Alþýðublaðið - 15.07.1967, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 15.07.1967, Blaðsíða 9
FOSSKRAFT Viljum ráða fáeina þaulvana bílstjóra á stóra grjótflutningabíla. Upplýsingar á Suðurlandsbraut 32 til hádegis í dag og á mánudag. kirtii sláturdýra. En það er dýrt og erfitt. Insúlin mólekúlið er flókið að efnasamsetningu og vís- indamenn hafa lengi unnið að því að reyna að iíkja eftir þvi. Það vakti .því mikla athygli, þegar þetta tókst og ekki minni furðu, að það voru Kínverjar, sem áttu hlut að máli. Og ef að þeir hefja nú framleiðslu á sínu insúlíni fá sykursýbissjúklingar hreinna og ódýrara meðal til að halda við lífinu. Og næsta skrefið verður að framieiða insúlín í pillum. Það myndi gera sykursýkissjúklingum lífið mun auðveldara. En enn sem komið er, hefur insúlin ekki áhrif á líkamann, fari það í gegnum meltingarfærin. Á þessu sviði er því mikið unnið að rannsóknum — og nýjungar stöðugt birtar. Það eru ekki aðein sykursýkis- sjúklingar, sem geta haft gagn af þessu, heldur allar líffræðilegar rannsóknir. Með því að framleiða siík efni er hægt að rannsaka efnaskiptin í lifandi frumum. Og jafnframt er hægt að rannsaka hvað skeður, ef að móiekúlunum er breytt örlítið. Á þennan hátt leita lyfjafræðingarnir að pósi- tívum áhrifum — með því að breyta efnasamsetningu mólekúl- keðja. ★ LJÓSBORINN. Nýr tannbor er á næstu grösum: Tilraunir eru nú gerðar með að hætta við gamla tannborinn og nota. brennandi geisla. Sterkur og jafn Ijósgeisli fer í gegnum brtnnipunkt og miðar beint á skemmdina í tönninni. Á ör- skammri stundu er skemmdin hreinsuð í burtu og sársauki finnst ekki. Tilraunir hafa verið gerðar með því að gera á þennan hátt við tennur í öpum og þær hafa heppnazt, en áður en lengra er haldið, vrður að vera örugg vissa fyrir því, að ljósið skaði hvorki glerjung tannanna né tannholdið. Allt bendir þó til að svo sé ekki og hafa engin auka- áhrif komið í ljós, þrátt fyrir hið geysiháa hitastig. Fjarlægðin brennipunkt og miðar beint á tannkrónunni er 3 — 4 mm og gtislinn fer ekki dýpra en ca. millimetra. ★ MÓTEFNI. Forvitnileg þróun á sér stað á sviði rannsókna á sjálfsónæmi. Álitið er, að þar finnist orsökin fyrir mörgum alvarlegum sjúk- dómum. En hvað er sjálfs- ónæmi? Mannslíkaminn myndar mót- efni gegn aðkomandi efnum. Við fæðingu höfum við þegar í okk- ur mikið af mótefnum og önnur bætast við smám saman, er við komumst í snertingu við ýmis efni, sem geta valdið skaða. — Mótefnin geta bæði verið til góðs og ills. Þau gera það að verkum, að við losnum við að fá' sömu barnasjúkdómaná aftur og aftur, við erum ónæm fyrir þeim. En þau geta einnig haft slæm áhrif. Þeir, sem fá heiftar- legan kláða éða útbrot vegna of- næmis fá. það vegna þess, að lík- aminn hefur myndað mótefni gegn efnum, sem ekki gera lík- amanum neitt mein. Það eru líka mótefnin, sem gera það að verk- um, að ekki er hægt að græða nýru í mann, nema að gefandi sé náskyldur honum. Það er því mikið rannsóknarefni að hindra myndun mótefna, þar sem þau eru til ills. Einnig hafa menn tekið eftir því, að líkaminn getur fram- leitt mótefni gegn sínum eigin líffærum. Ef t. d. annað augað verður fyrir slysi, getur dropi af vökvanum innian augans sjálfs spýtzt út, en líkaminn sjálfur er ókunnur þessum vökva — og því hefst myndun mót- efna. Þau ráðast svo á vökvann RÁÐNINGARSTJÓRINN. Lyfsöluleyfi Lyfsöluleyfið í Neskaupstað er Iaust til um- sóknar. Umsóknarfrestur er til 16. ágúst 1967. Veitist frá 1. september 1967. Eftir kröfu dánarbús fyrrverandi lyfsala skal viðtakanda samkv. 2 mgr. 32. gr. lyfsölu- laga nr. 30/1963 skylt að kaupa húseign þá, er lyfjabúðin nú er í. innan heila augans og afleiðing- in verður sú, að augnvefurinn eyðileggst og sjúklingurinn á á hættu að verða blindur. Þetta er kallað sympatisk oftalmi, þegar slíkt kemur fyrir eftir að ann- að augað hefur skaðazt. Með því að rannsaka þennan sjúkdóm, sem vitað er að er vegna sjálfsónæmis, hefur komið fram sú kenning, að myndun mótefna geti verið orsök margra annarra sjúkdóma, scm hingað til hefur ekki reynzt mögulegt að finna orsök að. Og 20 sjúkdómar eru þegar álitnir stafa af slíku ónæmi og meðal þeirra eru krón- isk liðagigt, bólga í skjaldkirtli, blóðleysi, Addisons veiki o. fl. Það myndi því vera stórt spor stigið fram á við, ef hægt væri að í'inna þá ónæmismyndun, sem veldur þessum sjúkdómum og finna meðul gegn þeim, en vís- indamennirnir horfa bjartsýnum augum til framtíðarinnar. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 14. júlí 1967. Áfengisvarnarráð vill ráða erindreka í þjónustu sína. — Umsóknarfrestur er til 30. þ.m. Nánari upplýsingar gefur áfengisvarnarráðunautur. Garðahreppur Samkvæmt úrskurði sýslumannsins í Gull- Martin Tranmæl Einn mesti baráttumaður norska Alþýðuflokksins látinn EINN AF MESTU foringjum norskrar alþýðu, Martin Tran- mæl, lézt síðastliðinn þriðjudag. Hann var 88 ára að aldri og hafði fyrir Iöngu unnið sér sess meðal hinna ódauðlegu leiðtoga norskrar alþýðuhreyfingar. Hafa fáir ein- stakir menri haft svo mikil áhrif á pólitíska stefnu norska Verka- mannaflokksins og Tranmæl hef ur haft' síðustu hálfa öld. Hann sóttist ekki eftir pólitískumframa, komst að vísu á þing, en féll ekki veran þar og hvarf aftur til ann- arra starfa. Hann vildi vera í megin straumi sjálfrar hreyfingarinnar, var rítstjórí Arbeiderbládet í tæp lega 30 ár og ferðaðist um landið til að tala á fundum og heyra raddir alþýðufólks. Tranmæl náði hinum miklu á- hrifum sínum sem Vakningar og áróðursmaður Hann var mikill ræðumaður langt- fram' eftir aldri, og telja kuiinúgir;-'áð'morræn al- þýðuhreyfing hafi ekki att annan meiri. Hann var komjnn á tind ræðulistar sinnar áður en hátal- arar, útvarp og sjónvarp komu til sögunnar, en honum tókst að læra á þessi nýju tæki og nota þau í þjónustu þeirra töfrabragða í sann færingarlist, sem hann bjó yfir. Heimabær Tranmæls heitir Mel hus og er skammt sunnan við Þrándheim. Hann varð snemma mikill hugsjónamaður, en þó raun hæfur í allri meðferð hugsjóna sinna. Hann gerðist málari að iðn og starfaði á yngri árum sínum lengi utanlands. Meðal annars dvaldist hann i Bandaríkjunum og varð þar'fyrir stérkum áhrifum af skipulagi og baráttuáðférðum verkalýðsfélaganna. Flútti hann hugmyndir þessar heim en gekk þegar ■ í lið mCð klofningsmöhn- um í verkalýðshreyfingunni. En það segir meira um lianh að minhast þess, á5 rúhium áratug siðar. 1927, atti hann manna mest an heiður af sameiningu sundr- aðrar hreyfingar í Verkamanna- flokkinn, sem hefur verið svo öfl ugur og áhrifamikill síðan. Tranmæl var á fyrstu árum sín um mjög rótækur og átti meðal annars þátt í því, að norska hreyf ingin gekk um tíma í alþjóðasam- tök kommúnista, þriðja internat- ionalinn. Hann og þáverandi for- maður flokksins, Kyrre Grepp, voru mjög hrifnir af rússnesku byltingunni, er sú tiltrú þeirra . entist ekki lengi, sérstaklega . reyndi á, er það þeim i ljós, að allir flokkar innan internationals- ins, áttu að vera fullkomlega undir gefnir ráðamöpnum í Moskvu, en það hafði Tranmæl ;ekki hugsað sér, og nú gekkst hann. fyrir brott för norska jafnaðarmánna úr al- þjuðasamtökunúm. llann ságði Framh'ald á l5. síðu. bringu- og Kjósarsýslu, uppkveðnum. 4. þ.m., fara fram lögtök fyrir ógreiddum fasteigna- gjöldum, svo og gjaldföllnum fyrirfram- greiðslum útsvara, að liðnum 8 dögum frá birtingu þessarar auglýsingar, verði ofan- greind gjöld eigi greidd fyrir þann tíma. Kaupum hreinar léreftstuskur Prentsmiðja Alþýðublaðsins 15. julí 1967 ÁLÞÝÐUBLAÐIÐ u$

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.