Alþýðublaðið - 30.04.1968, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 30.04.1968, Blaðsíða 15
1 EFTIR KAY WINCHESTER legar, þér og systir yðar! Eg vildi að ég vissi, hvað hún ætl- aði að gera, eftir að kaupin hefðu verið gerð; ég er viss um að hún ætlaði ekki að gufa upp. — Það skiptir engu máli með Laureen, sagði Melita óþolin- móð. ___ Þetta voru allt yðar mis- tök, frá byrjun! Þér létuð eins og ég væri þjónustustúlka, þeg- aí þér sáuð mig í bókaherberg- inu. Hann minntist atburðarins með nokkurri undrun, og Melitu með óhreinindarák þvert yfir nefið. Nú brosti hann þrátt fyrir reiði sína. — Já, en ég verð líka að segja það, að aldrei hef ég séð nokkuð minna meira á það en yður! sagði hann. — Þér lituð hræði- lega út! Ég hefði tafarlaust rek- ið yður, ef þér hefðuð verið ráðnar hjá mér. Hún roðnaði af reiði. — Þér eruð óþolandi! Hann greip um úlnlið henn- ar og nú var hann alvarlegur. — IUa siðaði krakkagemling- ur — ef að nokkur þarfnast flengingar, þá ert það þú! Melly Manby frá The Mill House, ekki satt? Ég vildi þig heldur sem eldastúlku. — Ekki kalla mig Melly! sagði hún. — Það gera bara vinir mín- ir. Hann dró hana til sín, og áður en hún skildi, hvað hann hafði í hyggju, faðmaði hann hana að sér og kyssti hana. Hann sleppti henni svo skyndi- lega, að hún liafði næstum misst jafnvægið, en hún studdi sig við hann, unz hann ýtti henni frá sér. — Afsakið, Sagði liann rámur. ég hefði ekki átt að gera þetta. Fyrirgefðu. — Þér þurfið ekkert að af- saka yður, fann hún sig tilneydda að svara. — Þetta var bara þaS sem ég hafði búizt við af yður. — Þess vegna afsaka ég mig, ungfrú Manby, sagði hann kurt- eislega. — Hvað vinnunni í hest húsunum viðvíkur, þá skulið þér gleyma því, sem við höfum rætt um. Gerið bara yðar eigin ráð- stafanir. Ég veit ekki betur, en að það eigi að undirrita samn- inginn eftir fáeina daga. — Og þá eigum við að hypja. okkur, sagði hún. — Þvert á móti, sagði hann kuldalega. — Ég flytzt burt og þégar þér og systir yðar eruð reiðubúnar að fara, flyt ég þang- að. Ég ætla á engan hátt að reka ykkur. Góða nótt. ÞRETTÁNDI KAFLI. Það sem fékk Laureen til að flytja svo snemma. voru verka- mennirnir, sem Símon Aldridge ætlaði að gera húsið í stand. Hún flutti á flott, nýtt hótel í Redbourne, en Melita bjó um sig á' litlu hóteli við klettinn í Friar’s Bay. Það var litið stærra en krá, og með útsýni yfir flata strandlengjuna. Hún lagði sinn hluta af fénu í banka, en bjóst við því, að Laureen myndi eyða sinum hluta í föt.- Þegar hún sá hana af til- viljun einn góðan veðurdag í Redbourne, var hún áberandi vel klædd. Það varð júní og þar sem það var óvenjulega heitt það ár, komu ferðamenn til Friar’s Bay. Melita varð eirðarlaus. Henni geðjaðist vel að friðnum þarna, eg fann, að það var kominn tími til að flytja. — Hvers vegna ferð þú ekki íil baka og heimsækir Clöru frænku? sagði Laureen við hana, dag nokkurn, er þær hittust í The Copper Kettle. — Það skal ég gera, sagði Me- lita lágt. — Verkamennirnir eru bráð- um búnir, sagði Laureen. — Það er ótrúlegt, livað hægt er verið byggð. Felix kom frá bogahliðinu og heilsaði henni af einlægni. — Nú, nú stúlka mín, hvernig finnst þér? spurði hann geisl- andi af gleði. — Hvað hefur hann gert fyrir þig, Felix frændi? umlaði hún undrandi. — Hann hefur gefið mér eitt- hvað að lifa fyrir, sagði Felix með breiðu brosi. Komdu og sjáðu nýju gróðurhúsih mín. Þau eru öll upphituð og í góðu ásigkomulagi. Hún lét hann teyma sig gegn um hliðið, en þetta var ekki — Ég held nú samt, að ég fari þangað ekki aftur, sagði Melita loks, og tók eftir létti systur ^rt/ogue ' EFNI SMÁVÖRUR TÍZKUHNAPPAR sinnar. Hún hugsaði sem snöggv- ast um, hvað systir hennar hafðist fyrir, en hafði engan sérstakan áhuga á því. Hún hafði nóg að gera í verzlunar- ferðum sínum til Redbourne, við að forðast Jim. Tvisvar hafði hún næstum rekizt á hann, en tekizt að forðast hann. FJÓRTÁNDI KAFLI. Fáeinum dögum síðar kom fjöldi ferðamanna, svo að Mel- itu fór að langa að flytja frá’ Friar’s Bay, og ákvað allt í einu að fara aftur til The Mill House og heimsækja frænku sína. Útlit hússins kom henni mjög á óvart. Hún hafði ekki hugmynd um, hve margir verkamenn höfðu unnið þarna, eða hve miklir peningar höfðu farið í verkið, en svona hlaut húsið að hafa litið út, þegar það var ný- byggt. Það hafði verið hreins- að og fægt, skökku gluggarnir réttir, gert við þakið, og ný álma, sem var lítil og hæfði gamla húsinu fullkomlega, hafði mála um, að Norðurlöndin skuli taka virkan þátt í því uppbygg- ingarstarfi, sem eiga verður sér stað í Vietnam, þegar vopna- viðskiptum lýkur. Um þetta at- riði hefur fjallað norræn starfs- nefnd, sem skilaði bráðabirgða- skýrslu á ráðherrafundinum. Þá ræddu ráðherrarnir um skýrslu afvopnunarnefndar Sam- einuðu þjóðarinnar (18 manna nefndarinnar), en henni fylgir samningsuppkast, sem borið er fram af Bandaríkjunum og Sov- étríkjunum og fjallar um bann við frekari dreifingu kjarnorku- vopna. Ráðherrarnir létu þá skoðun í ljós, að mjög mikilvægt væri, að unnt væri að gera slík- an samning án frekari tafa, og að sem allra flest ríki gerðust aðilar að samningnum. Samn- ingur um bann við dreifingu kjarnorkuvopna væri mikilvægt framlag til þess að draga úr við- sjám í alþjóðamálum og auka friðarhorfur. í kjölfar slíks samn- ings ættí að fylgja, svo fljótt sem unnt er, samningur um bann við kjarnorkusprengjutilraunum neðanjarðar og um önnur afvopn unaratriði. í sambandi við umræður um átökin fyrir bótni Miðjarðar- hafs lögðu ráðherrarnir áherzlu á' nauðsyn þess, að aðilar átak- anna gerðu sitt til þess að sátta- umleitanir Jarrings sendiherra leiði til árangurs. Ef í ljós kæmi, að nauðsynlegt væri að verndar- gæzlulið Sameinuðu þjóðanna kæmi á vettvang, þá var það skoðun utanrikisráðherranna, að Norðurlöndin skyldu leggja fram liðssveitir. Meðal þeirra annarra mála, sem rædd voru, var þróun mála í Suður-Afríku og ástandið í Grikklandi. Gefin var skýrsla um gang kærumáls Norðurland- anna gegn Grikklandi í mann- réttindanefnd Evrópuráðsins. Utanríkisráðherrarnir lýstu þeirri von sinni, að frekari með- ferð þeirra mikilvægu mála, sem rædd voru á annarri UNTAC ráð- stefnunni leiði til skjótrar og ákveðinnar niðurstöðu. Þeir voru þeirrar skoðunar að ræða bæri ítarlega í stjórn UNCTAD og á Allherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í haust, hvernig unnt væri að koma skjótt í fram- kvæmd þeim atriðum, sem þjóð- ir eru almennt sammála um. Utanríkisráðherrarnir lýstu yf- ir stuðningi stjórna sinna við kjör Finnlands í Öryggisráð Saméinuðu þjóðanna á 23. Alls- herjarþinginu í haust. Jafnframt lýstu þeir yfir stuðningi við kjör Noregs í Efnahags- og félags- málaráð Samenuðu þjóðanna. Ráðherrarnir voru sammála um, að Norðurlöndin skuli áfram vinna í sameiningu að því að á- ritunarskylda á vegabréf verði afnumin sem allra fyrst. Hin norræna sérfræðinganefnd mun halda áfram að fjalla um þetta viðfangsefni. Á ráðherrafundinum tóku þátt settur utanríkisráðherra Dan- merkur, Hilmar aBunsgaard, frá Finnlandi Ahti Karjalainen, ut- anríkisráðherra, frá íslandi Emil Jónsson, utanríkisráðherra, frá Noregi Jolin Lyng, utanríkisráð- herra og frá Svíþjóð utanríkis- ráðherra Torsten Nilsson. Sænski utanríkisráðherrann bauð til næsta utanríkisráðherra- fundar Norrðurlanda í Stokk- hólmi 1. og 4. september 1968.” Utanríkisráðuneytið, Reykjavík, 29. apríl 1968. Bifrfílðin feilffi&fiilfii GUÐMUNDAR Bergþórugötu 3. Símar 19032 og 20070. Mfírðiirlönd Framíiald aí bls. 1 geta til bættrar sambúðar ianda álfunnar. Ráðherrarnir létu í Ijós vonir um að það samband, sem komið er á milli Hanoi og Washington muni leiða til friðarsamninga í nánni framtíð. Þeir urðu sam- Stœ&tu íhmcn^amcr - ódýnMte Aœppdwettcð 30. apríl 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ |,5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.