Alþýðublaðið - 01.03.1968, Blaðsíða 5
SÁ starfsmaSur AlþýSubiaðs-
1 ins sem lengst allra hefur hjá
| því unnið, Meyvant Ó. Hallgríms-
l son vélsetjari, á 40 ára starfs-
\ afmæli við prentverk í dag. Hann
| hóf prentnám í Alþýðuprentsmiðj
I unni 1. marz 1928, en var þó
f áður búinn að vinna hartnær 5
I ár við blaðburð hjá blaðinu og
I á afgreiðslu þess.
Það var því meira m vel
1 viðeigandi að sækja Meyvant
f heim í íilefni af þessum tíma-
= mótum og rabba við hann uina
I kvöldstund að heimili hans.
Meyvant er Htið fyrir að
1 láta á sér bera, en lætur þó
= til leiðast að §\'ara nokki'um
f spurningum, rétt eins og um
i væri að ræða hvert annað verk
f sem hann vinnur fyrir Alþýðu-
i blaðið af sinni einstöku sam-
| vizkusemi.
— Hvernig atvikaðist það
\ að þú byrjaðir að vinna hjá
i Alþýðublaðinu?
— Það mun hafa verið árið
| 1923, um sumarið, sem ég fyrst
i byrjaði að vinna hjá Alþýðu-
| blaðinu. Ég vann á stakkstæði
i vestur á Bráðræði.sholti, og þar
| var drengur, sem sagði méf,
f að hann fengist við að bera
i út blað; það voru eiginlega til-
= drögin til þess að ég fór uiður
i eftir og spurði hvort það væri
I laust stykki, eins og bað \’ar
| kallað. Nokkrum dögum síðar
= hringdi Sigurjón Á. Ólafsson,
| hinn þekkti forustumaður sjó-
f manna um langt árabil, sem þá
| var afgreiðslumaður blaðsins,
| og sagðj ég gæti fengið vinnu
| við blaðburð. Ég var drengur
i þá. Þar var ég við starf í rúm
i níu misseri. Afgreiðsla blaðsins
f var þá í litlum timburskála.
| sem stóð þar sem Verzlun Jóns
| Björnssonar reis af grunni og
i Gamla Bíó. Ég held að Full-
| trúaráð verkalýðsféiaganna
I hafi átt þennan skála og notað
| hann til fundahalda. Ég man
: a.m.k. eftir því, að þar var til
= húsa í sal kvöldskóli verka-
| manna. Annars voru þar skrif-
I stofur og afgreiðsla blaðsins,
| og í vesturendanum var
| geymsla. Á þessu tímabili \iar
I blaðið sett og prentað við
| Bergstaðastræti 19 og ritstjórn-
f arskrifstofurnar voru að Bjarg-
I arstíg 2.
Hvað varstu gamall þegar
| þú byrjaðir?
— Ég mun hafa verið á 14.
| árinu.
— Þú vannst ínni í afgreiosl-
f unni sjálfri, var það ekki"
— Af og til síðasta árið.
— Svo fluttirðu þig yfir í
f prentsmiðjuna.
— Já, 1. marz 1928. Það reis
I lítið steinhús upp við Hverfis-
i götu 8 og rátt íyrir áramoíin
f 1925 —G flutti blaðið starfsemi
| sína þangað. XJm það leytí var
f Alþýðuprentsmiðjan stofnuð, og
i var hún þar til húsa, byrjað að
f vinna í henni í desember 1925,
I en fyrsta blaðið mun hafa kom-
ið út úr prentsmiðjunni í byrj-
un febrúar 1926. Má vera að
hluti af blaðinu, t. d. jólablað-
ið, hafi verið unninn þarna, þó
ég muni það ekki.
— Hver var prentsmíðju-
stjóri, þegar þú byrjaöir að
læra?
— Hallbjörn Halldórsson er
var ritstjóri blaðsins og einn
helzti hvatamaður að stoínun
prenlsmiðjunnar.
— Hvernig atvikaðist það að
þú réðist til smiðjunnarV
— Ég var kominn á bann
áltíur að ég var farinn að velta
því fyrir mér að læra eitthveð
til iðnaðar. Ég var lengi að
liugsa um smíði. En svo hitti
ég gamlan skólabróður minn
einu sinni á Amtmannsstígnum
— og spyr hvað hann :é
farinn að gera? ,,Ég er farinn
að læra prentverk,” segir hann.
„Það er einmitt það sem mig
langar til,” hrökk þá af munni
mínum. Hann var höfði hærri
en ég, og svo segir hann setn-
ingu, sem ég man glöggt: „Þú
ert alltof stuttur, þú nævð ekki
upp í efstu holurnar.” Það var
nú á þeim tíma, þegar handsetn-
ingin var næstum algjör. En
nokkrum mánuðum síðar talaði
faðir minn við Hallbjörn og
spurði hvort hann vildi ekki
bjálpa sér með strákinn. —
Og það varð.
— Voru margir þá í smiðj-
unni?
— Ég gæti trúað að það hafi
verið níu manna síarfslið Það
var ein setjaravél, þýzk, Typo-
graph. Blaðið var að vísu lítið,
fjórar síður, stundum með
kálfi, en það var mikið hand-
sett, aliar fyrii'sagnir, allar
auglýsingar, allt breiðmál, og
jafnvel meginmál líka. Ég
handsetti í 5—6 ár, og vann alit
sem til féll. Það var unnið
þarna fleira en blaðið. Á þess-
um tíma var sfaríandi Bók-
menntafélag jafnaðarmanna
sem gaf út ýmsar bækur, t. i.
Frjálst verkafólk á Íslandi,
Jimmy Higgins og Almanak al-
þýðu.
— Minnistu nokkurra sér-
stakra manna frá þessu tíma-
bili, sem þér fundust merkir
og góðir félagar?
— Já', ég á ágætar minning-
ar um þetta tímabil. Það "r eins
og títt er hjá ungum möanum,
þegar þeir eru að byrja ævi-
starfið, þá er eins og onnist
fyrir þeim nýr heimur. Ég man
eftir því, að þarna komu
við menn, sem ég mundi r.egja
að hafi þá þegar verið framar-
lega í listamannaliði bæjarins,
rithöfundar og skáld eða fcng-
ust við ritsíörí.
— Hafðirðu ckki hug á því
þegar þú varst búinn að Ijúka
námi að fara í eitthvert annað
fyrirtæki, breyta til?
— Nei. ekki sérstak]r".i. Þng.
ar ég var búinn með námstím-
ann fékk ég þriggja mánaða
frí og ég fór íil útlanda, var
þar á flökti, ekki í vinnu. en
gerði þó mikið af því að konia
i prentfyrirtæki, og mér var
alls staðar tekið vel og sýnt
ýmislegt, sem var mér fram-
andi.
— Hafðirðu ekki gott af
þessu ferðalagi?
— Það er alltaf ávinningur
að því að hreyfa sig.
— Þegar þú komst til baka,
fórstu þá aftur í Alþýðupreit-
smiðjuna?
— Já, mér liafði verið lofað
vinnu áfram áður en ég fór, og
um haustið rann dálítið sögu-
legt tímabil upp lijá blaðinu.
Þá tók Finnbogi Rútur við rit-
stjórastarfi, og hann gerbreytti
útliti blaðsins, meiri eésifrétta-
svipur á blaðinu en áður.
— Hver var þá við umbrot á
blaðinu, varst þú það kannski?
— Já, já, ásamt vitanlega öðr-
um, jafnvel prentaði blaðið. Við
vorum látnir gera það á iærl-
ingsárunum. En um þetta leyli
byrjaði ég á vélsetr.ingu, sem
ég hef stundað síðan,
— Hvar var Alþýðuprent-
smiðjan á þessu íímabili?
— Hún var þarna til húsa
þar til Alþýðuhús Reykjavikur
var byggt. Við vorum með
blaðið eitt ár niður í Stcin-
dórsprenti, eitt ár og þrjá
daga nákvæmlega. Það var líka
eftirminnilegt tímabil. Það
urðu miklar breytingar l’.já
okkur, mikil mannaskipti, þeg-
ar við komum upp eftir aftur.
Við komum þarna í allt saman
nýtt. Árið 1938 og á næstu ár-
um var vélakostur prent.smiðj-
unnar endurnýjaður — og nýr
og óvæntur tími rann upp á
þessu landi, hernámið og allt
það lilaup, sem varð í öllum
atvinnurekstri.
— Var ekki mikið um nð vera
hjá ykkur á stríðsárunum7
—Það var anzi mikið að gera
þá, mikið hlaup i allri vinnu
og alls konar smáverk voru. þá
unnin í smiðjunni fyrir utan
blaðið. Og um hálfs annars frs
skeið. minnir mig, vorum við
með fjögur dagblöð í fyrirtæk-
inu, smá að vísu. Tvö þeirra
voru gefin út fyrir herinn,
War News og Daily News. svo
var Hádegisblaðið hans Sigurð-
ar Benediktssonar, að ógleymdu
sjálfu Alþýðublaðinu. Og auk
þess settum við bækur. — Þá
var oft gaman þótt erfitt
væri.
- Þið hafið orðið að hafa
valctir allan sólarhringinn á
vélunum?
— Ég man, að ég og mótsetj-
ari minn á vél, Þorsteinn Hall-
dórsson, við unnum heilan vet-
ur allan sólarhringinn, sinn
helminginn hvor. — Þnð var
sti'angur vetur, en eftirminni-
legur. Hermennirnir gengu
þarna út og inn vegna blað-
anna, sem við orcntuðum fyrir
þá. Um þetta leyti klofnaöi fyr-
irtækið. Það varð of þröngt í
því húsnæði, sem prenísmiðjan
haíði til umráða á þessum staö.
Bókaprentunin í'pr inn á Vita-
stíg og Þorsteinn Halldórsson
og ég, við vorum sendir þangað
inn efíir. Við vorum þar á ann-
að ár. En þá skeði óhappið eöa
happið, að Jón Axel Pétursson
gekk í gegnum fyrirtækið cg
þegar hann sá okkur báða þar,
varð honum að orði: „Eru beii'
vitlausir? Eru þið báðir hérna?”
Og daginn eftir vorum við
sendir til Alþýðublaðsins aftur.
Ég var feginn. Það var styttra
að fara til vinnu og ég hef
alltaf kunnað vel við mig hjá
blaðinu; hafði atdrei vikið frá
mínum gamla stað hérna á
horninu nema þetta eina ár og
svo tímann í Steindórsprenti.
— En samt vai'stu við bluð-
ið þar líka.
— Já, næstum eingöngu.
— Og hvað svo?
— Ja, tíminn hefur liðið; það
hafa komið mörg tímabil í sögu
blaðsins sem kalla verður um-
brota- og byltingartíma, manna-
skipti, meira að segja klofn-
ingur í flokknum.
— Þxi ert eiginlega oini
fastj punkturinn, eini ínaður-
inn, sem farið hefur í gegnum
breytingarnar í meira en 40 ár? j
— Það er nú varla hægt að I
segja það. Við liéldum lengi i
hópinn margir, en það heltist |
úr Iestinni. Þeíta hefur liðið. =
Einstaka atvik man maður |
öðrum frenxur, einkunx 2
þegar útlitsbreyting hefur orð- :
ið á blaðinu og það verið í I
uppgangi. Ég man sérstaklega 5
eftir tveimur-þremur tilfellum |
í því sambandi, þó ég nefni eng- |
in nöfn. Það var gamaix sum i
árin að vera á kvöldvöktuiium 2
og jafnvel næturvöktunum, |
þegar nóg stai’fslið var og það 2
hafði bókstaflega samband við i
allt landið, ekkert gerðist á 2
íxeinu horni þess án þess að i
það væri komið strax. Slík i
tímabil hafa mér þótt skeminti- |
leg, en svo koma auðvitað |
daufari tímar á ínillí, eins og \
gengur. |
— Þú hefur aldrei séð eftir 2
því að gerast prentari.
— Nei, aldrei. Það sr mitt 2
eðli að vinna, og ég hef viisu- i
lega fundið mikla fróun í því, :
og verið lieppinn að hafa get- 2
una og löngunina íil að starfa. 2
— Þá er þrentarastarfið
heldur gott af þv? að þú hef- 2
ur áhuga á máli og bókmennt- j
um? 2
— Já, þó fullnægir það
manni ekki, þegar maður vinn- 2
ur aðeins við dagblað. En ég i
var heppinn að alast upo á
heimili, þar sem var gott bóka- =
safn og ég naut þess í rikunx
mæli. Setjarastai’fið getur orðið ;
dálítið vélrænt. Það er svo nxeð
hvert starf, að maður vinnur
það sem hverja aðra skyldu.
— En þér leiðist. samt ekkex t
við það?
FranxJiald á 6. síðu.
- ALÞÝÐUBLAÐIÐ «|
1. marz 1968
TtiiiiiiimiiiiiiHnTTíTfiiiiniminiiiifimnimimmmniiiiiiiiiiiiiiiiiinmiiiiiiimnMiiiiiiiiimi