Alþýðublaðið - 27.07.1967, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 27.07.1967, Blaðsíða 10
Á annað hundrað manns við garðyrkjustörfin Mikið starf verður unnið í sum ar á vegum borgarinnar í garð- yrkjumálum. Aðalathafnasvæðið er við Miklatún og í Laugardal, en á báðum þessum stöðum eiga í framtíðinni að rísa upp gróður- sælir skrautgarðar, almenningi til skemmtunar og augnayndis á góð- viðrisdögum. Auk þess eru almenn ingsgarðar bæjarins skreyttir og haldið við eins og venjulega. Fyrir 17 júní var í Laugardal unnið allmikið ag því að græða hann upp og skreyta. og hefur því starfi verði haldið áfram. Nú er einkum unnið að græðslustörf- um kringum íþróttasvæðin. Það hefur reynzt mikið verkefni að þurrka Laugardalinn upp, því að hann er blautur mjög. Við Miklatún er einnig unnið af kappi og hefur verið plantað, en starfsemjn, bæSi í Laugardal og við Miklatún, er fyrst og fremst undirbúningsstarfsemi, svo sem ræktun grasflata og lagn- ing malarstíga, sem seinna verða steyptir eða hellulagðir. Bæði þessi svæði verða ekki fullunnin fyrr en eftir alllangan tíma. Á annað hundrað manns vinnur við garðyrkjustörf á vegum borg- arinnar í sumar, og er mikill hluti þess skólafólk. Á veturna er starfsliðið að sjálfsögðu mun fá- mennara. BRUTUST INN OG UNNU SPJÖLL KVDLD nokkurt fyrir skömmu stöðvuðu lögregluþjónar, sem voru á eftirlitsferð um Þver'holt. hér í bæ, tvo unga menn, er voru þar á ferli. Mikið hefur verið um innbrot á þessum slóðum undan- farið, svo að lögregluþjónunum þótti. hlýða að spyrja piltana ^vo hvernig á ferðum þeirra stæði svo seint um kvöld. Eitthvað voru svör þeirra loðin eða öfullnægj- andi og fóru lögregluþjónarnir með þá niður á lögreglustöð til frekari rannsóknar. Þar var leitað á þeim og kom í Ijós að þeir höfðu í fórum sínum fullkomið safn innbrotsverkfæra, svo sem kóngalykla, skrúfjárn og önnur tæki. Daginn eftir barst tilkynning um að brotizt hefði verið inn 'hjá verzlun Gunnars Ásgeirssonar og bárust böndin að piltunum tveim um þann verknað. Við nánari rannsókn kom fram að piltarnir höfðu framið um 11 meiriiháttar innbrot og þjófnaði á ýmsum stöð um í bænum auk nokkurra minni. Það kom einnig í ljós að einn ann ar piltur hafði átt þátt í nokkrum innbrotanna með hinum tveim- Þrátt fyrir mikið erfiði og ó- mak höfðu drengirnir heldur lítið upp úr krafsinu. Stærsti fengur þeirra var 14.600 kr. Á hinn bóg inn var tjón það sem þeir gerðu við innbrotin miklu meira. Hæsta skaðabótakrafa á þá 'hljóðar upp á 40.000.00 kr. og verður því ekki annað sagt, en að þetta sé lítt arð bær atvinnuvegur. Drengirnir þrír, eru 17, 18 og 19 ára gamlir, en samt hafa þeir •komið við sögu hjá lögreglunni áður. Tveir þeirra ‘hafa þegar fengið einhvers konar dóm og sá þriðji á von á dómi fyrir gamalt mál, sem er enn í rannsókn. Almenningur og 8 í ÞAÐ er ekki ofsögum sagt af ágsetum veiðimennskunnar, sérstaklega fyrir innisetumenn nútímans, sem sjaldan anda að sér fersku lofti og lifa í sí- felldri taugaspennu. Veiðistöng- in og vonin um fisk krefjast mátulega mikillar athygli til að bægja frá öllum heimsins á- hyggjum, og heilnæmi útiver- unnar verður ekkfi. metíð tií fjár. Björn Blöndal, skáld og veiðimaður, segir í einni bók sinni, að stangaveiðin sé „leiðarljós á dimmum dögum og svali í eyðimörkum mannlegs lífs.” Ekki þarf mikið til að taka upp vei&ímeivnsku á einfkildasta stigi, þótt einnig megi gera í- þróttina flókna og fyrirferðar- mikla. Hins vegar er vandinn sá, að einkaréttur manna á gæðum jarðarinnar er víst helgur bókstafur og þvi verður varla raskað, að eigendur veiði- réttinda ráði öllu um, hverjir fái að njóta veiðanna. Þeir vilja fá mikið fyrir sinn snúð, og laxveiðin er orðin auðugra manna íþróit. Aðra sögu er að segja af silungsveiði í vötnum. Á all- mörgum stöðum er tiltölulega létt að fá leyfi til slíkrar veiði. En þó væri ráð að auka þá mögu- leika, svo að þúsundir manna fái tækifæri til einhverrar veiði- mennsku. Á þetta ekki sízt við um unglingana. Ríkisvaldið á fjölda af jörðum og viða veiðirétt. Ætti ríkið að nota þessi réttindi sín til að veita þau álmenningi fyrir vægt verð og tryggja, að fáir hákarlar leggi ekki veiðina alla 'undir sig. Þá þyrfti að gæta þess, að sumarbústaðir verði ekki reist- ir á öllum bökkum helztu vatna, til dæmis í nágrenni höfuðstað- arins. Það verður að halda bökk- um vatnanna opnum og skipu- leggja almenningssvæði, þar sem fjöldinn allur getur stungið tán- um í vatnið í góðviðri á sumrin. Opinberir aðilar ættu að tryggja sér allan veiðirétt i nokkrum vötnum nálægt Reykja- vík: Kleifarvatni, Elliðavatni, Hafravatni, Þingvallavatni, Með- alfellsvatni og jafnvel Skorra- dalsixttni. Siðan ætti að gera myndarlegt átak til að rækta upp fiskistofna þessara vatna og leyfa loks ALMENNINGI að kom- ast að þessum vötnum, tjalda við þau og fiska í þeim. Það er nóg land fyrir sumarbústaði, þótt þeir loki ekki fegurstu vatns- bökkunum — og það er ekkert vit að láta nokkra ríka ein- staklinga fá allan veiðirétt með sumarbústöðum sínum. Það er nóg land undir bústaði, þótt þessum stöðum sleppi, og íbúar þeirra geta fengið sama veiði- rétt og annað fólk fyrir sama, lága gjaldið. Útivist og hvíld fólksins í þétt- býlinu er stórmál. Eins og er virðast engin yfirvöld láta sig þetta mál skipta. Er kominn tími til að á því verði breyting. Ófremdarástand ÞESSI undarlega bílalest er ekkert' einsdæmi-. Kópavogsbrúar og aðrir sem leið eiga um Hafn- arfjarðarveginn hafa slíkt og þvíumlíkt fyrir augunum dags daglega og stundum oft á dag. Þunghlaðnir tengivagnar silast eftir veginum og safna á eftir sér ógurlegri halarófu af bíl- um. Þessi sem myndin er af, nær alla leið frá kirkjugarðshlið inu í Fossvogi suður að Blóma- skála Þórðar á Sæbóli, sem er í lögsagnarumdæmi Kópavogs. Hafnarfjarðarvegurinn er fjöl- farnasta leið á öllu íslandi og því undarlegra að engar skorð- ur skuli vera settar við þunga- flutningum um hann á mesta’ annatíma dagsins, þegar bílaum- ferð er hvað mest á veginum. Margir bílstjórar hafa komizt í að vera stundarfjórðung af Öskjuhlíð og suður að Fossvogs- brú, sem skiptir löndum Reykja víkur og Kópavogs Liggur því í augum uppi að hér er um al- gera óhæfu og tillitsleysi við vegfarendur að ræða. Nú má enginn skilja þessi orð svo, að þungaflutningar séu ekki nauð- synlegir á þessari leið sem er eini tengiliðurinn milli höfuð- borgarinnar og' stórframkvæmd- anna í Straumsvík. Hitt' er svo annað mál, að í flestum menning arlöndum, og til þeirra viljum við væntanlega teljast, eru þungaflutningar eftir þjóðvegum ekki leyfðir nema á nóttinni og eru vegir þó skárri þar en hér, vægt sagt. Enn er eitt ósagt í þessú sam- bandi. Bílstjórar hinna stóru vagna kunna fæstir þá manna- siði að víkja út af veginum, sem er þó lafhægt á þessari leið, og hleypa með því umferðinni fram hjá sér. Það eru hreinar undan- tekningar ef svo vill tii. Sömu- leiðis eru lögregluþjónarnir í varðskýlunum í Kópavogi undar lega sinnulausir gagnvart þess- ari mjög svo óeðlilegu umferð um hábartan annadaginn! Stundum kemur þó fyrir að þeir stöðva vagnana og hleypi bíla- lestinni framhjá. En umfram allt, það verður að ráða bót c þessu ástandi. hið allra fyrsta. Eins og nú er málum háttað halda strætisvagnar varla áætlun og fjöldi manna verður of seinn í bankann að bjarga víxlinum sínum frá falli og af þessu stafar alls konar annað óhagræði og stundum kannski beinn skaði. Mótmæli Félags fslenzkra í MAÍ s.l. var (haldið námskeið leikstjóra hér í Reykjavík og var ýmsum leiklistarmönnum frá nágrannalöndunum boðin þátttaka. Hins vegar var Félagl ísl. leikritahöfunda eða einstök um leikritaihöfundum ekki boðin þátttaka t í námskeiðinu og sam komu þess. Hefði vissulega verið ástæða til að veita íslenzkum leikritahöfundum tækifæri til að kynnast þátttakendum ráð stefnunnar og máléfnum hennar, í stað þess að sniðganga þá. Án íslenzkra leikritahöfunda getur engin innlend leiklist þróazt, Það ætti því að vera takmark állra unnenda leiklistar að veita Framhald á bls. 15. J.0 27, júlí 1967 ALÞÝÐUBLAÐiÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.