Alþýðublaðið - 01.03.1968, Side 1

Alþýðublaðið - 01.03.1968, Side 1
Föstudagur 1. marz 1968 — 49. árg. 47. tbl — Verð kr. 7 Mávur flaug á botu FÍ Þeg-ar Giillafxj, þota Flugfé- lags íslands, var að búa sig undir að lenda hér á sunnudagskvöld varð það óhapp, að fugl lenti á nefi hennnr «5 olli einhverjum skemmdum. Þar er algengt, að fuglar lend’i á flugvéium, þegar þær lækka flug og eru að búa sig undir að lenda. Vegna þessa atviks hafði frétta maður samband við Svein Sæm undsson blaðafulltrúa F.í og innti hann eftir þessu óhappi. Sagði hann, að í lendingu s.l. sunnu- dagskvöld hefði fugl lent á fremsta hluta radarsins og við það hafi komið smábrestur í hlif ina yfir radarnum. Flugmennirnir hefðu orðið varir við smáhögg, þegar þeir voru að lenda. Þetta smáhögg hafi komið, þegar fugl- iinn hafi lenti á vélinni, Sagði Sveinn, að nú væri búið að gera við skemmdina. Þar sem Framhald á 2. síðu. NÝTT IÐN- SKÓLÁHÚS í gær var ráðherrum og öðrum gestum sýnt húsnæði það, sem Iðnskóli Reykja- víkur hefur nú fengið til afnota í Landssrniújuhús- inu, og verður þar til húsa verkleg kennsía, sem sam- kvæmt nýju iðnfræðslulög unum á að flytjast 5nn í skólana. Á myndinni sést for maður Iðnfræðsluráðs, Ósk ar Hallgrímss., flytjia ræðu^ en nánar verður skýrt frá hinl nýja húsnæði í blaðinu síðar. Mesta flóð, sem orðið hefur í manna minnum’ varð í Ölfusá í fyrrinótt. Flæddi þá inn í mun fleiri hús á Selfossi en nóttina á undan. Margt fólk varð að flýja hýhýli sín vegna vatns, sem flæddi inn í húsin. Marg ir hafa orðið að skilja meginþorra innhús eftir um- ílotið vatni. Gífurlegt tjón hefur orðið hjá mörgum íbúum Selfoss. Tilfinnanlegast er tjónið hjá fólki við Selfossveg og Þóristún. í fyrrakvöld fór vatnsleiðsla Selfoss í sundur og varð bærinn þá vatnslaus, þ.e.a. s. að vatn fékkst ekki úr krönum. Þetta var ekki kom- ið í lag í gær síðdegis. í aðalflóðinu í fyrrinótt komst vatnið inn í nýju símstöðina á Selfossi og hefur kom- ið ólagi á símakerfið, þannig að í gær var erfiðleik- um háð að ná símsambandi innanbæjar. Talið er, að flóðið í fyrrinótt sé það allra mesta, sem orðið hafi í Ölfusá frá upphafi. Engar sögur munu herma önnur eins flóð í ánni. í gær var Tryggvaskáli umflot inn vatni upp að gluggum. Álit ið var í gær, að áin væri stífluð austur af Sandvíkurbæjunum. Síðdegis í gær var farið að sjatna eitthvað og hafi vatnsborð ið lækkað um 30-40 cm. frá því sem það var hæst í fyrrinótt. Talið er, að flóðið í fyrrinótt hafi verið talsvert miklu meira en það sem varð árið 1948. Til þessa hef ur verið talið að það flóð væri það mesta, sem orðið hafi í ánni í gegnum allar aldir. í fyrrinótt komst hæðarflóð- markið þó yfir hæðarflóðmarkið frá 1948 - a.m.k. 7cm. yfir það. Flæddi þá inn í mun fleiri hús en nóttina á undan. Mjög tilfinn .inlegt tjón varð hjá fjölmörg- im fjölskyldum, sem búa í hús- um.sem standa lágt og nærri ánni. Gífurlegt eignatjón hefur orðið hjá mörgum fjölskyldum á Sel- fossi og liggja innanstokksmunir umra f jölskyldanna ; undir vatni án þess að nokkru hafi verið unnt að bjarga. í fyrrinótj; hafði flest fólk, sem býr í húsunum, sem vatn ið flæddi verulega inn í , forðað sér út, áður en aðalflóðið skall á. Alþýðublaðið hafði samband við Tómas Jónsson, lögregluvarð- stjóra, á Selfossi og spurði hann hvernig ástandið væri þar í gær. Tómas sagði, að heldur væri farið að minnka í ánni, en naum ast væri enn sjónarmunur á. Þó hefði mælingar gefið í ljós, að vatnið í ánni hefði lækkað um 30 .40 cm. frá því flóðið var mest. Tómas sagði, að í fyrrinótt hafi I flætt inn í ennþá fleiri hús á Sel fossi en nóttina áður. Skiljan- lega hefði flætt inn í rr.örg hús við Selfossveg og Þóristún, en einnig hefði flætt inn í íbúðar- hús við Fagurgerði, Grænuvelli og Hörðuvelli og þá hafi einnig flætt inn í kjallara nokku .'ra húsa við Austurveg. Tjón rafi örugg- lega orðið mest við Selfossveg og Þórisfún en þar hafi flest fólk ver ið farið úr húsunum, iður en mikla flóðið kom í fyrriuótt. Framhald 2,. síðu. HVER B Greinilegt er að mikið eignatjón hefur orðið í vatns flóðunum miklu undanfarna daga. Ekki mun enn liggja fyrir, hve mikið tjónið er, en það skiptir millj- ónum eða tugmilljónum. En hver her skaiðann af þessu tagi eða fellur skaðinn bótalaust á hlutaðeig- andi eiganda? Alþýðubl. snéri sér í gær til nokk urra aðila til að fá upplýsingar um þessi efni. Og éftir því sem við komumst næst munu eignir þær, sem skemmzt hafa eða eyði- lagzt af völdum flóðanna, yfirleitt ekki verið vátryggðar. Telja marg ir að yfirleitt sé ekki hægt að fá tryggingar fyrir sköðum af þessu tagi, en slíkar tryggingar munu þó vera til, ef eftir þeim væri leitað. Ýmsar eignir og mannvirkí í eigu hins opinbera hafa orðið illa úti í flóðunum, og brýr sums staðar skemmzt, en slíkar eign ir munu aldrei vera tryggðar, og verður því ríkissjóður að bera það tjón bótalaust. Húseignir munu heldur ekki vera tryggðar fyrir flóðum, og venjuleg heimilis trygging nægir alls ekki til þeirra td á Selfossi munu allniargir hafa fengið sér slíka tryggingu í þeirri trú að hún bætti tjón, sem yrði við það að vatn kæmist í kjall ara eða ylli öðrum skemmdum. En þegar eftir er leitað nú, kem ur upp úr kafinu, að slík trygg- ing nær eingöngu til vatns úr leiðslu í húsinu sjálfu on ekki vatns sem kemur að utai. Fáein stórfyrirtæki á landinu hafa tryggt fyrir öllu hugsanlegu tjóni, þar á meðal flóðum eins og þeim sem nú hafa geisað. Á- burðarverksmiðjan féngi t.d. bætt tjón sem yrði á henni vegna slíkra atburða. En yfirleitt niunu eignir vera ótryggðar í slíkum tilvikum, Framhald á 2. síða. Fundi kvöld 1 Fulltrúar launþvga <-S at- vinnurekenda áttu tvó fundi með sáttasemjara í gær um vísitölumálið. Ekkl .•nioaðist í samkomulagsátt. Annar fundur er boðaður klukkan 20,30 í kvöld.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.