Alþýðublaðið - 27.07.1967, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 27.07.1967, Blaðsíða 14
Frhv úr opnu. Þeirra Aldarafmælisbygginff verður því stjórnarráð. Sléttufylkið ALBERTA valdi þann kost að reisa í Edmonton myndarlega byggingu fyrir al- menningsbókasafn borgarinnar. AfmælisbyggingN OVA SCOT IA er hins vegar læknadeild- arhús, sem reist hefur veriö við Dalliousie háskólann í Ilali fax. Húsið ber nafn á ensku og heitir “Sir Charles Tuppcr Con federation Memoral Building.” Fleiri afmælisbyggingar eru ekki nefndar í bókinni, en þess ar gefa nokkra hugmynd um, hvað Kanadamönnum þykir við eiga stórafmæli. LoISobrigida Frh. úr opnu. ler — og Gina átti einnig sitt ást arævintýri með auðmanninum Kiek Riciardi. En strax og talað var um skilnað kepptust þau við að mótmæla, og sögðust verða að búa hvort út af fyrir sig vegna vinnunnar. Svona gekk þetta í nokkur ár. Skofic virðist alltaf verða alvar- legri og þunglyndari, en Gina aftur á móti geilsandi af ánægju. í júní 1965 sagði hún við tolaða- mann: — Mér líður dásamlega og það getur enginn tekið frá mér ánægjuna og veilíðanina, sem ég finn til. Nokkrum vikum seinna sagði Skofic við tolaðamenn í New York: Stundum er skilnaður óhjá- kvæmilegur. Að vera nauðugur í 'hjónabandi er verra en dauðinn 'fyrir b'áða aðila. Ef ég ætti að byrja upp á nýtt, myndi ég velja j gáfaða konu, sem gæti skilið vandamál mín. Með öðrum orðum, raunverulegan félaga- Og svo kom að endanlegum skilnaði. Mike jr. á að vera hjá móður sinni, en faðirinn getur iheimsótt hann þegar hann vill. Saman eiga foreldrarnir að á- kvarða um skólagöngu hans og framtíð. Og strax eftir skilnaðinn fór Gina til Sviss með son sinn. en þar hefur hún að nokkru búið undanfarin sjö ár. Eftir tvö ár get ur hún gerzt svissneskur ríkisborg ari. Mike hefur. aftur á móti sótt um ríkisborgararétt í Kanada, og þau geta því skilið að lögum eftir nokkur ár, en það geta þau ekki samkvæmt ítöslkum lögum. „Nú er úti.. Frh. af 5. síðu. ræði á einum stað en í öðrum toókum, er t.d. að finna fjöl- margar vísbendingar um, að gæfusamlegra sé að sofa ekki lengi fram eftir, sbr. morgun- stund gefur gull í mund o.fl. Þó eru sumir svo kynlega af guði gerðir, ef maður á að vera að blanda honum í málið, að þeir vilja helzt sofa fram á hádegi og eru ekki sæmilega vaknaðir fyrr en undir mið- nætti. Ég er einn í þeim flokki. Ég hef alltaf verið morgunsvæf astur. Hversu oft hafa ekki ferðafélagar mínir orðið að rífa mig upp úr svefnpokanum og berja mig <á fætur eftir að öll góð orð og slæm voru þrot- in. Samt er ég ekki forhertari í eigingirninni en það, að ég (held, að eitthvað sé til í þessu morgun -stund -ber-gull-í-mund tali, þó að ég hins vegar hafi bent morgunmönnum á, að fleira kunni að leynast hér á bak við en algild og óvéfengj- anleg ireynsla kynslóðanna. Vera kann sem sé, að hér komi fram gamalt og eigingjarnt at- vinnurekenda sjónarmið, reynt hafi verið að koma því inn hjá hjúunum, að ekki væri hollt að liggja alltof lengi fram eftir á morgnanna, eða annað af lík- um toga spunnið. Samt sem áður hallast ég að því sjónarmiði í ferðalögum, að heillavænlegra sé að taka daginn snemma og leggja tím- anlega upp t.d. í fjallgöngur og ekki sízt á jökla. Kemur hvort tveggja tii, að skyggni er tærast að morgni dags og jöklagangan verður oft erfið, þegar fram kemur á daginn, snjórinn meyrnar og mýkist i sólbráðinni og hitanum, svo að janvel þeir sökkva í, sem hafa ■léttasta syndabaggann að bera. Þetta sjónarmið um fótaferð artímann styður líka gamall húsgangur, sem trúverðugur og margreyndur ferðagarpur •kenndi mér, og ef til vill á hann erindi til fleiri en mín, en vísan er svona: Öll þig lýja örlög grimm og þér ylgir lukkan, ef að þú á fætur fimm ferð þegar er klukkan. Meistaraniót Frh. af 11. sí«5u. Þrístökk: Guðmundur Jónsson, HSK, 14,16 m. Karl Stefánsson, KR, 14,09 m. Sigurður Sigmundsson, UMSE, 13,39 m. Jón Þ. Ólafsson, ÍR, 13,39 m. Ólafur Unnsteinsson, HSK, 13,35 m. Friðrik Þór Óskarsson, ÍR, 13,22 m. Sleggjukast: Jón H. Magnússon, ÍR, 51,38 m. Þórður B. Sigurðsson, KR, 50,51 m. Þorsteinn Löve, ÍR, 50,02 m. Erlendur Valdimarsson, ÍR, 42,44 m. Stangarstökk: Valbjörn Þorláksson, KR, 4,30 m. Hreiðar Júlíusson, KR, 3,95 m. Páll Eiríksson, KR, 3,65 m. Magnús Jakobsson, UMSK, 3,50 m. Karl Hólm, ÍR, 3,20. björn, Halldór G. og Þorsteinn) Sveit Ármanns, 3:44,7 mín. KONUR: Kringlukast: Friður Guðmundsdóttir, ÍR, 32,50 m. Dröfn Guðmundsdóttir, UMSK, 29,65 m. Sigurl. Hreiðarsdóttir, UMSE, 25,28 m. Sigrún Sæmundsdóttir, HSÞ, 24,81 m. Elsa Tryggvadóttir, UMSK, 23,61 m. Sigríður Eiríksdóttir, ÍR, 22,64 m. 80 m. grindahlaup: Lilja Sigurðardóttir, HSÞ, 12,8 sek. Þuríður Jónsdóttir, HSK, 13,4 sek. Bergþóra Jónsdóttir, ÍR, 13,4 sek. Unnur Stefánsdóttir, HSK, 14,1 sek. Guðrún Guðbjartsdóttir, HSK, 15,9 sek. Ragnheiður Davíðsdóttir, ÍR, 16,6 sek. 4 x 100 m. boðhlaup: Sveit HSÞ, 53,2 sek. ísl.met (Sigrún Sæm., Guðrún B., Þorbj. Aðalst. og Lilja Sig.) Sveit HSK (a), 54,9 sek. Sveit ÍR, 54,9 sek. Sveit UMSK, 55,1 sek. Sveit HSK (b), 55,3 sek. Golfkeppni Framhald 11. síðu. 100-25 75 högg. 4.-6. Jón Þór Ólafsson 92 — 17 75 högg. Án forgjafar: 1. Arnkell B. Guðmundsson 43 — 48 91 högg. 2. Jón Þór Ólafsson 45—47 92 högg. 3. Sveinn Snorrason 51—44 95 högg. Berserkur og flatarkeppni Þessi tvískipta keppni hefur löngum verið vinsæl meðal kylf- inga. Að þessu sinni tóku um 20 þátttakendur þátt í keppn- inni. Berserkur er högglengdar- keppni, þar sem slegið er af teig með dríver (trékylfa) Hlutskarp- astur varð Ólafur Bjarki Ragnars son með 207 m. högg og hlýtur því sæmdarmerkið Berserkur G.R. 1967, Ólafur Bjarki hefur oft unnið þessa keppni áður og hlaul nú bikarinn til eignar, þar eð þetta var í þriðja sinn í röð, sem hann bar sigur af hólmi. Ann ar varði Árni Brynjólfsson með 198 m. hövg. Flatarkeppnina sigraði Sigurjón Hallbjörnsson, þótt hann væri meiddur á hendi. Sigurjón hefur leikið golf í 25 ár og ætti því að kunna réttu t'ökin á golfhöggum sem þessum. fóynþáftaóeiröir Frh. af 1 síðu. Whitney Young og Philip Rand- clph gáfu út sameiginlega yfirlýs- ingu, þar sem sagði, að morð, gripdeildir og íkveikjur — væru glæpir og þeir, sem stæðu að glæp um, væru meðhöndlaðir sem af- brotamenn. Ennfremur segir í yfirlýsing- unni, að óeirðirnar eyðileggi fyr- ir toorgararéttindahreyfingunni, blökkumönnum og þjóðinni í beild. í yfirlýsingunni eru hvítir menn hvattir til að láta af göml- um fordómum gegn blökkumönn- um og vinna með þeim að því að koma á friði í landinu. Johnson, forseti, hélt ræðu í dag og hvatti fólk alvarlega til þess að koma á friði í þeim borgum, sem nú væru sem lamaðar eftir óeirðirnar, og hann bað fólk um að virða lög landsins- Hann sagði í ræðu, sem hann hélt yfir æsku- fólki í garðinum á bak við Hvíta húsið í dag, að Bandaríkin hefðu, alltaf verið byggð af fólki, sem vildi breyta ríkjandi skipulagi, en að vera endurbótasinni væri líka að vera ébyrgur og ekki mætti eyðileggja eða þurkka út það, sem byggt hefði verið upp. í Detroit er nú allt með kyrr- um kjörum. Fallhlífarhermennirn ir og þjóðvarðliðar hafa borgina algjörlega á sínu valdi, en í nótt voru leyniskyttur á vakki og skot bardagar háðir. Yfirmenn hersins telja, að menn séu komnir yfir það versta, en ekki er hætt á neitt. Strangur hervörður er hafður víðs vegar og minnsta merki óeirða er kæft í fæðingunni. Við ihöfum öll völd austan meg- in, — en við vitum ekki enn hvern ig þetta snýst vestan megin, sagði John L. Throckmorton, hershöfð- ingi á blaðamannafundi í dag. Leyniskyttur láta þar enn nokk uð að sér kveða, — en hervörður er öflugur. Eftir þriggja sólarhringa kyn- þáttaóeirðir í Detroit er vitað, að 33 hafa fallið, meir en 1000 særzt, um það toil 2.500 hafa ver- ið teknir höndum og eignatjón er gífurlegt. Meðal Ihinna handteknu eru þrjár hvítar leyniskyttur og eitt síðasta fórnarlamb leyniskyttn- anna var fjögurra ára gömul hvít stúlka, sem var að leika sér á stofugólfinu heima hjá sér- Búizt er við, að um 100 leyni- skyttur séu enn að verki vestan megin og ekki er að vita, hvernig tekst að hafa hendur í hári þeirra. Lesið Alþýðublaðið Hjól alls konar hjól fyrir sjónvarpstæki og húsgögn og vöruvagna. Vald. Poulsen hf. Klapparsítg 29 sími 13024 Suðurlandsbraut 10 sími 38520. Maskínuboltar Borðboltar Múrboltar Vald. Poulsen hf. Klapparsítg 29 sími 13024 Suðurlandsbraut 10 sími 38520. 400 m. hlaup: Þorsteinn Þorsteinsson, KR, 48,2 sek. (Unglingamet) Þórarinn Arnórsson, ÍR, 49,9 sek. Trausti Sveinbjörnsson, FH, 50,1 sek. Jóhann Friðgeirsson, UMSE, 52,8 sek. Gunnar Snorrason, UMSK, 54,9 sek. 100 m. hlaup: Valbjörn Þorláksson, KR, 11,2 sek. Ólafur Guðmundsson, KR, 11,4 sek. Reynir Hjartarson, ÍBA, 11,4 sek. Trausti Sveinbjörnsson, FBf, 11,5 sek. Höskuldur Þráinsson, HSÞ, 11,6 sek. Kringlukast: Erlendur Valdimarsson, ÍR, 48,13 m. Þorsteinn Alfreðsson, UMSK, 47,08 m. Hallgrímur Jónsson, Á, 46,62 m. Þorsteinn Löve, ÍR, 45,66 m. Jón Þ. Ólafsson, ÍR, 43,41 m. Arnar Guðmundsson, KR, 40,34 m. 1500 m. hlaup: Halldór Guðbjörnsson, KR, 4:02,5 mín. Gunnar Kristinsson, HSÞ, 4:04,3 mín. Þórarinn Arnórsson, ÍR, 4:11,1 mín. Gunnar Snorrason, UMSK, 4:22,9 mín. Ólafur Þorsteinsson, KR, 4:32,1 mín. Þórarinn Sigurðsson, KR, 4:41,5 mín. 4 x 400 m. boðhlaup: Sveit KR, 3:25,4 mín. (Ólafur G., Val- Rýmingarsalan hjá Toft Ennþá er til nokkurt magn af hinum fjölbreyttu birgðum verzlunarinnar og skal hér bent á það helzta: Hinar vinsælu poplínskyrtur á 4ra til 12 ára verð 50-60.-. Hvítar karlm. poplínskytrur nr. 40 og 43 á kr. 150.-. (Bláar no. 40 og 41 á kr. 150.-, drapplitaðar nr. 38 39 og 40 á kr. 150.-.) Hvítar karlm. prjónanylonskyrtur, allar stærðir á kr. 150.-. Hvítar drengja poplin- skyrtur nr. 30 - 35 á kr. 58.-. Barna og fullorðinspeysur úr ull, dralon, orlon og baðm- ull á minna en hálfvirði. Telpukjólar á IV2 til 2ja ára úr hvítu poplíni, verð kr. 55.-. Barnanáttföt, samfestingar á 60.-, tvískipt, á kr. 95.-, 3 stærðir. Karlmanna rykfrakkar úr dökkbláu og dökkbrúnu popplíni á kr 395.-. Kven-skyrtublússur úr dökkbláu, hvítu og drappl. popl. á 150,- stærðir 38 og 40. Lakaefni, vaðm. venda 2 m. br. á 98.-, 140 cm á br. á kr. 47,- mtr. Lakaefni, óbleikað 140 cm. br. á kr. 35,- mtr Damaskefni, hv. á kr. 54.- misl. á 65.— og 69.- kr. mtr. SængurveraléreTt, rósótt 140 cm br. á kr. 40.- mtr. Frotte- efni 90 cm. br. á kr. 65,- mtr. Frotte handklæði hvítí 2 stærðir á 25 kr. (misl. á kr. 48,- og 38.- stk.. amerísk Cannon rósótt á 75.-kr. stk) Eldhúshandklæði á 25,-kr. Þurrk ur á kr. 16.-. Baðhandklæði 150x80 cm. á kr 115.-. Nylonsokkar á 25,- 20,- og 15.. kr. parið. Krepsokkar á kr. 50.- 40.- og 45,- parið Krepblúndu sokkar á 70.- kr. Karlm. krepsokkar á 32,— kr., baðmullar á kr. 19.50. Silkisokkar á 10 kr. Baðmullarsokkar á kr. 15. ATH.: SENDUM ALLAR VÖRUR í PÓSTKRÖFU. Verzlunin H. TOFT Skóiavörðustíg. J.4 27. júlí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.