Alþýðublaðið - 15.07.1967, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 15.07.1967, Blaðsíða 15
Trammæl Frh ui .pnu. síðar; „Kommúnistum getum við aldrei treyst“. Á ófriðarárunum var Tranmæl landflótta í Svíþjóð. Eftir styr- jöidina tók hann aftur upp rit- stjórastöðu sína í Oslo. Völd lians voru nú eklti eins mikil og fyrr, en þó hafði hann mikil áhrif á lausn þýðingarmikilla mála, svo sem þátttöku Norðmanna í Atlants hafsbandalaginu. Tranmæl var sífellt á verði fyrir hnignun eða afturför í verkalýðshreyfingunni. Þegar lion- um var haldið samsæti á áttræðis afmælinu, sagði hann meðal ann- ars þetta: „Einu megum við gæta okkar á, að verða „opinberir.” Það er hæt'tuleg þróun, leiðir til skriffinnsku og lömunar baráttu- kraftsins. Við höfum komizt hjá því, og það ber okkur einnig að gera í framtíðinni.” Þessi ummæli voru aðvörun til norska Verkamannaflokksins, sem missti völdin sex árum síðar. En danska blaðið Aktuelt segir: — „Þessi ummæli gætu eins verið aðvörun til jafnaðarmanna í öðr- um löndum.” Ávísanir Frh. af 10. síðu. áskilja framvísun nafnskírteina við móttöku tékka frá ókunnum aðilum. Vonar Samvinnunefnd banka og sparisjóða að hin breytta fram kvæmd mæti skilningi viðskipta- manna banka og sparisjóða. Hópferðir á vegum L&L MALLORKA 21. juli og 18. ágúst NORÐURLÖND 20. júní og 23. júlt FÆREYJAR Ólafsvakan, siglt með Kronprins Frederik 24. júll RÚMENÍA 4. júlí og 12. september MIÐ EVRÓPUFERÐIR 4. júli, 25. júli og 16. ágúst RÍNARLÖND 21. júli, 8. ágúst og 6. sept SPÁNN 30, ágúst og 6. september HEIMSSÝNINGIN 17. ágúst og 28. september SUÐUR UM HÖFIN 27 daga sigling með vestur- þýzka skemmtiferðaskipinu Regina Maris. Ferðin hefst 23. september Ákveðið ferð yðar snemma. Skipuleggjum einstaklingsferðir, jafnt sem hópferðir. Leitið frekari upplýsinga í skrifstofu okkar. Opið i hádeginu. M LÖi\ID & LEIÐIR Aöalsiræti 8,simi 24313 Ósigraðir n'-' f <1 síðu. glæsilegt mark. Liðin sóttu nú á víxl, áttu Eyjámenn nokkur all- góð tækifærj en Haukum tókst aldrei að vinna á vörn ÍBV. Þegar langt. var liðið á hálfleikinn bæt- ir ÍBV svo öðru marki við. Auka- spyrna er dæmd á Hauka rétt fyr ir utan teig, gefið er inn að mark inu og v. úth. Haraldur Júlíusson skallar í netið, óverjandi. Síðari hálfleikur var líkur þeim fyrri. ÍBV átti mörg tæki- færi sem ekki tókst að nýta. Haukar sóttu einnig en gekk illa með vörn Eyjamanna. Þó kom að því að Haukar skora. Var dæmd réttilega vítaspyrna á ÍBV og skorað örugglega. Ekki liðu marg ar mín. þar til dómarinn stillti 'boltanum aftur á vítapunktinn en að þessu sinni lá vítateig Hauka, einnig skorað af öryggi og staðan orðin 3-1 ÍBV í vil. Haukar eiga svo siðasta orðið og skora eftir mistök í Eyjavörninni. Sigur. ÍBV verður að teljast í alla staði verðskuldaður því Eyjamenn sköpuðu sér tækifæri til að skora ein 6 mörk en fengu aðeins 50 % útkomu. Að öðru leyti var leikurinn nokkuð jafn og eins og áður segir skemmtilegur. Dómari var Óli Ólsen og dæmdi mjög vel þó svo að cnginn sé full kominn eins og einhvers staðar stendur skrifað. IVIeistaramót Framhald af 11. síðu. Ólafur Guðmundsson KR 23,4 800 m. hlaup. Þorsteinn Þorsteinss. KR 1:54,4 Halldór Guðbjörnsson KR 1:58,5 Þórarinn Arnórsson ÍR 2:01,4 400 m. grindahlaup. Halldór Guðbjörnsson KR 56,0 Þórarinn Arnórsson ÍR 57,2 Sigurður Lárusson Á 59,5 Langstökk. Jón Þ. Ólafsson ÍR 6,76 Ólafur Guðmundsson KR 6,72 Páll EirPksson KR 6,21 100 m. hlaup kvenna. Bergþóra Jónsdóttir ÍR 13,9 Anna Jóhannsdóttir ÍR 13,9 Hástökk kvenna. Fríða Proppé ÍR 1,40 Bergþóra Jónsdóttir ÍR 1,35 Ingunn Vilhjálmsdóttir ÍR 1,35 Eftir fyrri dag keppninnar stendur stigakeppni félaganna sem hér segir: KR hefur hlotið 160,5 stig, ÍR hefur 150,5 stig og Ármann 15 stig. 'rá forsetaembætti í fréttum frá Peking í dag er ennfremur sagt, að átök séu nú í aðsigi í Suð-vestur Kína á milli fylgismanna og andstæðinga Mao e-tung. í blaðagreinum er frá því sagt, að þau öfl, sem snúizt hafi gegn Mao séu ekki öll sigruð enn, en fólk er hvatt til að taka af einurðu þátt í menningarbylting- unni og berjast gegn hverjum þeim, sem standa gegn henni. Frímerki Frh. af 2. síðu. íslenzka póst- og símamála- stjórnin hefur sýnt Félagi frí- merkjasafnara þann heiður og vel- vilja í tilefni afmælisins að lána hluta úr þessu stórmerka safni til sýningar, en í safninu eru dýr- mætustu og sjaldséðustu íslenzk frímerki, sem til eru. Þarna má sjá fyrstu íslenzku frímerkin, sem út voru gefin hér á landi árið 1873, en það eru hin svonefndu skildingafrímerki. Eru þau í dag í hæstu verðflokkum ís- lenzkra frímerkja og mjög vand- fengin. Einnig eru í safninu um- slög með þessum sjaldséðu frí- merkjum. Auk þess er þar margt' annarra frímerkja, sem margur frímerkjasafnarinn hefur sjaldan eða aldrei augum litið. í samandi við þessa merku sýningu verður þar einnig sögð saga Félags frímerkjasafnara á þessu tíu ára tímabili, sem fé- lagið hefur starfað. Verður þar brugðið upp mynd af starfsemi félagsins og ýmsu því, sem að frí- merkjasöfnun lýtur, en hún er sú tómstundaiðja, sem ungir og gamlir stunda mest um heim all- an. Sýningarnefnd, sem tók til starfa á sl. vetri, hefur nú þegar unnið margvisleg störf til þess að sýning þessi megi takast sem bezt. og hefur meðal annars leitað til ættingja fyrrvrandi eiganda safns- ins með beiðni um ýmsar upplýs- ingar varðandi sögu þess, sem áð- ur var ekki vitað um. Þá hefur sýningarnefndin fengið Jón Að- alstein Jónsson, cand. mag. til að undirbúa útgáfu vandaðrar sýn- ingarskrár, þar sem sögð verður saga Hans Hals ásamt margs kon- ar fróðleik um hið merka safn og á hvaða hátt tókst' að ná þess- um frímerkjum saman í heilsteypt safn. Á sýningunni verður starfrækt pósthús og söludeild og má ætla að sérstakur póststimpill verði not aður þar, svo sem tíðkazt hefur á undanförnum frímerkjasýningum hér. — Hér er um merkisatburð að ræða, því telja má, að þetta sérstæða safn hafi að geyma alla þá „gimsteina” íslenzkra frí- merkja, sem út hafa verið gefin, og það er von sýningarnefndar- innar, að sýning þessi stuðli að víðtækari þekkingu á frímerkja- söfnun og að hún verði um leið til aukinnar þekkingar á landi og þjóð. — Nánara -verður sagt frá tilhögun sýningarinnar þegar und- irbúningur er lengra á veg kom- inn. Jónas Hallgrímsson, form. sýningarnefndar. Kvikmynd Frh af 2 <iðn að Evrópuráð mun hér eftir setja Heyrið vella á heiðum hveri á skrá yfir þær kvikmyndir, sem fræðsluyfirvöld í aðildarríkjunum eru hvött til að kaupa. Áuk þess mun kvikmyndadeild ráðsins styrkja talsetningu á myndina á hinum ýmsu tungumálum aðildar ríkjanna. Þetta er í annað sinn, sem Ósvaldur Knudsen hlýtur þessa viðurkenningu hjá fulltrú- um á fræðslukvikmyndaviku Ev- rópuráðs. Árið 1965 hlaut Surtur fer sunnan þessa viðurkenningu á filmuviku í Edinborg, og fékk þá flest atkvæði dómenda. Fræðslumyndasafnið sendi ekki fulltrúa á filmuviku Evrópuráðs- ins að þessu sinni. (Frá fræðslumyndasafni ríkisins). Rannsóknanefnd Frh. af 2 síðu á grundvelli þeirra mætti síðar taka afstögu til þess, hvort frek- ari aðgerða væri þörf eða ekki. Nefndin er þannig samsett, að Swiss Aluminium Ltd., sem hefur framkvæmd tæknilegra mála fyrir íslenzka álfélagið h.f., og Rann- sóknastofnun iðnaðarins, tilnefna hvor um sig í nefndina, en auk þess skipar iðnaðarmálaráðherra einn sérfræðing í nefndina. Fyrsti fundur'nefndarinnar var haldinn í Reykjavík sl. föstudag og laugardag, 7, og 8. þ.m.. en í nefndinni eiga sæti Alex Streic- henberg, yfirverkfræðingur Swiss Aluminium Ltd., hérlendis, Pétur Sigurjónsson, forstjóri Rannsókna stofnunar iðnaðarins og dr. Aksel Lydersen, prófessor við tæknihá- skólann í Þrándheimi, tilnefndur af iðnagarmálaráðherra. Prófess- or Lydersen er yfirmaður þeirr- ar ríkisstofnunar í Noregi, sem hefur þar með höndum rannsókn hliðstæðra mála, þ.á.m. mengun af völdum álbræðslna. Að þessu sinni sátu einnig fund nefndarinnar J. Kach, rektor sviss neska landbúnaðarháskólans í Muri, dr. jur. Walter Huber og Páll A. Pálsson, yfirdýralæknir. Síðari fundardaginn ræddu nefndarmenn við iðnaðarmálaráð- herra. Á fundi nefndarinnar var rann- sóknastarfið skipulagt og þeir staðir þar sem sýnishorn verða tekin, valdir og merktir á landa- bréf. Einnig var tekin ákvörgun um, að allar rannsóknir skyldu verða framkvæmdar af Rannsóknastofn- un iðnaðarins ásamt Forschung- instiut Neuhausen í Svviss, og ár- angur rannsóknanna síðan borinn saman. Rannsakað verður: Gras, hey, lauf. jarðvegur, vatn, andrúmsloft í umhverfi Straumsvíkur, og bein búfénaðar, í allt að 20 km fjar- lægð frá Straumsvík. Þar að auki er einn staður í 160 km fjarlægð, hafður til samanburðar. Taka sýnishorna verSur fram- kvæmd að viðstöddum fulltrúum beggja aðila. Fyrstu sýnishornin hafa þegar vferi^ tekin og send: t|il rann- sókna“. Farinn meó skóflu Framhald af 1. siðu á tunglinu, — ef lending tekst, — en sjónvarpstöku- vélar, sem einnig eru byggð ar inn í geimfarið, taka myndir af starfi skóflunn- ar, og mef þessu móti ætla vísindameiin á jörðu niðri kS komast að því, hvers konar jarðvegur er á tungl- inu, og hvort þar sé jám í jörðu. Frá því var skýrt vestra i dag, að geimfaiinu hefði verið skotið á loft með Atlas centaur eldflaug, — og hefði skotið heppnast vel. Útlit væri fyrir, að geimfar ið væri nú komið á sína réttu braut, en ef allt geng- ur að óskum á það að Icnda á tunglinu á mánudaginn. Lendingin á að fara fram á miðjum mánanum á svæði, sem kallað hefur verið mið- flói og sem búizt cr.við að verði lendingarstaður geim- fara framtíðarinnar. AUGLÝSID í Alþfðublaðinu Herferð Framhgld af 1. síðu. er ekki ljós .enn, þótt sama dag birtist leiðari í Dagblaði alþýð- unnar í Peking, þar sem farið var hörðum orðum um þá aðila innan flokksins, sem villzt hefðu af vegi og notað hið ótrygga á- stand, sem skapazt hefði í kring um menningarbyltinguna til þess að ráðast gegn alþýðunni. Á veggblöðum í Peking í dag var skrifag um það með gífur- lega stóru letri, að Liu Shao Chi liefði reynt að ná aftur fyrri völd um. Sumir telja, að þessi nýja her ferð gegn Liu sé undanfari þess, að hann verði opinberlega settur i Bílar til sðlu og leigu hyaaala Bergþórugötu 3. Símar 19032 og 20070. 15. júlí 1967 — ALÞÝ0UBLAÐI0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.