Alþýðublaðið - 16.06.1967, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 16.06.1967, Blaðsíða 8
hjólbeinótt og horu'ð, en augun eru falleg og andlitið svipbrigðaríkt. Fyrir nokkrum árum hefði enginn kvikmyndastjóri viljað við henni líta — í dag er hún hin mikla stjarna. Julie Christie er eins konar táknmynd ungu kynslóðar- innar í Bretlandi í dag. Hún er tuttugu og sex ára gömul, vann Oscar-verðlaunin fyrir Darling (sem enn er verið að sýna í Hafn- arfirði) og getur nú valið úr glæsiboðunum úr öllum áttum. En þótt hún sé or'ðin fræg og dáð leikkona hefur það ekki breytt lífi hennar. Hún býr með ungum list- málara að nafni Don Bessant, jafnaldra sinum, og hún liefur ótrú á hjónabandi. Hún gengur í stuttum mini-pilsum með hárið niður í augu, þolir ekki skart- gripi og samkvæmisklæðnað, — hlustar á bítlaplötur í tómstund- um sínum og lítur aldrei í bók. Ef hún er falleg, þá er það fegurðar- hugsjón ungu kynslóðarinnar — hún er ekki kvenleg, heldur mitt' á milli að líta út eins og ungur piltur og ung stúlka. Hún kærir sig kollótta um siði og venjur og brýtur allar um- gengnisreglur sem ekki eru að hennar skapi, en samt er hún feimin. Julie er óörugg í fram- komu, nagar á sér neglurnar eins og krakki og verður að nota gervineglur í kvikmyndum, talar lít.ið og á erfitt með að tjá sig. En þegar hún fer að leika gleymir hún öllum hömlum og lifir sig gersamlega inn í hvert atriði. Hún er brautskráð með heiðri og sóma úr RADA (Royal Academy of Dramatic Art) í London og kann sitt fag. Og það er eitthvað við hana sem verður áhorfendunum mihnisstætt. ,,Hvernig er að vera orðin stjarna?” er hún spurð. Og hún nagar neglurnar meðan hún hugsar sig um, hnyklar brýnnar, minnir á feimna skóla- teipu á gelgjuskeiði. „Stjarna? Það veit ég elcki — það er gam- an að fá að vinna með fyrsta flokks listamönnum, leika í góð- um myndum. Ef ég væri óþekkt myndi ég verða að berjast áfram — ég hef gert það, svo að ég veit hvernig það er. Velgengnin er að sumu leyti góð, en að sumu leyti slæm. Æ, ég veit ekki — ég meina, t. d. að hafa nóga pen- inga er gott .... eða hvað? .. ég meina, það er ekki slæmt. En peningarnir hafa samt ekki breytt neinu f.vrir mig — ekki undir niðri. Ég hugsa yfirleitt ekki mikið um peninga. Ég er eyðslu- söm, en ég veit eklcert í hvað peningarnir fara — föt, húsgögn, alls konar dót', ekkert þýðingar- mikið. — Jú, ég keypti mér ein- býlishús — áður var ég í smá- íbúð. En lífið hefur samt ekki breytzt mikið.” ,,Og hvernig er þá' að vera Ingrid Bergman númer tvö eða Greta Garbo, eins og sumir hafa sagt?” „Nei, nei, ég er ekkert lík Ing- rid Bergman og því síður Gretu Garbo . . ég á ekkert sameigin- legt með þeim, þetta er einhver vitleysa. Auðvitað vildi ég gjarn- an vera eins og Greta Garbo — ég dáist ákaflega mikið að henni, en ég gæti aldrei orðið henni lik. Það sem ég hef .. ef ég hef eitt- hvað . . ég veit ekki, kannski hef ég eitthvað við mig á tjaldinu sem fólki líkar. Eða það finnur hvað ég er að reyna að gera .. eða .. æ, ég veit ekki ..” „Þér urðuð skyndilega fræg — er það ekki að ýmsu leyti erf- itt?” „Það gerðist eiginlega án þess að ég tæki eftir því. Eina sem breyttist var, að nú hef ég miklu minni tíma en áður, og ég er allt í einu talin svo dýrmæt ... þér vitið. .. Stundum finn ég til kvíða — allir búast við svo miklu af mér — en að öðru leyti hef ég ekki orðið vör við það . . ég — ja, kannski .. nei, það kom ekki beint flatt upp á' mig. Það er bara eitthvað sem gerðist, og lífið heldur áfram. Ég hef verið afskaplega heppin, það veit ég, en . . ja, ég bara vinn mitl verk eins vel og ég get. Ef ég hugsa, að ég sé orðin stjarna og svoleið- is allt, þá .. ja, mig langar bara að skellihlæja . . og þó, en ég . . ja, ég hugsa bara um næstu mynd sem ég þarf að leika í. . . ” Hún ypptir öxlum í sífellu, tal- ar í hálfum setningum, hættir oft í miðju kafi eins og hún finni ekki orðin sem hún vill segja, ypptir þá enn öxlum og segir: „Ég veit ekki ..” eða „Ja, kannski” .. eða „Og þó .. ”. Hún á erfitt með að tala í samhengi og út- skýra hvað hún á við, ef til vill veit hún það ekki sjálf. Inn á milli hlær hún, en það er eng- inn hlátur, heldur aðeins tauga- óstyrkur. Hún grettir sig oft, bít- ur á vörina, hrukkar ennið, fitjar upp á nefið — og svo nagar hún neglurnar upp í kviku. „Stundum verð ég svo eirðar- laus og taugaspennt — mér finnst ég ekki hafa tíma til neins fyrir sjálfa mig lengur. Ég hef á til- finningunni, að ég sé að kafna. . . Mér finnst óþægilegt að láta tala um mig, horfa á' mig, skrifa um mig, segja um mig alls kyns sög- ur. .. Ég get ekki lesið grein- arnar sem um mig eru skrifaðar, mér líður illa. .. Það er ekki, að þær séu ósannar eða svoleiðis, en það er svo óþægilegt að sjá .. ég meina, ég vil ekki láta lýsa mér, skoða mig í smásjá. .. Það er eins og að vera tilraunadýr. . . Og ég er spurð og spurð allra mögulegra spurninga, og ég veit ekkert hvað ég á að segja, og svo stendur í blö'ðunum: ,Julie segir ..’ og það eru ekki mínar skoð- anir, heldur bara eitthvað sem ég sagði í flýt'i, af því að ég varð að svara einhverju. ..” Hún fitlar við hárið á sér, vef- ur upp hvern lokkinn af öðrum, ýfir toppinn, andlitið er magurt og þreytulegt, hún verður fljótt hrukkótt með öllum þessum grett- um, aðeins augun Ijóma, og þeg- ar hún brosir er hún allt í einu falleg. „Það er mikil breyting þegar allir eru farnir að þekkja mann í sjón . . óþægilegt. Mér finnst eins og allir glápi á mig. Oft er það alls ekki rétt, en ég hef það samt á tilfinningunni. Og ég er svo klaufsk . . .. ég get alls ekki slappað af og verið eðlileg. .. Það er sérstaklega vont í Ameriku .. mér finnst ég eins og sýningargripur — eins og ófreskja, tvíhöfða kálfur . . fólkið talar um mann, þó að maður sé rétt hjá .. alveg eins og ég sé ekki leng- ur manneskja .. orðin að steini eða . . æ, ég veit ekki. . . ” „En það er sagt um yður, að þér hafið alltaf fengið vilja yð- ar framgengt ..?” „Já, ég er frekja, og .. nei, samt . . það er svo erfit't .. ég reyni að gera eins og mér virðist rétt, en ..” „Hafa vinir yðar breytzt í yð- ar garð síðan þér urðuð fræg?” „Nei, eiginlega ekki .. ég meina, jú, stundum — þeir sem ég hef ekki hitt lengi, og svo þegar þeir sjá mig aftur, ja, þá eru þeir búnir að lesa svo mikið um mig í blöðunum, að þeir halda orðið, að ég sé allt öðru- vísi en ég er — þeir fá skrítnar hugmyndir, halda að ég sé — ja, hvað á' ég að segja? — ekki lengur normal .. ekki manneskju- leg eða svoleiðis. .. ” „Eruð þér hamingjusöm?” Hún fitlar við beltið sitt og sleikir varirnar, tungan nemur staðar í öðru munnvikinu með- an hún hugsar sig um. „Já, auð- vitað .. ég meina, ég er óskap- lega glöð . . starfið er dásamlegt og allt fólkið sem ég vinn með. . . Þá er maður hamingjusamur. Ég meina, maður getur gert sig hamingjusaman eða að minnsta kosti . . það er hægt að varna því að vera óhamingjusamur .. maður læzt vera glaður, og svo verður maður það. .. Nei, augna- blik, má ég hugsa mig betur um. .. Jú, ég var hamingjusamari áð- ur, held ég — ég hafði ekki á'- hyggjur af neinu þá .. nú finnst mér ég vera svo særanleg, eitt- hvað svo .. ég meina, það er eins og að standa nakin frammi fyrir almenningi.á vissan hátt .. það er óeðlilegt, hryllilegt. ..” „Það er sagt, að þér séuð upp- reisnargjörn og fylgið engum siðareglum ..?” „Ég? Nei, ég er ekkert uppreisn argjörn, ég meina .. ég geri bara eins og allir hinír. Þ.e.a.s. af minni kynslóð. Gamla fólkið kallar það alltaf uppreisnargirni, ef unga fólkið Iiefur sínar eigin skoðan- ir. .. Ég geri aldrei uppreisn gegn neinu, ég læt hlutina eiga sig eins og þeir eru .. ég meina — sumt fer ægilega í taugarnar á mér, en ég geri ekkert við því, ég er ekki þannig manneskja, að ég þori að berjast. . . Mínar siða- reglur eru einfaldar: að ræna ekki og svíkja ekki. .. En hver hefur sínar siðareglur . . stund- um er það bara vani eða hefð. .. Hefðin breytist eða hverfur, en það sem hefur gildi, verður eftir .. ég trúi á það sem hefur gildi. .. Ég hef ekki á’huga á pólitík. .. Ég er hvorki langt til hægri né langt til vinstri. En það er líka alveg sarna í Bretlandi .. ég held, að ég hugsi mest um sjálfa mig — ég er óskaplega eigingjörn, sjálfselsk ..” „Samt eruð þér ekki örugg?” „Nei, og núna er ég óöruggari en áður .. og þó. Ég veit það elcki. Mér líður illa innan um margt fólk. En mér líður vel inn- an um vini mína, fáa og góða vini. ..” Frægð og ve 8 16. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.