Alþýðublaðið - 27.07.1967, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 27.07.1967, Blaðsíða 7
ALBERT Luthuli er látinn, en stjórnmálalega séð hefur hann verið úr leik í mörg ár. Sú stjórn, sem í Suður-Afríku, þaggaði niður í honum og hefti frelsi hans í mörg ár í skjóli þeirra laga, sem banna starf- semi kommúnista þar í landi. Þessi stjórn sem byggir vald sitt á því, að lítill minnihluti sópar að sér auðaefum og völd- um með því að kúga meirihlut- ann, stjórnmálalega og þjóðfél- agslega. Hin mikla ógæfa hyíta minnihlutans í Suður-Afríku er ef til vill sú, að hann kom ekki auga á, að Luthuli var kannski hans síðasta von. Höfðinginn Albert Luthuli, fæddist árið 1898 nálægt Bula. ivayo í Suður-Rhodesíu, en ólst upp í Natal í Suður-Afríku. Hann var náskyldur höfðingja Zulu-ættbálksins, Avasemkhol- weni, og tók við stöðu hans ár- ið 1936 eftir nám við trúboðs- skóla bæði i Afríku og Ame- ríku. Fyrst í stað reyndi hann að koma einhvei-ju áleiðis í hinum svonefnda "ráðum inn- fæddra", sem hvíta stjórnin kom á fót, -en þegar hann sá að þar varð engu náð, gerðist hann virkur þátttak- í fjólda- Samtökum blökkumanna, Afri- can National Congress, -og sjö árum síðar varð hann forseti þessara samtaka. Stjórnin skip aði honum að segja af sér öðru hvoru embættinu, -höfðingja- embættinu eða embætti blökku mannasamtakanna, -en þegar Luthuli féllst ekki á það, settu stjórnarvóldin hann af sem höfðingja. Allt um það var hann alltaf höfðingi í augum allra litaðra manna í Afríku. Næstu árin gerði stjórnin allt sem hún þorði, til þess að koma í veg fyrir, að hann léti aö sér kveða í stjórnmálum, bannlýsti hann ákærði hann, handtók hann. Hann var leidd- ur fyrir rétt en ekki dæmdur til fangavistar. Árið 1959 var honum skipað að halda sig í heimabæ sínum Groutville í fimm ár, og árið 1964 var á- kveðið að framlengja þá vist enn um fimm ár. Þrátt fyrir öll boð og bönn John Vorster, þáverandi dóms- málaráðherra, - núverandi for- sætisráðherra, tókst Luthuli að hafa mikil og róandi áhrif á milljónir hinnar svörtu Afríku sérstaklega á árunum milli 19 50-60 og í byrjun þessa áratugs Albert Luthuli. þegar valdastóll. hvítu stjórnar innar skókst af mótmælahol- skeflum . svarta meirihlutans. Hann boðaði án afláts fagnað- arerindið um baráttu án vald- beitingar og fyrir skerf sinn fékk hann Nóbelsverðlaun árið 1961. Ferðin til Osló til að taka við verðlaununum, -sem var síðasta ferð hans út fyrir strendur Afríku, var sigur- ganga. En meðal yngri manna í ANC fór að gæta óánægju með hæg- læti Luthulis, -þeir kröfðust bardaga með vopnum, þar eð hvíta stjórnin sendi hermenn gegn friðsamlegum mótmæla- aðgerðum þeirra. En allt þetta kafnaði í fæð- ingunni, því að samtök blökku- manna voru bönnuð, og undir forystu Vorslers varð Suður- Afríka að algjöru lögregluríki, þar sem virk andspyrnuhreyf- ing gat illa þróazt í dagsljós- inu. Luthuli missti áhrifavald sitt innan frelsishreyfingarinn- ar En gagnrýnin hefur ekki þagnað. Margir blökkumenn í Afríku halda því fram nú, að vopnuð uppreisn á árunum 19 59-61 hefði leitt af sér fall Ver- vood-stjórnarinnar. Hugsjón- ir Luthulis - andspyrna án vald beitingar- í anda kristinnar trú ar og Gandhi hefði komið í veg fyrir sigurstranglega bylt- ingu, sem að ðllum líkindum hefðj kostað minna blóð en uppgjörið, sem óhjákvæmilega hlýtur að bíða í framtiðinni. Svo segja þeir. En útlægur leiðtogi ANC leggur á það áberzlu, að þrátt fyrir þétta sé Luthuli mjög dáð ur í Suður-Afríku. . Luthuli gat neytt milljónir kúgaðra blökkumanna til aS halda að sér höndum, þegar þeir vildu berjast. Hann trúði því statt og stöðugt, að hið góða mundi sigra að lokum. En nú virðast blökkumennirnir í Suður-Afríku vera hættir að trúa á það fagnaðarerindi. Kannski var Luthuli líka far- inn að gefa upp vonina. Hann, sagði oft, að hann væri ekkil frábitinn valdbeitingu, -svo! framarlega, að 611 önnur sund væru lokuð Nú virðast öll sund lokuð. Luthuli reyndi til hins ítrasta, en árangurslaust, að byggja brú yfir það djúp, sem stað- fest er á milli kúgarans og hins kúgaða. En staurblindur minni hlutinn einangraði sína einu von. Nú er enginn til að bera klæði á vopnin. Þegar stjórnin svipti Luthuli höfðingjatigninni sagði hann: "Ég skelli ekki skuldinni á hvítu mennina sem einstakl- inga. Vald hvíta mannsins hef ur komið honum í siðferðis- lega veika aðstöðu. Við verðum að hafa meðaumkun með hon- um, -hvers vegna ættum við að hata þann vesaling? Hann hlýt ur að iðrast, -það er allt og sumt". ^^sg MUN HAB Minningarorð: BJÖRGVIN HELGASON í DAG verður til moldar borinn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði Björgvin Helgason, sjómaður, en hann lézt 20. júlí sl. Björgvin var fæddur í Reykjavík 10. júlí 1904, sonur hjónanna Sigurbjart ar Halldórsdóttur og Helga skip- stjóra Gíslasonar. Árið 1910 flytjast foreldrar Björgvins að Hliðsnesi og skömmu síðar að Brekku á Álftanesi, og þar ólst !hann upp að mestu leyti ásamt systur sinni Huldu, en þrjú syst- kini hans dóu í bernsku. Móðir Björgvins, Sigurbjört, var kominn af harðdrægu vest- firzku sjómannafólki og faðir hans ihafði verið sjómaður með- an 'heilsa entist, svo að það er ekki að undra þó að sjómennska hafi snemma tekið hug hans all an. Aðeins 15 ára er íiann fyrst ráðinn á skip hér i Hafnarfirði, og eftir það er lífsstarf hans ráðið. í tæp fimmtíu ár stundaði •hann sjóinn og var þá meðal annars rúm þrjátíu ár á togur- um. Við, sem ung erum í dag, eig um bágt með að trúa því, 'hversu mikið erfiði og þrældómur sjó- mannsstarfið hefur verið, og hvernig 'á því 'hefur staðið, að nokkur ungur maður gat valið sér það að ævistarfi. En lífsbar áttan var ihörð og erfið, og helztu tekjumöguleikar þá voru á sjónum fyrir unga og hrausta menn. Björgvin varð snemma þekktur til sjós fyrir dugnað sinn og þekkingu og var því eft irsóttur til starfa um borð. Hann var lengst af bátsmaður, þegar hann var á togurunum og var þá rómaður fyrir ósérhlífni og stjórnsemi- En þó að Björgvin hafi verið einstakur þrekmaður sjálfur og vinnuþjarkur, þá var hann eigi að síður aðgætinn og tillitssamur við aðra, enda ó- venju greindur og þroskaður maður. Árið 1928 giftist Björgvin eft irlifandi konu sinni, Þorbjörgu Eyjólfsdóttur, frá Hákoti á Álfta nesi, og hafa þau búið !hér í Hafnarfirði allan sinn búskap. Þau hjónin eignuðust þrjú börn, sem nú eru öll uppkominn, en þau eru: Sólveig, gift Jóhannesi Jónssyni, lögregluþjóni, Eyjólf- ur, viðskiptafræðingur, giftur Elsu Antonsdóttur, og Guðfinna gift Sigurði Emilssyni, fulltrúa bæjarfógetans í Hafnarfirði. Þar sem Björgvin var oft lang tímum saman að heiman, féll það í hlut konu hans að annast 'heimilið, og þann starfa rækti frú Þorbjörg með slíkum mynd- arbrag, að til fyrirmyndar er tal ið, enda einkenndist hjónaband þeirra og Jieimilislíf af ástúð og gagnkvæmu trausti. Björgvin var mikill bókamaður og vel sjálfmenntaður enda veit ég fáa, sem lesið hafa jafnmikið Björgvin Helgrason. og hann, einkum af þjóðlegum fróðleik, kvæðum og rímum, þ» að hann flíkaði ekki mikið þekk ingu sinni. Hann hafði ríkan skilning á högum annarra, og þó sérstaklega þeirra, sem hann taldi standa höllum fæti. Hjarta lag hans var að gleðja og gefa, og sá eðlisþáttur hans verður okkur minnisstæðastur,. Það lýsir Björgvin ef til vill bezt, að þó að hann hafi nýlega gengið undir tvo stóra upp- skurði, og bar því að hafa held ur hægara um sig, var hann kominn aftur á sjóinn. Skapið var þannig og áhuginn, að hann undi því ekki að sitja auðum •höndum. Hann var hrifinn á brott snögglega fyrir aldur fram mitt úr striti hins daglega lífs, öllum harmdauði, er hann þekktu. Um leið og ég þakka fyrir vin áttu þína, votta ég eiginkonu og vandamönnum samúð mína. Blessuð sé minning þín. ' Sigurður Emilsson. ¦; m HAFNARFJÖRÐUR-HAFNARFJÖRÐUR Stærsta málverkasýning og bókamarkaður, sem haldinn ' hefur verið í Hafnarfirði. Fjölbreytt úrval af málverkum og bókum. , Notið þetta einstaka tækifæri. Opið til kl. 10 e. h. Málverka- og bókamarkaðurinn ' í Góðtemplarahúsinu. t 27. jútí 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ f>

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.