Alþýðublaðið - 31.08.1967, Page 11

Alþýðublaðið - 31.08.1967, Page 11
Undir beru lofti Framliaid aí tals. 7. an, sem ók bíl og fórst það vel úr hendi og óaðfinnanlega. Ætli þeir séu ekki ;komnir á jarðýt- urnar líka. Eftirfarandi frásögn \ er hins vegar af sæluhúsadraug ^ af gamla skólanum og höfð eftir séra Jóni Finnssyni að Hofi í Álftafirði. Sæluhúsið á Eskifjarðarheiði stendur við gil eitt, en niðri í gilinu á að haldast við draugur i eða óvættur, sem gerði og ger- ir þeim, sem lágu í sæluhúsinu, ýmsar brellur. Einu sinni fyrir langalöngu fór piltur um heiðina, sem hét Þorlákur og ætlaði í Hólaskóla. Hann heyrir að kallað er niðri í gilinu oneð dimmri og drauga- legri röddu: „Hvað heitirðu? — Hvers son ertu? Hvaðan ertu? Hvert ætlarðu og -hvað margra nátta er tunglið?“ Þorlákur svar ar samstundis: „Þorlákur heiti ég. Þórðarson er ég. Úr Múla- sýslu kem ég. í Hólaskóla ætla ég, og níu nátta er tunglið". Það fylgir sögunni, að ef Þor- láki hefði einhvers staðar orðið orðfall, þá hefði óvætturin feng- ið vald yfir honum. Einu sinni svaf maður sem oft ar í sæluhúsinu um hávetur. Honum var um og ó að láta fyr- irberast þar um nóttina, því að húsið var mjög illræmt fyrir reimleika, en það var ekki ann- ars kostur. Maðurinn fór upp á loft og lokar hleranum. Svo ætl- ar hann að reyna til að sofna, , en getur það ekki. Allt í einu heyrir hann, að sæluhúshurðinni er hrundið upp mjög hju'kalega. Hann verður guðsfeginn og held ur fyrst, að hér sé kominn ein- hver, sem hann geti haft sér til afþreyingar um nóttina. —• Hann heyrir nú dómádags gaura gang niðri, og þá fer honum ekki að verða um sel, því að þá j sá hann, að gesturinn mundi eng inn annar vera en draugurinn sjálfur. Skarkalinn færist alltaf innar eftir, og seinast upp í stig ann. Loks hrekkur hlerinn upp og maðurinn sér, að einhver hvít flygsa er að hrökklast upp á loftið. Hann sér að við svo bú- ið má ekki standa, stekkur upp, snýr sér að flygsunni og segir: „Far þú í grængolandi, sjóðbull andi, hurðarlaust helvíti“. — Þá hrökklast flygsan ofan. Nokkru seinna hefst sami skarkalinn niðri og áður. Maðurinn var ein beittur ,stekkur niður og ætlar að reka þennan djöful út, en óð- ara og hann er kominn niður, er þrifið heldur óþyrmilega í hann. Hann tekur á móti og það er ekki að orðlengja það. Hann er að glíma við þennan fjanda alla nóttina, og vann hvorugur á öðr um. — Morguninn eftir fundu ferðamenn hann í öngviti í einu húshorninu, nær dauða en lífi af þreytu og hræðslu, en ekki varð honum samt neitt rneint við viðureignina við drauginn. Loks er hér saga úr Fljótshlíð inni, sem gerðist fyrir ekki mörg ; um árum og veit ég ekki til að hún hafi verið skrásett fyrr en hér. Kynni hún að toenda til þess, að sæluhúsadraugamir ♦- væru ekki dauðir úr öllum æð- : um, þótt færri sögur fari af ij þeim en áður. Fljótshlíðingar eiga gangna- I mannakofa á svokölluðum Ein- hyrningsflötum vestan Markar- fljóts gegnt Almenningum. Einu sinni sem oftar gistu þeir í kof- anum og barst í tal þeirra um ' kvöldið, að reimt væri í kof- j anum og kunnu ýmsir sögur af j draugunm. Meðal gangnamanna ; var ungur piltur, sem dró mjög í efa allar líkar sögur og kvaðst ekki trúa á tilveru drauga eða afturgöngur. Hafði hann uppi skorinort tal um kvöldið, sem ungum mönnum er títt og frýjun arorð: komdu ef þú ert til og þorir. — Var síðan lagzt til svefns. Lágu gangnamenn þve'rs um á kofagólfinu hlið við hlið, og gat enginn komizt út, nema þeir fremstu, án þess að hinir yrðu þess varir. Ofurhuginn, sem nefndur var, svaf innst við gafl í kofanum. Leið svo nóttin. En í lýsingu um morguninn, þeg ar gangnamenn vakna, brá þeim heldur en ekki í brún, pilturinn var hvergi sjáanlegur, hafði þó enginn orðið var við hreyfingu í kofanum um nóttina. Var nú farið að svipast um og fannst hann von bráðar, þar sem hann lá úti undir vegg nær dauða en lífi af kulda, því frost var og snjóföl á jörðu. Engin skýring hefur fundizt á þessu, en það er hald manna, að draugsi hafi ekki staðizt ögrunina og tosað piltinum út úr kofanum um nótt ina. Kópavogur Alþýðublaðið vantar börn til blaðburðar í Austurbæ. Upplýsingar hjá afgreiðslu blaðsins í Kópa- vogi í síma 40753. ALÞÝÐUBLAÐIÐ PADIONETTE tækin henta sveitum iandsins. Með einu handtaki má kippa verkinu innan úr tækinu og senda það á viðkomandi verkstæði — ekkert hnjask með kassann — auðveidara í viðhaldi. Radionette-verzlunin Aðalstræti 18 sími 16995 ÁRS ÁBYRGÐ Aðalumboð: Einar Farestveit & Co. hf. Vesturgötu 2 Börnin no1 fnrpldrarnir verða nrnó.o'leóa sammála um iað kauna hjá okkur. Nýkomnar sérstaklega fallegar og vandaðar skólatöskur í feikna úrvali. Margir litir. Mjög hagkvæmt verð vegna stórra innkaupa beint frá erlendum verksmiðjum. PEi^íPIAVESiCi í mjög miklu úrvali. PLAST í rúllum, utan um skólabækur, margir litir. Bókamiðar, sjálflímandi, margar stærðir. ALLAR SKÓLAVÖRURNAR EINS OG ÁVALLT í MESTU ÚRVALI HJÁ OKKUR Pappírs- og ritfangaverzlunin 31. ágúst 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.