Alþýðublaðið - 16.06.1967, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.06.1967, Blaðsíða 4
tnmto) Eltstjórl: Benedikt Gröndal. Símar 14900—14903. — Auglýsingasíml: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúslff við Hveríísgöto, Rvik, — Prentsmiðjá Alþýðublaðsins. Slml 14905. — Áskriftargjald kr. 105.00. — t lausa- sölu kr. 7.00 elntakið. — Útgefandh AlþýSuflokkurlnn. Kaupmannahöfn 800 ára MARGUR ÍSLENDINGUR hugsar með hlýhug til Kaupmannahafnar á 800 ára afmæli þess fagra og á- gæ.ta staðar. Borgin við sundið er víðfræg fyrir feg- urð og skemmtilegan borgarbrag, en fyrir íslendinga hefur hún sérstaka þýðingu. Kaupmannahöfn var í margar aldir höfuðborg íslendinga, og það í marg- földum skilningi. Þangað sóttu íslendingar menntun sína og frama, og má segja, að Kaupmannahöfn hafi verið — og sé ef til vill enn — það hlið, sem flestir íslfendingar fara um á leið sinni út í hinn stóra heim. Íslendingar hafa átt mikil örlög og mikla sögu í Kaupmannahöfn, og taka því þátt í afmæli borgarinn ar ';með sérstökum áhuga. Enda þótt hið liðna sam- band komi aldrei aftur, munu íslendingar án efa halda áfram nánum tengsium við hina dönsku höfuð borg og leita þangað til gagns og gleði eins og áður fy4r. Háskóli íslands HÁSKÓLI ÍSLANDS hefur á þessu ári brautskráð 102 nemendur, og er það meiri fjöldi kandidata en nokkru sinni fyrr. Má búast við, að þessi tala fari hækkandi, enda er þjóðinni mxikil og vaxandi þörf fyrir sérmenntað fólk. í ræðu við þetta tækifæri gat rektor Háskólans, Ár- mann Snævarr, þess að margs væri ánægjulegs að minnast frá liðnum vetri í skólanum. Hefði Raun- vísindastofnun Háskólans formlega tekið til starfa, og byrjað hefði verið á byggingu handritahúss, sem kall- að verður Árnagarður. Rektor sagði, að nú mundi þurf.a að lialdast óslitin byggingastarfsemi, ef fullnægja ætti vaxandi þörfum stofnunarinnar. Starfar raunar nefnd, sem gera á til- lögur um þróun skólans á næstu áratugum, en brýn nai’ðsyn verður ekki aðeins að auka byggingar, held- ur og að auka kennslu og fylgjast vel með þróun þeirra mála með öðrum þjóðum. Það vakti nokkra athygli, er rektor upplýsti, að ein- ungis 9,9'/,' kvenstúdenta lyki háskólaprófi, og er sú tala byggð á athugun á árabilinu 1950-58. Hefðu kon ur þó verig rúmlega þriðjungur allra stúdenta á þessu tímabili. Munu þær án efa hafa valið þann kost að gerart húsmæður og hætt námi til að ganga í hjóna- bafcd. Við það er að sjálfsögðu ekkert að athuga, en þójmá ætla, að í framtíðinni muni kvenþjóðin í rík- ari mæli r.ota sér möguleika til að ljúka námi og taka að'sér störf, er framhaldsmenntunar krefjast. ^Etlun Háskólans er að láta kanna, hvaða orsakir valda þeirn vanhöldum, sem verið hafa í námi, ekki aðeins kvenrva heldur og karla. Er nauðsynlegt að vita sem bezt skil á því máli, er ákvarðanir verða teknar úm framtíð æðstu menntastofnunar þjóðarinnar. 4 16. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Allar stærðir hóp' ferðabifreiða ávallt ti! reiðu. HÚPFERÐAAFGREIÐSLA S. 22300 Mföstöð allra hópferöa. Edinborgarhátíðin LISTAHÁTÍÐIN mikla í Edin- borg í ár hefst sunnudaginn 20. 'ágúst og stendur til 9. septem- ber. Að vanda verður mikið um dýrðir í höfuðstað Skotlands þær þrjár vikur, sem hátíðin stendur yfir, og úr nógu að velja fyrir þá, sem áhuga hafa á hvers kyns listum og enn einu sinni er ástæða til að toenda íslending- um á þægilegar samgöngur við Edinborg og nálægð staðarins við ísland. Höfuðáherzla verður lögð á verk Bachs og Stravin- skys á hljómlistarsviðinu. Af hljómsveitum, sem fram koma á hátíðinni í ár, má nefna sinfóníuhljómsveitina í Cleve- land undir stjórn George Szell, en með henni koma fram sem einleikarar fiðluleikarinn Leo- nid Kogan og píanóleikarinn Clifford Curzon, fílharmóníu- hljómsveitin í Berlín undir stjórn Herberts von Karajan, en hún flytur m.a. Magnificat Bachs þriðjudaginn 5. septem- ber og er franski toarítóninn Gérard Souzay meðal einsöng- vara, en skozki hátíðarkórinn syngur. Þá má nefna þrjár brezk ar toljómsveitir: Sinfóníu'hljóm- sveitina í London, BBC skozku sinfóníuhljómsveitina og Scott- ish National Orchestra, og ekki má sleppa hollenzku karamer- isveitinni undir stjórn Carlo Mar ia Giulini og fiðluleikarans Szy- mon Goldberg. Sú toljómsveit flytur Messu Bachs í b-moll laugardaginn 28. ágúst ásamt nýja Philharmóníukórnum og einsöngvurum, og aftur daginn eftir. Þá flytur sveitin alla Brandenborgarkonsertana og svo kantötu Bachs nr. 192 með Harvard Glee Club og Radcliffe Framhald á bls. 10. á krossgötum ★ KOSNINGASJÓNVARP Húsmóðir á Langholtsveginum hefur sent okkur svohljóðandi bréf. Ég vil gjarnan biðja ykkur að koma fyrir mig á framfæri við sjónvarp- ið sérstökum þökkum fyrir hve fljótt það sýndi frá brúðkaupi Margrétar prinsessu og Henris greifa. Það er auðséð að sjónvarpsmenn eru snarir í snún ingum, en margir kollegar þeirra við önnur fjöl- miðlunartæki. Ég segi fyrir mig, að ég hafði reglu- lega gaman af því að sjá allt brúðkaupið í sjón- varpinu og veit ég að svo var um fleiri. Hafi sjón- varpið beztu þökk fyrir þetta. Og fyrst ég er byrjuð að skrifa um sjónvarpið, finnst mér sjálfsagt að hrósa sjónvarpinu fyrir kosningasjónvarpið. Ég hef aldrei enzt til að hlusta á útvarpið fram eftir nóttum eftir kosningar, ég hef aldrei nennt því, eða haldið það út. í sjónvarp- inu var þetta allt svo lifandi og skemmtilegt, að ég held að kosningasjónvarp hljóti að verða fastur liður hér eftir á íslandi. Ég horfði á allt efni ís- lenzka sjónvarpsins um kosningarnar og hefði ekki viljað missa af því fyrir nokkurn mun,“ ★ VEL AF SÉR VIKIÐ Það er alveg rétt, sem húsmóðir á Lang- holtsveginum segir, að kosningasjónvarpið hlýtur hér eftir að vera fastur liður í dagskrá' sjónvarps- ins um kosningar. Öll dagskrá og frammistaða sjónvarpsins var með miklum ágætum og er óhætt að fuilyrða, að margir voru fróðari um kosningar almennt, eftir en áður. Greinilegt er að sjónvarpsmenn hafa lagt mikla vinnu í að gera þett'a efni, sem bezt úr garði og er raunar alveg furðulegt hvað hið fámenna starfs- lið íslenzka sjónvarpsins hefur afrekað, þegar það er haft í huga að samkvæmt fregnum eins dag- blaðs vinna til dæmis hjá sænska sjónvarpinu 40 manns við það eitt að gera fræðslumyndir um um- ferðarmál, eða svipaður fjöldi og allt starfslið ís- lenzka sjónvarpsins. Það má auðvitað ýmislegt að öllu finna, en yfir leitt held ég að óhætt sé að fullyrða, að á kosn- inganótt og mánudagskvöld hafi nær allsstaðar verið horft á sjónvarp meðan sent var úl', enda voru úrslit og atkvæðatölur oft birt fyrr í sjón- varpinu en útvarpinu, hvað svo sem kann að valda, því nú er þetta ein og sama stofnunin. Karl jmwmm

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.