Alþýðublaðið - 01.03.1968, Side 11

Alþýðublaðið - 01.03.1968, Side 11
Ræða viðskiptamálaráðherra Framhald af 3. síðu. er oft haldið fram, að Seðlabank inn og ríkisstjórnin hafi talið, að hið nýja gengi gæti tiryggt hallalausan og styrkjalausan rekstur allra islenzkra útflutn- ingsatvinnuvega. Þetta er ekki rétt. Hvorki Seðlabankinn né ríkisstjórnin sagði nokkurn tíma, að rekstur íslenzkra utfluínings atvinnuvega myndi verða halla- laus vegna hins nýja gengis, heldur, að gengisbrcytingin mundi stuðla að hallalausum rekstri. Okkur var öllum lióst, að fleira yrði að koma til, e£ um hallalausan rekstur ætti að geta verið að ræða og að afkoma ein stakra greina útflutningsatvinnu veganna væri svo ólík, að sama gengi gæti aldrei hentað þeim öllum. Auk þess verður að cegja það umbúðalaust og hiklaust, að höfuðsjónarmið í sambandi við gengis'ákvörðunin var ekki að hafa hana svo mikla, að telja mætti líklegt að útflutnigsat- vinnuvegir gætu að meðaitali vænzt hallalaus rekstrar, hejdur bitt, að ganga ekki lengra en svö, að iaunþegar gætu sætt sig við þær verðhækkanir, sem af gengislækkuninni mundu h.ijót- ast. Ríkisstjórnin og Seðlabank inn töldu' að það væri mikilvæg ara, að gengislækkunin væri meiri en svo, að rökstudd von væri til þess, að launþegasamtök in mundu una henni og kaup- gjald þannig haldast óbreytt, en hitt, að hún ein tryggði útfhitn. ingsatvinnuvegunum að meðal- tali hallalausan rekstur. Ef geng islækkunin hefði verið meiri cn búast mátti við, að launþegasam tökin sættu sig við, og keup- hækkun hefði því siglt í kjölfar liennar, þá hefði sú gengislækk un orðið útflutningsatvinnuveg- unum að rniklu minna liði en. minni gengislækkun, sem laun- þegasamtökin sættu sig við. Þetta var meginsjónarmiðið, sem réði ákvörðun Scðlabankans og ríkisstjórnarinnar. Það skal hins vegar fúslega játað, að þegar hið nýja gengi var ákveðið, vissum við ekki allt, sem við vitum nú, um ýmis mik ilvæg atriði, sem taka hefði þurft tillit til við gengisákvörð- unina. Hér er fyrst og fremst um þrjú atriði að ræða. í fyrsta lagi var gert, ráð fyrir því, að gengisfelling - sterlingspundsins mundi ekki hafa éhrif á verð- lag á fiskj í Sovétríkjunum og það mundi því geta haldizt ó- breytt, reiknað á föstu gengi sterlingspundsins. Reyslan hefur hins vegar orðið sú, að Sovétrík in hafa ekkj einu sinni fengizt til þess að greiða óbreytt verð í pundum. Verðið í Sovétríkjun- um hefur þess vegna beinJínis lækkað, og raunar þetta veruleg um fjárhæðum, sem ekki var reiknað með, þegar gengið var ákveðið. Á sama tíma hefur hins vegar verð á olíu, sem við kaupum frá' Sovétríkjunum, hækkað mikið í samræmi við olíuverðs og flutningskosinaðar á heimsmarkaði. í öðru iagi var reiknað m?ð því, að verð á lýsi og mjöli værj þá í aigjöru lágmarki, en mundi fara eitt- hvað hækkandi á næstu ínánuð um. Sú von hefur ekki ræt.zt. í þriðja og síðasta ,agi hefur kom ið í ljós að raunveruleg afkoma hraðfrystiiðnaðarins á árinu 1966 var lakari en bráðabirgða- niðurstöður um hag þeirra, er lágu fyrir í nóvember, bentu til. Stafaði þetta af því, að frysti- húsin sjálf höfðu í reikningum sinum fyrir 1966 ekki tekið nægi legt tillit til áhrifa verðfallsins. Allt þetta bendir til þess að geng islækkunin hefði átt að vera meiri en hún var, ef eingöngu hefði verið höfð hliðsjón af Jiags munum útflutningsatvinnuveg- anna. En þetta jafngildir ekki því, að Seðlabankinn og ríJús- stjórnin hefðu haft gengislækk- unina meiri, þótt allt þetta, sem nú er vitað, hefði verið vitað í nóvember. Ég fyrir mitt leyti befði talið, að réttara hefði ver ið að ákveða gengið eins og það var ákveðið og gera síðan til við bótar þær ráðstafanir, sem nú liafa verið gerðar til aðstoðar bátaflotanum og braðfrystiiðnað ii um. Að öðrum kostl hefði verð hækkunin og þær byrðar fyrir 1; unþega, sem hún hfur í för rneð sér, orðið ennþá meirj og þá minni líkur til þess, að vinnu- friður geti haldizt. Hann hangir nú að vísu á- veikum þræði, og mun. ég síðar víkja að því. en enn veikari liefði þráðurinu orð 'r ef gengislækkunin hefði ver ið höfð meiri. Þá kem ég að spurningu.nni um, hvort réíta leiðin til þess bæta úr lánsfjárskortinum, sem allir kvarta undan, sé sú, að hætta við innlánsbindinguna svoköiluðu í Seðlabankanum eða araga eitthvað úr henni. Ég held, að um ekkert atriðj ís- lenzkra efnahagsmála sé jafnoft sagt jafnmikið rangt og um ii-.n- lánsbindinguna eða „sparifjár- frystinguna“ í Seðlabankanum, eins og hún er oft kölluð. Svo að segja dag eftir dag og viku eftir viku getur það að lesa í blöðum, að Seðlabankinn taki úr umferð og ,,frysti“ stórfé fyrir atvinnuvegunum. Það er eins og margir haldi, að Seðlabankinn taki til sín talsverðan hluta þeirra peninga, sem spar'fjár- eigendur leggja inn í viðskipta- bankana, setji þá í kistur niðri í kjallaranum hjá sér og loki þeim vandlega. En þetta er lierfi legur misskilningur. Þessi mis- skilningur á líkiega rót sína að rekja til þess, að meðan Seðla- bankinn var að koma upp gjald- eyrisvarasjóðnum á árunum 1960-65, fékk hann meira fé írá viðskiptabönkunum og spari- sjóðnum en hann lét til þeirra. Nokkur hluti af heildarspirnaði þjóðarinnar gekk m. ö. o. til SeðJabankans til þess að hann gæti eignazt gjaldeyrisvarasjóð erlendjs. Og hvernig átti Seðla- bankinn að geta eignazt gjaldcyr isvarasjóðinn öðru vísi? Giald- eyrisvarasjóffur er hluti af Jieild arsparnaðj þjóðarinnar. Seðla- bankinn gat ekki komið honum upp, nema honum yrði fenginn til ráðstöfunar innanlands hluti af sparnaðinum. Á þessum árum jukust og útlán Seðlabankans til útflutningsatvinnuveganna, þ. e. kaup hans á afurðavíxlum í jávar útvegs og landbúnaðar. Hvernig átti Seðlabankinn að geta r.’.ikið útláh sín til sjávarútvegs og landbúnaðar nema með því að fá til umráða nokkurn hluta af sparifjármynduninni? Þetta átti sér stað á þessum árum. Það er rétt, að á þessum árum fékk Seðlabankinn meira fé frá viS- skiptabönkum og sparisjóðum en liann lánaði til sjávarútvegs og landbúnaðar. Mismunuriiin rann í gjaldeyrisvarasjóðinn er- lendis. En liin miklu umskipti í efna hagsmálum og peningamáJum þjóðarinnar á undanförnum V/2 til 2 árum hafa gerbreytt þessu. Bundna féð í Seðlabankanum nemur nú 1900 millj. króna. Út- lán Seðlabankans til annarra en ríkissjóðs nema nú um 2500 milljónum króna. Útlán Seðla- bankans eru nú m. ö. o. 600 millj ónum króna meiri en allt það fé sem Seðlabankinn hefur í vörzlu sinni frá viðskiptabonk- um og sparisjóðum. í dag er því í raun og veru algjörlega rangt að tala um, að Seðlabankinn ,,bindi“ nökkurt fé. Hann á 600 milljónir króna útistandandi hjá öðrum deildum banka- og fjár- málakerfisins. Enn skýrari verður þessi mynd, ef athuguð er þróunin á síðastliðnu ári. Samkvæmt þeim reglum, sem gilda um sparifjár- bindingu, lögðu bankar og spari sjóðír á síðastliðnu ári 181 millj. kr. inn í Seðlabankann. En aukn ing skulda banka og sparisjóða við Seðlabankann og minnkuð innistæða þejrra hjá honum nam 356 milljónum króna. Bankar og sparisjóðir fengu því næstum. tvöfalt meira fé hjá Seðlabank- anum á síðastliðnu ári, en þeir lögðu inn í bann samkvæmt hind ingarreglunum. Auk þess lúnaði Seðlabankinn f járfestingarlána- stofnunum á síðastliðnu ári 192 millj. króna. Hækkun á skuid ríkissjóðs og ríkisstofnana nam 458 milij. króna. Og að síðustu námu kaup á verðbréfum og minnkun mótvirðisfjár 115 miRj ónum króna. Fé það, sem Seðla- bankinn lét af hendi á siðast- liðnu ári, nam þannig 1121 millj kr. Fé það, sem Seðlabankinn. fékk frá bönkum og sparisjóðum s em hlutdeild hans í innistæðu- aukningu þejrra eða sparnaði þjóðarinnar, nam aðeins 181 miRj. króna. Seðlabankinu lét því á síðastliðnu ári af liendi 940 millj. kr. meira fé en bann fékk. Nú er von, að menn, spyrji, hvernig Seðlabankinn hafi getað gert þetta. Svarið cr fólgið f mjnnkun gjaldeyrisvara sjóðsins, sem nam svipaðri upp- hæð. Það, sem Seðlabankinn gerði á síðastliðnu ári, var m.ö. o. að liann breytti hér um bíl heJmingi gjaldeyrisvarasjóðsins í útlán innanlands, hann flutti um það bil helming gjaldeyris- varasjóðsins inn í landið og not aði hann til aukinna útlána. Samt eru menn að lesa Það daá Framhald á 15. síðu. VéShjél á sérstöku íækifærisverði til afgreiðsiu í vor „RIGA 3“. Höfum gert sairning við rússneska fyrirtækið „AVTOEXPORT“ um sölu á „ Riga 3“ vélhjólum til íslands. Verð á fyrstu sendingu er sérstaklega lágt og ekki hægt að áhyrgj- ast að óbreytt verð haldist áfram. Söluverðið mun ekki ná 10.500,00 kr. Til tryggingar fullkominni varahlutaþjónustu hefur seljandi sam- þykkt að hafa alla varahluti ávallt fyrirliggjandi í tollvörugeymslu. Helztu tækniatriði eru: L j ósaútbúnaður. Fullkomið verkfærasett. Bögglaberi. 48 kg. Rúmlega 2 hestöfl. 2ja gíra. Vökvakúpling. Demparar aftan og framan Vélhjólið er til sýnis í TRABANT-búðinni að Tryggvagötu 8, tekið á móti pöntunum nú þegar. TRABANT - umboðið Tryggvagötu 8, Reykjavík — Símar 18510 og 19655. ■ 1. marz 1968 ALÞÝÐUBLAÐtÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.