Alþýðublaðið - 23.07.1967, Síða 3

Alþýðublaðið - 23.07.1967, Síða 3
Sunnudags AlþýSubiaðið — 23. júlí 1967 3 SKALHOLTSSÖFNUN LOKID Greinargerð frá Skálholtsnefnd. ,,EFTIR tilmælum frá hiskup Islands, herra Sigurbirni Einars syni, var á öndverðu ári- 1965 stofnuð nefnd, til að annast al menna fjársöfnun til greiðslu á bókasafni fyrir væntanlegar menntastofnanir í Skálholti og til styrktar almennri endurreisn staðarins. Með myndarlegri byrjunarfram 'lagi frá Skálholtsfélaginu, með gjöfum frá stúdentum í islenzk um fræðum, stúdentum í guðfræði deild Háskóla íslands og frá ýms um einstaklingum höfðu stuttu láður í þessu skyni verið fest kaup á stóru og þjóðlegu bókasáfni. Nefndin, sem hlaut nafnið Skál holtsnefnd 1965, hélt fyrsta fund sinn 13. febrúar 1965. Alls voru lialdnir 20 nefndarfundir, flestir á því ári. Alls var safnað kr. 2.501.767.09. Þar af var greiddur ýmis kostnað ur við firamkvæmd söfnunarinnar að upphæð kr. 289.804.75 og nem ur því heildarfjárhæðin að frá- dregnum kostnaði kr. 2.211.962.34 Nefndin hefur afhent skrifstofu sbiskups þessa upphæð ásamt end urskoðuðum ireikningum og fund arbók. Um leið og Skálholtsnefnd 1965 lýkur störfum, vill hún þakka öll um þeim einstaklingum og fyrir tækjum, sem lagt hafa af mörk um fé og fyrirhöfn til þessarar söfnunair. Jafnframt vonast nefnd in til, að þótt þessari sérstöku Skálholtssöfnun sé hér með lok ið, þá haldi þjóðin áfram stúðn ingi sínum við endurreisn Skál holts. Megi endurreistur Skálholtsstað ur veita bæði núlifandi íslending um og ókomnum kynslóðum þessa lands traust tengsl við sögu sína og þjóðlega menningu. f.h. Skálholtsnefndair 1965. Erlendur Einarsson, varaformað ur, Þórarinn Þórarinsson frá Eið um, ritari og Ólafur Jónsson gjaldkeri. Vorið 1965 bto'ti nefndin í blöð um og útvarpi ávarp til þjóðarinn ar, þar sem leitað var stuðnings almennings til endurreisnar Skál holtsstaðar. Ávarpið undiirrituðu forseti íslands, biskup íslands, fuiltrúar allra helztu félags- og menningarsamtaka landsins, auk ýmsra landskunnra einstaklinga. Síðan skipulagði nefndin fjár- söfnun um allt land og var leitað til bæði einstaklinga og fyri(r- tækja. Fjársöfnun þessari lauk í febrú ar s.l. Ungir aðventistar á alþjóðarmóti í Vin FIMM UNGIR aðventistar úr R- vík eru að leggja af stað á al- þjóðamót ungra aðventista í Vín. Alls sækja mótið fimm þúsund ungmenni frá þrjátíu löndum. Sonja, Harrí og Eric Guðmunds son, Ester Bjarnadóttir og Garð- ar Cortes verða fuiltrúar æsku- Iýðsfélaga aðventista í Reykja- vík á þessu mikla alþjóðamóti. Mótið, sem Suður-Evrópudeild Aðventista stendur að, hefst þriðjudagskvöldið 25. júlí í Stadt halle í Vínarborg, með skrúð- ViÐTÆKJAVERSLUNIN HÆIT ÖLLUM REKSTRI EINS OG kunnugt er samþykkti Alþingi í vor að leggja niður Við tækjaverzlun ríkisins, sem um áratuga skeið hefur haft einka- leyfi til innflutnings á útvarps- tækjum og síðar sjónvarpstækj- um. Blaðið hafði tal af Gunnari Vagnssyni, framkvæmdastjóra* fjármála hjá ríkisútvarpinu, og spurði hann hvernig niiðaði fram kvæmdum fyrrgreindra laga. Sagði Gunnar, að þar sem lög- in hefðu tekið gildi í maí sl. væri ekki lengur Um neinn rekst- ur að ræða í venjulegiri merkingu, t.d. væri Viðtækjaverzlunin hætt innflutningi tækja og varahluta. Hins vegar væri starfsemi hennar ekki að fullu ioldð, þar sem enn væri óselt töluvert magn af birgð, um að upphæð um 10 milljónir króna. Eru það útvarps- og sjón- varpstæki, varahlutir o.fl. Verða birgðir þessair seldar !á sama hátt og verið hefur, en hugsanlegt, að í íhaust verði það sem eftir kann að verða selt í einu lagi, svo ljúka megi uppgjöri fyrir áramótin. Sú breyting verður á innheimtu einkasölugjalds þess, sem Við- tækjaverzlimin hefur innheimt og var 15% af fob-verðmæti, að nú er það tekið með í tollinum og þannig aðeins um eina innheimtu að ræða af hálfu ríkisins. Undanfarna mánuði hefur skilanefnd starfað við að ganga endanlega frá málefnum stofn- unarinnar, og er þess að vænta, að því verði lokið á þessu ári. göngu, þar sem bornir verða þjóð fánar þeirra landa, sem þarna eiga fulltrúa, og munu þátttakend ur verða felæddir þjóðbúningum sínum. Mótið stendur til 29. júlí. Tilgangur þessa móts er að ræða ábyrgðarhluta hinna ungu gagnvart heiminum í dag og benda á hvað þeir geti lagt af mörkum til uppbyggingar og vel- farnaðar föðurlani, sínu og öðr- um löndum. Sér í lagi verður lögð áherzla á afstöðu aSventsafnaðar ins í sambandi við algjört bind indi hennar á áfengi og tóbak og siðgæðisreglur, sem hyggjast á kenningu Biblíunnaa’ — undir stöðuatriði varanlegrar lífsliam ingju. Nokkrir tónleikar verða haldnir á mótinu. Til dæmis verður þar tvöhundruð manna blásturshljóm sveit frá Þýzkalandi, kórar frá Tékkóslóvakíu og Póllandi og strokhljómsveit frá Bandaríkjun um. Ræðumenn frá Ástralíu, Afríku, Sviss og Frakklandi munu láta til sín heyra. Þessir stóru stútar, sem ganga niður úr lofti Hamralilíðarskóla ern ekki fallbyssuhlaup ætluð til að lialda uppi aga, heldur loftgluggar. Stútarnir hverfa þó að mestu, því að klæðning á að koma neðan á loftið á göngunum. Miðar veKáfram Framhald af 1. síðu. manns, bókasafn og 6 kennslustof ur. Taldi Guðmundur líklegt að sá áfangi yrði steyptur í einu lagi, og gerði hann ráð fyrir því að byrjað yrði á því verki á næsta ári. íþróttahús vantar enn, og hef- ur því leikfimi ekki verið skyldu grein í skólanum og verður ekki, fyrr en fyrirhugað íþróttahús verður tekið í notkun, en því er ætlaður staður á lóð skólans. Verð ur það svo stórt, að skipta má salnum í tvennt' og kenna þar tveim bekkjum samtímis. Auk þess verður stórt svæði á lóðinni fyrif útileiki og á því vellir til hand- bolta- og knattspyrnuiðkana. í kjallara hússins er mjög mik- ið rými, og þar verða í framtíðinni ýmsar nauðsynlegar vistarverur, svo sem félagsherbergi nemenda, matstofa, fatageymsla og fleira. Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika, sem því eru samfara að reisa hús sem þetta í áföngum, sagði Guðmund- ur starfið ganga ágætlega og legðu allir, bæði kennarar og nemendur, sig fram við að yfirstíga þá erfið- leika, sem sköpuðust. í skólanum voru eins og fyrr var getið 160 nemendur á síðastliðnum vetri, og kennarar voru 6 auk rektors. í vetur verða hins vegar á þriðja hundrað nemendur og við bætast 7-8 kennarar. Það vekur athygli manns, hve allur frágangur í þessum skóla er góður og auðséð að áherzla er lögð án íburðar, en áherzla er lögð á að hafa allt sem einfald- ast og án íburðar, en fylgt kröf um um góðan aðbúnað kennara og nemenda þannig að skólinn geti sem bezt sinnt hlutverki sínu í nútímaþjóðfélagi. Hamrahlíðarskólinn verður lík- lega einn allrastærsti skóli á land inu, þegar byggingu hans er lokið, en flatarmál hæðar og kjallara er 7000 fermetrar. Áætlað er að skól inn fullgerður með öllum tækjum muni kosta 126 milljónir króna miðað við núverandi verðlag og bygg. hans verði lokið árið 1972. Menntaskólinn við Hamrahlíð. Til vinstri er álman, sem tekin var í notkun í fyrraliaust, en til hægri sér í álmuna, sem á að Ijúka fyrir veturinn. Á þaki byggingarinnar sér í stjörnuturninn |

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.