Alþýðublaðið - 01.03.1968, Side 16

Alþýðublaðið - 01.03.1968, Side 16
Jarðvinnsla með-stórvirkri 21 ára Á Norðurlandaþingi í Osló var haldiö eitt heriegt þing af höfðingjum Norðurlanda, en foringjar gengu þar fræknir um kring og fullir af norrænum anda. Og skrafað var og skeggrætt þar, en skýlaust er merkust sú fréttin, að einróma samþykkt og ákveðið var að afnema hnefaréttinn. Og þar sátu að öidrykkju þolnir menn og þágu ekki lakasta kostinn, og gjarnan má reyndar geta þess enn. hver guðsgjöf er blessaður þorstinn. Mörg íþrótt var framin í Oslóarstað að endingu og fiðla strokin, en Surtseyjarrímu ráðið kvað í rökkrinu í vökulokin. SÁ SPAKI SEGIR . . . Mannleg hugsun er svo merki. leg: að ekki einu sinni mannles’ liugsun getur skil'ið hana... tækni nútímans... Alþýðublaðið. Það var þó gott, að tæknin skuli vera orð'in myndug... Það á ekki af þeim að ganga á Selfossi. Nú eru þeir orðnir vatnslausir ofan á allt annað..,. Væri það ekki öruggara að þess ir hestamenn fengju sér flóð- hesta. .. Á ÞVEITINGI VÍSNAÞÁTTUR: Við höfum nú þreytt þorrann það sem af er vetri og eftir er að vita hvort Góan verður nokkuð betri og í kvöld skuU um við helga þáttinn, þeim sem fara snemma í háttinn og hlusta á nokkrar þunglyndar vísur, sem okkur hafa borizt utan af landsbyggðinni, þar sem veturinn kemur harðast niður á útigangshrossunum. Þá er hér fyrst vísa frá Freyju í Fagradal. Hún er svona: Ekki er lífið laust við skrekk. Langur vetur þrumar. Ég má þola þennan trekk þangað til í sumar. Þetta er vel að orði komizt og þá skulum við heyra aðra vísu úr annarri átt og hún er svona: Því er hnípinn þanki minn og þorir ekki að múðra, að á mig spilar andskotinn allegro með lúðra. Vísan barst okkur austan af landi með tuttuguogfimmkalli innaní, til að við segðum ekki til höfundar. Næstu vísu verður eiginlega að tvítaka til skilningsauka og dugir tæpast til. Annað vísuorðið er greinilega þannig til komið að höfundur hefur ekki haft annað nærtækara, Hún er á þessa leið: Gigt — ófétið tók mér tak. Tólin lagði fjögur, Yrki ég fyrir áftan bak, allar mínar bögur, Svoddan endemi myndi ég aldrei láta frá mér fara í útvarp, en höfundurinn kallar sig Siggu á sveitinrii. En það eru fleiri mýs í mysunni. Maðurinn hennar Mjónu, sendir okkur stolna vísu. Vísu sem ég fór með eftir sjálfan mig í síðasta þætti. Svoleiðis háttalag er ekki til fyrirmyndar, fþó vísan sé góð auðvitað). Blessuð sæla Sveitin mín svona líka hnellin. Þú ert grettið greppitrýn og Guð hvað þú ert smellin. Þessi vísa kemur ykkur lúustendur góðir kannski spánskt fyrir sjónir, en hún er svona samt. Vísan er eftir Ninnu á Nýlendugötunni og það felst í henni smellinn orðaleikur. Hún er nefnilega um tík sem heitir Sveit. Ninna er ekki nema rétt um hálfþrítugt og svona bráðþroska eftir aldri. Ég veit líka að ykkur kæmi ekki á óvart þó að hún væri mín skilget- in dóttir. Nú er farið að líða á tímann okkar eins og vant er og þegar hæst stendur í stönginni. Við því er ekkert að gera frekar en vant er, en að sætta sig við það. Og að endingu vil ég kveðja ykkur með þessari vísu, sem ég orkti í gær- morgun. Vísunni fylgir eins og vant er kveðja lil ykkar allra snjöllu skáldkonur: Á mér brennur augna þinna eldur, hjartað mitt. Mér er orðið mál að finna meyjarhandtak þitt. GADDUR.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.