Alþýðublaðið - 13.10.1967, Side 9

Alþýðublaðið - 13.10.1967, Side 9
■ : 1 . ■ JT [|||§ •• mMPa, 1 SKJALA- GEYMSLU HURÐIR eru {yrirliggjandi Landssmiðjari Sími 20680. inga séu tryggð á sama veg og gert var um þær framkvæmdir, er þegar hefur verið ráðizt í. Sem fyrst verði kannaðir til hlítar möguleikar á vinnslu nyt- samra efna úr sjó og undirbúin stækkun áburðarverksmiðju. Markaðsaðstöðu erlendis þarf að bæta, m. a. með tafarlausri fullnaðarkönnun á' möguleikum á aðild að Fríverzlunarbanda- laginu, jafnframt því, sem leit- að verði viðhlítandi samninga við Efnahagsbandalagið, enda sé það ljóst frá upphafi, að full aðild kemur þar ekki til greina. Stöðugt verði unnið að öflun nýrra markaða í samvinnu víð samtök atvinnuveganna. Með þessum og öðrum ráðum verði stuðlað að því, að þjóðar- tekjur geti sem skjótast aukizt á ný, og mun þess eftir föngum gætt, að jafnframt því, sem at- vinnurekstur búi við skilyrði, er veiti möguleika til áframhald- andi vaxtar, fái aimenningur svo milkum hluta aukins arðs sem unnt er. Um þessar og aðrar efnahags- ráðstafanir til tryggingar kjörum almennings og atvinnurekstri hyggst - ríkisstjórnin hafa sam- ráð við almannasamtök, þ. á. m. Stéttarfélög. Þessi er meginstefnan, sem samkomulag hefur orðið um að fylgja, og héfur jáfnframt verið samið um - framgang nokkurra sérstakra- mála. Haldið verði áfram að starfa að . áætlunargerð um fram- kvæmdir og efnahagsþróun, eft- ir því, sem reynsia hefur leitt í ljós, að við eigi hér á landi. Sérstök áherzla sé á næstu ár- um lögð á áætlunargerð til eins árs í senn til stuðnings við mörkun stefnu í efnahagsmálum og fjármálum jafnframt því, sem unnið sé að áætlunum til langs tíma um einstakar greinar opin- berra framkvæmda og opinbers reksturs. Hraðað verði áætlun- um um þróun einstakra byggðar- laga og landshluta og reynt eftir föngum, að hagnýta áætlunargerð um þróun atvinnugreina til langs tíma. Almannatryggingar verði end- urbættar í samræmi við fengna reynslu hér og annars staðar og leitazt við að íslenzkt trygg- ingarkerfi haldist í fremstu röð. Kappsamlega verði hgldið áfram undirbúningi almenns lífeyris- sjóðs fyrir alla landsmenn. í húsnæðismálum verði öll aðstoð af hálfu ríkisins sam- ræmd, svo að sem flestir mögu- leikar skapist fyrir nægilegum byggingum með sem minnstum, tilkostnaði, enda verði, jafn- framt því sem opinber stuðn- ingur við byggingar haldist, stuðl- að að eðlilegri samkeppni í byggingum. Gerð verði áætlun til nokkurra ára, hliðstæð þeirri, sem nú er hafin framkvæmd á í Reykjavík, um fjöldaframleiðslu íbúða fyrir ■ efnalítið fólk ann- ars staðar í þéttbýli, þar sem, þörf er fyrir hendi. Verðtrygg- ing húsnæðislána VerSj þam--( ræmd reglum um víðtæka verð- tryggingu f járskuldbindinga, sem er í undirbúningi. Stefnt verði að því að bæta enn menntunarskilyrði æskunn- ar í því skyni, að hún öðlist þá þekkingu og tækni, sem allar framfarir byggjast nú á í vaxandi mæli. Fram fari allsherjar , lendurskoðun á fræðslukerfinu og í því sambandi lögð sérstök áherzla á áframhaidandi- undir- búning og framkvæmd áætlana í menntamálum. Stefnt verði að því, að vaxandi hlutfallstala hvers árgangs stundi framhalds- nám. Haldið verði áfram endurbót- um í löggjöf og framkvæmd í heilbrigðismálum. Sett verði ný lög um almennt og samræmt heUbrigðiseftirlit í öllu land- inu. Lagt verði kapp á að ljúka áætlunargerð um byggingar heil- brigðis- og rannsóknarstofnana í tengslum við Landsspítalann og framtíðartengsl hans og ann- arra heilbrigðisstofnana við læknadeild háskólans. Unnið verði að aukinni hagkvæmni á grundvelli nýrrar tækni í rekstri sjúkrahúsa og á annan hátt gerð- ar ráðstafanir til þess að aukin fjáröflun til heilbrigðismála nýtist sem bezt. Endurskoðað verði skipulag yfirstjórnar heil- brigðismála. Gerð verði áætlun. um varan- legar vegabætur og leitað láns- fjár til þeirra framkvæmda, — enda verði umferðagjald lagt á notkun varanlegra vega, jafn Framhald á bls. 10 Húsnæði óskast Húsnæði 1500—1800 fermetra í steinhúsi óskast til leigu (helzt á einu gólfi). Tilboðum sé skilað á skrifstofu vora, Borgar- túni 7, fyrir 20. þ.m. Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins. KITCHEN AID & WESTINGHOUSE viðgerðarþ j ónusta. Viðgerðir og endurbætur á raflögnum. Hringið í okkur í síma 13881. RAFNAUST SF. Barónsstíg 3. Sendisveinar óskast hálfan eða allan daginn. — Þurfa að hafa hjól. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Sími 14900. B laðburðarbörn vantar í Kópavog. Upplýsingar í síma 40753. 13. október 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ €$

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.