Alþýðublaðið - 01.03.1968, Síða 6

Alþýðublaðið - 01.03.1968, Síða 6
Hjúskapur og búskapur Frá byrjun þessarar aldar hafa umræður um að leggja niöur hjónabandið í núver- andi mynd sinnj eða að af- nema það með öllu hlot- ið mikinn hljómgrunn. Á síð ustu árum hafa umræður um þessi mál aukizt um allan iheiming og kemur þar margt til. Jafnræði kynjanna er þar iíklegast fremst á oddi. Mikill fjöldi húsmæðra vinn ur utan heimilis og er þess vegna fjárhagslega sjálfstæð- ari en fyrr í sögunni, eigin- maðurinn hefur því ekki leng ur hio afgerandi tromp í hendi sér peningavaldið. Margir tel ia, að tilhögun hjónabands- ins hafi verið hugsað út frá röngum forsendum í stað- inn fyrjr að spenna (hestinn fyrir vagninn ha i vagninn verið spenntur fyrir hestinn og allt kapp lagt á að aðlaga hjónakornin hin-. um þröngu aktýgjum hjóna- ba idf ins í stað þess, að leggja aðal'áherzluna á að veita aðil- unum sem mest svigrúm til að 'þroska eigin persónuleika. Á sejnni tímum hefur og sú skoð un rutt sér rúms, að hjóna- ba idí stofnun sé algjört einka mál þeirra, sem hlut eiga að máli, og sé löggjafarvaldinu óviðkomandi. Einn aðalkostur þess fyrirkomulags væri að menn slyppu við skrípaleikjnn sem samfara er hjónaskilnaði. Áhangendur þessarar skoðun ar segja þverstæða hjóna- bandsins komi einkar vel í ljós í þeirri staðreynd, að al- gengasta orsök þess að fólk æski skilnaðar, sé ósamkomu- lag, en einmitt sú ástæða sé ekki talin gild í mörgum lönd um. í stað þess verði hjónin að sýna fram á andlega grimmd eða framhjáhald, sem í raun og veru er ekki annað en stað festing þess, að þau álíta sig ekki hafa skyldum að gegna hvort gagnvart öðru. Hvað myndi verða um börn slíkra hjónabanda, ef þau leyst ust uPP kynnu menn að spyrja? Því er til að svara, að líklega yrðu örlög þeirra ekki frábrugðin örlögum barna frá skilinna hjóna, sem verið hafa í lagalegu hjónabandi, þar sem skyldur föður í vestræn- um ríkjum gagnvai't börnum sínum eru óháðar hjónabönd- um. Að sjálfsögðu eru ýmis vandkvæði tengd hjónabönd- um, sem væru óháð lögum, og i hafa komið fram ýmis atriði.a sem ekki eru samfara lagaleg- um hjónaböndum. Hafa ýmsir verið fylgjandi 5 ára hjóna- böndum til reynslu, og væri hjónabandið þá leyst upp, mætti koma börnunum fyrir á sérstökum stofnunum. Þá er þriðji hópurinn, sem vill afnema hjónabandið með öllu og telur heppilegast, að kynin búi saman ógift. Áhang endur þeirrar skoðunar benda á, að tala óskilgetinna barna hafi aukizt gífurlega á síðustu áratugum, t.d. haf'i tala þeirra þrefaldazt frá stríðslokum í Bandaríkjunum, og hjónaband ið í sinni núverandi mynd sé í ósamraemi við hugsunarhátt nútímans. Benda þeir á, að samskipti kynjanna fyrir hjónaband sé nú mjög algengt og spá því að næsta kynslóð muni ekki sætta sig við að vöra bundin einni manneskju í kynferðisefnum og muni því hjónabandið þá verða úrelt. Ýmsa veika punkta er að sjálfsögðu einnig að finna í málflutningi þeirra, sem vilja breyta hjónabandinu eins og það er í dag. Þótt menn finni fölnað lauf í skógi, er ekki ástæða til að fordæma skóginn, segja menn. Andmælendur 5 ára hjónabandanna eða til- raunahjónabanda benda á , að einungis það taugaáfall, Sem veikgeðjari hjónabandsaðilinn yrði að þola vegna hótana um skilnað og annarra þvingunar aðgerða mótaðilans sé nóg til þess að sú tilhögun falli um sjálfa sig. Hinar lagalegu kvað t Benjamín Franklín: Hafðu augun opin fyrir hjónaband, en hálflukt eft'ir það. ( ir sem fylgja hjónabandinu eru nægjanleg ástæða til þess að þvinga hjónin til íhugunar og geti þannig komið í veg fyrir að hjónabönd leysist upp út af smámunum. Leiðina til farsæls hjóna- bands má ef til vill finna í orðum Benjamins Franktins: Hafðu augun opin áður en þú gengur í hjónabandið, en er þú hefur gengið í það skaltu halda þeim hálfluktum. Ósamkoinulag algengasta orsök skilnaðar. Á hjónabandið að vera óliáð löggjafarvald’inu? g 1. marz 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Starfsefmæli Framhald af 5. síðu. — Mér leiðist aldrei. Að v su er ég eins og aðrir, að yfir mig geta komið sveiflur, liggur bet- ur á mér einn daginn an ann- an, en leiðindi hafa aldrei sótt á mig. 1 — Hvernig er það, þegar þið setjið og þetta fer í gegnum hugann og út í gegnum fiagur- gómana, getið þið þá ekki jafn- vel verið að hugsa um eitthvað annað á meðan? — Ég get náttúrlega ekki svarað þessu nema fyrir sjálfan mig. Ef efnið sem ég er að setja er mér liugleikið fyigist ég alveg með því. En ef ég set efni, sem ég hef ekki áhuga á, þá get ég sett spalia eftir spalta án þess að hafa hugm.vnd um livað það er. Eftir að vélsetjari er búinn að fá' eðlilega æíingu í starfinu, þá er liann eiginlega einn hluti vélarinnar. — Geturðu svona í lokiu ekki sagt mér frá einhverjum góðum prentvillum, ef við megum kalla prentvillur góðar. sem annað hvort komu á þrykk eða var afstýrt á síðusíu stundu? — Það væri svoscm af nógu að taka. En við skulum sleppa þeim. Mér dettur í hug fyrir- sögnin hans Káins: „Nokkrar vitleysur, búnar undir prentvill- ur.” Þetta segir sití, þó í háði sé, um samstarfið milli þeirra sem skrifa og setjaranna. En ég mæli ekki með prentvillunum, þó ég hins vegar vilji engan. svelta, ekki heldur prentvillu- púkann, sem á þeim nairist, trúan fylginaut stéttar mmnar. Og á leiðinni norður Grund- arstíginn og Ingólfsstrætið, þessa leið sem Meyvant íer á hverjum degi og oft á d;sg, og hefur áreiðanlega farið oftir en nokkur annar, sækir fast að sú hugsun hversu mikið lán það er hverju fyrirtæki að eiga mann eins og Meyvant. Hann hefur ekki einasía látið Alþýðublaðinu í té sinn sfarfs- tíma allan, heldur verið íneð afbrigðum samvizkusamur, — stundvís svo af ber, skilað fá- dæma vönduðu Iiandverki — og síðast en ekki sízt verið ein- staklega traustur og heill starfsfélagi. — S. H. EIRRÖR Kranar, fittings, einangrun o. fl. til hita- og vatnslagna. Burstatell byggingavöruvefzlun Sími 38840.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.