Alþýðublaðið - 15.07.1967, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 15.07.1967, Blaðsíða 8
ÞA£) hefur verið reiknað út, að á einni viku árið 1965 hafi verið eytt jafnmiklum tíma í vísinda- rannsóknir og var eytt í þær alla 18. öldina — einmitt á þeirri öld, sem margar helztu uppfinn- ingar mannkynsins vom gerðar. Þetta gefur nokkra hugmynd um, hversu mikið er unnið á sviði vísindanna í dag — eða ekki í dag, heldur er réttara að segja í gær. Á þeim tveimur ár- um, sem liðin eru síðan 1965 hefur fjöldi ungs fólks lokið próf- um í vísindum við háskólana og nú snúið sér að því að leysa hin- ar miklu ráðgátur, ríkisstjórnir hafa ákveðið enn umfangsmeiri vísindarannsóknir og enn fleiri aðferðir eru notaðar í þágu vis- indanna. í þessari grein verður rætt um lyfin — ný læknislyf, lyf, sem lækna og lina sjúkdómsþjáningar og einnig ný bóluefni, sem vernda mennina gegn miklum þjáning- um. Og hvað verður á þessu sviði, ef þróunin heldur áfram á sama hátt og hingað til. Vísindamenn geta oft sagt með nokkru öryggi, að það vandamál, sem þeir eru að glíma við leysist með tíman- um, eftir nokkur ár verði lausn- in fundin. Uppfinningar í lyfja- fræði eru sjaldan gerðar skyndi- iega, heldur verða þær til eftir þrotlausa vinnu fjölmargra vís- indamanna, sem starfa á rann- sóknastofnun víða um heim. Þeir vinna saman, skiptast á reynslu og Iæra hver af öðrum. Einn vinn- ur með línurit og blýant, annar með tilraunaglas og smásjá, sá þriðji með geislavirka ísótópa o. s. frv. Allir hafa þeir sameigin- legt markmið — að leysa gátur lyfjafræðinnar. ★ A-PILLAN. Helzta vandamál mannkynsins í dag er offjölgunin. Jörðin rúmar fljótlega ekki alla íbúana, ef ekki er eitthvað gert til að stemma stigu við offjölguninni. Jörðin getur ekki veitt öllum íbúum sín- um næga fæðu þegar í dag. Og ef ekki finnast leiðir til að bæta úr fæðuskortinum er aðeins til einn möguleiki til að leysa vanda- málið: takmörkun barneigna. Vísindamenn um allan heim vinna að því að finna bezta lyfið til þess. í þróunarlöndunum hef- ur ekki orðið góð reynsla af þeim getnaðarvörnum, sem þar hafa verið reyndar. Það sem vísinda- menn reyna nú að finna eru pill- ur, sem taka á í hæsta lagi einu sinni í mánuði eða allra helzt einu sinni á ári — og sem varna frjóvgun. Þegar hafa undirstöðutilraunir yerið gerðar — og nú er reynt að finna, hvað er einfaldast í notk- un, áhrifamikið, en jafnframt ó- dýrt. í Svíþjóð hefur lyfjafyrirtækið Ferrosan gert A-pilIu, sem á að taka einu sinni í mánuði. Pillan hindrar ekki að sáðfrumur manns ins nái egginu í eggjastokknum, en hefur áhrif á slímhimnuna í móðurlífinu þannig, að eggið fær ekki næringu. Um leið losnar það af sjálfu sér og konan tekur ekkí eftir neinu óvenjulegu. Hún veit ekki hvort' eggið hefir frjóvgazt v '' .. mm. '• mm i. WÉk m __________lH Hll i ro"í- Tvl/,.' te/'Æ mteteW ■/'■■ 'te,- ■■■■ mwwmm fe eða ekki. Ef það kemur í ljós, að pillur þessar eru óskaðlegar fyr- ir konuna, og einnig ef hægt er að framleiða mikið af þeim ó- dýrt, þá hefur stórt skref verið stigið gegn óífjölgunárvandamál- inu. En það. eru til aðrar slíkar pill- ur, sem byggðar eru upp á öðr- um grundvelíi — t. d. er hindrað með hormónum, að eggið losni úr eggjastokknum og þannig , er frjóvgun ómöguleg. Þannig er. P- pillan, en hún hefur þann ókóst, að taka verður hana á hverjúm degi. Eitt enn er vert að nefna, ';en það er möguleikinn á að bólu- setja konur gegn því að verða barnshafandi. Amerískur vísirida- maður hefur valið sér það verk- efni að finna út, hvers vegna vændiskonur verða tiltölulega sjaldan barnshafandi. Hann seg- ist hafa fundið út, að líkur séu til að þær myndi nokkurs konar mótefni gegn sæðisfrumum karl- mannsins. I ★ MINNISPILLAN. Og vísindamenn viúfia að ýmsum gerðum áf pillum. Meðal anriars hafa þeir fundið það efni í heila- sellunum, sem álitið ■ ér geyma minnið. Efnið kaliast RNÁ og hægt ér að búa það til. Rannsókn- ir á dýrum hafa sýnt að hægt er að auka hæfileikann til lær- dóms með þvLað gefa RNA. — Amerískur vísindamaður hefur þegar gefið fólki efnið. Það eru sjúklingar, sem þjást af minnis- leysi, sem ekki er vegna elli. Prófssorinn heitir Ewen Cameron og þó að tilraunir hans virðist hafa gefið góða raun, eru þó um þær blandnar meiningar meðal annarra vísindamanna. Skylt R- NA er annað efni, sem heitir D- NA. Erfðir mannsins eru bundn- ar þessu molekúli. Uppgötvun þessa mólekúls gefur marga möguleika. í Bandaríkjunum hafa verið athugaðir möguleikar á því að þróa egg utan móðurinnar og hægt hefur yerið að þróa þau á það stig að þau gátu frjóvgazt. Frjóvgun hefur þó ekki átt sér stað enn, en möguleikarnir virð- ast'. vera fyrir hendi. Ef það tekst verður ef til vill hægt að mynda mannsfóstur með sérstök- um eiginleikum, sem eru undir því komnir, hvernig áhrifum D- NA-mólekúlið verður fyrir. Þetta er þó enn aðeins möguleiki. En slíkar rannsóknir virðast hafa sitt gildi, því að á þennan bátt má ef til vill komast fyrir ýmsa erfðasjúkdóma. ★ INSULINPILLAN. . Síðustu ár hafa orðið miklar framfarir í rannsóknum á sykur- sýki. í fyrra skýrðu Kínverjar frá því, að þeim hefði tekizt að fram- leiða insulin úr efnasamböndum. Líf sykursjúklinga er algjörlega komið undir því, að þeir fái in- súlín. Áður var það tekið úr bris- S 15. júlí 1967 ~ ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.