Alþýðublaðið - 15.07.1967, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 15.07.1967, Blaðsíða 13
KÓ.RflvjgcsBÍQ íslenzkur texti. OSS 117 í Bahla Ný ofsaspennandi OSS 117 mynd í litum og Cinemascope segir frá baróttu við harðsvíraða upp- reisnarmenn í Brasilíu. FREDERIK STAFFORD. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 16 ára. Kvensami píanistinn Víðfræg og snilldarvel gerð amerisk gamanmynd í litum. PETER SELLERS. PAULA PRENTISS. íslenzkur texti. Sýnd kl. 5 og 9. ÓTTAR YNGVASON, hdl. BLÖNDUHLfO 1, SfMI 21296 VIÐTALST. KL. 4—6 MALFLUTNINGUR LÖGFRÆOISTðRF T rúlof unarhrfngar Sendum gegn póstkröfu. Fljót afgreiðsla. Guðm. Þorsteinsson trullsmlður Bankastræti 1*. *• OKUMENN! Látið stilla í tíma. Hjólastillingar Mótorstillingar Ljósastillingar Fljót og örugg þjón- usta. BÍLASKOÐUN & SIILLING Skúlagötu 32 Sími 13-100. AUGLÝSIÐ í ÁlþýSuhlaðin.u — Það stríða mér allir. — Og þannig verður það meðan þér er stríðni að öllu. Það er skemmtilegt að stríða þér! Hver einasta tilfinning sést í andliti þínu. Annars vildirðu koma með og. nú stjórnarðu ferðinni. Við hölluðum okkur upp að sjóðheitum leðursætunum og bíllinn ók yfir gilið. Mér létti. Bað hann mig kannske ekki um að koma, beið eftir mér, leigði bíl til að sækja mig? — Hvað á' þetta að þýða? — spurði hann. — Mér lízt svel mér ekki á þetta sigurbros þitt. Það voru margir á bátnum og við urðum að ryðjast gegnum hóp amerískra kvenna, sem allar voru laglegar og allar horfðu græðgislega á Bob. Við settumst á bekkinn við borðstokkinn og horfðum út á blátt liafið. — Hættu að skammast þín, sagði hann skyndilega. — Trish nær sér á fimm mínútum. — Þú hlýtur að þekkja frú A1 exander mjög vel. — Já, áður en hún giftist. —■ Þegar ég hitti Trish fyrst var hún atvinnufegurðardís. Hún var „fegurðardís” eins og aðrir eru söngvarar eða leikarar. — Orðið og hún voru eitt og hið sama. — Hve mikil fegurð er það? — Óendanleg fegurð, sagði liann og kveikti sér í sígarettu. — Hún er enn bendanlega fögur. — Kannske. En meðan hún var ung safnaðist fólk saman til að stara á hana. Ég hef aldrei séð annað eins. Svo var hún líka rík, en það kom sér vel við- víkjandi fötum og öðru. Hún var það sem menn nefna stund- um „stórkostlega fögur.” — Ég héf aldrei heyrt þig nota hástemmd lýsingarorð fyrr. — Hún var að vísu bæði leið- inleg og dekruð, sagði Bob hugs- andi. Ég velti því fyrir mér hvort hann væri að segja þetta vegna þess að hann vissi að eng- in kona hrífst af lýsingu á feg- urð annarrar konu og það fór í taugarnar á mér. Á ferðalaginu spurði ég hann um starf hans og um greinina um Alexanderhjónin, sem Trish hafði tekið með sér til að lesa meðan hún legði sig þar sem hún hafði verið önnum kafin við myndatökuna allan morguninn. Bob neitaði að tala um greinina hann sagði ég fengi víst að heyra nóg um hana fljótlega. Hann sagði mér frá' skriftum sínum og blaðamennsku og meðan ég hlust- aði á hann skildi ég hvernig iíf hans var og ég skildi líka Bob Lane dómarann, hinn ósveigjan- lega. Hann var laus við hégóma- girnd og þegar ég sló honum gull harnra neitaði hann þeim ekki af kurteisi heldur sannsögli. — Hann áleit greinilega ekki að hann væri hæfileikamaður eins og Terence de Witt hafði kallað hann um leið og hann sagði, að hann væri einhver mikilvirkasti blaðamaður okkar og sá harð- snúnásti, — Láttu Hann Tála, sagði Bob og gretti sig: — Þér gengur -vel: Til hamingju? - • : — Hvers vegna ekki? Mér finnst gaman að hlusta á þig. — Þá er röðin komin að þér. — Ég er tuttugu og þriggja ára. Ég er frá Manchester; — ég er einkabarn; pabbi er í Kan- ada; ég hef aldrei unnið erlend- is fyrr. — Þetta eru fimm atriði. Eitt enn. Hvaða álit hefurðu á' sjálfri þér? Hann skellti upp úr. — Ég á við að ég vil ekki sjá allt í ljósrauðum bjarma. Ég vil ekki skraut og skart. Þess vegna finnst mér matur Lúcíönu góð- ur. Hann er ekki þakinn sósu. — Hreinskilna Júlía. Hvernig passar það við fljótfærnina og framhleypnina. — Þó ég hendi mér út í hlut- ina er þar með ekki sagt að ég dulbúi þá. Ég veit að ég lék á þig en mig dreymdi aldrei um að þú værir Byron. — Þú áleizt að ég væri glæpa- maður. Hvað er meiri dularbún- ingur en það? Báturinn fór fram hjá kapp- siglingabát fyrir fullum seglum og amerísku konurnar kvik- mynduðu í ákafa og ráku upp amerískt gleðiöskur. Bob spurði mig, hvort liann ætti að segja þeim að þær tækju myndir beint upp í sólina og hver einasta filma yrði ónýt, en ég bað hann um að særa ekki tilfinningar þeirra. — Þú hefur ekki sagt mér sex atriði um þig enn, sagði ég. Hann gretti sig. — Ég er þrjátíu og fjögurra ára og mér finnst ég vera mun eldri. Pabbi dó í bílslysi þegar ég var nýbyrjaður í blaða- merinsku. — Mamma dó þrem- ur árum seinna. Hún var dans- mær nökkurs konar fátæklings útgáfa af Trish. Við bjuggum í London, pabbi var lögfræðingur. Ég fór beint í blaðamennskuna þegar ég var búinri í skólanum eftir að hafa reynt við sölumenn- sku. Ég fór í hús. — Hvaö seldirðu? — Tvinna. Þú ættir að vita hvað það er erfitt að sannfæra konur um að þsér vanti tvinna. Það er a.ðeins eitt gott við að selja tvinná; harin er léttur. Nú fór ég í blaðamennsku í Hull, þá í Manchester og þar leið mér' vel, svo til Londóri -- og eftir’ það til Hollywood til að skrifa um fjárhagsvandræði kvikmynda- • framleiðanda. Ég var þar í f jögurJ ár. Ég-veit lveiimikið- um kvik- myndir eins og þú sérð á þessu. — Finnst þér gaman að vera blaðamaður .. .. ? — Júlía! Við vorum komin frá Kaprí og stefndum nú að strönd Na- pólí. Fjöllin hurðu í fjarlægð, allt virtist leysast upp í mistur og mjúkar línur. Bob hélt áfram að tala. Um bróður sinn, sem hafði verið erfiður sem barn því móðir hans hafði alltaf verið veik og Davíð hafði farið í heimavistarskóla agnarlítill. Hún var sárkvalin og Davíð ólst upp hjá veikri móður, við- utan föður og bróður, sem hugs- aði aðeins um starf sitt. — Nú svo erfði ég Dave og erfiðleikana seinna .... — Og hefur rifizt við hann frá þeirri stundu. Ég ætlaði ekki að vera ókurt- eis, en það dró hulu yfir augu hans. — Ég vildi það væri svona auðvelt. VALASH — Þú þarft' bara .... Hann leit jafn hæðnislega á mig og Lúcíana stundum. — Eg gleymi því alltaf hve barnaleg þú ert. Ég þarf bara að fá mér góða konu eða hvað? Hann tók um hönd mina og þrýsti hana og komst í gott skap. Klukkan var að ganga fimm, þegar við komum til Napólí og þó að ég hefði áhyggjur a£ tímanum, Trish og starfi mínu, þá lét Bob það sig engu skipta. Hann sagðist hringja, ef við tefðumst. Trish vissi vel að hún gæti ekki árii mín verið og hann sagðist vera hissa á því að ég hefði ekki fyrir löngu séð hve mjög þeir ríku væru háðir þeim, sem litu eftir þeim. ^Náflægt höfninni var ágæt- is hótel. Mig langaði til að fara þangað og fá mér eitt glas, en Bob sagði að þetta væri ándstyggðar búlia og bað um hestvagn og við ókum um Na- pólí og leituðum að bar. SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 32*101. SVEINN H. VALDIMARSSON hæstaréttarlögmaður. Sölvhólsgata 4 (Sambandshús 3. hæð). Símar; 23338 — 12343 15. júlí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.