Alþýðublaðið - 15.07.1967, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 15.07.1967, Blaðsíða 7
■' - ■ • _ ’ __ •• • * U J ■ Hcldur var dauft í þeim hljóð ið á Vesturvigtinni þegar ég heimsótti þá á fimmtudaginn. Helst' töluðu þeir um mjög góð- an afla hjá þeim sem rauðmaga og grásleppu stunda! Aðeins einn bátur er nú á trolli, Blakk- ur og landaði hann einu sinni í vikunni um 9 tonnum. Af snur- voðabátum hafði Valur mestan afla í einum róðri, eða 14 tonn, og næsl var Ásbjörg með. um 9 tonn. Hrönn ÍS sem er á hrefnuveiðum landaði einu sinni í vikunni 3,7 tonnum. Það er sjaldgæf sjón að sjá' síldarbáta landa hér á þessum tima en töluvert hefur verið um þaö undanfarið og í dag t.d. er verið að landa úr Húna II, en hann kom alveg sneisafullur og gat ekki hirt allt sem hann fékk i kastinu. Húni mun bera um 1700 tunnur. Af þeim sem landað hafa í Reykjavík hafa þeir mest, Þor- steinn með 457 tonn og Húni II. með um 242 tonn. Öll fer síld þessi í bræðslu, hún er smá en mjög feit. Nú eru komnar síld- arskýrslur úr öllum áttum og segir í þeim að Dagfari Húsavik sé hæstur, en ef farið er út í svokallaðan tonnaríg þá' held ég að Þorsteinn RE sé hæstur sam- anlagt með um 1900 tonn ári þess að, unnt sé að bera það á nokkurn hátt saman að sækja aflann 5 — 600 mílur út í haf eða hér rétt til Vestmannaeyja. Mér persónulega finnst að þessar skýrslur ættu að vera saman því að það er tvenns konar verð fyr- ir austan, eitt fyrir þá síld, sem fer í skip, og annað fyrir það sem skipin sigla með í land. Þeir sem ég hef haft samband við og stunda síldveiðar hér fyrir Suð- urlandi, segja mér að torfurnar séu litlar og þurfi að kasta æði oft til að fá sæmilegan farm. Fiskifræðingar segja, að þcssar veiðar séu mjög „óskynsamleg- ar“, en er ekki nær að segja hreint út sagt’, að það sé fásinna hjá þjóð, sem lifir nær eingöngu á sjávarafurðum, að hreinsa það litla, sem eftir er af síld hér sunnanlands, og það meðan ekki er hægt að hagnýta hana í neitt sem verðmæti er hægt að kalla? Vegna þess, sem ég sagði um síldarskýrsurnar áðan, átti ég við að þeir sem ná því að landa í flutningaskip þurfa ekki að sigla langt til að fá losað, því flutningaskipin eru við veiðisvæðin, og þeir sem á undanförnum árum, þ.e. síðan flutningaskipin komu til sög- unnar, hafa verið hæstu skipip á vertíðunum hafa einmitt verið skip, sem mestu hafa landað í flutningaskipin. Þorkell Máni var að enda við að landa um 240 tonnum hér í Reykjavík og í dag er Neptúnus að landa um 170 tonnum. Næst- ur til löndunar er Ingólfur Arn arson á mánudag og var hann í dag, 13/7, kominn með 220 tonn svo ekki er ólíklegt að hann komi inn enn einu sinni með fullfermi. Þormóður Goði fór, að því ég hef heyrt, til V- Grænlands. Júpiter seldi í Eng landi 270 tonn fyrir £ 15.540, 'én feiýthvað' yar útvarpið áð" tala um, að treglega héfði gengið að selj.a þorskinn/Hingað tií hef > ur 15.000 punda 'sála þótt góð. Þá -seldi' Kaplsefni 12/7 í Grims- by 187 lestjr iyrir £13.134, sém er mun betri • sala miðað 'við magn. . , Þó. það koml þessúm>:þ?ettiAít- ið við get ég 'ekki á mér sétið að minnast örlítið á frétt sem birtist á forsíðú málgagns komm, únista hér í Éæ þánn 12. 7..' Er þar rætt um.fund, sem halda á • á Egilsstöðum á mprgún, sunnu- - dag, og segir málgagnið, áð at- vinnurekendur, þ.e. eigendur ■ söltunarstöðva og síldar- bræðslna, hafi boðið þeim Egg- ert Þorsteinssyni, Gylfa Þ. Gíslasyni og Jóhannesi Nordal á fund þennan . Þetta eru vondu mennirnir í forystuliði þjóðar- innar, að áliti málgagnsins, og eru þeir þremenningarnir víst staðráðnir að ieggja Austfirði nú í eyði. Umræðuefni fundarins mun eiga að vera við hvílíkt svínarí þessi fyrirtæki búi gagnvart lánsfé, og krefjast eigendur fyr- irtækjanna leiðréttingu mála sinna. Hvar er allur gróði verk- smiðjanna frá undanförnum át- um og síldarplanánna? Sá ekki einu sinni velferðarríkið Norð- fjörður fram á, að gott gæti verið að eiga eitthvað í hand- raðanum ef eitthvað blési á móti? .Þarna er kominn sami andi og er allsráðandi í öllum atvinnuvegum okkar. Ef fyrir- tækið græðir, þá stækkum við hjá okkur og fáum jafnvel rík- isábyrgð fyrir lánum, ef gróð- inn dugir ekki. En ef við töp- um, þá veitum við þessu bara yfir á ríkið, og auðvitað er það bara Mutafélagið sem tapar, svo við höldum eftir villunum okkar og bílunum. ''Ríkið er í augum allt of margra bara .hít, sem alltaf- á að verá hægt/að ausa úh'.'-Á/fam mcð. hið. jrjídsa :-framtak ■ ein- staklingsins - og , jrjálsa i. sam- kcppni einstaklingd;-..Engin':'rík- isajskipti. jyrr en ,\við j crum kovtnir á haushm;:. þá f má iíkið horga. Ætli það veitti áf , meiri fríkis- afskiptum? ;vV **■ . ■ . n.. '•■-■. Pétar Áxel Jónsson. SMURSTðOIN Sastónt 4 — Simi l«-2-2T BRlhm er smurðát' fljélt «jf yf&. 8Mjamalhu* iégntÉt ð'SMirtKlt' Sjésékn og afli á Vestfjörðum Sumarvertíðin hófst almennt var heildaraflinn í mánuðinunx í byrjun júnímánaffar, og stund- uffu 145 bátar róffra í mánuðin um. Eru þaff heldur fleiri bátar, en á sama tíma í fyrra. Flestir bátarnir voru eingöngu meff hand/æri effa 126 bátar, 13 stunduffu dragnótaveiffar, 1 bát- ur var meff botnvörpu og 5 bát- ar reru meff línu. Gæftir máttu heita góffar all- an mánuffinn og afli var yfirleitt nokkuff góffur hjá handfærabát- unum, en dragnótabátunum gekk heldur erfiðlega. Voru nokkrir þeirra aff eihhverju leyti á handfærum meff. Heildaraflinn í mánuðinum var nú 2.042 lestir, en var 2.476 lestir á sama tíma í fyrra. Er þaff affallega afli dragnótabát- anna, sem hefur minnkaff frá ár inu áffur. Aflinn á einstökum verstöffvum. Patreksfjörffur: Tveir Patreks- fjarðarbátar stunduðu veiðar með línu við Grænland. Þorri fór tvær veiðiferðir og landaði 123 lestum, og Þrymur fór eina veiðiferð og landaði 48 lestum. Fjórir bátar voru byrjaðir, en afli var tregur. Voru þeir því að einhverju leyti á handfæraveið- um. Aflahæstur þessara báta var Skúli Hjartarson með 19,5 lestir í 13 róðrum. 12 trillur voru á handfæraveiðum, flestar með 2 menn undir færi. Heildarafli Patreksfjarðarbáta í mánuðinum var 286 lestir. Tálknafjörffur: Þrír bátar stund- uðu dragnótaveiðar og tveir bát ar voru byrjaðir á færum. Var 'heildarafli þeirra í mánuðinum 78 lestir. Aflahæstur var Brim- nes með 26,7 lestir í 6 róðrum með dragnót. Bíldudalur: Þaðan stunduðu 4 bát ar dragnót og færaveiðar, en 3 bátar voru einhliða á færum. Var heildarafli Bíldudalsbáta í mánuðinum 62 lestir. Aflahæstur var Jörundur Bjarnason með 12, 9 lestir í dragnót. Þingeyri: 7 bátar voru gerðir út til handfæraveiða frá Þingeyri, og var heildaraflinn í mánuðin- um 132 lestir. Aflahæstur var Búi með 24,3 lestir. Flateyri: 18 bátar ■ stunduðu handfæraveiðar frá Flateyri, og 232 lestir. Aflahæstir voru Ás- geir Torfason með 61,0 lestir, Þorsteinn 28,6 lestir og Vísir 21,9 lestir. Suffureyri: 16 bátar stunduðu veiðar með handfærum, 1 réri með línu og 1 með dragnót. Aflahæstir færabátanna voru Gyllir.með 40,1 lest, Friðbert Guðmundsson 39,6 lestir og Sif 32,4 lestir. Afli á línuna var sára tregur, enda engin ýsa komin ennþá, og fékk Jón Guðmunds- son, sem var eini báturinn, sern réri með línu, 29,2 lestir í 19 róðrum. Heildax'aflinn var 27ö lestir í mánuði. Bolungavík: 24 bátar stunduðu handfæraveiðar og einn réri með linu. Var heildaraflinn í mánuðinum 317,8 lestir. Afla- hæstir færabátanna voru Hauk- ur með 24,9 lestir, Guðjón 23,9 lestir og Haflína 21,4 lestir, Öi- ver aflaði 16,5 lestir í 20 róðrum á línu. Hnífsdalur: Þrír bátar stunduðu róðra, 1 með dragnót og 2 meo handfæri, og var heildarafli þeirra 62 lestir. Gylfi aflaði 29, 3 lestir í dragnót og Gissur hvíti 17,1 lest á færi. ísafjörffúr: 25 bátar stunduðu handfæraveiðar, 2 réru rneð línu og 1 með dragnót, og varð heild arafli þessara báta 464 lestir. Straumnes var með 76,2 lestir í 20 róðrum og Jódís 11,1 lest i 4 róðrum með línu, en af hand færabátunum voru aflahæstir Svanur með 41,2 lestir, Örn meci 36,5 lestir og Gissur hvíti 33,1 lest. Gunnhildur aflaði 11,5 lest ir í 5 róðrum með dragnót. Súffavík: 2 bátar stunduðu hand- færaveiðar og 1 botnvörpuveið- ar. Trausti aflaði 29,3 lestir og Dröfn 19,6 lestir á ’handfæri, en Svanur 11,4 lestir í botnvörpu. Drangsnes: 4 bátar stunduðu handfæraveiðar og var heildar- afli þeirra í mánuðinum 61 lest.. Aflahæstir voru Pólstjarnan með 23,0 lestir og Guðrún með 22,8 lestir. i Hólmavík: 3 bátar stunduðu handfæraveiðar og öfluðu 11 lestir. Aflahæstur var Sigurfari með 6,8 lestir. 56 sæta Volvo áætluiíarbifreið. Smíðaár 1953. Upplýsingar gefnaryí sima 11588. BIFREIDASTÖÐ STEINDÓRS. Áskriftasími Alþýðublaðsins er 14900 15. júlí 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.