Alþýðublaðið - 13.10.1967, Síða 7
PÓLÓ 06 BJARKI
VINSÆLLIEN
ÞORVALDUR OG
EYDAL
Póló og bjarki vinsælli en .. ..
í LÖGUM unga fólksins s. 1.
þriðjudag var sérstaklega getið
um fimm vinsælustu lögin. Gerð
ur Guðmundsdóttir kyrinti og
birtum við listann hér að neðan:
1. San Francisko............
Scott MacKensey
2. Glókollur................
Póló og Bjarki
3. Even the bad times are good
Trcmelous
4. Angelia..................
Dumbó og Steini.
5. Lási skó................
Póló og Bjarki
Plöturnar með Póló og Ingi-
mar Eydal komu út um sömu
heigina, en eins og sjá má, þá
er ekkert lag á listanum mcð
Þorvaldi Halldórssyni. Hins veg
ar eru tvö lög með Póló og
Bjarka.
Angelia hafði um alllangan
tíma hertekið fyrsta sætið, en
nú hefur San Francisko haslað
sér þar völl.
Það væri mjög æskilegt, að
stjórnendur Laga unga fólksins,
þau Gerður Guðmundsdóttir og
Hermann Gunnarsson kynntu
sérstaklega fimm vinsælustu lög
in í hverjum þætti.
Hér eru Monkees óhultir fyrir aðdáendunum bak við lás og slá. Dave er fyrir miðju.
Ofsafengnir aðdáendur
ÞEGAR minnzt er á Monkees,
kemur nafnið Davy Jones jafn-
skjótt í huga manns. Það er eng
inn vafi, að hann er vinsælast-
ur þessara frægu fjórmenninga,
þó hann sé þeirra minnstur.
Það hefur mikið verið rætt
og ritað um þau ærs!, sem grípa
aðdáendur hinna ýmsú beat-
hljómsveita, er þeir komast í
sjónmál við þessi átrúnaðargoö
sín. Þetta hefur verið kallað ýms
um nöfnum, allt frá múgsefjun
til tímabundins brjálæðis. En
hvað um hljómsveitarmeðlim-
ina? Eru þetta ekki oft og tíð-
um nokkuð dýrkeyptar vinsæld-
ir?
Við skulum nú fá Davy til að
segja okkur frá aðdáendum Mon
kees.
— Það gengur á öllum ósköp-
unum, þegar við komum heim að
lökinni hljómleikaferð. Aðdá-
endurnir flykkjast hundruðum
saman á flugvöllinn og margir
þeirra hafa beðið í heilan sólar-
hring. Ja, ;þá er eins gott að það
viðri vel. Síðan er við komumst
loks að bifreiðinni undir öflugri
lögreglufylgd, tekur ekki betra
við, því flest bessara ungmenna
eru á sínum eigin bifreiðum og
auðvitað er okkur veitt eftirför,
en 50 mótorhjólalögreglumenn
sjá um að halda tryllitækjunum
í hæfilegri fjarlægð.
Það hættulegasta, sem við höf
um ennþá lent í var í Cleveland
Ohio. Er við komum til borgar-
innar gekk mjög illa að fá inni
fyrir Monkees á þokkalegu hó-
teli, því flest þeirra höfðu hýst
,,bítla“-hljómsveitir og höfðu
ekki hug á að endurnýja kynni
sín við ,slíka ,,músíkanta“, enda
töluðu brotin húsgögn og a^i'ar
skemmdir sínu máli, en auðvit-
að höfðu hinir ærslafullu að-
dáendur verið þar að verki. —
Það fór þó svo, að við vorum
liýstir á allsæmilegu hóteli og
auðvitað var okkur smyglað með
mestu leynd, en er við ætluðum
út um bakdyrnar kvöldið, sem
hljómleikarnir áttu að vera, brá
okkur heldur -betur, því fyrir ut
an biðu okkar um fimmtíu þús
und ung-menna. Verðir okkar
fóru á undan okkur út til að
ryðja veginn, en enginn má við
margnum, því í næstu andrá
tóku ca. 30 stúlkur sig saman
og réðust að lífvörðunum, sem
voru brátt ofurliði bornir. Þeg-
ar hér var komið sögu vorum
við virkilega hræddir. — Svona
nokkuð hafði ekki hent okkur
áður. Ég veit ekki hvernig við
komumst lifandi út úr þessu, en
aldrei hef ég verið eins feginn
að heyra í sírenu lögreglunnar.
CLIFF VINSÆLASTUR í BRETLANDI
Cliff brosir sæll og ánægður og
ekki að ástæðulausu.
NÚ fyrir skömmu voru úrslit
kunn í skoðanakönnun enska
músíkblaðsins Melody Maker. —
Vinsælasta hljómsveitin 1967 er
The Beatles. Procul Horum
fengu flest atvkæði fyrir tveggja
laga plötuna ,,Whiter shade of
pale“. Á listanum yfir LP-plöt-
urnar eru Beatles efstir með S.
G. T. Pepper’s. í skoðanakönnun
þessari var einnig leitað til les-
enda með hvaða sjónvarpsþættir
væru vinsælastir á meðal unga
fólksins. Monkees eru þar fjórðu
í röðinni, en hlutskarpastur
varð þátturinn Top of the pops.
Vinsælasta söngkonan þetta ár-
ið er Dusty Springfield.
En titilinn vinsælasti brezki
söngvarinn 1967 hreppti Cliff
Riehard. Tom Jones er á hæla
honum, Cat Stevens þriðji.
— Það kom mér vægast sagt
mjög á óvart, að ég skyldi
hreppa titilinn, segir Cliff í við
tali við Melody Maker. Ég hafði
fastlega reiknað með því að Eng
ilbert Humberdiek myndi hljóta
hann.
Cliff hefur ávallt verið valinn
vinsælasti söngvarinn í þessari
könnun, síðan fyrst var efnt til
hennar árið 1960, að undanskildu
síðasta ári, en þá tók Tom Jones
af honum kórónuna og settist
sjálfur i hásætið.
— Ég hafði alls ekki reiknað
með að vinna titilinn 1966, seg-
ir Cliff, — svo að það var mér
ekki eins mikið láfall, er ég
frétti um úrslitin. En þeim mun
glaðari er ég með að hafa unn-
ið titilinn í ár. Ég var ánægður
að Tom Jones skyldi hreppa
hnossið á síðasta ári, því hann
Tom Jones hefur örugglega hug
á að endurheimta titilinn ,,VIN-
SÆLASTI BREZKI SÖNGVAR-
INN“.
er hreint út sagt stórkostlegur
söngvari.
Þá má að lokum bæta því við,
að það er ekkert hæft í því, að
Cliff ætli sér að hætta að
syngja.
N.k. fimmtudag þann 19. þ.m. liefjast aftur sýningar í Þjóðleikhús-
inu á söngleiknum Hornakórallinn, en höfundar eru sem kunnugt er
þeir félagar; Oddur Björnsson, Leifur Þórarinsson og Kristján Árna
son. Leikurinn var sýndur seint á s.l. leikári og vannst aðeins tími
til þess að hafa 7 sýningar á leiknum s.l. vor. Hornakórallinn hlaut
góðar viðtökur og þykir mjög nýstárlegt leikrit og voru dómar gagn-
rýnenda yfirleitt mjög jákvæða.
Um 20 leikendur taka þátt í sýningunni. Leikstjóri er Benedikt
Árnason, en leikmyndir eru gerðar af Gunnari Bjarnasyni. Aðalhlut-
verkin tvö eru leikin af Róbert Arnfinnssyni, sem er Djöfsi, og Þóra
Friðriksdóttir fer með hlutverk, Móðurinnar.
Erlingur Gíslason og Sigríður Þorvaldsdóttir fara einnig með stór
hlutverk í leiknum og er myndin af þeim í hlutverkum sínum.
13. október 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ J