Alþýðublaðið - 15.07.1967, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.07.1967, Blaðsíða 3
Vilja meiri fram- lög til flugvalla Aðalfundxir Vestanflugs h.f. var haldinn á ísafirði 1. jiílí sl. Fram- kvæmdastjóri félagsins Birgir Valdimarsson, flutti skýrslu um starfsemi og hag félagsins, þ.e.s. fyrir tíniabilið jan. s.l. til 1. maí s.l. Vestanflug var stofnað 19. nó- vember 1966. Hlutverk fél. er að annast sjúkra- og farþegaflug- Nauðsyn slíkrar þjónustu er mjög brýn á Vestfjörðum, og veldur þar mestu einangrun margra byggð- arlaga, Ófullnægjandi heilbrigðis- þjónusta á ýmsum stöðum, og slrjálar samgöngur innan fjórð- ungsins, aðallega að vetrinum. Að Vestfirðingum sé ljós nauð syn þess að slíkri þjónustu sé hald ið uppi. sézt bezt á þeirri staðreynd HarÖur árekstur á Reykjanesbraut Kl. 8.55 í gæi’morgun varð harð ur árekstur milli tveggja fólks- bifreiða á Reykjanesbraut nálægt Stx-aumi. Saabbifreið var á leið til Reykjavíkur, er bifreið af Merce- des Benzgerð kom á móti og var ekið í veg fyrir Qiann, er öku- maður Benzbílsins var á leið nið- ur í Sti-aumsvík. Báðir bílarnir skemmdust mikið, en meiðsli urðu ekki á fólki. Þarna hefur áður orðið harður árekstur og mildi að ekki varð stórslys. Er því ástæða til að hvetja ö'kumenn til að gæta varúðar á þessum slóðum. að öll sveitarfélög á Vestfjörðum gerðust hluthafar og stofnaðilar í Vesturflugi h.f., auk fjölmargra einstaklinga. Starfsemi félagsins það sem af er þessu ári, hefur gengið vel og ótvírætt sannað mikilvægi þess, að þetta örj’ggis, og samgöngu- tæki starfi á Vestfjörðum. Frá s.l. áramótum til maíloka hefir flugvél félagsins, sem er af Piper Apaclie gerð og búin lxinum fullkomnustu öryggis- og stjórn- tækjum, flutt 739 farþega og faxúð 13 sjúkraflug, auk sérstakra ferða með lækna milli bygðai’laga, og leitarflugs. Alls hefur flugvélin á þessu tímabili lent 168 sinnum á ísafjarð arflugvelli, 44 lendingar í Reykja vík, 37 á Þingeyri, 31 í Reykjanesi 29 á Patreksfirði, 24 á Núpi, 18 á Hólmavík, 13 í Holti í Önundar- firði, 10 í Króksfjai’ðarnesi, 7 á' Arngerðareyri, -þar að auki nokk- ur skipti á átta öðrum flugvöll- um víðsvegar um landið. Nokkuð skortir enn á, að þessi mikilsverða þjónusta nái til allra bygðarlaga á Vestfjörðum, þar sem enn vantar flugvelli á nokkrum stöðum , t,d, Súgandafirði, Tálkna firði, og nokkrir flugvellir, sem fyrir hendi eru, eru ófullnægjandi þar sem flugbrautin er innan við 400 lengdarmetra, en þeir vellir eru ekki viðurkendir af flugmála stjórn. Aðalfundurinn samþykkti á- kveðna áskorun til flugmálastjórn ar að vinna ötulega að því, að stór Flugvél Vestanflugs h.f. á ísafjarðarflugvelli. Guðbjörn Charlcsson, flugmaður stendur hjá vélinni. (Ljósm.; Gunnl. Ó. Guðmundsson). . . Flugvél frá East African Airways í gærmorgun lenti á Reykjavíkur- flugvelli tveggja lxreyfla skrúfu- þota merkt flugfélaginu East Afri I can Airways. Alþýðublaðið náði | tali af flugstjóra vélarinnar síð- degis í gær, og spurði hann um ferðir þeirra hingað til íslands. Flugstjórinn heitir L.R. Davidson og er hann jafnframt reksturs- stjóri East African Airways. Við veittum því athygli að á nafn- spjaldi hans stóðu stafirnir DFG, 17 ára piltur leitar á börn sem táknar, að hann hafi hlotið eitt æðsta heiðursmerki brezka flugliersins, svo hér var enginn viðvaningur á ferð. Davidson sagði okkur, að félag hans væri búið að kaupa flugvél- ina, sem heitir Twin Otter, af De Havilland flugvélaverksmiðjun- um í Kanada og væru þeir að flytja hana til Nairobí. Komu þeir hingað frá Toronto um Goose Bay, en héðan fljúga þeir til Lond ón og síðan liggur leiðin til Róm- ar, Aþenu og Karthúm, en hafn- að í Nairobí eins og fyrr segir. East African er sameiginlegt flugfélag þriggja Austur-Afríku- ríkja, Kenía, Uganda og Tanza- níu. Nýja vélin á að leysa af hólmi vélar af gerðinni Dc3, sem við þekkjum vel, því Flugfélag ís Framhald bls. 14. \ Rekstursstjóri East African J (i Airways, L. R. Davidson, i (1 flugstjóri, fyrir framan nýju # flugvélina, sem haxm sótti f Ji til Toronto í Kanada. Vél- ? Íin er hvítmáluð með mynd f af fljúgandi ljóni á hliðun- f um, en á stéli hennar eru \ fánar Tanzaníu, Kenía og i Uganda, en flugfélagið er J sameign þessara landa. f ÁFENGISSALAN EYKSI ENN BLAÐINU hafa borizt tölur frá Áfengisvarnarráði um áfengissölu árið 1967, eftir heimildum Áfeng is- og tóbaksverzlunar ríkisins. — Fyrstu sex mánuði þessa árs var salan kr. 247.498.697,00 en var sömu mánuði 1966 kr. 219.222.- 998,00. Söluaukningin er þvi 13%. Á tímailinu 1. apríl til 30. júní 1967, var salan sem hér segir; Heildarsala: Selt í og frá ; — Reykjavík kr. 99.841.703,00 Framhald á 14. síðu. Brennuvarg- ur gripinn Rannsóknarlögreglan liafði í gærmorgun uppi á manni, sem í fyi-radag leitaði á tvær telpur í Kleppsholti Málsatvik eru þau, að "um há- degisbilið í fyrradag komu tvö börn, drengur og stúlka, þriggja og fjögurra ára gömul grátandi I heim til sín, og sagði stúlkan, að þau heíðu lxitt .mann, sem bauð þeim peninga, ef þau vildu koma með sér niður fyrir bakkana neð- an við Kleppsvéginn. Er þangað kemur gerist maðurinn nærgöng- ull við telpuna án þess þó að hann vinni henni mein. Um 11 leytið í gær barst lögreglunni svo önnur kæra um að sjö ára telpa 'hefði oi’ðið fyrir áreitni neðar við sömu götu. Gat hún lýst manninr um svo, að athyglin beindist þá að ákveðnum manni. Leiddi lýs- ingin til handtöku hans og játaði hann afbrot sitt. Um er að ræða 17 ára ungling, sem ekki gengur heill til skógar. Lögrcglan handtók í fyrrinótt brennuvarg, sem- gert hafði til raun til að kveikja í tveim húsum í Austurbænum. Síðla nætur í fyrrinótt var lögreglunni tilkynnt, að sæist til manns sem væi’i að reyna að kveikja í húsunum við Smiðjustíg nr. 11 og lla, sem eru sambyggð steinliús. Er lögreglan kom á staðinn, var maðurinn á bak og burt, en fólk vaknaöi í nærliggjandi húsum og hafði því tekizt að slökkva eld í tveim bál köstum úr kassafjölum og spýtum- sem brennuvargurinn hafði hlað- ið við tvennar dyr húsanna. Voru þá sviðnar hurðir og eldtungur höfðu teygt sig upp í glugga á annarri hæð. Má því að líkum ráða, hvernig orðið hefði um út- göngu íbúanna, ef eldurinn hefði breiðzt út, og náð í eldfim efni í vinnustofunni. Þess má geta að einangrun brann í sundur á raf- magnsþræði í dyrabjöllu og vakn aði einn íbúanna, við aö bjallan hringdi af þeim sökum. Lögreglumennirnir hófu nú leit að brennuvargnum og óku í bif- Framhald á 14. síðu. 15. júlí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3..

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.