Alþýðublaðið - 15.07.1967, Blaðsíða 5
SENDIBRÉF
TIL SÉRA JÓNS
|s 15. júlí.
JMENNIRNIR hafa veröldina furðulega á valdi sínu.
Gamlar fjarlægðir eru að kalla úr sögunni, Nú
ferðumst við á klukkustundum vegalengdir, sem
fyrrum tóku vikur og jafnvel mánuði. Þess vegna
þykja heimsfréttir, að sérvitur Breti sigli einn báti
6ínum úfinn sjó og víðan. Og þjóðirnar eru svo
líálægar hver annarri, að fólk sér og heyrir atburði
j[ fjörrum álfum.
Sjónvarpið veldur í þessum efnum nýjum alda'*
hvörfum á íslandi. Hér var á dögunum fylgzt með
Btyrjöldinni fyrir botni Miðjarðarhafsins af athygli
Og eftirvæntingu. íslendingar tóku afstöðu til henn-
ar í miðri kosningabaráttu. Hjá því varð ekki kom-
Izt. Hún heyrðist og sást á þúsundum íslenzkra
heimila.
Skrýtið kefli
■ Alþjóðastjórnmál eru skrýtið kefli. Ísraelsríki er
til fyrirmyndar um sósialskt' skipulag. Arabalöndin
einkennast af fátækt og arðráni, kúgun og harð-
Stjórn. ísraelsmenn hafa gert land og þjóðfélag að
Bameign. Höfðingjar Arabalanda sópa til sín óhófs-
valdi á olíusölu, en alþýða þar sætir þrælakjörum.
Samt voru kommúnistar svo óskiptir í fylgi við
Araba, að ekki gætti einu sinni skoðanamunar með
Eússum og Kínverjum. Bandaríkjamenn veittu hins
Vegar Ísraelsríki að málum og voru í þvl efni drjúg-
«m ákveðnari og stórtækari en Harold Wilson og
George Brown á Bretlandi. Slíkir og þvílíkir eru
Btundum duttlungar örlaganna.
Deilur ísraelsmanna og Araba eru margþættur
háski. Þar ægir víst saman ímyndun og raunveru-
Jeika. Miðjarðarhafsbotn er púðurtunna, og á þess-
Um slóðum logar bál trúaröfga, sem kastar mörgum
Og stórum neistum. íkveikjuhættan er því ærin.
Ægilegt er hlutskipti friðsamra og heiðarlegra borg-
sra milli steins og sleggju á bökkum Jórdan. Þeir
ieiga ekki sjö dagana sæla.
I
Stórveldin og smáþjóðirnar
Styrjöld Araba og ísraelsmanna gerði þjóða-
handalagið nýja að átakanlegu viðundri. Það er
inálfundafélag, en skortir framkvæmdavald. Stofn-
anir þess eru frábærar, og ræðuhöldin munu á-
heyrileg og minnisstæð, en allsherjarsamtök reyn-
Bst þetta ekki nema í orði kveðnu fyrr en fram-
kvæmdavald kemur til. Stórveldin þurfa þess ekki
Cg eru því andvíg, en allt öðru máli gegnir um smá-
þjóðirnar. Þær hljóta að æskja framkvæmdavalds
til að setja niður deilur og skakka leik vopnavið-
■kipta. Friðinn verður að vopna, ef hann á að
haldast.
Friðarvon mannkynsins nú á dögum er liáð því,
Bð samkomulag ríki með stórveldunum. Hún er
ésköp veik. Friðarvilji smáþjóðanna er miklu rík-
»ri. Þess vegna ber nauðsyn til, að áhrifa þeirra
gæti mjög í starfi og stefnu nýja þjóðabandalags-
Ins á hverjum tíma. Skiptir þá mestu, að það komi
■ér upp framkvæmdavaldi, her eða lögreglu til að
Verja og vernda friðinn í lieiminum.
t
, *
Trúaratriffi
íslendingar gefa alþjóðamálum mun meiri gaum
ien áður var. Afleiðing þess er hins vegar sú, að
Við látum iðulega stjórnast af öfgakenndum áróðri,
«em veldur múgæsingum með fjölmennum þjóðum.
Við skiptumst í flokka með og móti deiluaðilum án
þess að vita forsendur og tildrög. Glöggt dæmi
þessa er styrjöldin í Vietnam. Sumir íslendingar
hneykslast á hernaði Bandarikjamanna austur þar.
Aðrir telja kommúnistana grimma djöfla. Fáum
dettur hins vegar í hug, að málstaður beggja kunni
«ð vera hæpinn. Afstaða okkar verður eins konar
trúaratriði fremur en rökræn skoðun.
Valdhafarnir í Hanoi eru síður en svo englar að
mínum dómi. Þó fæ ég ekki dulið andúð mína á
utanríkisstefnu þeirra, sem ráða og drottna í
Washington, goldwaterismi Johnsons forseta er ó-
hugnanlegt fyrirbæri. Samt legg ég engan veginn
að líku stjórnarfar lýðræðisríkjanna svokölluðu og
kommúnistalandanna. Sú staðreynd er næsta at-
hyglisverð, að djarfir og róttækir Bandaríkjamenn
gagnrýna stefnu valdhafa sinna af víðsýni og frjáls-
lyndi. Slíkt þekkist ckki austan járntjaldsins. Það
gerir ærinn mun.
I
Gula hættan
í æsku minni var mikið rætt og ritað um gulu
hættuna. Nú er hún aftur komin til sögunnar.
Vetnissprengjan í höndum Kínverja ógnar gervöll-
um heimi. Hún á kannski eftir að valda örlaga-
ríkum hörmungum.
Þetta er að miklu leyti sök lýðræðisríkjanna.
Afstaða þeirra til Kína hlýtur að teljast misráð-
in. Mestri furðu gegnir, að Kínverjum skuli neit'-
að um þátttöku í málfundafélaginu, sem heitir
Sameinuðu þjóðirnar. Það kemur því aðeins að
notum, að því sé ætlað hlutverk raunverulegra
alþjóðasamtaka. Lýðræðisríkjunum ætti ekki að
vera samfélagið við Kínverja ógeðfelldara en ýmsa
aðra með flekkaðar nendur. Það er ekki tilviljun,
að flestir jafnaðarmenn mæla með aðild Kínverja
og telja hana skárri kost en einangrun eða útskúf-
un. Sú afstaða er skynsamlegt mat á erfiðu vanda-
máli.
Kommúnistahættan var geigvænleg, þegar síð-
ari heimsstyrjöldinni lauk. Nú virðist hún sýnu
minni, ef kínverski há'skinn er undan skilinn, en
hann mun Rússum eigi síður áhyggjuefni en lýð-
ræðisríkjunum. Hvað veldur breytingunni í fari
kommúnistaríkjanna? Aðalatriðið er kannski þátt-
takan í Sameinuðu þjóðunum. Er þá ekki ráðlegt
að hlutast til um sömu þróun gagnvart Kínverj-
um? Varla er þeim síður þörf að mannast á heims-
ins hátt en Rússum, Júgóslöfum, Albönum, Pólverj-
um og Tékkum, svo að eitthvað sé talið.
Æskan og stjðrnmálin
Marga hendir og að meta íslenzk stjórnmál eins
og trúarbrögð væru. Samherji er alvitur og góður,
en andstæðingur heimskur og illgjarn. Þessara öfga
gætir enn, þó að orðbragð í opinberum umræðum
hafi batnað. Þetta er bágt, þar eð íslenzk æska
á ekki-margra kosta völ í l'ræðsluskyni um stjórn-
mál og þjóðarbúskap. Skólarnir sinna lítt slíkri
mcnntun, og stjórnmálaflokkarnir rækja skyldu
hennar skammarlega. Þess vegna er ungt fólk á
íslandi frábitið stjórnmálum, þó að það rekist sæmi-
lega að kjörborðinu eins og foreldrarnir. Úr þessu
verður að bæta. íslendingar hljóta að nema stjórn-
mál eins og hver önnur fræði. Skoðunum og trúar-
brögðum á alls ekki að rugla saman í frjálsu lýð-
ræðisríki nútímans. -
Afleiðing þessa er sú, að stjórnmálaflokkarnir
kalka. Athyglisvert er, livað seint miðar að yngja
upp Alþingi íslendinga. Gamlir menn sitja þar
fastir við stóla. Hvers vegna? Af því að unga fólkið
ber sig ekki eftir þeim rétti að leysa þá af hólmi.
Mér verða minnisstæðar kappræður stjórnmála-
foringjanna í sjónvarpinu fyrir kosningarnar í
fyrra mánuði. Þeir deildu um fortíðina og nútíðina,
en viku naumast orði að framtíðinni. Þetta eru
dapurleg ellimörk. Og þó er vfst unga fólkið nú á
dögum efnilegra og menntaðra en þessir ágætu
menn voru í æsku sinni. Er þá áhorfsmál að láta
það reyna sig?
Mér er ömurleg tilhugsun, að alþingi verði líkt og
þjóðkirkjan i kostum sinum og göllum. En nú mun
þér finnast mál til komið, að ég Ijúki spjallinu
þessu sinni.
Helgi Sseinundsson.
TEFLT UM
BRETLAND
ÞAÐ ætlar að ganga erfiðlega
fyrir Breta að fá upptöku í
Efnahagsbandalag Evrópu. De
Gaulle virðist ekki á því að
sleppa þeim inn. Þegar Dan-
mörk og Bretland sendu um-
sóknir sínar í maí, bjuggust fæst
ir við að nokkuð yrði' aðhafzt í
málinu fj'rr en sumarleyfi væri
lokið í lok ágúst. En ráðherra-
nefnd Efnahagsbandalagsins hef
ur þegar tekið umsókn Breta
til umræðu.
í hvert sinn, sem Frakkar
ræða þetta málí koma þeir með
ný rök, sem styðja þeirra skoð-
un. De Gaulle hefur nefnt marg
ar, gildar ástæður á blaða-
mannafundum, en nú hefur ut-
anríkisráðherrann, Couve de
Murville komið með eina rök-
semd til viðbótar, sem engum
hefur hugkvæmzt fyrr. Hann seg
ir, að ef Bretar fái aðild að
bandalaginu, skelli nýtt, kalt
stríð á í Evrópu. Því að þá
myndu ríki Austur-Evrópu bind-
ast enn traustari böndum til
þess að rnæta sameinaðri Vestur-
Evrópu-blokk.
Ýmis frönsk blöð vilja halda
því frarn, að Couve de Murville
hafi raunverulega sett stólinn
fyrir dyrnar og Bretar fái
Frakka aldrei til að samþykkja,
að þeir fái aðild að bandalag-
inu. Ýmsir stjórnmálasyfræðing-
ar eru einnig þessarar skoðunar.
Aðrir eru á því, að ekki sé
rétt að leggja of mikið upp úr
byrjunarleikjunum. Taflið er að
hefjast, segja þeir.
En almennt er álitið í Frakk
landi, að franska stjórnin muni
gera allt, sem í hennar valdi
stendur til þess að koma í veg
fyrir, að Bretar fái aðild. —
án þess þó að ganga svo langt
að beita neitunarvaldi, — en
það gæti leitt af sér slík vand-
ræði innan bandalagsins, að það
klofnaði. Enn sem komið er,
reyna Frakkar aðeins að komast
að því, hve einlæglega hin
bandalagslöndin fimm styðji
Breta.
Stjórnin í París mun fyrst
um sinn reyna að draga á lang
inn svo lengi sem auðið er, að
formlegar viðræður um aðild
hefjist, því að það hefur einnig
. í för með sér frestun á úrslita-
kostum Næsta lota fer fram í
september, þegar framkvæmda-
nefnd Efnahagsbándalagsins send
ir ráðherranefndinni umsókn
sína, — en svo er það ráðherra-
nefndarinnar að ákveða, hvort
samningsviðræður skuli hefjast.
Róðherranefndin kemur saman
dagana 2. og 3. október.
Skyldi. Bretum nokkurn tíma
takast að komast í bandalagið?
Jean Ray, forseti Efnahagsbanda
lagsins héfur trú á því.
Hann sagði í viðtali við Briiss-
elblaðið Le Soir, að hann hefði
þá skoðun, að sú hreyfing, sem
Svo er bara eftir að komast upp
á nefið á honum!
drífi Breta í átt til meginlands-
ins og sem drífi þjóðir megin-
landsins til þess að ganga i
bandalög, sé óviðráðanleg og or-
sakist af nauðsyn, sem ekki verðir
framhjá komizt.
Þegar Ray var að því spurður,
hvað yrði, ef Bretar fengju nei-
kvætt svar við annarri umsókn
sinni, sagði hann, að það yröi
hörmulegt, — en bætti því við,
að hörmulegir hlutir væni allt-
af að gerast í heiminum, og ef
hamingjan væri ekki hliðholl í
annað skipti, þá væri bara að'
reyna í þriðja sinn. — Allt er
þá þrennt er!
GJAFABRÉF
PRÍ BUNDLAUOAR3JÓDI
skAlatúnshbimilidind
BETTA BRÉF ER KVITTUN, EN PÓ MIKIU
FREMUR VIDURKENNINC FYRIR STUDN-
INC VID COTT MÁLEFNI.
tirtiAYlt, r. n.
t.k UmdlevfnJAH UU HiiIiIiMMb
909.___________
SERVÍETTU-
PRENTUN
SÍMI 32-101.
AUGLÝSIÐ
í Alþýðublaðinu
ALÞÝÐUBLAÐIÐ «
15. júlí 1967