Alþýðublaðið - 30.04.1968, Blaðsíða 4
HEYRTg’
SÉD
Rafíækjasm'iðja I Dantmort í Englandi hefur í sinni þjónustu
fanga, sem vinna að ákveðnum verkefnum í sambandi við lita-
sjónvörp. Föngunum þykir þetta t'ilbreyting, en þeir hafa engan
mögulcika á að slcppa — lögregluþjónn situr yfir þeim og vaktar
þá vel.
I biðröð til að
læra að brugga
★ Tuborg-ölgerðin fræga er
nú farin að halda bruggnám-
skeið fyrir ófaglært starfsfólk
Þcssi ungi maður liefur óvenju
legar tóniistargáfur til að bera.
fiann heitir Oliver Knusen, 15
ára, og t'r hér að stjórna sin-
fóníuhijómsveitinni í London.
Faðir hans hefur um mörg ár
leikið með hljómsveitinni .Blöð
in segja aö hans bíði björt fram
tíö sem hljómsveitarstjóra .
sitt og er aðsóknin svo mikil
að um 150 eru nú á biðlista.
Þessi ryiikli áhugi á ekkert skylt
við von um kauphækkun, þvi
að kaupið er óbreylt áfram og
þar að auki fær fólkið ekki
greidd laun meðan á námskeið
inu stendur. Freistast maður
því til að álíta að starfsfólkið
telji þessa kunnáttu geta kom
ið í góðar þarfir utan ölgerð-
arinnar.
■ Námskeiðið tekur 6 vikur!
og er því þannig hagað að eft |
ir tveggja vikna kennslu er 1
unnið í tvær vikur, síðan 2ja
vikna kennsla o.s.frv., þannig
að því lýkur ekki fyrr en 12
vikum eftir að það byrjaði. -
Þátttakendur læra allt um
gerð ölsins, frá því byggið er
skorið þar til ölið fer frá verk
smiðjunni á markaðinn. Þeir
læra eðlis- og efnafræði, líf-
fræði, hreinlæti á vinnustöð-
um, vinnusálfræði, ijryggi á
vinnustað o.fl. þess háttar, og
auk þess reikning og dönsku.
Vinnuveitendurnir sjá sér
mikinn hag í þessari fræðslu,
því að hún tryggir þeim að
starfsfólkið viti hvað það er
að gera og auk þess verður nú
engum erfiðleikum bundið að
flytja það milli deilda um
tíma, ef á þarf að halda.
mHiDGESTONE
Vill borga konum
fyrir að eiga
ekki börn
* Offjölgun fólks í fátækra-
hverfum stórborga er mikið
vandamál og hafa margar leið
ir verið reyndar til að draga
úr fólksfjölguninni en árang-
urinn hefur ekki alltaf verið
jafn góður.
Frú Rosemary Taubert, sem
er félagsfræðingur í New York,
segist nú hafa „fundið upp“
beztu getnaðarvarnir til þessa.
Séu þær í því fólgnar að sam
félagið borgi konum fyrir að
eiga ekki börn.
Frú Taubert tekur þó fram
að þetta eigi einungis við kon
ur í fátækrahverfum amer-
ískra stórborga og hún álítur
að þetta muni gefa góða raun.
Segir hún að þótt auðvelt sé
að fá alls konar getnaðarvarn
ir hjá læknum og fjölskyldu-
ráðgjöfum þá nenni konurnar
hreinlega ekki að bera sig eft
ir þeim. Sé því nauðsynlegt
að lokka þær þangað — og
Iþað verði. bezt gert með pen-
ingum,
Hugmynd frú Taubert er að
allar konur á aldrinum 15 til
50 ára, sem búa í fátækrahverf
um, fái 500 dollara á ári fyrir
að eiga ekki börn. Segir hún
að þegar öllu sé á botninn
hvolft sé þetta hagur borgar-
yfirvalda því að ársgamalt
barn í fátækrahverfi hafi þeg
ar kostað samfélagið 1000 doll
ara, en hafi þó engan veginn
fengið þá umönnun og um-
hirðu, sem æskileg sé..
Lítið inn
í ieiiiBiroi.
V eitingarskálinn
GEIT&IÁLS8.
★ FERÐAFRELSI tékkneskra
stúdenta hefur nú aukizt til
muna frá því sem var og geta
stúdentar nú fengið leyfi til
að dveljast erlendis allt að bví
eitt ár. Og samkvæmt hinni
nýju stefnuskrá tékkneska
kommúnistaflokksins á bráð-
um að iseja lög, sem tryggja
öllum tékkneskum borgurum
ferðafrelsi.
Við birtum hér mynd sem er nokkuð síð'búin — þetta eru Reyk
víking-ar að fagna sumri á leið í safnaðarhe'iniili Langholskirkju.
(Ljósm. Bjarnleifur).
* UNG KONA í Torino á ít-
alíu varð nýlega þriggja ára
gömlu barni sínu að bana í
reiðikasti. Hafði dóttirin mul-
ið brauð á gólfið og móðirin
greip eldhúsbursta og barði
barnið í hel. Við krufningu
kom í ljós að höfuðkúpan var
brolin, svo og báðir handlegg
irnir. Játaði móðirin gerðir
sínar fyrir rétti skömmu eftir
að atburðurinn átti sér stað.
* BIRGIT NILSSON, sænska
óperusöngkonan, var nýlega
skorin upp við gallsteinum. Er
steinninn sem tekinn var úr
henni áreiðanlega einhver dýr
asti steinn sinnar tegundar,
því að hann kostar söngkonuna
hvórki meira né minna en tæp
ar milljón krónur. Vegna upp
iskurðarins verður hún frá
vinnu í mánuð, en á þessum
mánuði átti hún m.a. að syngja
í óperum í Mílanó og London
— og umræddar milljón krón
ur verður hún að greiða óper
unum vegna ógildingar á samn
ingum.
* DANSKIR kvikmyndafram-
leiðendur eiga í viðræðum við
yfirmenn danska sjónvarpsins
og er sagt að þeir fari fram'á
mjög háa greiðslu fyrir dansk
ar kvikmyndir, sem í sjónvarp
inu eru sýndar. Fari svo að
sjónvarpið gangi að skilmál-
um framleiðendanna munu
danskir umboðsmenn amer-
ískra kvikmynda einnig hækka
myndaleigu til sjónvarpsins,
en hún er nú 400 damskar krón
ur á mínútu, og kostar því
venjuleg inynd um 40 þúsund
kr., eða um 300 þúsund íslenzk
ar.
30 apríl 1968
ALÞYÐUBLAÐIÐ