Alþýðublaðið - 15.07.1967, Blaðsíða 4
Rltstjórl: Benedlkt Gröndal. Stmar 14900—14903. — A'uglýstngastml:
14906. — ABsetur: AlþýOuhúsIð vI6 Hverflsgötu, Bvtk. — PrentsmlOJa
Alþýöublaöslns. Stmt 14905. — Áskrlftargjald kr. 105.00. — t lausa*
sölu kr. 7:00 elntakiO. — Útgefandl: Alþýöuflokkurlnn.
Ófriður og olía
OLÍA OG BENZÍN þurfa nú að hækka í verði sök-
um þess, að ófriður varð milli ísrael og Egyptalands,
Og Súezskurðurinn er lokaður. Virðist erfitt að koma
auga á leiðir, sem mundu duga íslendingum til að
i;omast hjá þessari hækkun. Olíuflutningar til lands-
ins eru í höndum erlendra aðila, aðallega Sovétrússa,
sem fylgja hinum alþjóðlegu lögmálum frjálsra við-
skipta.
Sambærilegar hækkanir hafa þegar orðið víðast í
Vestur-Evrópu. Löndin þar eru einhver mesti olíu-
aotandi heims, og kaupa þau mestalla hráolíu sína
frá Austurlöndum nær, 'aðallega við Persaflóa. Olían
hefur verið flutt í stórum tankskipum um Súezflóa,
en þau hafa yfirleitt siglt fram og aftur milli olíu-
landanna og t. d. Rotterdam á 42 dögum. Nú verður
hins vegar að sigla suður fyrir Afríku, og tekur sú
cerð um 65 daga. Þarf því um 50% stærri flota olíu-
skipa til að flytja sama magn á sama tíma. Þessi
skyndilega aukning á eftirspurn eftir skipum hefur
\ aldið stórfelldum hækkunum, en farmgjöld fyrir ol-
íuflutninga hafa ávallt verið viðkvæm og tekið
snöggum breytingum.
Um nokkurt árabil hefur verið smíðað meira af
sörum tankskipum en þörf hefur verið fyrir. Fjölda
þeirra hefur verið lagt og farmgjöldin hafa lækkað
'niður úr þllu valdi. Oft hefur verið tap á rekstri olíu
skipanna, en nú munu eigendur þeirra bæta sér það
vel upp.
Ekki eru taldar horfur á því, að Súezskurður verði
opnaður aftur fyrst um sinn. Talið er, að 14 skipum
hafi verið sökkt í skurðinum, bardagar geysa á bökk-
um hans, og Nasser mun hafa hug á að nota opnun
skurðarins til að hafa áhrif á Vesturveldin. Olíustöðv-
•ar eru þegar búnar a>ð leigja sér skip á uppsprengdu
verði út þetta ár.
Samband íslenzkra samvinnufélaga og Olíufélagið
h.f. mega sjá eftir að þau eru nýbúin að selja H'amra-
feliið úr landi. Rekstur skipsins var raunar erfiður
vegna hinna miklu breytinga á olíufarmgjöldum. Þeg-
ar þau hækkuðu verulega, þótti landsmönnum Hamra
fellið græða úr hófi. Þegar þau lækkuðu og erlend
skip íengust ódýrari en bærilegt var fyrir Hamrafell,
var bað selt úr landi. Eigendur skipsins höfðu ekki
ráð á taprekstri í mörg ár eins og skipaeigendur, sem
nú njóta góðs af stríðinú við Suez, Niarrhos, Onassis,
Liáriwig og hvað þeir allir heita.
Líklegc. væri eina leiðin til að losna við sveiflur í
þessurn málum, ef ákveðið væri að reka íslenzk olíu-
kip á kostnáðanvefði, og við það skyldi miða farm-
gjijld þeirx’a. En mundu menn una slíkum kjörum,
þegar farmgiöldin. erlendis lækkuðu og yrðu árum
sa;nf.n lægíi en hér?
4 15. júlí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Starf kaupfélagsstjéra
við Kaupfélag Austur-Skagfirðinga, Hofsósi, er laust til umsóknar.
Umsóknir, ásamt almennum upplýsingum um aldur, menntun og starfs-
reynslu, sendist Gunnari Grímssyni starfsmannastjóra S.Í.S. eða formanni
félagsins, Kristjáni Jónssyni, Óslandi við Hofsós — fyrir 1. ágúst n.k.
STARFSMANNAHALD S.I.S.
á krossgötum
★ STRÆTISVAGNAFERÐIR
í HEIÐMÖRK.
Undanfarið hafa margir komið að
máli við blaðið og látið í ljós ánægju sína yfir
þvi, að ekki skuli enn hafa verið teknar upp stræt-
isvagnaferðir í Heiðmörk. Hér hefur raunar áður
verið vikið að þessu ófremdarástandi og óskað úr-
bóta. En því hefur ekki verið inn. Er erfitt að
bóta. En því hefur ekki verið sinnt. Er erfitt að
liundsaðar í þessu máli. Ráðamönnum bæjarins
lilýtur þó að vera vel kunnugt um, hver nauðsyn
er á slíkum ferðum. Heiðmörk er aðalútivistar-
svæði Reykvíkinga og einmitt sérlega vel fallin
lil dvalar á góðviðrisdögum. Ekki verður heldur
skákað í því skjólinu, að allir hafi bíl til umi'áða.
Ef svo væri, þyrfti heldur ekki strætisvagna í bæn-
um. Enda er sannleikurinn sá, að mikill fjöldi
bæjai'búa ferðast ekki í eigin farartæki og því
síður hefur fólk efni á að taka stöðvarbíl, ef það
langar til að bregða sér eitthvað út fyrir það
svæði, sem strætisvagnakerfið nær til. Okkur finnst
þess vegna ekki nema skylt og sjálfsagt, að kom-
ið sé til móts við óskir þessa fjölmenna hóps,
eftir því sem unnt er, og strætisvagnaferðir í
Heiðmörk teknar upp yfir sumartímann. Þess
vegna er tilmælum bæjarbúa hér með komið á
framfæri.
★ ÁLFREK OG VATNS-
MENGUN.
Sitthvað hcfur verið gert fyrir
útivistarsvæðið í Iíeiðmörk. Landið hefur verið
friðað og girt, vegir ruddir og borið ofan í þá
og hinum og þessum félögum og samtökum út-
hlutað ákveðnum reitum til ti'járæktar og annai'r-
ar umönnunar. Allt er þetta góðra gjalda vert. En
þó er fleira ógert og sumt af því aðkallandi. Eitl
af því, sem margir kvarta um, er salernisleysið.
Mér vitanlega fyrirfinnst ekki eitt einasta almenn.
ings salerni í allri Heiðmörkinn. Nú er það kunn-
ara en frá þurfi að segja, að gífurlegur fólks*
straumur fer þangað á góðviðrisdögum Og mun
ekki fjarri lagi, að stundum komi þangað um eða
yfir þúsund bílar á dag og mundu Heiðmerkur-
gestir eflaust skipta þúsundum. Margir staðnæm*
ast og dvelja þar stundai'korn, og heimsókn nokk.
ur þúsund vel fóði'aðra bæjarbúa lætur sig auð<
vitað ekki án vitnisburðar á selernislausum stað,
Hitt gera sér kannski ekki allir
ljóst, að Gvendarbrunnavatnið okkar Reykvíkinga
kemur m. a. úr þessu svæði. En Hciðmörk er þann-
ig úr garði gerð frá náttúrunnar hendi, að hver
di-opi, sem kcmur þar úr lofti (og úrkoma í Heið*
mörk er helmingi meiri en í Reykjavík), hrapaf
jafnhai-ðan gegnum liinn óþétta jai'ðveg og skolar
með sér ýmsu, sem hefði mátt kyrrt liggja. Enda
hef ég það fyrir satt, að gei'lagróður i neyzluvatni
Reykvíkinga sé mun meiri þann tíma, sem umferð
um Heiðmörk er mest, heldur en endranær, og er
það raunar ekkert ski'ýtið. Þetta er ekki nema . í
meðallagi ánægjulegt fyrir þá, sem vatnið eiga að
iepja, þó að það sé kannski ekki beinlínis lífs.
hættulegt.
En jafnvel þó að vatnsmengun
væri ekki til að dreifa, þá ætti borgarstjórnin og
sérfræðingar hennar að leggja metnað sinn í að
koma í veg fyrir, að fólk þurfi að ganga þarna
álfreka út um allt, svo sem Þói'snesingar gerðu
hjá sér fyrir þúsund árum. Það má ekki minna
vera en liöíuðborgai'búar standi þeim jafnfætis
i þessuin efnum anno 1967. — Steinn.