Alþýðublaðið - 13.10.1967, Síða 14

Alþýðublaðið - 13.10.1967, Síða 14
VIÐ erum ekki hlutlausir! Kynnizt baráttumálum samtíðarinnar. Fylgizt með starfi og stefnu Aiþýðufiokksins. Alþýðuflokkurinn hefur Iykilaðstöðu í stjórnmálunum. Hann starfar af ábyrgð — og nær árangri. Kaupið og lesið ALÞÝDUBLADID 4 NÝIR UMFERÐA MÁLAKLUBBAR í s.I. viku stoínaði Baldvin Þ. Kristjánsson á vegum SAM- VINNUTRYGGINGA fjóra nýja um ferðarmálaklúbba, sem kall- ast ÖRUGGUR AKSTUR - til við bótar þeim 25 víðsvegar á landinu, sem áður höfðu verið myndaðir af sömu aðilum. Sá fyrsti þessara fjögurra síð- ustu - Klúbburinn Öruggur Ak- stur á Siglufirði, var stofnaður þar á Hótel Höfn mánudaginn 2. okt. s. 1.. Fundarstjóri stofn- fundarins var Jóhann Þorvalds- son kennari. formaður Kaupfél- ags Siglfirðinga, en fundarritari Hjálmar Stefánsson gjaldkeri. Stjórn Siglufjarðarkhibbsins skipa þessir bifreiðarstjórar: Sigurjón Steinsson, formaður Jón Þorsteinsson, ritari Jóhannes Jósefss., meðstjórn- andi. í varastjórn klúbbsins eru: Egill Stefánsson kaupmaður Anton V. Jóhannesson kennari Árni Magnússon bifreiðarstj. Annar í röðinni - Klúbburinn Öruggur Akstur á Ólafsfirði - var stofnaður þar í Félagsheimilinu Tjarnarborg, þriðjudaginn 3. okt. Fundarstjóri stofnfundarins var Ármann Þórðarson kaupfélags- stjóri, en íundarritari Stefán B. Ólafsson, múrari. Stjórn klúbbsins skipa þessir- menn: Guðmundur Gíslason, krana- stjóri, Ólafsfirði, formaður. Ármann Þórðarson, kaupfél- agsstjóri, s. st. ritari. Jón Árnason bóndi, Káifsá, í varastjórn eru: Sveinbjörn Árnason bóndi, Syðri-Á, Ingvi Guðmundsson iðnverkam. Ólafsfirði, Helgi Sveinsson verzlunarmaður s.st. Þriðji klúbburinn — Klúbb- urihn ÖRUGGUR AKSTUR á Kópaskeri, með félagssvæði Norður-Þingeyjarsýslu vestan Axarfjarðar — var stofnaður í Hótel K.N.Þ. þar í þorpinu fimmtudaginn 5. okt. Stofnfund arstjórinn var Þórarinn Haralds son bóndi að Laufási í Keldu- hverfi, en fundarritari Friðrik Jónsson deildarstjóri á Kópa- skeri. Stjórn klúbbsins skipa þessir: Friðrik Jónsson, formaður, Þorsteinn Steingrímsson, Hólá, Kelduneshr., Þorgrímur Þor- steinsson, Klifshaga, ritari með- stjórandi. Varastjórnarmenn: Þórarinn Haraldsson, Laufási, Öxarfjarð- arhr., Kelduhverfi, Sigurður Har aldsson, Núpskötlu, Presthólahr. Fjórði og síðasti af þessum ný stofnuðu umferðarsamtökum — Klúbburinn ÖRUGGUR AKST- UR á Þórshöfn — var stofnaður í Félagsheimilinu þar föstudag- inn 6. okt. sl. Fundarstjóri stofn fundarins var Sigurður Jakobs- son gjaldkeri, en fundarritari Þórarinn Kristjánsson oddviti, Holti. Félagssvæði þessa klúbbs er Norður-Þingeyjarsýsla aust- an Axarfjarðarheiðar. Stjórnina skipa þessir menn: Aðalbjörn Amgrímsson flug- vallastj. Þórshöfn, formaður, Eggert Ólafsson bóndi, Laxár- dal, ritari, Tryggvi Sigurðsson, bifreiðastj. Þórshöfn, meðstj. Varamenn í stjórn eru: Lárus Jóhannesson bóndi, Hallgilsstöðum, Sauðaneshr., Benedikt- Sölvason, Hvammi, Svalbarðshr., Arnór Haraldsson, verzl.m. Þórshöfn. 14 13. október 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Þrátt fyrir annir og illviðri á flestum þessara staða, voru fram angreindir stofnfundir klúbb- anna furðuvel sóttir og umræður víða fjörugar. Auk framsöguer- indis Baldvin Þ. og almennari umræðna voru umferðarkvik- myndir sýndar á öllum fundun- um og veitingar framreiddar í boði hinna nýstofnuðu klúbba. Þá fóru og í öllum tilfellum fram viðurkenningar- og verðlauna- veitingar SAMVINNUTRYGG- INGA fyrir öruggan akstur i 5 og 10 ár framað og með árinu 1966. Áhugi á umferðarmálum kom allstaðar fram og greini- legur grundvöllur fyrir umferð- aröryggissamtök leyndi sér hvergi. íslenzk tónlist verbi kynnt iafnt og myndlist Á aðalfundii Tónskáldafélags- ins var nýlega samþykkt einróma svohljóðandi ályktun: „Aðalfundur Tónskáldafélags ís lands 29. september 1967 þakkar útvarpsstjóra og samstarfsmönn- um hans alla framkvæmd tónlist- ardaga Norræna tónskáldaráðsins, er haldnir voru í Reykjavík ný- lega. Jafnframt lætur fundurinn í ljós þá von að framkvæmd þessi megi verða upphaf að aukinni kynningu íslenzkrar tónlistar í dagskrá hljóðvarps og á efnisskrá opinberra tónleika einkum ihjá Sinfóníuhljómsveit íslands. Það hlýtur að verða krafa Tón- skáldafélags íslands að komið verði á kynningu íslenzkrar tónlist ar með svipuðum hætti og kynn- ingu íslenzkrar myndlistar, en það myndi verða talin óviðeigandi frammistaða ef listasafn ríkisins kynnti nær egnöngu erlenda list og ef val þar sýndra listaverka væri tilviljunum háð. Það er því eindregin ósk Tón- skáldafélags íslands að t.d. á hverjum tónleikum Sinfóníuhljóm sveitar íslands verði kynnt a.m.k. eitt íslenzkt verk og að dagskrár nefnd tónlistar fyrir opinbera hljómleika og útvarp, skipuð kjömum sérfræðingum, hafi yfir- umsjón með dagskrárvali".

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.