Alþýðublaðið - 15.07.1967, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 15.07.1967, Blaðsíða 10
VIÐ erum ekki hlutlausir! Kynnizt baráttumálum samtíðarinnar. Fylgizt með starfi og stefnu Alþýðuflokksins. Alþýðuflokkurinn hefur lykilaðstöðu í stjórnmálunum. Hann starfar af ábyrgð — og nær árangri. Kauplö 08 leslft ALÞÝÐUBLADIÐ STRANGARIREGLUR UM ✓ / AVISANAREIKNINGA EINS og kunnugt er haja bank- ar og sparísjóðir um árabil haft samstarf í þeirri viðleitni að gera téJíka sem gagnlegast og örugg- ast greiöslutæki. Hefur Samvinnu nefnd banka og sparisjóöa sett reglur um tékkaviðskipti og er dagleg framkvæmd þeirra ann- ars vegar hjá innlánsstofnunum sjálfum og hins vegar hjá Seðla- bankanum. Reglurnar lúta að stofnun reiknirigs, votkun tékka og aðgerðum gegn misnotkun, ef um hana er að ræða. Hafa í þessu sambandi farið fram alls 15 skyndikawnanir tékka, frál 1963 og frá 1964 hefur Seðlabankinn á grundvelli sérstakrar lagaheim- ildar, innheimt alla innstæðit- lausa tékka, sem borizt hafa um dagleg ávísanaskipti í Rcykjavík. Hefur þcirri innheimtu einkum verið beint gegn útgefendum inn- stæðulausra tékka. Þó að dregið hafi verulega úr misnotkun tékka, fer fjarri að þessi mál séu komin í viðunandi horf. Hefur því verið ákveðið að gera veigamiklar breytingar á umrœddum reglum. Aðhald verð- ur stórlega aukið og aðgerðir gegn misnotkun verulega hert- ar. Verða kaexrnr til sakadóms fyrir misnotkun sendar strax eða með mjög stuttum umlíðunar- fresti. Auk þess verður fjárhæð tékkanna innheimt miklu fyrr hjá framseljendum en verið hefur. Þykir rétt að kynna hér al- menningi og sérstaklega þeim, sem hafa tékkareikninga eða skipta mikið með tékka, aðalefni þeirra reglna, sem um er að ræða. I Við stofnun tékkareiknings ber þess sérstaklega að gæta, að ★ framvísa ber nafnskírteini; ★ meðmæli tveggja manna, sem stofnun viðurkennir, fylgi umsókn ókunns aðila; ★ lágmarksstofnfé sparisjóðs- ávísanareiknings er hækkað í kr. 5.000,00; ★ lágmarksaldur reikningshafa er 21 árs og fjárræði verður að vera óskert. Aðalefni reglna varðandi mis- notkun og innhevmtu innistæðu- lausra tékka: ★ lokun tékkareiknings vegna misnotkunar og kæra til saka- dóms veldur því, að hlutað- eigandi fær hvergi tékka- reikning. ★ eftir eðli brots er tékkareikn ingi lokað í fyrsta, annað eða í síðasta lagi í þriðja sinn, þegar innstæðulaus tékki berst. Reikningi er lokað við fyrsta brot, ef öðrum reikn- ingi sama aðila hefur áður verið lokað, eða brot er gróft og ásetningur auðsær. ★ öllum tékkareikningum aðila við allar stofnanir er lokað, ef hann er kærður fyrir út- gáfu innistæðulauss tékka eða annað brot á tékkareglum. ★ kæra til sakadóms er send að liðnum nokkrum dögum frá því að tékki er áritaður um greiðslufall og er frestur til að greiða slíka tékka veru- lega styttur frá því sem verið hefur; ★ útgefandi innstæðulauss tékka er krafinn um greiðslu innheimtugjalds, sem nemur 10% tékkafjárhæðar, auk stofngjalds frá 250,00 til 1.- 000.00 kr. og dráttarvaxta; ★ bankar og sparisjóðir skiptast •á nauðsynlegum upplýsingum. um þessi mál og í því sam- bandi starfrækir Samvinnu- nefndin upplýsingamiðstöð; ★ skyndiávísanaskipti á vegum Seðlabankans halda áfram, þegar tilefni þykir til og munu elnnig fara fram utan Reykjavíkur, þegar ástæða er til. Ennfremur munu bankar og sparisjóðir í ríkara mæli en áður Framhald á bls. 15. fll runial ofnar n». Síðumula 17 Símí 3-55-55 i 10 15- J'úlí 1967 - ALÞÝÐUBLAÖJÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.