var næstum dimmt þegar við lögðumst við akkeri í lít- illi höfn. Ég tók upp töskurnar mínar og elti aðra ferðamenn út úr bátnum. Nú þegar ég var kom- in var ég taugaóstyrk. Ég skim- aði umhverfis mig eftir einum af þessum stóru mílum, er allir álíta að ríkir menn eigi og að herðabreiðum öxlum James. — Hvorugt sást. Samferðamenn mínir fóru að strætisvagni, en fáeinir gengu að leigubílum. All- ir hinir fóru inn á veitingahús sem lá við rætur hæðarinnar. Báturinn flautaði og hreyfð- ist út á hafið. Ég stóð þarna með visnar liljur Midge í hendinni og task- an mín varð æ þyngri, Ég var veik á taugum. Hvað átti ég a'ð gera næst? Svo heyrði ég hófa- tak og fyrir hornið kom opinn hestvagn með konu sem ekil. Hún veifaði með svipunni, nam staðar og stökk niður af vagnin- um. — Ég komst ekki fyrr að sækja þig! Frúin býður þig vel- komna! — Komdu sæl, ég heiti Julie. — Og ég Luciana. Við tókumst' í hendur og hún sagði: — Við verðum að flýta okkur. Ég settist við hlið hennar í ekilsætið. Stúlkan stökk upp og snerti hestinn með svipunni og vagninn ók af stað. Hún var grönn og minni en ég með ávalt andlit, lítið og beint nef — svo beint, pð engu AUKIN ÞÆGINDI - AUKIN HÍBÝLAPRÝÐI Sími 11687 21240 nwoodChof Enginn önnur hrærivél býður upp á jafn- mikið úrval ýmissa hjálpartækja, sem létta störf húsmóðurinnar. En auk þess er Ken- wood Chef þægileg og auðveld í notkun og prýði hvers eldhúss. KENWOOD CHEF fylgir: Skál, þeytari, hnoðari, hrærari, sleikjari og myndaskreytt uppskrifta- og leiðbein- ingabók. — Verð kr. 5.900.OO. Viðgerða- og varahlutaþjónusta. augavegi 170-172 16. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ JLZ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.