Alþýðublaðið - 15.07.1967, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 15.07.1967, Blaðsíða 11
EISTARAMÓTID HÓFST í BLfDSKAPARVEÐRI Aðalhluti Meistaramóts Reykja víkur hófst ó Laugardalsvellinum í sólskini og lygnu veðri. Þátttak- Meistaramót Isl. hefst 24. júlí Meistaramót íslands í frjálsí- þróttum karla og kvenna fer fram á íþróttaleikvangi Reykja- víkurborgar í Laugardal dagana 24., 25. og 26. júlí n.k og hefst kl. 20.00 alla dagana. Keppt verður í eftirtöldum greinum: Mánudaginn 24. júlí: Karlar 200 m., 800 m., og 5000 m hlaup, 400 m. grindahlaup, 4x100 m boð- hlaup, kúluvarp, spjótkast, há- stökk, langstökk. Konur: 100 m. hlaup, hástökk, kúluvarp. Þrjgjudagur 25. júlí: Karlar: 100 m., 400 m., 1500 m. hlaup, 110 m. grindahlaup, 4x400 m. boð- hlaup, kringlukast, sleggjukast, þrístökk, stangarstökk. Konur: 80 m grindahlaup, kringlukast, 4x100 m. boðhlaup. Miðvikudagur 26. júlí: Karlar: 3000 m. hindrunarhlaup, fimmtar- þraut. Konur: langstökk, spjótkast, 200 m. hlaup. Þátttökutilkynningar skulu send- ar Einari Frímannssyni, c/o Sam- vinnutryggingar, fyrir 20. júlí n.k. endur voru margir, fleiri cn venja er á frjálsíþróttamótum. Orsök þessa er kannski að leita til þess að mótið er jafnframt stigakeppni milli Reykjavíkurfélaganna. Ár- angur var yfirleitt góður á mótinu og ber þar hæst árangur Guð- mundar Hermannssonar, en hann varpaði kúlunni 17,81 metra, ann ar varð sonur Guðmundar, Arnar og varpaði hann kúlunni 15,07 en það er persónulegt met. Er þetta í fyrsta skipti sem Arnari tekst að sigra Erlend. Reykjavíkurmeist ari í þessari grein í fyrra varð Guðmundur einnig og kastaði hann þá 15,05. Ástæðan fyrir þess um gífurlegu framförum er vafa- laust stílbreytingin sem liann lærði íhjá Steinhauer. Auk Ikúluvarpsins var 800 m. hlaupið skemmtilegasta greinin. Þar fór með sigur af hólmi Þor- steinn Þorsteinsson á þokkalegum tíma 1:54,4 en þess ber að geta að hánn var nýkominn úr erfiðu keppnisferðalagi. Annar varð Halldór Guðbjörnsson, hljóp á 1:58,5. Þeir Þorsteinn og Halldór voru einu keppendurnir í þessari grein sem hlupu undir tveimur mínútum. 1 200 m. hlaupinu kom nokkuð á óvart sigur Þorsteins Þorsteinssonar en hann var 'sjón- armun á undan Valbirni Þorláks- syni á tímanum 22,7. Þriðji í þessari grein varð Ólafur Guð- mundsson á 23,4. Eini keppandinn í 5000 m. hlaupinu var Halldór Guðbjörnsson og fékk hann tím- ann 16:21,3. Halldór sigraði eínn- ig í 400 m. grindahlaupi og hlaut hann ágætan tíma eða 56,0 sem er 2,1 sekúndu betri tími en R- víkurmetið í fyrra var. í lang- stökkinu tapaði Ólafur Guðmunds son óvænt fyrir Jóni Þ. Ólafssyni. Stökk Jón 6,76 en Ólafur 6,72. Reykjavílkurmeistari í fyrra varð Ólafur Guðmundsson og stökk hann þá 6,89 m. í hástökkinu sigr aði Jón Þ. Ólafsson að vanda, sem oft hefur stokkið hærra en í þetta skipti stökk hann ,,aðeins“ l, 93. í spjótkastinu náði Valbjörn bærilegum árangri og kastaði 60,26. Annar í þessari grein varð Jón Þ. Ólafsson kastaði 53,50 m. Reykjavíkurmetið 1966 í þessari grein átti Valbjörn einn- ig en þá var það nokkru lakara eða 58,05. Keppt var í fjórum kvenna- greinum og var árangur vægast sagt lélegur. Keppendur voru margir en ekki er hægt að segja að þær hafi átt nokkuð erindi í þessa lceppni utan nokkrar. Hörð- ust var keppni í 100 m. hlaup- inu, en þar áttust við Bergþóra Jónsdóttir og Anna Jóhannsdótt- ir. Með sigur af hólmi fór Berg- þóra og hlaut hún tímann 13,9 Anna varð önnur á sama tíma en Bergþóra var sjónarmun á undan. Helztu úrslit: 200 m. hlaup: Þorsteinn Þorsteinsson KR 22,7 Valbjörn Þorláksson KR 22,7 Framhald á bls. 15. Þarna eru verniaunahafarnir i 200 m, hlaupinu, þeir Valbjörn Þorláksson, Þorsieinn Þorsteinsson og Ólafur Guffmundsson "V A myndinni sjást 3 beztu kúluvarpararnir, feðgarnir Arnar og Guðmundur Hermannsson auk Erlends Valdimarssonar, Óslgraðir í b - riðli Vestmannaeyingar eru nú eina ' einu sinni liðin mínúta frá upp- liðið i B riðli II. deildar sem ekki hafsspyrnu þar til knötturinn lá hefur tapað leik til þessa. S.l. j í marki Hauka, h.úth. lék laglega miðvikudag sigraði ÍBV Hauka ' upp kantinn, á tvo Hauka og gai frá Hafnarfirði með 3-2 í skemmti síðan háan bolta fyrir markið þár legum og spennandi leik á gras- sem v. úth. kom að og skallaði vellinum í Eyjum, sigur sem var jglæsilega í gagnstætt horn. Stór> fyllilega verðskuldaður. Ekki var j Framliald á 15. síðu. Knattspyrnan um helgina UM helgina verða leiknir tveir leikir í I. deild íslandsmótsins í knattspyrnu. Fyrri leikurinn fer fram kl. 16 á Akureyrarvelli. Eig ast þar við Akureyringar og Kefl víkingar. Fyrri leik þessara liða lauk með sigri Keflvíkinga 2-1 en sá leikur fór fram í Keflavík. Verður gaman að sjá þessa aðila etja kapp saman því Akureyring ar hafa sótt mjög í síðustu leikj- um. Hinn leikurinn verður milli KR og Akurnesinga og má telja KR- inga sigurstranglegri aðilann. Hefst sá leikur kl. 20.30 á Laug- ardalsvellinum. í annarri deild fara fram þrír leikir og munu línurnar skýrast mikið í deildinni eftir þessa leiki. Sigurstranglegastir í II. deild, í hvorum riðli fyrir sig, eru Þrótt- ur og ÍBV. Leikirnir eru: Á ísa- firði leika ÍBV og Haukar kl. 16, Á Melavelli leika Víkingur og ÍBV kl. 16, og á Siglufirði Þróttur ög KSÍ. í III. deild verða leiknir þessir leikir: Á Bolungarvík, Bol- ung'arv. — Mývetn., á Blönduósit USAH — - Völsungar og á Sand« gerðisvelli Reynir — HSH. 15. júlí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ u

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.